No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2008, fimmtudaginn 9. október, var haldinn 5043. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.35. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Óskar Bergsson og Svandís Svavarsdóttir.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 29. september. R08010015
2. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 8. október. R08010024
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
3. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 29. september. R08010027
4. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 26. september. R08010028
5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál. R08090140
- Kl. 9.40 taka Dagur B. Eggertsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon og Ólafur F. Magnússon sæti á fundinum.
6. Lögð fram aðgerðaáætlun í fjármálum Reykjavíkurborgar, sem samþykkt var á fundi borgarstjórnar 7. þ.m. R08080073
7. Lagt fram bréf borgarhagfræðings frá 7. þ.m. varðandi forsendur fjárhagsáætlunar 2009. R08040099
8. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 2. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 1. s.m., varðandi auglýsingu á tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna Skarfabakka.
Samþykkt. R06050069
9. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 2. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 1. s.m., varðandi auglýsingu á tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna staðsetningar losunarstaðar fyrir jarðefni á Hólmsheiði. R08100152
Samþykkt.
10. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 2. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 1. s.m., varðandi breytingu á deiliskipulagi Gerðubergs og Hólabergs vegna þjónustuíbúða aldraðra. R08040129
Samþykkt.
11. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 2. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 1. s.m., varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 1 við Furugerði. R08040130
Samþykkt.
12. Lagt fram að nýju bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 15. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 10. s.m., varðandi breytingu á deiliskipulagi Ármannsreits vegna Sóltúns 2-4. R04100095
Samþykkt.
13. Lögð fram umsögn slökkviliðsstjóra frá 26. f.m. um tillögu til úrbóta í húsnæðismálum í þágu brunavarna, sjúkraflutninga og almannavarna á Kjalarnesi.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar. R08050134
14. Lagt fram yfirlit umhverfis- og samgöngusviðs yfir tillögur að stokki og jarðgöngum frá Sæbraut að Ánanaustum, dags. í september 2008. Jafnframt lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 7. þ.m.:
Borgarráð samþykkir að fyrirhuguðum framkvæmdum við svokallaðar stokkalausnir við Geirsgötu og Mýrargötu verði frestað. Þess í stað hefji Reykjavíkurborg, ásamt Faxaflóahöfnum, undirbúning að bráðabirgðalausn til næstu ára í samstarfi við ÍAV, Portus, Austurhöfn og Vegagerðina. Vegurinn verði tveggja akreina og hannaður með það að markmiði að rjúfa ekki tengingu tónlistar- og ráðstefnuhússins við Miðborgina. Sérfræðingum á skipulags- og byggingarsviði, umhverfis- og samgöngusviði og framkvæmda- og eignasviði verði falið að undirbúa tillögur um nánari útfærslur þeirrar bráðabirgðalausnar, en jafnframt að móta tillögur að framtíðarlausn. Þar verði sérstaklega horft til lausna á borð við jarðgangnagerð með tengingu við Örfirisey.
Greinargerð fylgir tillögunni. R07120063
Samþykkt.
Ólafur F. Magnússon óskar bókað:
Ég fagna því að meirihluti borgarráðs skuli nú loks gera sér grein fyrir nauðsyn þess að fresta stokklausn Geirsgötu og Mýrargötu. Annað væri kolröng forgangsröðun á tímum erfiðrar fjárhagsstöðu borgarinnar, sem ýmsir borgarfulltrúar hafa þar til nú ekki viljað horfast í augu við. Ljóst er að umferð á yfirborði á þessu svæði getur verið með viðunandi hætti næstu 5-10 árin og e.t.v. mun lengur ef ráðist verður í eflingu almenningssamgangna eins og tillögur mínar um frítt í strætó gera ráð fyrir. Efling almenningssamgangna er brýnna samgöngu- og samfélagsverkefni en vanhugsaðar stokkalausnir. Mikilvægi þessa fyrir umhverfismálin er einnig augljóst og margar fjölskyldur í Reykjavík þurfa á ókeypis almenningssamgöngum að halda.
15. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 8. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs s.d., um aðgerðaáætlun vegna aðstæðna í efnahagslífinu. R08100231
Bókun borgarráðs:
Borgarráð þakkar velferðarráði og velferðarsviði mikilvægar tillögur og aðgerðir til að bregðast við þeim aðstæðum sem nú eru í efnahagsmálum og þeim áhrifum sem það hefur í velferðarþjónustu borgarinnar. Tillögurnar eru í góðu samræmi við nýsamþykkta aðgerðaáætlun borgarstjórnar og endurspeglar vel þau skýru skilaboð Reykjavíkurborgar, að staðin verði vörður um grunnþjónustu og þá nærþjónustu sem mestu skiptir.
Ólafur F. Magnússon óskar bókað:
Ég fagna því að á velferðarsviði sem og öðrum sviðum Reykjavíkurborgar sé með markvissum hætti tekið á vanda fjölskyldna í borginni og forgangsraðað í þeirra þágu. Fyrir þessu hef ég talað allt þetta ár en nýr samhljómur í borgarstjórn um forgang velferðarþjónustunnar í borginni kemur býsna seint. Ljóst er að þeir flokkar sem nú mynda meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur bera pólitíska ábyrgð umfram aðra með einkavæðingu ríkisbankanna og víðtækri sérhagsmunagæslu undanfarinna ára.
16. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir fjögurra veitingastaða, sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R08100001
17. Borgarráð samþykkir að tilnefna Hermann Valsson í skólanefnd Kvennaskólans í stað Drífu Snædal. R08100208
18. Borgarráð samþykkir að Þorleifur Gunnlaugsson taki sæti Svandísar Svavarsdóttur í starfshópi um búsetuúrræði eldri borgara. R06060131
Fundi slitið kl. 11.40
Óskar Bergsson
Björk Vilhelmsdóttir Dagur B. Eggertsson
Hanna Birna Kristjánsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Kjartan Magnússon Svandís Svavarsdóttir