Borgarráð - Fundur nr. 5041

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð


Ár 2008, fimmtudaginn 18. september, var haldinn 5041. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.40. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon, Óskar Bergsson, Sigrún Elsa Smáradóttir, Svandís Svavarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:


1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis frá 9. september. R08010011

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 3. september. R08010015

3. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 17. september. R08010024
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 9. september. R08020092

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 12. september. R08010028

6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 14 mál. R08090005

7. Lagður fram árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir janúar til júní 2008, ásamt skýrslu fjármálaskrifstofu, dags. í dag. R08070021

- Kl. 10.35 tekur Dagur B. Eggertsson sæti á fundinum og Sigrún Elsa Smáradóttir víkur af fundi.

Frestað.

8. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 15. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 10. s.m., varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóð Árbæjarkirkju. R08060083
Samþykkt.

9. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 15. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 10. s.m., varðandi breytingu á aðalskipulagi vegna Suður-Mjóddar. R08090086
Samþykkt.

10. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 15. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 10. s.m., varðandi auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 3-5 við Spöngina. R07070057
Samþykkt.

11. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 15. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 10. s.m., varðandi breytingu á deiliskipulagi Ármannsreits vegna Sóltúns 2-4. R04100095
Frestað.

12. Lagt fram að nýju bréf fulltrúa skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 2. þ.m., þar sem lagt er til að borgarráð afturkalli úthlutun á lóð nr. 15 við Iðunnarbrunn. Jafnframt lagt fram bréf lóðarhafa frá 10. s.m., ásamt bréfi skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 15. s.m. R06040011
Samþykkt og er því úthlutunin afturkölluð.

13. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarráðs frá 10. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 9. s.m., varðandi framlengingu samnings um þátttöku í starfrækslu rannsóknarseturs í barna- og fjölskylduvernd. R08090087
Samþykkt.

14. Lögð fram drög að stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum utangarðsfólks 2008-2012, ásamt bréfi sviðsstjóra velferðarsviðs frá 11. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 9. s.m.
Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum. R08090088

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:

Vinstri græn fagna þeim áfanga sem náðst hefur í stefnumótun um málefni utangarðsfólks af báðum kynjum. Stefnan er að mörgu leyti góð. Það getur þó ekki talist ásættanlegt að heimilislausum sé ekki tryggt húsaskjól í gistiskýlum fyrr en á árinu 2009, enda verður að bregðast snarlega við þeim vanda sem fyrirsjáanlegur er í vetur. Ennfremur þolir langtímabúsetuúrræði fyrir konur í neyslu enga bið. Stefna Reykjavíkurborgar í málefnum utangarðsfólks af báðum kynjum hlýtur að gera ráð fyrir því að stór hluti utangarðsfólks eigi möguleika á því að ná bata og lifa eðlilegu lífi ef rétt er að málum staðið. Búsetuúrræði með miklum faglegum stuðningi fyrir utangarðsfólk eftir meðferð er mikilvægur þáttur metnaðarfullrar framtíðarsýnar. Vinstri græn munu kappkosta að hafa jákvæð áhrif á stefnu Reykjavíkur í málefnum utangarðsfólks af báðum kynjum jafnframt því sem borgarstjórnarflokkurinn mun brátt leggja fram stefnu sína í málaflokknum.

15. Lagt fram svar borgarstjóra frá 15. þ.m. við fyrirspurn Ólafs F. Magnússonar um umferðaröryggismál, sbr. 30. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. september sl. R07110163

16. Lagðar fram endurskoðaðar reglur um bílastæðakort íbúa, dags. 8. f.m., ásamt bréfi umhverfis- og samgöngusviðs frá 14. s.m., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs 12. s.m. Jafnframt lögð fram umsögn borgarlögmanns, dags. 16. þ.m.
Samþykkt. R08080048

17. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. í dag, við fyrirspurn Ólafs F. Magnússonar um kostnað vegna starfa kjörinna fulltrúa og embættismanna o.fl., sbr. 32. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. september sl. R05110132

- Kl. 11.50 víkur Óskar Bergsson af fundi og Guðlaugur G. Sverrisson tekur þar sæti.

18. Lagt fram bréf fræðslustjóra frá 3. þ.m., sbr. samþykkt menntaráðs 25. f.m., um byggingu viðbyggingar við Korpuskóla. R08070095
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

- Kl. 12.18 víkur Júlíus Vífill Ingvarsson af fundi og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir tekur þar sæti.

19. Lagt fram að nýju bréf sendiherra á viðskiptasviði utanríkisráðuneytisins frá 11. f.m. þar sem óskað er eftir þátttöku Reykjavíkurborgar í heimssýningunni í Kína 2010, ásamt umsögn sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs, dags. 13. s.m. R07080120
Vísað til umsagnar stjórna Orkuveitu Reykjavíkur og Faxaflóahafna.

20. Lagt fram að nýju bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 1. f.m. varðandi gerð samnings við Golfklúbb Reykjavíkur um uppbyggingu og viðhald golfvalla í Reykjavík og fjármögnun á árunum 2009-2013. Jafnframt lögð fram umsögn íþrótta- og tómstundaráðs frá 12. þ.m., sbr. bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs, dags. s.d. R04100094
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

21. Lagt fram bréf formanns sóknarnefndar og sóknarprests Dómkirkjunnar frá 5. þ.m. þar sem óskað er eftir því að Reykjavíkurborg greiði áfram helming launa miðborgarprests á árinu 2009, sem nemur 4.6 mkr. R08090085
Samþykkt.

22. Lagt fram bréf dóms- og kirkjumálaráðherra frá 9. þ.m. varðandi skipan almannavarnarnefndar á grundvelli nýrra laga um almannavarnir nr. 82/2008. R08090091
Vísað til umsagnar skrifstofustjóra borgarstjórnar.

- Kl. 12.53 víkur Kjartan Magnússon af fundi.

23. Lagt er til að Árelía Eydís Guðmundsdóttir taki sæti í stjórn félagsins Miðborg Reykjavíkur í stað Kristínar Þorleifsdóttur. R07050002
Samþykkt.


Fundi slitið kl. 12.55

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Björk Vilhelmsdóttir Dagur B. Eggertsson
Guðlaugur G. Sverrisson Hanna Birna Kristjánsdóttir
Svandís Svavarsdóttir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir