Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2008, fimmtudaginn 8. maí, var haldinn 5026. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.49. Viðstödd voru Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Dagur B. Eggertsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon, Óskar Bergsson og Svandís Svavarsdóttir.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 3. apríl. R08010007
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 29. apríl. R08010012
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 28. apríl. R08010015
4. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 6. maí. R08010017
5. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 7. maí. R08010024
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
6. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 28. apríl. R08010027
7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 16 mál. R08040112
8. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 25. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 23. s.m., um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 1 við Furugerði.
Samþykkt. R08040130
9. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 25. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 23. s.m., um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna þjónustuíbúða aldraðra á lóðum nr. 7 og 9 við Gerðuberg og nr. 84 við Hólaberg. R08040129
Samþykkt.
10. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 25. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 23. s.m., um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 13-15 við Klettháls.
Samþykkt. R08040128
- Kl. 9.54 tekur borgarstjóri sæti á fundinum.
11. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 25. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 23. s.m., um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi golfvallarins að Korpúlfsstöðum.
Samþykkt. R08040131
12. Lögð fram tillaga Reykjavíkurráðs ungmenna um aukið vægi ungmennaráða, sem vísað var til borgarráðs á fundi fulltrúa Reykjavíkurráðs ungmenna og borgarfulltrúa 22. f.m., sbr. einnig 7. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. s.m. R08040127
13. Lagt fram bréf sviðsstjóra leikskólasviðs frá 22. f.m., sbr. samþykkt leikskólaráðs 9. s.m., varðandi aðgerðaáætlun verkefnisins Borgarbörn, þjónustutryggingu foreldra og rannsókn á þjónustuvæntingum foreldra. Jafnframt lagt fram bréf sviðsstjóra leikskólasviðs frá 6. þ.m. þar sem óskað er heimildar til að mæta 118.375 þkr. fjárþörf á þessu ári vegna verkefnanna með tilfærslu fjármagns innan kostnaðarstaða hjá sviðinu. Þá er lögð fram umsögn fjármálastjóra, dags. s.d. R08040084
Samþykkt með 4 atkvæðum gegn 2.
Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar óska bókað:
Með samþykkt aðgerðaráætlunarinnar Borgarbarna skýtur meirihlutinn í borgarstjórn sér undan ábyrgð á leikskólamálum í Reykjavík.
Fyrir liggur að meirihlutinn hyggst ekki leggja sérstakt fjármagn til verkefnisins Borgarbarna heldur nýta fé sviðsins sem að öðrum kosti hefði nýst borgarreknu leikskólunum. Þannig verða illa skilgreind útgjöld til einkaaðila og heimgreiðslur til þess að þrengja að rekstri leikskóla Reykjavíkur sem vinna öflugt starf oft við erfið skilyrði. Slíkt vekur enn spurningar um forgangsröðun meirihlutans.
Reynsla nágrannalanda og álit sérfræðinga sýnir svo ekki verður um villst að heimgreiðslur undir heitinu þjónustutrygging hafa afar neikvæð kyn- og stéttbundin áhrif. Ljóst er að 35 þúsund krónur leysa lítinn vanda hjá foreldrum, slíkar greiðslur eru fyrst og fremst friðþæging fyrir meirihluta sem ekki treystir sér til að axla samfélagslega ábyrgð.
Borgarstjóri og borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Því er alfarið vísað á bug að ekki sé gert ráð fyrir sérstöku fjármagni til verkefnisins, enda er það fé þegar til ráðstöfunar í ramma leikskólasviðs.
Aðgerðaáætlunin Borgarbörn gerir ráð fyrir ólíkum þjónustuúrræðum, bæði með aðkomu einkaaðila sem og með uppbyggingu í borgarreknum leikskólum. Með áætluninni Borgarbörn er gripið til metnaðarfullra, fjölbreyttra og tímasettra aðgerða sem bæta þjónustu við foreldra og börn í borginni. Eðlilegt og sjálfsagt er að gera sömu kröfur til þeirra sem veita þjónustu við foreldra óháð því hvert rekstrarformið er enda eru lög og reglugerðir skýrar um flest allar faglegar kröfur. Til viðbótar við lög og reglugerðir stendur til að tryggja mun faglegri samninga en þá sem R-listinn gerði við þá 16 einkareknu skóla sem störfuðu í stjórnartíð hans.
Þrjátíu og fimm þúsund króna þjónustutryggingin gerir ráð fyrir að ef foreldrar koma til með að ráðstafa henni ekki til þriðja aðila munu þeir geta skipt greiðslutímabilinu á milli sín á sambærilegan hátt og lög um fæðingarorlof gera ráð fyrir. Sú ákvörðun að mæta þeim foreldrum með greiðslum sem ekki fá þjónustu fyrir börn sín er réttlætismál barnafjölskyldna í borginni og viðleitni til að jafna kjör barnafjölskyldna. Að auki er verið að jafna rétt og tækifæri foreldra til að vera hjá börnum sínum á þessum tíma.
14. Lögð fram rekstrarúttekt innri endurskoðunar á leikskólasviði, dags. í apríl 2008, ásamt minnisblaði innri endurskoðanda frá 5. þ.m. R08050016
Vísað til leikskólaráðs til frekari úrvinnslu.
15. Lögð fram að nýju skýrsla innri endurskoðunar um framkvæmd reglna um styrki og samstarfssamninga hjá Reykjavíkurborg, dags. í apríl 2008. Jafnframt lagt fram minnisblað innri endurskoðanda, dags. í dag, þar sem lagt er til að skýrslunni verði vísað til fagráða til frekari úrvinnslu og að borgarstjóra verði falið að skipa starfshóp til að yfirfara reglur um styrki og þjónustusamninga. R08040097
Samþykkt.
16. Lagt fram svar borgarstjóra við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks um störf að mannréttindamálum hjá Reykjavíkurborg, dags. 6. þ.m., sbr. 6. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. apríl. R06060195
17. Lagt fram svar borgarstjóra við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um áheyrnarfulltrúa í ráðum og nefndum Reykjavíkurborgar, dags. í dag, sbr. 13. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. apríl. R05080100
18. Lagður fram samningur menningar- og ferðamálasviðs og Faxaflóahafna vegna aðstöðu fyrir Viðeyjarferju við Sundahöfn og Bæjarvör í Viðey, dags. 18. f.m., ásamt bréfi skrifstofustjóra menningar- og ferðamálasviðs frá 22. s.m., sbr. samþykkt menningar- og ferðamálaráðs 16. s.m. R08040102
Samþykkt.
19. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 25. f.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 23. s.m., um gerð þjónustusamninga til þriggja ára við Félag eldri borgara, Vímulausa æsku, Geðhjálp, Foreldra- og styrktarfélag Öskjuhlíðarskóla, Hrafnistu vegna sundlaugar, Gigtarfélagið og Samtök um kvennaathvarf. R08040132
Samþykkt.
20. Rætt um lóðina að Tryggvagötu 13. R08050037
Borgarstjóra er falið að afla upplýsinga um fyrirhugaða starfsemi UMFÍ á lóðinni á grundvelli fyrirliggjandi lóðarfyrirheits.
21. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Vegna umræðu undanfarinna daga um ráðningu Jakobs Frímanns Magnússonar sem framkvæmdastjóra miðborgarmála, sem er ný staða. Áður hafði verið kynnt að til stæði að finna verkefnisstjóra fyrir Miðborgina, og að sú staða yrði ekki auglýst að minnsta kosti að sinni þar sem hugsanlega yrði verkefnisstjórinn fluttur úr öðrum verkefnum innan borgarkerfisins þar sem staðgóð þekking á stjórnkerfinu væri lykilatriði til að ná árangri í Miðborginni. Af þessu tilefni óska fulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknarflokks svara við eftirfarandi spurningum:
1. Borgarstjóri upplýsti um það í Kastljósviðtali að hann hafi væntingar til þess að umræddur starfsmaður muni starfa út kjörtímabilið. Hefur það breyst?
2. Reglur borgarinnar um ráðningar gera ráð fyrir því að allar stöður til eins árs eða lengur skuli auglýsa. Hvaða rök eru fyrir því að auglýsa ekki stöðuna?
3. Hvaða rök eru fyrir því að starfsmaðurinn sé umtalsvert hærri launaður en allir aðrir verkefnisstjórar, velflestir forstöðumenn, s.s. framkvæmdastjórar annarra hverfa, skólastjórar og deildarstjórar hjá Reykjavíkurborg þótt þeir séu margir hverjir með tugi og hundruð undirmanna en framkvæmdastjóri Miðborgar sé einyrki? Eru laun hans miðuð við laun aðstoðarmanns borgarstjóra?
4. Hvernig samræmist það sveitarstjórnarlögum eða samþykktum Reykjavíkurborgar um hæfi og kjörgengi að umræddur starfsmaður sé jafnframt því að vera framkvæmdastjóri miðborgarmála formaður hverfisráðs Miðborgar og varaformaður menningar- og ferðamálaráðs?
5. Formaður hverfisráðs Miðborgar, Jakob Frímann Magnússon, hefur m.a. það hlutverk að vera tengiliður íbúa, félagasamtaka og stofnana við borgaryfirvöld og fylgjast með og hafa eftirlit fyrir hönd borgarstjórnar og þessara aðila um að borgin sé að sinna hlutverki sínu í hverfinu sem og framkvæmdastjóri Miðborgar. Verður ekki að teljast óheppilegt að einstaklingar hafi eftirlit með sjálfum sér?
6. Ofangreind ráðning hefur ekki komið til afgreiðslu eða umfjöllunar í borgarráði þrátt fyrir að hermt sé að starfsmaðurinn heyri beint undir borgarstjóra, skv. skipuriti. Hverju sætir það og eru einhver fordæmi fyrir því að starfsmaður annar en aðstoðarmaður borgarstjóra heyri beint borgarstjóra en sé ráðinn án þess að slíkt sé samþykkt og kynnt í borgarráði?
7. Borgarstjóri hefur komist svo að orði að starfsmaðurinn verði honum til aðstoðar við fleiri mál en þeim sem snúa að Miðborginni og þurfi því að koma úr hópi pólitískra stuðningsmanna sinna? Hverjar eru heimildir borgarstjóra til að ráða sér fleiri en einn aðstoðarmann?
8. Starfsmaðurinn hefur haft eftir borgarstjóra að verksvið hans sé að vera “framhandleggur borgarstjóra” í miðborgarmálum. Jafnframt að verksvið hans verði yfirumsjón með skipulagi og framkvæmdum í Miðborginni. Hvernig mun hið víðtæka valdssvið framkvæmdastjóra vera skilgreint? Hvaðan munu verkefnin flytjast? Hver verður skörun við verkefni skipulags- og framkvæmda- og eignasviðs sem og verksvið viðkomandi ráða? Liggur erindisbréf starfsmannsins eða starfslýsing fyrir?
9. Var í aðdraganda ráðningarinnar litið til umsókna þeirra sem sóttu um stöðu verkefnisstjóra á skrifstofu borgarstjóra í janúar síðastliðnum? Ef ekki, hvers vegna?
Jafnframt leggja borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknarflokks fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er upplýsinga um launakjör eftirtalinna starfsmanna hjá Reykjavíkurborg: Sviðsstjóra, framkvæmdastjóra þjónustumiðstöðva í hverfum, skólastjóra, leikskólastjóra, verkefnisstjóra á sviðunum og sérfræðinga og verkefnisstjóra á skrifstofu borgarstjóra.
Þá leggja borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Vinstri grænna fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í framhaldi af umræðu um ráðningu framkvæmdastjóra miðborgarmála sem hefur þá stöðu að heyra beint undir borgarstjóra, óska borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Vinstri grænna eftir upplýsingum um hversu margir yfirmenn í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar heyra beint undir borgarstjóra. Einnig er óskað eftir upplýsingum um með hvaða hætti samskipti stjórna B-hlutafyrirtækja og byggðasamlaga eru við embætti borgarstjóra og hversu margar þær stjórnir eru?
Borgarstjóri óskar bókað:
Það er skoðun borgarstjóra að með ráðningu framkvæmdastjóra miðborgarmála í umfangsmikil verkefni verði samþætting og framgangur mála tengdum Miðborginni betri en áður og skili árangursríkara starfi í þeim mikilvægu efnum. Nýr framkvæmdastjóri miðborgarmála er hér á fyrstu starfsdögum sínum. Samkvæmt hefð verður farið yfir það hvort trúnaðarstörf á vettvangi nefnda og ráða borgarinnar sem hann tók að sér áður en til umræddrar ráðningar kom, geti með einhverjum hætti verið ósamrýmanleg nýju starfi hans hjá Reykjavíkurborg. Leiki minnsti vafi þar á mun hann að sjálfsögðu segja sig frá viðkomandi nefndarstörfum.
R08050033
22. Lagt fram bréf borgarfulltrúa Framsóknarflokks, ódags., þar sem tilkynnt er um breytingar á skipan áheyrnarfulltrúa flokksins í ráðum borgarinnar sem hér segir:
Sigfús Ægir Árnason verður áheyrnarfulltrúi í íþrótta- og tómstundaráði, varamaður hans verður Snorri Þorvaldsson.
Stefán Þór Björnsson verður áheyrnarfulltrúi í skipulagsráði, varamaður hans verður Brynjar Fransson.
Vigdís Hauksdóttir verður varaáheyrnarfulltrúi í framkvæmda- og eignaráði.
R05080100
23. Rætt um kaup Reykjavíkurborgar á fasteigninni að Lækjargötu 2. R08040095
Fundi slitið kl. 12.53
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Dagur B. Eggertsson Hanna Birna Kristjánsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Kjartan Magnússon
Óskar Bergsson Svandís Svavarsdóttir