No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2008, fimmtudaginn 2. október, var haldinn 5042. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.40. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Kjartan Magnússon, Oddný Sturludóttir, Óskar Bergsson, Svandís Svavarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lagðar fram fundargerðir framtalsnefndar frá 13. ágúst og 9. september. R08010006
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 25. september. R08010007
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 9. september. R08010008
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 17. september. R08010010
5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 11. september. R08010009
6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 23. september. R08010012
7. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 17. september. R08010014
8. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 12. september. R08010016
9. Lagðar fram fundargerðir innkauparáðs frá 23. og 30. september. R08010017
10. Lagðar fram fundargerðir skipulagsráðs frá 24. september og 1. október. R08010024
B-hlutar fundargerðanna samþykktir.
11. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 19. september. R08020092
12. Lögð fram fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 11. september. R08010100
13. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 19. september. R08010026
14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 16 mál. R08090140
15. Lögð fram ársskýrsla um mannauðsmál Reykjavíkurborgar 2007. R08090216
- Kl. 9.50 tekur Júlíus Vífill Ingvarsson sæti á fundinum.
16. Lagður fram að nýju árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir janúar til júní 2008. Jafnframt lögð fram skýrsla fjármálaskrifstofu, dags. 30. f.m. R08070021
Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið janúar-júní 2008 endurspeglar ábyrgan rekstur fagsviða Reykjavíkurborgar við erfið skilyrði. Árshlutareikningurinn sýnir einnig sterka fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar. Vegna ytri aðstæðna á sér nú stað alvarleg þróun í fjármálum borgarinnar og við þeim tíðindum hefur borgarráð þegar brugðist með því að vinna stefnumótandi aðgerðaáætlun fyrir komandi fjárhagsáætlanagerð. Rekstrarniðurstaða aðalsjóðs borgarinnar var jákvæð um 3.646 m.kr. en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 229 m.kr. afgangi. Helstu skýringarinnar á betri afkomu er að leita í nettó fjármunatekjum sem eru um 3 milljörðum hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Fagsvið borgarinnar eru rekin innan ramma fjárheimilda fyrstu 6 mánuði ársins þrátt fyrir meiri verðbólgu en fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir. Þetta er jákvæð og mikilvæg niðurstaða sem sýnir að borgin er vel rekin. Neikvæðu tíðindin eru þau að tekjur eignasjóðs af sölu byggingarréttar eru aðeins 7#PR af áætluðum tekjum og gatnagerðargjöld sömuleiðis langt undir áætlun. Verðbólga umfram áætlanir og mikil lækkun gengis íslensku krónunnar hafa leitt til mikilla fjármagnsútgjalda hjá eignasjóði langt umfram fjárhagsáætlun. Þessi breyting hjá eignasjóði verður aðallega rakin til ytri áhrifavalda og útkoma eignasjóðs veldur því að A-hluti er rekinn með 395 m.kr. halla í stað tæplega 4,4 milljarða afgangs skv. fjárhagsáætlun. Í þessu árshlutauppgjöri koma fram skýr teikn um mikinn viðsnúning í fjármálum borgarinnar sem rekja má til mikilla breytinga í fjármála-, efnahags- og atvinnumálum. Þetta var þegar ljóst þegar nýr meirihluti gekk frá málefnasamningi sínum og því var í honum gert ráð fyrir að unnin verði aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar vegna breytinga í fjármála- og atvinnuumhverfi. Markmið aðgerðaáætlunarinnar er að móta pólitískar megináherslur í fjárhagsáætlunargerð borgarinnar fyrir næstu tvö ár, þar sem staðinn er vörður um ábyrga fjármálastjórn samhliða traustri grunnþjónustu. Mjög mikil vinna hefur átt sér stað á undanförnum vikum með aðkomu embættismanna og kjörinna fulltrúa frá meirihluta og minnihluta og verður kynnt í næstu viku.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað:
Aukin verðbólga, snarlækkun gengis krónunnar, lækkun eignaverðs og vaxandi ólga á alþjóðafjármálamarkaði setti mark sitt á fyrri hluta árs 2008, eins og fram kemur í samantekt borgarhagfræðings um framvindu efnahagsmála fyrstu sex mánuði ársins. Þrátt fyrir erfið skilyrði sýna fagsvið borgarinnar ábyrgan rekstur, innan ramma fjárhagsáætlunar, líkt og mörg fyrri ár. Þetta er jákvætt. Stærstu frávikin frá fjárhagsáætlun felast þó í pólitískum ákvörðunum og skorti á því að brugðist hafi við breyttu árferði með nauðsynlegum ákvörðunum. Ýmis uppkaup eigna voru augljóslega umfram efni og Sjálfstæðisflokkurinn hefur látið reka á reiðanum í fjármálastjórn borgarinnar frá því að borgarráði var fyrst greint frá því í hvað stefndi, í mars sl. Um það hafa raunar borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sjálfir vitnað að undanförnu á opinberum vettvangi. Athygli vekur að fjármálaskrifstofa telji sig tilneydda að benda sérstaklega á að „brýnt sé að hraða ákvörðunartöku um endurskoðun fjárfestinga og fjármögnun þeirra í ljósi breyttra tekna og aðgengis að lánsfé“. Þessi alvarlega ábending á sér fá fordæmi en skýrist af því að viðsnúningur framkvæmda- og eignasviðs samkvæmt uppgjörinu er neikvæður um tæpa níu milljarða. Reykjavíkurborg stendur frammi fyrir alvarlegri stöðu og erfiðum verkefnum í fjármálum og rekstri. Þau pólitísku lausatök sem því miður hafa verið staðreynd það sem af er ári duga ekki við þær aðstæður.
Ólafur F. Magnússon óskar bókað:
Ég fagna þeim ásetningi nýs meirihluta að „standa vörð um ábyrga fjármálastjórn samhliða traustri grunnþjónustu“. Það er í samræmi við áherslur fráfarandi meirihluta F-lista og Sjálfstæðisflokks undir kjörorðunum „velferð og öryggi“. Hins vegar er varað við áætlunum um miklar nýframkvæmdir sem ekki var gert ráð fyrir í fjárhagsáætlunum borgarinnar og kallar á enn auknar lántökur og langtímaskuldir borgarinnar. Slík vinnubrögð eru varasöm eins og dæmin í íslensku efnahagslífi sanna þessa dagana.
Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Eins og fulltrúum minnihlutans er vel kunnugt hefur undanfarnar vikur staðið yfir umfangsmikil vinna á vettvangi Borgarstjórnar Reykjavíkur við aðgerðaáætlun vegna stöðunnar í atvinnu- og efnahagsmálum, enda lýsti nýr meirihluti því yfir, strax á sínum fyrstu dögum, að þar lægju nú ein brýnustu verkefni borgarinnar. Allir æðstu embættismenn borgarinnar hafa, ásamt kjörnum fulltrúum meirihluta og minnihluta, komið að þeirri vinnu með öflugum og mikilvægum hætti. Sú vinna hefur verið í gangi í góðri sátt og verður vonandi kynnt með þeim hætti í byrjun næstu viku.
17. Kynnt er staða vinnu við aðgerðaáætlun í fjármálum Reykjavíkurborgar. R08080073
18. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 17. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi reits 1.186.3, Baldursgötureit 1. R08010078
Samþykkt.
19. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 17. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.3 vegna Laugavegar 4 og 6. R08090122
Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.
Ólafur F. Magnússon óskar bókað:
Uppbygging á lóðinni Laugavegi 4-6 í gömlum tíðaranda á elsta hluta Laugavegarins er fagnaðarefni og varpar skýru ljósi á þá hugarfarsbreytingu sem orðið hefur varðandi verndun menningarminja í Miðborg Reykjavíkur. Ég minni á að árið 2005 flutti ég tillögu og beitti mér einn borgarfulltrúa fyrir því að borgin keypti húsin á Laugavegi 4-6 og stæði að uppbyggingu á lóðinni með þeim hætti sem nú er að verða staðreynd. Þannig yrði tryggt að iðandi mannlíf, þar sem sólin skín á borgarbúa í menningarlegu umhverfi, ríki áfram á elsta hluta Laugavegarins. Það eru almannahagsmunir í nútíð og framtíð.
20. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 25. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 24. s.m., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Nauthólsvíkur vegna veitingaskála. R08040027
Samþykkt.
21. Lagt fram bréf skipulagsráðs frá 25. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 24. s.m., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi vegna Háskólans í Reykjavík.
Samþykkt. R07110120
22. Lögð fram umsögn skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 22. f.m. um skipan almannavarnanefndar á grundvelli nýrra laga um almannavarnir nr. 82/2008, þar sem lögð er til óbreytt skipan nefndarinnar, sbr. 22. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. s.m. R08090091
Vísað til borgarstjórnar.
23. Lagt fram samkomulag um rekstur þjónustu- og menningarmiðstöðvar í Spöng, dags. 13. f.m. R08090095
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson víkur af fundi við meðferð málsins.
Borgarráð staðfestir samkomulagið fyrir sitt leyti með 4 samhljóða atkvæðum.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað:
Minnihlutinn situr hjá við afgreiðslu málsins. Ofangreint mál hefur ekki komið til kasta innkauparáðs eða annarra fagráða sem málinu tengjast og samningurinn var ekki yfirfarinn af skrifstofu borgarlögmanns. Vegna orðalags samningsins er jafnframt rétt að fram komi að í umfjöllun borgarráðs hefur komið fram að þannig sé litið á að fyrirliggjandi samningur eða viljayfirlýsing feli ekki sér skuldbindingar af hálfu Reykjavíkurborgar og feli ekki sér þá niðurstöðu að Eir annist rekstur þjónustumiðstöðvarinnar heldur komi það í hlut Miðgarðs.
Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Samkomulagið um rekstur þjónustu- og menningarmiðstöðvar í Spöng er mjög mikilvægt framfaraskref fyrir Grafarvog og Grafarvogsbúa. Sviðsstjórar framkvæmda- og eignasviðs, velferðarsviðs og menningar- og ferðamálasviðs hafa haldið utan um undirbúning verksins og er þeim þökkuð þeirra vinna, um leið og Grafarvogsbúum er óskað til hamingju með mikilvægan áfanga.
24. Lagt fram bréf Kafla ehf. frá 22. f.m. þar sem óskað er eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um aðkomu að rekstri Bílastæðasjóðs. R08090151
Vísað til umhverfis- og samgönguráðs og framkvæmda- og eignaráðs.
25. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 25. f.m. þar sem lagt er til að söfnuði Moskvu-Patríarkatsins verði úthlutað byggingarrétti fyrir kirkjubyggingu, safnaðarheimili og íbúðarhúsnæði á lóðum nr. 2 við Bræðraborgarstíg og nr. 8 við Bakkastíg, með nánar tilgreindum skilmálum.
Samþykkt. R08090136
26. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 29. f.m. þar sem lagt er til að Elliárunum sfa. verði úthlutað byggingarrétti fyrir 20 íbúða fjölbýlishús á lóðinni nr. 16 við Skógarveg, með nánar tilgreindum skilmálum. R08040033
Samþykkt.
27. Lögð fram umsögn velferðarráðs frá 24. f.m. um tillögu borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna varðandi búsetuúrræði með félagslegum stuðningi, sbr. bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 26. s.m. R08040057
28. Lögð fram samþykkt velferðarráðs frá 24. f.m. um málefni Fjölskylduhjálpar Íslands, sbr. bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 26. s.m. R08090212
Borgarstjóri leggur fram svohljóðandi tillögu:
Mikilvægt er að leita lausna á þeim húsnæðis- og fjárhagsvanda sem Fjölskylduhjálp Íslands stendur frammi fyrir. Í því ljósi tekur borgarráð undir þau sjónarmið sem velferðarráð hefur sett fram og hvetur til þess að afgreiðslu styrkbeiðnar verði hraðað sem unnt er. Þá áréttar borgarráð að á meðan á skoðun málsins stendur muni Fjölskylduhjálp Íslands hafa afnot af húsnæði borgarinnar við Eskihlíð 2-4 og innheimtu vegna ógreiddrar húsaleigu verða frestað.
Tillagan samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
29. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar frá 2. þ.m. yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir sjö veitinga- og gististaða, sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R08090003
30. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar frá 26. f.m. varðandi umsókn um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardal.
Samþykkt. R08090003
31. Lagt fram bréf forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands frá 15. f.m. þar sem óskað er eftir aðkomu Reykjavíkurborgar að kvikmyndahátíðinni Nordisk Panorama sem haldin verður í Reykjavík haustið 2009. R08090112
Vísað til umsagnar menningar- og ferðamálaráðs.
- Kl. 11.50 víkur Kjartan Magnússon af fundi.
32. Ólafur F. Magnússon leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í framhaldi af fyrirspurn minni um heildarlaunagreiðslur og ferða- og dagpeningakostnað kjörinna fulltrúa er óskað eftir upplýsingum um slíkan kostnað hjá öllum fulltrúum í ráðum og nefndum borgarinnar, en ekki einungis borgarfulltrúum og varaborgarfulltrúum. Þannig verði greint frá launa- og ferðakostnaði vegna allra fulltrúa B-lista, D-lista, F-lista, S-lista og V-lista í ráðum og nefndum borginnar á þessu kjörtímabili, þ.e. árin 2006, 2007 og 2008. Vísbendingar eru um að þessi kostnaður sé meiri hjá B-lista Framsóknarflokks en hjá öðrum og stærri framboðum í borginni. R05110132
33. Ólafur F. Magnússon leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hvaða blöð, sem dreift er í hverfi borgarinnar, eru styrkt af borginni og hversu háar upphæðir er þar um að ræða? R07010056
Fundi slitið kl. 12.20
Óskar Bergsson
Dagur B. Eggertsson Hanna Birna Kristjánsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Oddný Sturludóttir
Svandís Svavarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson