Borgarráð - Fundur nr. 5040

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2008, fimmtudaginn 11. september, var haldinn 5040. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.35. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon, Óskar Bergsson, Svandís Svavarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 2. september. R08010007

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 1. september. R08010008

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis frá 28. ágúst. R08010011

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 26. ágúst. R08010014

5. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 29. ágúst. R08010017

6. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 10. september. R08010024
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

7. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 29. ágúst og 5. september. R08020092

8. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 25. ágúst. R08010027

9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál. R08090005

10. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 28. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 27. s.m., varðandi auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Landakotsreits. R08090011
Samþykkt.

11. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 9. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 3. s.m., varðandi auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hádegismóa. R07040062
Samþykkt.

12. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 9. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 3. s.m., um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar nr. 9 við Vegamótastíg. R08040067
Samþykkt.

13. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. í dag:

Borgarráð samþykkir að fela sviðsstjórum ÍTR og menntasviðs að vinna tillögur að úrlausn þess vanda sem hefur skapast vegna manneklu á frístundaheimilum og vegna aðstöðumála í skólum borgarinnar. Leita skal leiða til að efla og samþætta störf viðkomandi sviða auk skóla og frístundaheimila. Ennfremur að kannaðar verði fjölbreyttari lausnir varðandi samstarf við félagasamtök, íþróttafélög og aðra.

Greinargerð fylgir tillögunni. R08090018
Samþykkt.

14. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 8. þ.m. ásamt minnisblaði velferðarsviðs og barnaverndar Reykjavíkur, ódags., varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna um Breiðavíkurheimilið, sbr. 29. lið fundargerðar borgarráðs frá 4. september. R07020046

15. Lögð fram bréf félags- og tryggingamálaráðuneytisins frá 20. f.m. varðandi hjúkrunarrými í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu. R08080076
Samþykkt að tilnefna sviðsstjóra velferðarsviðs og framkvæmda- og eignasviðs í starfshóp ráðuneytisins um málið. Málinu vísað að öðru leyti til velferðarráðs.

- Kl. 10.50 víkur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson af fundi.

16. Kynntar eru hugmyndir um sameiningu heimaþjónustu og heimahjúkrunar í Reykjavík. R08090053
Vísað til velferðarráðs.

- Kl. 11.00 víkur Dagur B. Eggertsson af fundi og Oddný Sturludóttir tekur þar sæti.

17. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 9. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs frá 27. f.m., um að viðræðum við Heilsuverndarstöðina/Alhjúkrun um rekstur búsetuúrræðis með félagslegum stuðningi verði hætt og viðræður hafnar við aðra aðila. R08040057

- Kl. 11.30 víkur Júlíus Vífill Ingvarsson af fundi og Sif Sigfúsdóttir tekur þar sæti.

Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:

Þann 7. ágúst lagði borgarráðsfulltrú Vinstri grænna fram tillögu þar sem lagt var til að viðræðum við Heilsuverndarstöðina/Alhjúkrun yrði hætt og teknar upp viðræður við SÁÁ um að taka úrræðið að sér. Tillögunni var vísað frá borgarráði til umsagnar velferðarráðs og er átalið sérstaklega að sú umsögn hefur enn ekki borist. Hér er lögð fram tillaga um að hætta viðræðum við Heilsuverndarstöðina/Alhjúkrun en jafnframt að hefja viðræður við alla sem áður hafa komið að málinu og þar með talið þá aðila sem verið er að hætta viðræðum við. Af þessum sökum situr borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna hjá við afgreiðsluna en væntir þess jafnframt að málið sem þolir enga bið sé loks komið í þann farveg að viðunandi lausn fáist fyrir þann hóp sem um ræðir. Vandræðaganginum verður að linna.

Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:

Borgarráð er sammála um mikilvægi þess að ljúka málinu, enda hefur velferðarráð nú sett málið í farsælan farveg með því að hefja á jafnræðisgrundvelli viðræður við þá aðila sem sótt hafa um að sinna þessum mikilvægu verkefnum.

Ólafur F. Magnússon óskar bókað:

Sú staðreynd að úrlausn búsetuúrræða með félagslegum stuðningi er komin aftur á byrjunarreit er alvarlegt mál fyrir þá sem þurfa á þessari þjónustu að halda. Ég gagnrýni flaustursleg vinnubrögð og samráðsleysi formanns velferðarráðs sem er ein meginorsök þess að þetta þýðingarmikla mál hefur lent í miklum ógöngum.

18. Lögð fram stjórnsýsluúttekt innri endurskoðunar á Orkuveitu Reykjavíkur, dags. í ágúst 2008. R08060093

Samþykkt borgarráðs:

Borgarráð þakkar innri endurskoðun þá úttekt á Orkuveitu Reykjavíkur sem lögð er fram hér á fundinum. Úttektin er gerð í framhaldi af tillögu borgarráðs frá 1. nóvember 2007. Úttektin er gott innlegg í framtíðarumræðu og stefnumótun fyrir Orkuveitu Reykjavíkur. Hún staðfestir hversu öflugt og mikilvægt fyrirtæki OR er fyrir Reykjavík og Reykvíkinga, samhliða því að koma fram með margar gagnlegar tillögur og ábendingar sem munu gagnast bæði eigendum og stjórn Orkuveitunnar við framtíðaruppbyggingu og stefnumótun fyrirtækisins þar sem lögð verður áhersla á góða þjónustu, árangur og jafnvægi í rekstrinum. Borgarráð vill árétta þá sátt sem náðst hefur um fyrirtækið og birtist í lokaskýrslu stýrihóps um málefni REI og Orkuveitunnar, en hún fól m.a. í sér að Orkuveitan verði áfram í eigu almennings, gagnsæi verði tryggt í stjórnsýslu og upplýsingagjöf auk þess sem lýðræðislegt aðhald verði tryggt með skýrri aðkomu kjörinna fulltrúa. Borgarráð vísar úttektinni til áframhaldandi umræðu og skoðunar á vettvangi stjórnar OR.

19. Lagt fram minnisblað borgarlögmanns frá 4. þ.m. varðandi álit umboðsmanns Alþingis í máli nr. 4891/2007, gunnskólakennari leystur frá störfum. R02100009

20. Lagt fram bréf yfirlögregluþjóns lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá 2. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknarflokks um löggæslumál, sbr. 26. lið fundargerðar borgarráðs frá 17. júlí. R08040020

21. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 9. þ.m., við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna varðandi ummæli borgarstjóra um Reykjavíkurflugvöll, sbr. 28. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. ágúst. R08010121

22. Lagt fram minnisblað fjármálastjóra frá 9. þ.m. varðandi lántökur og áhættustýringu hjá Reykjavíkurborg og b-hluta fyrirtækjum borgarinnar. R08070018

23. Lagt fram bréf Samtaka iðnaðarins frá 25. f.m. þar sem ítrekaðar eru fyrri óskir um að verksamningar Reykjavíkurborgar til lengri tíma en þriggja mánaða verði verðbættir. R08070059
Vísað til umsagnar fjármálastjóra.

24. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar frá 5. þ.m. um breytingar á 15. gr. frumvarps að lögreglusamþykkt fyrir Reykjavíkurborg, auk viðbóta við skýringar við 4. og 25. gr. R08060015
Vísað til borgarstjórnar.

25. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar frá 11. þ.m. yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir tíu veitinga- og gististaða, sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R08090003

26. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 8. þ.m.:

Borgarráð samþykkir tillögur þess efnis að hafnar verði viðræður við Byggingarfélag námsmanna um úthlutun lóða fyrir námsmannaíbúðir. Fulltrúum skipulagsráðs og starfsmönnum á skipulags- og byggingarsviði verði sameiginlega falið að leiða þær viðræður fyrir hönd borgarráðs.

Greinargerð fylgir tillögunni. R07020026
Samþykkt.

27. Lögð fram bókun bæjarráðs Akureyrarbæjar frá 4. þ.m. varðandi framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar, sbr. bréf bæjarstjóra dags. s.d. R08010034

Ólafur F. Magnússon óskar bókað:

Áhyggjur forsvarsmanna annarra sveitarfélaga vegna framtíðarstaðsetningar Reykjavíkurflugvallar eru skiljanlegar enda um hagsmunamál allrar þjóðarinnar að ræða.

28. Borgarstjóri gerir grein fyrir fundi sínum með samgönguráðherra 4. september sl. þar sem rætt var m.a. um fyrirkomulag vinnu við ákvörðun á framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar og undirbúning Sundabrautar. R08010034

29. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 9. þ.m. varðandi tilnefningu verkefnisins 1, 2 og Reykjavík til Eurocities-verðlauna. Jafnframt lögð fram skýrsla um verkefnið, dags. í september 2008. R07110163

30. Ólafur F. Magnússon leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Í tengslum við verkefnið 1, 2 og Reykjavík og óskir íbúa á samráðsfundum með borgarstjóra um úrbætur í umferðaröryggismálum flutti undirritaður, sem þáverandi borgarstjóri, tillögu í borgarráði sl. vor um að umhverfis- og samgönguráð legði fram áætlun um fjölgun 30 km svæða og mislægra göngutengsla. Er von á því að þessi áætlun verði lögð fram á næstunni en það átti að gerast fyrir 1. ágúst sl.? R07110163

31. Ólafur F. Magnússon leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Fyrir borgarráðsfund í dag fór undirritaður fram á að verðlaunatillaga í hugmyndasamkeppni um Listaháskóla Íslands yrði kynnt fyrir borgarráðsfulltrúum, en því var hafnað. Um leið og ég óska eftir skýringu á því að ósk minni um kynningu á verðlaunatillögunni var hafnað fer ég þess á leit að tillagan verði kynnt á næsta borgarráðsfundi. Tillagan hefur þegar verið kynnt á fundum hjá hverfisráði og íbúasamtökum Miðborgar og það hlýtur að vera lágmarkskrafa að fram fari upplýst umræða í borgarráði um þessa tillögu. Að mati margra gengur hún í berhögg við stefnu borgaryfirvalda um verndun götumyndar Laugavegarins og samþykktir sem gera ráð fyrir að húsin að Laugavegi 41, 43, og 45 fái að standa áfram. Jafnframt fer ég þess á leit að vinna við skipulag Vatnsmýrar, sérstaklega austan flugvallarins, verði kynnt fyrir borgarráði enda hefur mikill vandræðagangur einkennt vinnu við það skipulag í tengslum við verðlaunatillögu hugmyndasamkeppninnar um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar. R07050025

Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:

Varðandi beiðni Ólafs F. Magnússonar um að kynna niðurstöðu úr samkeppni vegna Listaháskóla Íslands í borgarráði, þá er það rangt að því hafi verið formlega hafnað. Staða málsins er hins vegar sú að formlega hefur tillagan ekki verið lögð fram, hún er enn á vinnslustigi á vettvangi skipulagsráðs og skipulagssviðs og eðlilegt að þeirri málsmeðferð ljúki áður en borgarráð fær málið til meðhöndlunar. Minnt er á að F-listinn hefur, líkt og aðrir flokkar í borgarstjórn, aðkomu að skipulagsráði og þar með allri þeirri vinnu.

32. Ólafur F. Magnússon leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Á fundi Borgarstjórnar Reykjavíkur 2. september sl. lagði ég fram tillögu um að gerð yrði grein fyrir heildarlaunagreiðslum og öðrum kostnaði vegna kjörinna fulltrúa og embættismanna hjá Reykjavíkurborg og fyrirtækjum í meirihlutaeigu borgarinnar á undanförnum árum. Jafnframt var óskað eftir að birtur yrði listi yfir þá aðila sem höfðu yfir 700 þúsund krónur í mánaðarleg heildarlaun á sama tímabili. Er hafin vinna við að gera grein fyrir þessum upplýsingum og hvenær má vænta að svör verði lögð fram í borgarráði? Hvenær má vænta svara við fyrirspurn minni í borgarráði frá 28. ágúst um ýmsa aðra kostnaðarliði vegna sömu aðila? R05110132

Fundi slitið kl. 13.20

Óskar Bergsson

Björk Vilhelmsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Kjartan Magnússon Oddný Sturludóttir
Sif Sigfúsdóttir Svandís Svavarsdóttir