Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2008, fimmtudaginn 16. október, var haldinn 5044. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.40. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Óskar Bergsson, Svandís Svavarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram að nýju fundargerð innkauparáðs frá 30. september. R08010017
2. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 15. október. R08010024
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
3. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 3. október. R08020092
4. Lögð fram fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 9. október. R08010100
5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál. R08090140
6. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 9. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 8. s.m., um deiliskipulag Langholtsvegar og Drekavogs. R08060081
Samþykkt.
7. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 9. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 8. s.m., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi athafnasvæðis hestamannafélagsins Fáks í Víðidal. R08100234
Samþykkt.
- Kl. 9.45 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.
8. Lögð fram ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík í lögbannsgerð nr. L-20/2008, Þórir J. Einarsson ehf. gegn Reykjavíkurborg, varðandi vinnu við Reynisvatnsveg og jarðvegslosun á Hólmsheiði. R08090234
9. Lögð fram umsögn mannréttindaráðs frá 9. þ.m. um tillögur að stefnumótun Sambands íslenskra sveitarfélaga í málefnum innflytjenda, sbr. bréf mannréttindastjóra frá 10. s.m. R08090029
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hvað líður margboðaðri stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum innflytjenda?
10. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 8. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi heimild til beitingar dagsekta vegna framkvæmda á lóð nr. 24 við Esjugrund. R08100238
Samþykkt.
11. Lagðar fram tillögur leikskólaráðs að nýjum reglum við afgreiðslu almennra styrkja og þróunarstyrkja ráðsins, ásamt bréfi sviðsstjóra leikskólasviðs frá 29. f.m., sbr. samþykkt leikskólaráðs 24. s.m. R08100209
Samþykkt.
12. Lagt fram bréf forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur frá 6. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Orkuveitunnar 3. s.m., þar sem óskað er heimildar til að ganga frá lánasamningi við Evrópska fjárfestingabankann, að jafngildi allt að 170 milljóna evra. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra, dags. í dag. R08100232
Vísað til borgarstjórnar.
13. Lagt fram svar borgarstjóra frá 14. þ.m við fyrirspurn Ólafs F. Magnússonar um styrki til hverfablaða, sbr. 33. lið fundargerðar borgarráðs frá 2. október sl. R07010056
Ólafur F. Magnússon óskar bókað:
Eins og fram kemur í svari við fyrirspurn minni um styrki til hverfisblaða fá Grafarvogsblaðið, Vesturbæjarblaðið, Breiðholtsblaðið, Árbæjarblaðið og Laugardalsblaðið 450 þúsund hvert í styrk frá viðkomandi hverfisráðum. Undirritaður gerir alvarlega athugasemd við eitt þessara blaða, Vesturbæjarblaðið, sé styrkt af hverfisráði, enda má færa rök fyrir því að fremur sé um að ræða flokkssnepil en eiginlegt hverfisblað. Um það vitna m.a. leiðarar ritstjóra blaðsins, Geirs A. Guðsteinssonar, sem fela í sér órökstuddar dylgjur um störf undirritaðs sem borgarstjóra og eindreginn stuðning við þá flokka sem nú ráða í borginni og bera, umfram aðra, ábyrgð á því ófremdarástandi sem ríkir í íslensku samfélagi.
14. Lagt fram bréf menntamálaráðuneytis frá 2. þ.m. þar sem óskað er eftir tilnefningum Reykjavíkurborgar í skólanefndir framhaldsskóla í Reykjavík, til fjögurra ára. R08100208
Frestað.
15. Lagt fram bréf fræðslustjóra frá 29. f.m., sbr. samþykkt menntaráðs 24. s.m., varðandi fyrirkomulag íslenskukennslu fyrir útlendinga. R08100025
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
16. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir fimm veitinga- og gististaða, sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R08100001
17. Lagt fram bréf Oslóborgar, ódags., um norrænu höfuðborgaráðstefnuna sem haldin verður í Osló 12.-14. janúar 2009. R08100022
18. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. í dag:
Borgarráð samþykkir að beina því til ráðgjafahóps borgarstjóra að tillögur að styrkúthlutunum úr forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar í október verði að hámarki 30 m.kr.
Greinargerð fylgir tillögunni. R08070022
Samþykkt.
19. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 10. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 8. s.m, um nýtt skipurit velferðarsviðs. R08100245
Samþykkt.
20. Lagt er til að Jóhann Birgisson taki sæti í hverfisráði Hlíða í stað Þorbjargar Þórhallsdóttur. Ingvi Örn Ingvason taki sæti varamanns í stað Jóhanns. R08020027
Vísað til borgarstjórnar.
21. Kynntar eru efnahagshorfur og staða undirbúnings fjárhagsáætlunar næsta árs. R08040099
Ólafur F. Magnússon óskar bókað:
Forgangsröðun í þágu velferðarþjónustu og starfsemi borgarinnar, frestun ýmissa framkvæmda ásamt styrkri og haldsamri fjármálastjórn hefur verið boðuð af undirrituðum frá upphafi þessa árs. Sú forgangsröðun hefur mætt litlum skilningi hjá borgarfulltrúum annarra flokka þar til nú, þegar afleiðingar einkavinavæðingar og fjármálastjórnar gömlu ríkisstjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, blasa við. Sú aðgerðaáætlun sem nú hefur verið samþykkt í borgarstjórn er í raun staðfesting á því sem lagt var upp með í tíð síðasta meirihluta þ.e. forgangsröðun í þágu velferðarþjónustu og stafsemi Reykjavíkurborgar og fólksins í borginni.
Fundi slitið kl. 11.30
Óskar Bergsson
Björk Vilhelmsdóttir Dagur B. Eggertsson
Júlíus Vífill Ingvarsson Kjartan Magnússon
Svandís Svavarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson