Borgarráð - Fundur nr. 5045

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2008, fimmtudaginn 23. október, var haldinn 5045. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.40. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Óskar Bergsson, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Svandís Svavarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 14. október. R08010008

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis frá 2. október. R08010011

3. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 22. október. R08010024
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 17. október. R08010026

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál. R08090140

6. Lagt fram að nýju bréf menntamálaráðuneytisins frá 2. þ.m. þar sem óskað er eftir tilnefningum Reykjavíkurborgar í skólanefndir framhaldsskóla í Reykjavík, til fjögurra ára. R08100208
Frestað.

- Kl. 9.45 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

7. Lagt fram svar borgarstjóra frá 20. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingar um stefnumótun í málefnum innflytjenda, sbr. 9. lið fundargerðar borgarráðs frá 16. þ.m. R08090029

8. Lagður fram úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2. þ.m. í máli Reykjavíkurborgar og Rauðhóls ehf. gegn Vegagerðinni. R08020083

9. Lagt fram bréf ritara framkvæmda- og eignaráðs frá 14. þ.m., sbr. samþykkt ráðsins 13. s.m., varðandi ósk um aukafjárveitingu vegna færanlegra kennslustofa.
Vísað til umsagnar fjármálastjóra. R08050075

10. Lagt fram bréf forstöðumanns Sjóminjasafnins í Reykjavík frá 14. þ.m. varðandi endurnýjun rekstrarsamnings fyrir árin 2009-2011. R08100254
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

11. Lagðar fram tillögur ráðgjafahóps um úthlutanir úr forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar, dags. 20. þ.m., ásamt svohljóðandi tillögu borgarstjóra, dags. s.d.:
Borgarráð samþykkir tillögur ráðgjafahóps um úthlutanir styrkja úr forvarna- og framfarasjóði. Tilkynnt verður opinberlega hverjir hljóta styrki nk. mánudag 27. október. R08070022
Samþykkt.
Bókun borgarráðs:
Borgarráð fagnar fyrstu úthlutun úr forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar og þakkar ráðgjafahópnum sem mat umsóknir fyrir vel unnin störf. Sjóðnum barst 121 umsókn og að þessu sinni hljóta 22 umsóknir styrk. Verkefnin sem hljóta styrk að þessu sinni falla vel að markmiðum sjóðsins um að stuðla að árangri í forvarnastarfi, eflingu félagsauðs, auknu öryggi íbúa eða bættri umgengni í borginni. Með sjóðnum er einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum gefið tækifæri til frumkvæðis og nýsköpunar á þessum sviðum í samstarfi við Reykjavíkurborg. Mörg verkefnanna falla einnig vel að þeim vilja borgaryfirvalda að huga sérstaklega að forvörnum nú vegna sérstakra aðstæðna í efnahags- og atvinnuumhverfi.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna fagnar myndarlegri úthlutun úr forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar. Um er að ræða fjölda áhugaverðra og spennandi verkefna sem án efa munu verða til þess að efla mannlíf og margvíslega starfsemi á krefjandi tímum. Fulltrúinn gerir hins vegar fyrirvara varðandi eitt þeirra verkefna sem hér fær framlag. Það er skoðun fulltrúans að stefna beri að jafnaði að því að draga úr umfangi og áherslu á heimanám í reykvískum skólum í stað þess að hvetja einkaaðila til aðkomu með þeim hætti sem hér er lagt til.

12. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 16. þ.m. þar sem lagt er til að Reykjavíkurborg hafni forkaupsrétti á fasteigninni Lambhagavegi 29. R08100226
Samþykkt.

13. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 20. þ.m. varðandi uppgjör vegna lóðarinnar nr. 80 við Urðarbrunn. R08090093
Samþykkt.

14. Lagt fram bréf Léttkaupa ehf. og Huga ehf. frá 20. þ.m. varðandi lóðina nr. 5 við Hádegismóa. R07010145
Vísað til umsagnar borgarlögmanns.

15. Lagt fram bréf fjármálastjóra, dags. í dag, varðandi verklag við undirbúning og vinnslu þriggja ára áætlunar 2010-2012. R08080037
Samþykkt.

16. Lagður fram úrskurður samgönguráðuneytis frá 20. þ.m. varðandi ráðningu í starf sviðsstjóra velferðarsviðs. R06120088

17. Lagður fram dómur Héraðsdóms frá 21. þ.m. í máli Helga Kristjáns Pálssonar gegn Reykjavíkurborg. R07060079

18. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Íslandsdeildar Amnesty International frá 22. þ.m., þar sem óskað er eftir stuðningi Reykjavíkurborgar við hátíðardagskrá sem haldin verður í Listasafninu vegna 60 ára afmælis deildarinnar. R08100294
Samþykkt að veita samtökunum styrk til greiðslu á leigu á sal og porti Listasafnsins að fjárhæð 200 þ.kr. Komi af liðnum ófyrirséð útgjöld.

19. Lögð fram svohljóðandi tillaga, dags. í dag:
Borgarráð samþykkir að efna til fjölskyldudagskrár fyrir borgarbúa í tilefni af fyrsta vetrardegi, laugardaginn 25. október. Ókeypis verði í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, allar sundlaugar, auk þess sem söfn borgarinnar verða með sérstaka dagskrá í tilefni dagsins.
Greinargerð fylgir tillögunni. R08100277
Samþykkt.

Fundi slitið kl. 10.40

Óskar Bergsson

Björk Vilhelmsdóttir Dagur B. Eggertsson
Júlíus Vífill Ingvarsson Kjartan Magnússon
Svandís Svavarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson