Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2008, föstudaginn 25. apríl, var haldinn 5024. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.40. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Gísli Marteinn Baldursson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kjartan Magnússon, Óskar Bergsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Þorleifur Gunnlaugsson.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 7. apríl. R08010008
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 17. apríl. R08010009
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis frá 14. apríl. R08010011
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 16. apríl. R08010012
5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 2. apríl. R08010013
6. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 23. apríl. R08010024
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
7. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 18. apríl. R08010026
8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál. R08030154
9. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 17. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 16. s.m., um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 9 við Boðagranda. R08020003
Samþykkt.
10. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 17. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 16. s.m., um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 1 við Grensásveg.
Samþykkt. R08040089
11. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 17. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 16. s.m., um deiliskipulag athafnasvæðis Fisfélagsins á Hólmsheiði. R08020014
Samþykkt.
12. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 17. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 16. s.m., um tillögu að breytingu á deiliskipulagi á lóðum nr. 21, 23 og 25 við Lindargötu, þar sem lagt er til að tillögunni verði synjað með vísan til meginatriða framkominna athugasemda og samantektar skipulagsfulltrúa. R07020080
Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum að staðfesta afgreiðslu skipulagsráðs.
13. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 17. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 16. s.m., um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna suðurhluta Ingólfstorgs, Vallarstrætis og lóðum að Thorvaldsensstræti 2, Vallarstræti 4 og Aðalstræti 7. R08040090
Samþykkt.
14. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 17. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 16. s.m., um tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 1 við Keilugranda, þar sem lagt er til að tillögunni verði synjað, m.a. með vísan til þess hve langur tími er liðinn frá auglýsingu hennar. R07060085
Afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
15. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 9. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi afmörkun kjarnasvæðis Miðborgar. R08040070
16. Lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar varðandi umsókn um rekstrarleyfi fyrir Q bar, Ingólfsstræti 3, dags. 16. þ.m. R08030002
Samþykkt.
17. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir þriggja veitinga- og gististaða, sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R08040002
18. Lögð fram umsögn skipulagsráðs um frumvarp til mannvirkjalaga, ásamt bréfi borgarlögmanns, dags. í dag. R08020156
Samþykkt.
19. Lagðar fram að nýju umsagnir umhverfis- og samgöngusviðs frá 31. f.m. og heilbrigðiseftirlits frá 4. þ.m. um tillögu að matsáætlun vegna Sundabrautar, 1. áfanga, ásamt bréfi skrifstofustjóra umhverfis- og samgöngusviðs frá 14. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs 8. s.m. R04100023
Umsögn umhverfis og samgöngusviðs samþykkt.
Bókun borgarráðs:
Borgarráð ítrekar stefnu borgarstjórnar um að Sundabraut verði lögð á ytri leið, í göngum milli Gufuness og Laugarness. Því er umhugsunarefni hvort ástæða er til að leggja í umfangsmikla vinnu við umhverfismat svokallaðrar eyjalausnar sem er í andstöðu við skipulagslega sýn Reykjavíkurborgar þótt hún geti verið gagnleg til samanburðar kosta. Til að tryggja að umhverfismat eyjalausnar leiði ekki til tafa á framkvæmdinni beinir borgarráð þó þeim eindregnu tilmælum til framkvæmdaaðila að hefja verkhönnun Sundagangna samhliða matsferlinu.
20. Lögð fram drög að kaupsamningi og afsali vegna fasteignarinnar að Fríkirkjuvegi 11, dags. í apríl 2008, ásamt fylgiskjölum. Jafnframt lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 22. þ.m. Þá eru lagðar fram að nýju tillögur borgarráðsfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna varðandi leiksvæði austan við húsið og viðhafnaraðkomu að því, sbr. 26. lið fundargerðar borgarráðs frá 17. þ.m. R04030143
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi tillögu:
Fulltrúi VG í borgarráði leggur til að afgreiðslu kaupsamnings vegna Fríkirkjuvegar 11 verði frestað þar sem hann er byggður á óskýrum teikningum og ósamræmi er á milli texta og teikninga. Til að borgarráðsfulltrúar geti tekið upplýsta ákvörðun og þar sem vísað er til teikninga af garðinum er nauðsynlegt að þær séu faglega unnar, hæðasettar, málsettar, taki til allra breytinga á lóð og almenningsgarði og þessu fylgi samsvarandi texti. Enn fremur þarf að liggja fyrir lóðaleigusamningur, gera deiliskipulag, hafa samráð við íbúa svæðisins og taka eðlilegt tillit til Minjaverndar, Húsafriðunarnefndar ríkisins og Fornleifaverndar ríkisins.
Frestunartillaga borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna felld með 4 atkvæðum gegn 1.
Samþykkt er með 4 atkvæðum gegn 2 að vísa frá tillögu borgarráðsfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna varðandi leiksvæði austan við húsið.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Hugmyndir nýs eigenda Fríkirkjuvegar 11 um svæðið aftan við húsið ganga út á að þar verði gert leiksvið og grasi gróin brekka fyrir áhorfendur. Þetta kemur skýrt fram í málsgögnum. Hugmyndir eigenda ganga meðal annars út á að Kvennaskólinn geti nýtt sér þessa aðstöðu og eins íbúar hverfisins eftir atvikum. Í ljósi þessa er tillögu borgarráðsfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna vísað frá.
Framlögð drög að kaupsamningi og afsali samþykkt með 4 atkvæðum gegn 1.
Tillaga borgarráðsfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna varðandi viðhafnaraðkomu að húsinu kemur ei til atkvæða.
Borgarstjóri óskar bókað:
Þegar Borgarstjórn Reykjavíkur staðfesti á fundi sínum 17. október 2006 samþykkt borgarráðs frá 12. október 2006 um að auglýsa húseignina að Fríkirkjuvegi 11 til sölu lagði ég fram svohljóðandi tillögu:
#GLBorgarstjórn Reykjavíkur leggst gegn þeim áformum sem nú liggja fyrir um sölu á Fríkirkjuvegi 11, enda tryggja þau á engan hátt aðgengi almennings að opnu grænu svæði næst húseigninni að Fríkirkjuvegi 11, sem og húseigninni sjálfri#GL.
Tillagan kom ekki til atkvæðagreiðslu þar sem þáverandi meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks staðfesti samþykkt borgarráðs um söluáformin. Ég lét þá bóka að það væri óheppilegt að samþykkja söluáformin þar sem þau væru ekki nægilega vel undirbúin. Það hafa reynst orð að sönnu, því síðan er liðið 1 og 1/2 ár án þess að söluferlinu ljúki. Brýnt er að ljúka því sem fyrst þannig að húseignin að Fríkirkjuvegi 11 standi ekki lengur auð og hafist sé handa um að tryggja verndun hennar og viðhald. Væntanlegur kaupandi hússins segist leggja áherslu á hvoru tveggja sem og að koma upp safni í húsinu sem tryggir almenningi aðgang að því.
Með þeim kaupsamningi sem nú liggur fyrir er almenningi jafnframt tryggt óskert aðgengi að Hallargarðinum og allri lóðinni í kringum Fríkirkjuveg 11, en í 8. grein kaupsamnings segir, #GLkvöð er á lóðinni og almenningsgarðinum um almenna umferð gangandi og hjólandi#GL. Engar breytingar verða gerðar á almenningsgarðinum, nema á lóðarmörkum sunnan hússins, þar sem gert verður aðkomutorg til að bæta aðgengi almennings að húsinu.
Skylt er að geta þess að á fundi borgarráðs 8. febrúar 2007 var samþykkt með atkvæðum borgarráðsfulltrúa Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að húseignin að Fríkirkjuvegi 11 verði seld hæstbjóðanda og létu borgarráðsfulltrúar Samfylkingar bóka, #GLað varlega verði farið í breytingar á garði eða lóð hússins, sem skert geta aðkomu borgarbúa að svæðinu#GL.
Aðkoma borgarbúa er svo sannarlega tryggð með þeim kaupsamningi sem nú liggur fyrir borgarráði. Skýrt hefur komið fram hjá borgarlögmanni að fyrir tæplega 15 mánuðum, eða í febrúarbyrjun 2007, var kominn á bindandi kaupsamningur milli kaupanda og borgarinnar.
Borgarráðsfulltrúi Samfylkingar óskar bókað:
Það er ánægjulegt að fallið hafi verið frá hugmyndum um viðhafnaraðkomu frá Fríkirkjuvegi sem myndi ganga á útivistarsvæði Hallargarðsins. Það er samhljóða tillögu Samfylkingar og VG á síðasta fundi borgarráðs. Brýnt er að öll gögn málsins og meðfylgjandi uppdrættir séu afdráttarlausir hvað þetta varðar. Það er miður að hagsmunir barna hafi ekki verið skýrt tryggðir varðandi hugsanlegar breytingar á leiksvæði innan hestagerðis að húsabaki í samræmi við aðra tillögu Samfylkingar og VG á síðasta fundi borgarráðs. Áskilur fulltrúi Samfylkingarinnar sér rétt til að ítreka tillögu þessa efnis við umfjöllun borgarstjórnar um málið.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknaflokks óskar bókað:
Salan á einu glæsilegasta húsi Reykjavíkur vekur upp spurningar um fasteigna- og fjárfestingarstefnu meirihluta F-lista og Sjálfstæðisflokks. Fyrir tæpum þremur mánuðum keyptu þessir flokkar húsin við Laugaveg 4-6 og Skólavörðustíg 1A fyrir 580 milljónir króna. Núna eru þessir sömu flokkar að selja Fríkirkjuveg 11 fyrir 600 milljónir og hestagerðið, sunnan hússins, fyrir 50 milljónir, samtals 650 milljónir. Það má því færa rök fyrir því að kaupin á Laugavegi 4-6 séu fjármögnuð með sölunni á Fríkirkjuvegi 11. Þegar þessi fasteignaviðskipti eru skoðuð í samhengi þá blasir við að Sjálfstæðisflokkurinn og F-listinn hafa notað almannafé til þess að kaupa ónýt hús fyrir 580 milljónir og fjármagnað þau kaup með sölu á einu glæsilegasta og virðulegasta húsi borgarinnar. Þessi samanburður er ömurlegur en því miður staðreynd.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Fulltrúi Vinstri grænna í borgarráði telur fráleitt að undirrita samning þar sem Reykjavíkurborg afsalar sér í raun forræði yfir Hallargarðinum öllum og afhendir þar að auki einkaaðilum lóð sem börn og ungmenni hafa nýtt sér til leikja um áratugi. Garðurinn og gerðið á bak við húsið er í eigu almennings og borgaryfirvöld eiga að hafa fullan og óskorðaðan rétt til að sinna honum eins og öðrum opnum svæðum borgarinnar án íhlutunar einkaaðila.
Það er óskiljanlegt að meirihluti borgarráðs kjósi að taka þessa ákvörðun í ljósi þess að hún byggir á óskýrum teikningum, ósamræmi á milli teikninga og texta í kaupsamningi og óljósu orðalagi um upprunalega mynd garðsins. Af meðfylgjandi teikningu má þó ráða að ætlunin er að rjúfa skarð í veggi sem njóta fornleifaverndar og er það með eindæmum að ekki skuli kveðið á um það í kaupsamningi eða afsali þegar um opinberan aðila er að ræða.
Ekki hefur verið leitað umsagnar Húsafriðunar ríkisins þó teikningarnar gefi í það í skyn að færa eigi til tröppur og fleira sem telst til næsta umhverfis og útlits friðaðs mannvirkis í opinberri eigu. Þá er án raunverulegs samráðs ætlunin að rústa höfundaverki Jóns H. Björnssonar, landslagsarkitekts, sem hannaði Hallargarðinn. Þá vekur furðu að ekki skuli vera ætlunin að hafa samráð við íbúa svæðisins og loks að ekki liggi fyrir lóðaleigusamningur sem á þó að kveða á um aðgang almennings að Hallargarðinum.
Vinstri græn lögðust gegn sölu hússins á sínum tíma en hér tekur steininn úr þegar auðmenn fá slík forréttindi til afnota. Borgarfulltrúar hafa nú í vetur ítrekað verið minntir á mikilvægi þess að gæta vel að almannahagsmunum þegar ásælni einkaaðila verður sem áköfust. Meðal annars hefur umboðsmaður Alþingis spurt alvarlegra og gagnrýninna spurninga um ráðstöfun á opinberum eigum sem fulltrúum meirihlutans væri hollt að hafa í huga. Það er skylda kjörinna fulltrúa að gæta hagsmuna almennings en ekki sérhagsmuna einstaklinga, sama hvað þeir heita og sama hvað þeir eru auðugir. Til þess vorum við kosin og þar liggur ábyrgð okkar. Minnt skal á að Hallargarðurinn er fyrsti skipulagði almenningsgarður borgarinnar og gegnir stóru hlutverki í samkomuhaldi borgabúa allra á tyllidögum og sem útivistarsvæði fyrir íbúa Þingholtanna alla aðra daga. Vinstri græn munu hér eftir sem hingað til standa vörð um almannahagsmuni en ekki sérhagsmuni auðmanna.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Fagnað er því samkomulagi sem nú liggur fyrir um Fríkirkjuveg 11. Hallargarðurinn er áfram í fullri og óskoraðri eigu almennings, enda stóð aldrei neitt annað til. Nýr eigandi hefur metnaðarfullar hugmyndir um nýtingu hússins sem Reykvíkingar allir geta vonandi orðið stoltir af. Hugmyndir nýs eigenda um baklóðina ganga einnig út á óheft aðgengi almennings og ljóst er að svæðið mun nýtast betur en það hefur gert undanfarin ár. Vegna bókunar fulltrúa VG í borgarráði er nauðsynlegt að taka fram að í umræðum um málið í borgarráði, var öllum spurningum fulltrúans svarað og málið var að mati allra embættismanna tilbúið til afgreiðslu.
21. Samþykkt er að Stella Víðisdóttir taki sæti Láru Björnsdóttur í fulltrúaráði hjúkrunarheimilisins Skjóls. R08040106
22. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð fagnar því að dagurinn í dag, 25. apríl, er tileinkaður umhverfinu og vistvænum lífsstíl. Með sama hætti og sveitarfélög gegna lykilhlutverki við innleiðingu umhverfismála á landsvísu gegna íbúar borgarinnar lykilhlutverki við innleiðingu umhverfismála í Reykjavík. Reykjavíkurborg hefur að mörgu leyti verið leiðandi í umræðu um umhverfismál hin síðari ár. Borgin hefur verið óhrædd við ræða opinskátt það sem má betur fara í umhverfi borgarinnar og oft leitað óhefðbundinna leiða við að leysa þau mál.
Í þeirri umræðu hefur Reykjavíkurborg lagt áherslu á tengsl umhverfismála og heilsu. Umhverfismál láta engan ósnortin. Í gegnum málflutning Reykjavíkurborgar hófst opinber umræða og meðvitund almennings um svifryk í borginni, áhrif samgangna á umhverfið og vistvænar samgöngur. Reykjavíkurborg leggur áherslu á fræðslu, opna umræðu og samráð um umhverfismál. Öðruvísi getur borgin ekki virkjað íbúa sína til þátttöku í umhverfismálum. Án þátttöku borgarbúa getur Reykjavíkurborg ekki viðhaldið þeim umhverfisgæðum sem við búum við í dag. Reykjavíkurborg þarf að stuðla að því að borgarbúar taki tillit til umhverfisins í daglegri hegðun sinni. Með þetta að markmiði hefur Reykjavíkurborg látið verkin tala í gegnum Grænu skrefin þar sem námsmönnum hefur verið gefið frítt í strætó, visthæfir bílar hafa fengið ókeypis í bílastæði, þjónusta við endurvinnslu úrgangs hefur verið bætt o.fl.
Það er Reykjavíkurborg metnaðarmál að tryggja borgarbúum heilnæmt og öruggt umhverfi. Til þess að svo megi verða telur borgarráð mikilvægt að kanna hvernig íbúar taki tillit til umhverfisins í sínu daglega lífi. Niðurstöður slíkrar könnunar ættu að gefa borginni mikilvægar leiðbeiningar í vinnu sinni til framtíðar.
Með vísan til ofangreinds, felur borgarráð umhverfis- og samgönguráði að láta framkvæma könnun á viðhorfi borgarbúa til umhverfismála og hvernig borgarbúar taki tillit til umhverfisins í sinni daglegu hegðun. R08040103
Samþykkt.
- Kl. 11.40 víkur Þorleifur Gunnlaugsson af fundi og Sóley Tómasdóttir tekur þar sæti.
23. Lagt fram erindi innri endurskoðanda frá 24. þ.m. varðandi húsnæðismál innri endurskoðunar. R08040126
Samþykkt.
24. Lögð fram skýrsla innri endurskoðunar um framkvæmd reglna um styrki og samstarfssamninga hjá Reykjavíkurborg, dags. í apríl 2008. R08040097
25. Lagt fram bréf ritara framkvæmda- og eignaráðs frá 11. þ.m., sbr. samþykkt ráðsins 7. s.m., um sölu á byggingarrétti á lóð nr. 8 við Sturlugötu. Jafnframt lagt fram minnisblað borgarlögmanns frá 23. þ.m. Þá er lagt fram bréf rektors Háskóla Íslands, dags. 23. þ.m. R06050075
Frestað.
- Kl. 11.45 víkur Hanna Birna Kristjánsdóttir af fundi.
26. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 21. þ.m., þar sem lögð er til úthlutun lóða fyrir 8 einbýlishús við Reynisvatnsás, með nánar tilgreindum skilmálum. R07020085
Samþykkt.
27. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 22. þ.m.:
Borgarráð felur umhverfis- og samgönguráði að gera tillögur um fjölgun 30 km svæða í íbúðarhverfum. Jafnframt verði gerð áætlun um fjölgun mislægra göngutengsla yfir umferðaræðar.
Greinargerð fylgir tillögunni. R08040094
Samþykkt.
28. Lagt fram bréf sviðsstýru umhverfis- og samgöngusviðs frá 23. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs 8. s.m., varðandi framkvæmdir á Skólavörðustíg, sbr. 21. lið fundargerðar borgarráðs frá 3. þ.m. R08040006
29. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 23. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs s.d., um að sérstakar húsaleigubætur til handa leigjendum Félagsbústaða hf. komi í stað almennra niðurgreiðslna til félagsins, og samsvarandi breytingar á reglum um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur. R07090064
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks óska bókað:
Fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks telja það jákvætt skref að tekin verði upp persónubundinn stuðningur, í formi sérstakra húsaleigubóta, við leigjendur Félagsbústaða í stað almennrar niðurgreiðslu. Við afgreiðslu málsins vilja fulltrúarnir bóka eftirfarandi vegna nokkurra atriða sem eru óásættanleg og/eða óljós. Húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur hækka einungis með reglugerðarbreytingu. Síðasta hækkun varð árið 2001 á almennum húsaleigubótum og sérstakar húsaleigubætur hafa verið óbreyttar frá árinu 2004 þar til nú. Húsaleiga Félagsbústaða hækkar hins vegar ársfjórðungslega skv. neysluvísitölu og því mun leiga fólks að óbreyttu hækka jafnt og þétt.
Samhliða þessum breytingum er reglum um sérstakar húsaleigubætur ekki breytt til þess að þær nái til fleiri heimila en áður, þó svo samkomulag ríkis og sveitarfélaga kveði á um það.
Ekki kemur skýrt fram í gögnum málsins hversu margir leigjendur munu fá lægri leigu og hversu margir munu fá hærri leigu. Ekki er skýrt hvernig eigi að mæta þörfum allra sem þurfa að þola verulega hækkun húsaleigu í kjölfar breytinganna. Af upplýsingum sem fram komu á fundinum má ráða að fyrirhuguð sé frekari hækkun húsaleigu hjá Félagsbústöðum.
Borgarstjóri og borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks vísa til bókunar fulltrúa sinna í velferðarráði, sbr. 3. lið fundargerðar velferðarráðs frá 23. þ.m.
30. Lagt fram svohljóðandi svar Kjartans Magnússonar vegna fyrirspurnar borgarráðsfulltrúa Framsóknarflokks um verkefni Reykjavík Energy Invest, sbr. 27. lið fundargerðar borgarráðs frá 17. þ.m.:
Á meðan unnið er að framtíðarstefnumótun Reykjavík Energy Invest (REI) er mikilvægt að standa þannig að rekstri fyrirtækisins að verðmæti þess rýrni ekki. Í viljayfirlýsingum, sem fulltrúar REI hafa undirritað í Jemen og Eþíópíu, kemur fram vilji aðila til að eiga með sér frekari viðræður um samstarf vegna hugsanlegra jarðhitaverkefna. Hvorug yfirlýsingin felur í sér fjárhagslegar skuldbindingar fyrir félagið. Verði slíkt verkefni að veruleika, getur REI einskorðað þátttöku í þeim við sölu á þjónustu og þannig lágmarkað áhættu sína. Við gerð samninga við stjórnvöld í Djibouti hefur verið leitast við að takmarka áhættu REI og í þeim eru ekki beinar fjárhagslegar skuldbindingar fyrir félagið. Í samningunum er gert ráð fyrir þátttöku fjárfesta í fyrirhugaðir hagkvæmnisathugun og frekari vekefnum ef af verður. R07100293
Jafnframt lagðar fram viljayfirlýsingar undirritaðar af forsvarsmönnum Reykjavík Energy Invest í Jemen og Eþíópíu 28. janúar sl.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks óska bókað:
Ósamstaða Sjálfstæðisflokksins í málefnu Orkuveitunnar og REI er löngu farin að skaða hagsmuni fyrirtækjanna og borgarbúa. Niðurstaða Sjálfstæðisflokksins virðist enn og aftur vera viðbragðspólitík, að þessu sinni vegna harðorðs leiðara Morgunblaðsins þar sem stefnuleysi og hringlandaháttur borgarstjórnarflokksins var kallaður #GLlágkúrulegur#GL, borgarstjórnarflokkurinn sagður forystu- og dómgreindarlaus og ástandið #GLhörmulegt, en því miður staðreynd#GL.
Sjálfstæðisflokkurinn í borginni gerir þó illt verra með óábyrgum skyndihugmyndum um sölu REI. Í fyrsta lagi bætast þær við ótal yfirlýsingar þeirra undanfarna daga sem fallnar eru til að draga úr trúverðugleika fyrirtækisins, útrásarinnar og Íslands í orkumálum. Í öðru lagi er staða fjármálamarkaða (hafi það farið fram hjá einhverjum) þannig að augljóslega er fráleitt að selja REI á þessum tímapunkti. Í þriðja lagi gengur sala REI þvert á þverpólitíska niðurstöðu sem allir stjórnmálaflokkar í borgarstjórn stóðu að fyrir örfáum vikum, þar með talinn, allur borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins. Þar sagði að REI yrði í 100#PR eigu Orkuveitunnar en gæti gengið til samstarfs við einkaaðila um einstök verkefni. Um þessa niðurstöðu sagðist núverandi borgarstjóri ætla að standa #GLhundrað prósent vörð#GL.
Enn og aftur virðist Sjálfstæðisflokkurinn ætla að falla í þá gryfju að reyna að leysa innbyrðis ágreining og valdabaráttu með skyndihugdettum um sölu þar sem hagsmunir borgarbúa og Orkuveitunnar eru fyrir borð bornir. Borgarstjóra á augljóslega að niðurlægja í leiðinni. Hann er ekki hafður með í ráðum heldur stillt upp við vegg á forsíðum blaðanna.
Leiðari Morgunblaðsins hlýtur að eiga lokaorðin: #GLÞað er orðið ljóst að borgarstjórnarflokkurinn ræður ekki við þau verkefni sem honum hafa verið falin ... Það er nóg komið af þessari endemis vitleysu#GL.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Stefna meirihlutans í Reykjavík hefur komið skýrt fram í tillögu þeirri sem lögð var fram á síðasta fundi Orkuveitu Reykjavíkur, og byggði á niðurstöðu REI skýrslunnar. Í þeirri tillögu kemur skýrt fram sá vilji meirihlutans að draga REI útúr áhættufjárfestingum á erlendri grundu. Það verður hinsvegar ekki gert á einni nóttu, og ljóst að vel þarf að halda á málum á meðan sala á áhættusömum rekstri er undirbúin. Vel má vera að ekki sé rétt að gera það strax, og munu fulltrúar meirihlutans fylgja áliti ráðgjafa í því sambandi. Eftir langan tíma óvissu um málefni REI, liggur þessi niðurstaða alveg ljós fyrir. Það kemur hinsvegar ekki á óvart að minnihlutinn skuli ekki vilja skilja þessa niðurstöðu. Minnihlutinn sjálfur virðist raunar ekki vita hvað hann vill í málefnum REI og Orkuveitunnar. Ýmsir fulltrúar minnihlutans vilja fara í stórfelldan áhætturekstur á erlendri grundu, með mikla gróðavon að markmiði. Aðrir vilja að REI verði skúffufyrirtæki í Orkuveitu Reykjavíkur sem aðallega sinni þróunaraðstoð. Í hundrað daga meirihlutanum stóð til dæmis til að fara í milljarða skuldbindingar í orkuútrás til Filipseyja. Fulltrúar minnihlutans mættu að ósekju tala skýrar um eigin stefnu í málefnum fyrirtækjanna tveggja.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks óska bókað:
Ekkert er óljóst í stefnu minnihlutans í málefnum REI enda byggir hún á niðurstöðum stýrihópsins.
31. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Mannréttindaskrifstofa borgarinnar verður óstarfhæf frá og með 1.maí næstkomandi en þá lætur mannréttindastjóri borgarinnar og eini starfsmaður skrifstofunnar af störfum. Borgarstjóri virðist hafa sett á ráðningabann í mannréttindamálum þar sem ekki hefur verið ráðið í þrjár nýjar stöður á mannréttindaskrifstofuna sem fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir.
Metnaðaleysi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Ólafs F. Magnússonar í að tryggja framgang mannréttindamála hefur verið slíkur, að störfin hafa ekki verið auglýst hvað þá ráðið í þau. Uppsögn mannréttindastjóra var ekki tilkynnt minnihlutanum fyrr en á fundi mannréttindaráðs í fyrradag þrátt fyrir að mannréttindastjóri hafi fyrir einhverjum vikum sagt upp. Borgarráðsfulltrúar meirihlutans lásu um hana í blöðunum.
Nú er svo komið að mannréttindskrifstofa borgarinnar sem vinnur að málefnum kynjanna, innflytjenda, fatlaðra, aldraða, samkynhneigðra og barna er algjörlega óstarfhæf vegna vanrækslu meirihlutans. Sú óstjórn sem nú ríkir hjá meirihlutanum í borgarstjórn er komin á það stig að ekki tekst að halda grunn starfsemi borgarinnar gangandi, ekki einu sinni þeirri starfsemi sem á að tryggja framgang mannréttinda. Það er því brýnt að ítarleg grein verði gerð fyrir framtíðarsýn og stefnu meirihlutans í mannréttindamálum á næsta fundi borgarráðs og er óskað skriflegra svara borgarstjóra í því efni. R06060195
32. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykki að fela sviðsstjórum menntasviðs og íþrótta- og tómstundasviðs að hefja þegar í stað undirbúning að frekari samþættingu tómstunda- og skólastarfs í tilraunaskólum næsta haust. Horft verði til barna í 1.-3. bekk.
Með frekari samþættingu er átt við að frístundafræðingar, kennarar og annað starfsfólk skólanna vinni samsíða og skapi innihaldsríkan skóladag þar sem tómstundir og nám fléttast saman. Gengið verði út frá því að frístundafræðingar sinni 100#PR starfi og því verði ekki lengur um það að ræða að frístundaheimilin starfi frá 14-17 heldur verði frístundastarfið hluti af skólastarfinu.
Greinargerð fylgir tillögunni. R08020135
Frestað.
33. Lagt er til að Dagur B. Eggertsson taki sæti Felixar Bergssonar í mannréttindaráði.
Vísað til borgarstjórnar. R08010172
Fundi slitið kl. 12.25
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Dagur B. Eggertsson Gísli Marteinn Baldursson
Kjartan Magnússon Ólafur F. Magnússon
Óskar Bergsson Sóley Tómasdóttir