Borgarráð - Fundur nr. 5047

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð


Ár 2008, fimmtudaginn 6. nóvember, var haldinn 5047. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.40. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Kjartan Magnússon, Óskar Bergsson, Sigrún Elsa Smáradóttir, Svandís Svavarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ásta Þorleifsdóttir.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:


1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 21. október. R08010012

2. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Kjalarness frá 1. og 5. september. R08010013

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 22. október. R08010015

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 23. október. R08020092

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 31. október. R08010026

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 31. október. R08010028

7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 3 mál. R08100320

8. Lagðar fram niðurstöður rannsóknar mannauðsskrifstofu á þróun launamunar hjá Reykjavíkurborg, dags. 3. þ.m. R08100321

Bókun borgarráðs:

Borgarráð fagnar niðurstöðum rannsóknar um þróun launamunar kynjanna hjá Reykjavíkurborg, sem sýnir að enginn málefnalegur launamunur er í dagvinnulaunum starfsfólks. Ljóst má vera að sú áhersla sem Reykjavíkurborg hefur til margra ára lagt á jafnrétti kynjanna og aðgerðir til að eyða launamun eru að skila sér með þessum mikilvæga árangri. Rannsóknin sýnir einnig að launaákvarðanir Reykjavíkurborgar og starfsmat ásamt aukinni menntun og starfsreynslu kvenna hefur skilað miklu til að draga úr launamun kynja hjá Reykjavíkurborg. Rannsóknin staðfestir þannig að með kröftugum ásetningi og skýrum markmiðum er hægt að ná árangri sem um munar til að treysta jafnrétti kynjanna. Borgarráð leggur áherslu á að hér eftir sem hingað til sé kynjajafnrétti skýrt og sameiginlegt markmið borgaryfirvalda. Mannauðsskrifstofa mun því halda áfram öflugu starfi sínu á þessu sviði, samhliða því að skoða áfram leiðir til enn frekari árangurs t.d. í samræmi við tillögu borgarstjórnar frá 16. september.

- Kl. 10.00 tekur Marta Guðjónsdóttir sæti á fundinum.

9. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. þ.m., yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir tveggja veitingastaða, sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R08100001

10. Lagt fram bréf ritara framkvæmda- og eignaráðs frá 14. f.m., sbr. samþykkt ráðsins 13. s.m., varðandi ósk um aukafjárveitingu vegna færanlegra kennslustofa. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra, dags. 4. þ.m. R08050075
Vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun ársins.

11. Borgarráð samþykkir að stýrihópur borgarráðs um staðsetningu bensínstöðva verði skipaður sviðsstjórum umhverfis- og samgöngusviðs, framkvæmda- og eignasviðs og skipulags- og byggingasviðs, eða fulltrúum þeirra. R06030105

12. Lögð fram skýrsla Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.um endurtekna skoðun auðra bygginga í miðborg Reykjavíkur, dags. 6. f.m. R08040005

13. Lögð fram niðurstaða ráðgjafarhóps borgarstjóra um yfirferð umsókna um starf fjármálastjóra Reykjavíkurborgar, dags. 3. þ.m., ásamt fylgiskjölum. Jafnframt lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 5. þ.m.: R08100244

Með vísan til meðfylgjandi rökstuðnings og niðurstöðu ráðgjafarhóps er lagt til að Birgir Björn Sigurjónsson verði ráðinn í starf fjármálastjóra Reykjavíkurborgar.

- Kl. 11.12 tekur Dagur B. Eggertsson sæti á fundinum og Sigrún Elsa Smáradóttir víkur af fundi.

Tillaga borgarstjóra samþykkt.


Fundi slitið kl. 11.50

Óskar Bergsson

Björk Vilhelmsdóttir Dagur B. Eggertsson
Kjartan Magnússon Marta Guðjónsdóttir
Svandís Svavarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson