Borgarráð - Fundur nr. 5031

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð


Ár 2008, fimmtudaginn 19. júní, var haldinn 5031. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.40. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Óskar Bergsson, Svandís Svavarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:


1. Lögð fram fundargerð framkvæmda- og eignaráðs frá 9. júní. R08010005

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 9. júní. R08010008

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 27. maí. R08010010

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 11. júní. R08010013

5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 12. júní. R08010016

6. Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 13. júní. R08010018

7. Lögð fram fundargerð leikskólaráðs frá 11. júní. R08010019

8. Lögð fram fundargerð mannréttindaráðs frá 27. maí. R08010020

9. Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálaráðs frá 4. júní. R08010021

10. Lagðar fram fundargerðir skipulagsráðs frá 11. og 18. júní. Jafnframt lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 18. júní.
B-hluti fundargerðar skipulagsráðs frá 11. júní og afgreiðslufundargerð byggingarfulltrúa frá 18. júní samþykkt. R08010024

11. Lögð fram fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 30. maí. R08010100

12. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 13. júní. R08010026

13. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 30. maí. R08010028

14. Lögð fram fundargerð umhverfis- og samgönguráðs frá 29. maí. R08010031

15. Lagðar fram fundargerðir velferðarráðs frá 28. maí og 11. júní. R08010065

16. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 11 mál. R08050125

17. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 5. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 4. s.m., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðar nr. 6-10 við Jafnasel. R08060034
Samþykkt.

18. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 5. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 4. s.m., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi á lóðum nr. 4-6, 8-10 og 12 við Elliðabraut.
Samþykkt. R08060033

19. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 11. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Þróttarsvæðis í Laugardal. R08060063
Samþykkt.

20. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 5. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 4. s.m., um auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi reits 1.182.3, Kárastígsreit austur, sem afmarkast af Skólavörðustíg, Frakkastíg og Kárastíg. R08060035
Samþykkt.

21. Lögð fram drög að nýjum þjónustusamningi milli sveitarfélaga um rekstur og framkvæmdir á skíðasvæðum höfuborgarsvæðisins, dags. í apríl 2008, ásamt bréfi formanns stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 12. þ.m. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra, dags. 16. þ.m. R08060046
Samþykkt.

22. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 12. þ.m. varðandi fyrirheit um úhlutun lóðar við Grjótháls til Bón- og þvottastöðvarinnar ehf., með nánar tilgreindum skilmálum. R08010187
Samþykkt.

23. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 12. þ.m. varðandi fyrirheit um úthlutun lóðar við Gylfaflöt til Bílaþvottastöðvarinnar Löðurs ehf., með nánar tilgreindum skilmálum. R08060057
Samþykkt.

24. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 13. þ.m. varðandi sölu á eignarhlut Reykjavíkurborgar í fasteigninni að Skipholti 50B. R08060074
Samþykkt.

- Kl. 9.50 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

25. Lögð fram tillaga forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur um sölu á jörðunum Hvammi og Hvammsvík í Kjósarhreppi, ásamt greinargerð, sem samþykkt var á fundi stjórnar Orkuveitunnar 18. apríl sl. R08060042

Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks, Vinstri grænna og Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Orkuveita Reykjavíkur er einn stærsti eigandi og vörsluaðili lands í lögsögu Reykjavíkur og nágrennis. Í tíð Reykjavíkurlistans keypti Orkuveitan margar jarðir vegna jarðhitanýtingar og mótaði þá stefnu að landið nýttist til útivistar fyrir almenning samhliða orkuvinnslu fyrirtækisins. Sem dæmi um jarðir og svæði sem Orkuveitan á eða hefur umsjón með og nýtist til útivistar fyrir almenning auk Hvammsvíkur má nefna Nesjavelli, Urriðavatn, Úlfljótsvatn, stóran hluta Hellisheiðar, Heiðmörk og Öskjuhlíð. Reynslan af samnýtingu orkuvinnslu og útivist fyrir almenning hefur reynst vel og því eru lagðar fram eftirfarandi spurningar:
1. Hver er stefna meirihlutans um eignarhald Orkuveitunnar á því landi sem keypt hefur verið til orkuvinnslu?
2. Ef Hvammsvík er til sölu núna, hvað verður þá til sölu næst?
3. Hefur verið hugað að grenndarrétti hugsanlegs kaupanda Hvammsvíkur vegna óþæginda af orkuvinnslu á jörðinni?
4. Er fyrirhuguð sala að frumkvæði Orkuveitunnar eða hefur einhver tiltekinn aðili sóst eftir því að kaupa jörðina? Ef svo er; hver er sá aðili?
Í ljósi þess að hér er um að ræða sölu á eign sem snertir allan almenning í Reykjavík og víðar á landinu er þess óskað að tilboð í jörðina verði kynnt borgarráði áður en þegar hafið söluferli nær lengra.

26. Lagðar fram reglur mannréttindaráðs um styrkveitingar ráðsins, sem samþykktar voru á fundi þess 27. maí f.m. R08060014
Samþykkt.

27. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Sorpu bs. frá 9. þ.m. þar sem óskað er staðfestingar á lántöku fyrirtækisins vegna byggingar nýrra endurvinnslustöðva. Jafnframt lögð fram umsögn deildarstjóra fjárstýringardeildar, dags. 29. f.m. R05090193
Samþykkt.

28. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 11. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi götuheiti á Hólmsheiði. R08060061
Samþykkt.

29. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 6. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 4. s.m., varðandi götuheiti í 1. áfanga Úlfarsárdals, hverfi 2. R08060053
Samþykkt.

30. Lögð fram umsókn Seljavíkur ehf. um lóð undir fjölskyldu- og forvarnarmiðstöð, dags. 4. þ.m. R05070071
Vísað til framkvæmda- og eignasviðs.

31. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir 8 veitinga- og gististaða, sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R08060001

32. Lögð fram umsögn skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 13. þ.m., um ósk Yfirburða ehf. eftir undanþáguheimild til nektardanssýninga á veitingastaðnum Strawberries, Lækjargötu 6a. R08060001
Umsögn skrifstofustjóra borgarstjórnar samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknarflokks óska bókað:

Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknarflokks fagna því að borgarráð skuli leggjast einróma gegn veitingu nektardansleyfis í dag þegar 93 ár eru liðin frá því konur fengu kosningarétt og kjörgengi. Synjunin er til marks um mikinn árangur í jafnréttismálum, enda er baráttan gegn klámvæðingunni eitt helsta verkefni nútímans. Reykjavíkurborg hefur á umliðnum árum verið í fararbroddi í þeirri vinnu og afar brýnt að svo verði áfram.

33. Lögð fram umsögn skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 18. þ.m., um rekstrarleyfisumsókn Austurbæjarkaffis ehf. vegna veitingastaðarins Kaffi Stígs, Rauðarárstíg 33. R08030002
Umsögn skrifstofustjóra borgarstjórnar samþykkt.

34. Lagt fram bréf sviðsstjóra leikskólasviðs frá 12. þ.m., sbr. samþykkt leikskólaráðs 11. s.m., varðandi tilflutning innritunarfulltrúa og leikskólaráðgjafa frá þjónustumiðstöðvum til leikskólasviðs. R08060062
Samþykkt með 4 atkvæðum gegn 2.

Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar óska bókað:

Hugmyndafræði þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar snýr að því að þekking og þjónusta sé til staðar sem næst íbúunum, í þeirra hverfi. Með tilkomu þjónustumiðstöðvanna hefur þjónusta við borgarbúa eflst til muna og kannanir sýna að ánægja íbúanna með þjónustumiðstöðvarnar er mikil. Fjölmörg verkefni sem unnin hafa verið þvert á fagstéttir hafa fyrir löngu sannað sig. Verði leikskólaráðgjafar slitnir úr samhengi við félagsráðgjafa, sálfræðinga og kennsluráðgjafa, mun sú heildstæða þjónusta sem hugmyndafræði þjónustumiðstöðvanna hvílir á, rýrast til muna. Góð þjónusta við börn og fjölskyldur þeirra byggir á samvinnu ólíkra fagstétta sem þessi breyting mun stórlega skerða. Verði innritunarfulltrúar fluttir inn á miðlægt svið mun þjónustan skerðast því lengra verður fyrir íbúana að sækja þjónustuna, hún verður ekki lengur í þeirra hverfi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf átt erfitt með að skilja hugmyndafræðina sem liggur til grundvallar þjónustumiðstöðvunum og þá hugsun að þeir sem vinni náið með íbúum hverfanna, í þeirra nærumhverfi, þekki best hvernig þjónustan getur mætt þörfum íbúanna á hverjum stað. Í þeirri breytingu sem nú er boðuð birtist gamaldags hugsun um miðstýringu. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna harma þá afturför í þjónustu við íbúa borgarinnar sem birtist í tillögu Sjálfstæðisflokks og F-lista og greiða atkvæði gegn tillögunni.

Borgarstjóri og borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:

Fulltrúar meirihlutans telja að leikskólaráðgjafar og innritunarfulltrúar séu betur í stakk búnir að fylgja stefnumálum leikskólasviðs eftir ef þeir eru á sviðinu en ekki einangraðir hver fyrir sig í ólíkum hverfum. Um er að ræða kerfislæga þjónustu við skólana sem tengist minna þeirri einstaklingsþjónustu sem fram fer á hverfamiðstöðvum borgarinnar. Innritun er öll í endurskoðun og verður unnin miðlægt en verður líkast til færð aftur út á þjónustumiðstöðvar þegar einföldun hefur átt sér stað.

35. Lögð fram fundargerð stjórnar samstarfssjóðs Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar frá 11. þ.m. R08010108

36. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 13. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs frá 11. s.m., um gerð þjónustusamnings til þriggja ára við Félag heyrnarlausra.
Frestað. R08060071

37. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 10. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 28. f.m., um gerð þjónustusamnings til þriggja ára við Hjálparstarf kirkjunnar.
Samþykkt. R08060072

38. Lögð fram drög að reglum um Forvarna- og framfarasjóð Reykjavíkurborgar, ásamt bréfi borgarstjóra, dags. 15. þ.m. R08040052
Samþykkt.

39. Lagt fram bréf formanns stjórnar Menningarnætur frá 18. þ.m. þar sem óskað er eftir viðbótarfjárveitingu vegna gæslu og forvarna á Menningarnótt. R08040013
Samþykkt að veita 900 þ.kr. til gæslu á Menningarnótt, sem færist af liðnum ófyrirséð útgjöld. Forvarnaþætti málsins vísað til velferðarráðs.

40. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 15. þ.m.:

Borgarráð samþykkir tilraunaverkefni til þriggja vikna um starfsemi sérstakra miðborgarþjóna á vegum Reykjavíkurborgar. Framkvæmda- og eignasviði er falin umsjón með tilraunaverkefninu í samráði við framkvæmdastjóra miðborgarmála og þau fagsvið Reykjavíkurborgar sem málið snertir. Leitað verður til fyrirtækja á sviði öryggisgæslu vegna verkefnisins. Kostnaður færist af lið 09204 á skrifstofu borgarstjóra.

Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt. R08040020

41. Lögð fram stöðuskýrsla aðgerðarhóps um Miðborg Reykjavíkur, dags. í júní 2008. R08040020
Frestað.

42. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði, dags. 18. þ.m. R08010032
Samþykkt að veita styrki sem hér segir:
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, 400 þ.kr. vegna tónleika Mezzoforte í Hljómskálagarðinum.
Stúlknakór Reykjavíkur, 250 þ.kr. vegna söngferðar o.fl.
Svavar Sigurðsson, 25 þ.kr. vegna baráttu gegn fíkniefnum.
Tímaritið Fótboltasumarið, 280 þ.kr. til útgáfu ritsins.
ADHD samtökin, 150 þ.kr. vegna ráðstefnuhalds.
Breiðfirðingakórinn, 150 þ.kr. til rekstrar.
Jóhanna Kristjónsdóttir, 150 þ.kr. til Fatimu-sjóðsins.

43. Lagðir fram árshlutareikningar aðalsjóðs og eignasjóðs fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins, dags. í júní 2008, ásamt yfirliti yfir sundurliðun rekstrar aðalsjóðs, bráðabirgðarekstraryfirliti fyrir janúar-apríl og ársfjórðungsyfirliti Aska Capital yfir þróun erlendra lána og gengishreyfinga, dags. í apríl 2008. R08060075

44. Afgreidd eru 2 útsvarsmál. R06010038

- Kl. 11.05 víkur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson af fundi.

45. Lögð fram greinargerð innri endurskoðunar, dags. 10. þ.m., um rekstur búsetuúrræðis með félagslegum stuðningi á vegum velferðarsviðs. R08060047

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

1. Leggur innri endurskoðun mat á hvort SÁÁ eða Heilsuverndarstöðin/ Alhjúkrun sé hæfari í faglegu tilliti til að sinna umræddu verkefni?
2. Í greinargerð innri endurskoðunar segir “Það er mat innri endurskoðunar, stutt ítarlegri rökstuðningi sem nú liggur fyrir, að málefnalegar forsendur liggi að baki þeirri ákvörðun þar sem sú umsókn var talin hagkvæmust m.t.t. heildarlausnar.” Ber að túlka þetta svo að það sé mat innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar að ganga skuli til samninga við Heilsuverndarstöðina/Alhjúkrun um áfangaheimili fyrir einstaklinga eftir meðferð, enda hafi þeir í raun verið með hagkvæmasta tilboðið?

Þá leggur borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna fram svohljóðandi tillögu:

Fulltrúi Vinstri grænna í borgarráði leggur til að samningaviðræðum velferðarsviðs og Heilsuverndarstöðvarinnar/Alhjúkrunar verði frestað á meðan kannaðar verða staðhæfingar þess efnis að húsnæði það sem Heilsuverndarstöðin/Alhjúkrun bauð sé ekki til reiðu í nánustu framtíð en fram kom í umsögn sviðstjóra velferðasviðs sem lögð var fyrir borgarráð þann 17. apríl sl. að þetta væri ein frumforsenda þess að gengið væri til samninga.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.

- Kl. 11.20 tekur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sæti á fundinum.

46. Lagður fram 20. liður fundargerðar borgarráðs frá 5. þ.m., sala byggingarréttar á lóð við Njarðargötu/Sturlugötu 8. R06050075
Borgarstjóri og borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi tillögu:

Í ljósi þess að framtíðarskipulag svæðisins liggur ekki fyrir, sem og þess að afar ólíkar skoðanir eru uppi um framtíðarnotkun þess og þeirrar 7000 fermetra lóðar í eigu Reykjavíkurborgar, sem hér um ræðir, verður að telja ótímabært að úthluta byggingarrétti á lóðinni nú. Er því lagt til að borgarráð staðfesti ekki fyrirliggjandi samkomulag að svo komnu máli.

Tillagan samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

Borgarráðsfulltrúi Samfylkingar óskar bókað:

Fulltrúi Samfylkingarinnar í borgarráði fagnar viðsnúningi borgarráðs varðandi úthlutun lóðar í eigu Reykjavíkurborgar að Sturlugötu 8. Áður hafði borgarráð samþykkt úthlutun þessarar lóðar gegn atkvæði Samfylkingarinnar, sem hafði m.a. til hliðsjónar í sínum málflutningi að skipulag svæðisins væri óljóst vegna framtíðaruppbyggingar í Vatnsmýri. Nú hefur verið tekið undir sjónarmið Samfylkingarinnar og borgarráð samþykkti samhljóma að fresta úthlutun um ótiltekinn tíma þar sem framtíðarskiplag svæðisins liggur ekki fyrir.

Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknarflokks óska bókað:

Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknarflokks átelja þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið í tengslum við sölu á byggingarétti við Sturlugötu 8. Allt frá samþykkt framkvæmda- og eignaráðs á samningi við S8 þann 17. mars sl., hafa ný gögn verið að berast frá hagsmunaaðilum vegna málsins. Síðan þá hefur meirihlutinn ekki getað komist að niðurstöðu í málinu heldur farið í ótal hringi í hinum ýmsu nefndum og ráðum borgarinnar. Flaustursleg vinnubrögð af hálfu meirihlutans eru svo sem ekkert nýmæli, en óásættanleg engu að síður.

47. Lagt fram bréf borgarráðsfulltrúa Framsóknarflokks, dags. í dag, þar sem tilkynnt er að Agnar Bragi Bragason verði varaáheyrnarfulltrúi listans í hverfisráði Vesturbæjar. R08020030

48. Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknarflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar undanfarna daga um stórfellt hreinsunarátak í Miðborginni fyrir 17. júní leggja fulltrúar minnihlutans fram eftirfarandi fyrirspurnir:
Er átakið fyrir 17. júní í ár stærra eða umfangsmeira en hefur verið undanfarin ár?
Ef átakið er stærra eða umfangsmeira en undanfarin ár, hvar var sú ákvörðun tekin og hvenær?
Má gera ráð fyrir meiri kostnaði vegna átaksins en undanfarin ár?
Ef kostnaðurinn er meiri, hefur þá sérstöku fjármagni verið úthlutað til átaksins?
Hvernig er verkaskipting milli framkvæmda- og eignasviðs, umhverfis- og samgöngusviðs og framkvæmdastjóra miðborgarmála í þessu verkefni? R07060059

49. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að láta vinna aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn kynbundnu ofbeldi, sem byggð verður á mannréttindastefnu borgarinnar. Aðgerðaráætlunin taki á hlutverki borgarinnar sem veitanda þjónustu, sem atvinnurekanda, sem stjórnvalds og sem samstarfsaðila, en vinnan við hana verði með sambærilegum hætti og aðgerðaráætlun gegn mansali sem verið er að vinna á vegum félagsmálaráðuneytisins. Þannig verði skipaður starfshópur kjörinna fulltrúa og sérfræðinga hjá borginni, en jafnframt verði óskað eftir tilnefningum frá Stígamótum, Samtökum um kvennaathvarf og Neyðarmóttöku vegna nauðgunar.
Mannréttindastjóra verði falið að skipa hópinn sem skili niðurstöðum eigi siðar en 8. mars 2009. R06030024

Vísað til mannréttindaráðs.


Fundi slitið kl. 11.45


Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson


Björk Vilhelmsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Kjartan Magnússon
Óskar Bergsson Svandís Svavarsdóttir