No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2008, fimmtudaginn 30. október, var haldinn 5046. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.45. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon, Oddný Sturludóttir, Óskar Bergsson, Svandís Svavarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ásta Þorleifsdóttir.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 28. október. R08010024
Borgarráð samþykkti fundargerðina.
2. Lögð fram fundargerð framtalsnefndar frá 23. september. R08010006
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 15. október. R08010014
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 17. október. R08010016
5. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 17. október. R08020092
6. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 27. október. R08010027
7. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 22. október. R08010028
8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál. R08090140
9. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 22. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðar nr. 1 við Árvað. R08100292
Samþykkt.
10. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra SSH frá 15. þ.m., þar sem óskað er eftir tilnefningu tveggja fulltrúa í fulltrúaráð Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. R08100255
Samþykkt að tilnefna Óskar Bergsson og Svandísi Svavarsdóttur, til vara Jórunni Frímannsdóttur og Dag B. Eggertsson.
11. Lagður fram úrskurður dóms- og kirkjumálaráðuneytisins frá 20. þ.m. í máli Sextán ehf. gegn lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins varðandi veitingastaðinn Monte Carlo, Laugavegi 34a. R08030056
12. Lagður fram úrskurður dóms- og kirkjumálaráðuneytisins frá 20. þ.m. í máli Casino ehf. gegn lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins varðandi veitingastaðinn Mónakó, Laugavegi 78. R08030057
13. Lögð fram drög að nýrri samþykkt um götu- og torgsölu í Reykjavík, dags. 28. þ.m., ásamt bréfi skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 27. s.m. R08100304
Vísað til borgarstjórnar.
14. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði, dags. 27. þ.m. R08010032
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum að veita versluninni ER og Hárhönnun styrk að fjárhæð 200 þ.kr. vegna tískusýningar á Skólavörðustíg. Færist af liðnum ófyrirséð útgjöld.
15. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir fimm veitingastaða, sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R08100001
16. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 27. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 22. s.m., varðandi samningsgerð við SÁÁ um rekstur búsetuúrræðis með félagslegum stuðningi. R08040057
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson víkur af fundi við meðferð málsins.
Samþykkt.
17. Lagt fram bréf samgöngustjóra frá 24. þ.m. varðandi framkvæmdir við gerð duftgarðs í Fossvogi á næsta ári, að fjárhæð 28 mkr. R05020073
Samþykkt.
18. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 23. þ.m.:
Borgarráð samþykkir að kosta starfsemi þriggja miðborgarþjóna aðfaranætur laugardaga og sunnudaga frá kl. 3.00–6.00 frá 10. október til 31. desember 2008. Kostnaður, kr. 950.000, greiðist af lið 09204 á skrifstofu borgarstjóra.
Greinargerð fylgir tillögunni. R08040020
Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við atkvæðagreiðsluna.
19. Lagt fram bréf fjármálastjóra, dags. 28. þ.m., þar sem lagt er til að borgarráð samþykki að fresta útboðum á innheimtu viðskiptakrafna og bankaþjónustu ótímabundið með skírskotun í atvinnu- og efnahagsástand. Jafnframt verði fjármálastjóra falið að semja um tímabundið fyrirkomulag á innheimtum viðkiptakrafna og bankaþjónustu eftir atvikum við sömu aðila eða aðra í samráði við innkaupaskrifstofu og borgarlögmann. R08010138
Samþykkt.
Fundi slitið kl. 10.15
Óskar Bergsson
Björk Vilhelmsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Kjartan Magnússon Oddný Sturludóttir
Svandís Svavarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson