Borgarráð - Fundur nr. 5023

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2008, fimmtudaginn 17. apríl, var haldinn 5023. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.45. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon, Óskar Bergsson, Svandís Svavarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 6. og 18. mars. R08010010

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 9. apríl. R08010012

3. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 16. apríl. R08010024

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 31. mars. R08010027

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 17 mál. R08030154

6. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 3. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 2. s.m., varðandi deiliskipulag á reit 1.180.0, reit Menntaskólans í Reykjavík. R05070003
Samþykkt.

7. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 9. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi breytingu á aðalskipulagi vegna Nesjavallalínu 2. R07120087
Samþykkt.

8. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 9. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Melavalla á Kjalarnesi.
Samþykkt. R07050101

9. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 9. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 9 við Vegamótastíg.
Samþykkt. R08040067

10. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 9. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi lóðar nr. 67 við Sólvallagötu, lóð Vesturbæjarskóla. R08040068
Samþykkt.

11. Lagt fram að nýju bréf skipulagsstjóra frá 10. janúar sl., sbr. samþykkt skipulagsráðs 9. s.m., varðandi auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Grjótaþorps vegna flutnings Gröndalshúss á lóðina að Vesturgötu 5B. R08010094
Vísað til skipulagsráðs.

12. Lögð fram skýrsla útgefin í tilefni af forvarnardeginum 2007 ásamt bréfi borgarstjóra, dags. 14. þ.m. R08040069

13. Lögð fram að nýju drög að reglum um úthlutanir styrkja á vegum hverfisráða, ásamt bréfi borgarstjóra, dags. 8. þ.m., þar sem lagt er til að reglurnar verði samþykktar.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks leggja til að reglurnar verði sendar hverfisráðum til umsagnar.
Tillaga borgarráðsfulltrúa Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks felld með 4 atkvæðum gegn 3.

Tillaga borgarstjóra samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

Borgaráðsfulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks óska bókað:

Sú staðreynd að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins felli tillögu um að hverfisráðin fái reglur um úthlutun styrkja hverfisráða til umsagnar dregur fram miðstýringaráráttu og skort á skilningi á kostum hverfalýðræðis. Þetta eru allt önnur vinnubrögð en menntaráð, velferðarráð og önnur ráð þurfa að búa við varðandi útfærslu á styrkjareglum þeirra, sem þau hafa frumkvæði að. Hundrað daga meirihlutinn markaði metnaðarfulla stefnu í málefnum hverfanna. Hverfisráð voru efld og styrkjafé hverfisráða til hverfistengdra verkefna var aukið í 25 milljónir. Stofnaður var 100 milljónkróna forvarnar- og framfarasjóður fyrir hverfistengd verkefni og efnt til verkefnisins 1, 2 og Reykjavík. Það virðist vera með herkjum að núverandi meirihluti treysti sér til að fylgja þessum metnaði eftir og afstaðan til styrkjareglna hverfisáða er vonandi ekki til marks um hvernig farið verður með ábendingar hverfisráða og íbúa í verkefninu 1, 2 og Reykjavík. R08040039

14. Lagt fram bréf ritara framkvæmda- og eignaráðs frá 11. þ.m., sbr. samþykkt ráðsins 7. s.m. og bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 3. s.m., varðandi innréttingar og búnaðarkaup vegna flutninga á Höfðatorg, nýtt húsnæði að Borgartúni 10-12. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra, dags. í dag. R08040065
Samþykkt.

15. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði, dags. 16. þ.m. R08010032
Samþykkt að veita styrki sem hér segir:
Bifhjólasamtökin Sniglar, 200 þkr. vegna herferðar í umferðaröryggismálum.
Foreldrafélag 7. bekkjar Borgaskóla, 100 þkr. vegna móttöku nemenda frá Norðurlöndum.
Foreldrafélag Drengjakórs Reykjavíkur, 300 þkr. vegna kórferðar til Barcelona.
Líknarfélagið Risið, 300 þkr. vegna bókaútgáfu o.fl.
Lögreglukór Reykjavíkur, 150 þkr. vegna söngferða.
Kórinn Vox academica, 300 þkr. vegna tónleika í Hallgrímskirkju.
Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar, 200 þkr. vegna ráðstefnuhalds.
Skálholtsskóli, 150 þkr. vegna ráðstefnuhalds.

16. Lögð fram drög að samningi Reykjavíkurborgar og Íþróttafélags Reykjavíkur, dags. í apríl 2008, um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Suður-Mjódd, ásamt bréfi borgarlögmanns, dags. 14. þ.m. Jafnframt lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 31. f.m., sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs s.d. Þá er lögð fram umsögn fjármálastjóra frá 8. þ.m. R06100065
Samþykkt.

17. Borgarstjóri leggur fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að beita sér fyrir því að mikilvæg göngutengsl við S-Mjódd verði tryggð sem fyrst þannig að aðgengi barna og annarra gangandi vegfarenda í tengslum við uppbyggingu íþróttamannvirkja og íbúða í S-Mjódd verði tryggt.

Samþykkt og vísað til umhverfis- og samgönguráðs. R06100065

18. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknarflokks um að settur verði á stofn lífskjarahópur, sbr. 39. lið fundargerðar borgarráðs frá 3. þ.m. Jafnframt lögð fram umsögn borgarhagfræðings frá 9. s.m.
Borgarráð samþykkir að fela borgarhagfræðingi að taka saman yfirlit yfir innheimtu þjónustugjalda hjá Reykjavíkurborg. Að þeim upplýsingum fengnum verður tekin frekari afstaða til tillögunnar. R08040025

19. Lagt fram bréf ritara framkvæmda- og eignaráðs frá 11. f.m., sbr. samþykkt ráðsins 10. s.m., um kaup á félagsheimili Knattspyrnufélagsins Fram, Safamýri 28. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra frá 15. þ.m. Þá er lagt fram bréf formanns Knattspyrnufélagsins Fram frá 15. þ.m., sbr. samþykkt aðalfundar félagsins s.d.
Borgarráð samþykkir kaupin fyrir sitt leyti. R08030061

20. Lagðar fram umsagnir umhverfis- og samgöngusviðs frá 31. f.m. og heilbrigðiseftirlits frá 4. þ.m. um tillögu að matsáætlun vegna Sundabrautar, 1. áfanga. Jafnframt lagt fram bréf skrifstofustjóra umhverfis- og samgöngusviðs frá 14. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs 8. s.m. R04100023
Frestað.

21. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir 10 veitinga- og gististaða, sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R08040002

22. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 10. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 9. s.m., um að gengið verði til samninga við Heilsuverndarstöðina/Al hjúkrun um rekstur á búsetuúrræði með félagslegum stuðningi fyrir allt að 20 einstaklinga.
Samþykkt. R08040057

23. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 14. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 9. s.m., um gerð þjónustusamninga við eftirtalin félög:
Blindrafélagið, Samhjálp, Sjónarhól ráðgjafarmiðstöð ses., Sjálfsbjörg og Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. R08040060
Samþykkt.

24. Lagt fram bréf Reynimels ehf. frá 8. þ.m., þar sem sótt er um lóð undir hótel.
Vísað til skipulags- og byggingarsviðs og framkvæmda- og eignasviðs. R07070085

25. Afgreitt er 1 útsvarsmál. R06010038

- Kl. 11.45 víkur Hanna Birna Kristjánsdóttir af fundi.

26. Rætt er um fasteignina að Fríkirkjuvegi 11 og Hallargarðinn. R04030143

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að leiksvæði barna austan við húsið að Fríkirkjuvegi 11, innan hestagerðisins, verði áfram til afnota fyrir börn og ungmenni í miðbænum.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja jafnframt fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að verða ekki við óskum Novators um svokallaða viðhafnaraðkomu í Hallargarðinn Fríkirkjuvegsmegin. Með slíkri framkvæmd er of langt gengið á garðinn að mati ráðsins.

Frestað.

27. Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokks leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Vegna misvísandi ummæla borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um innihald þeirra samninga sem stjórnarformaður REI undirritaði á dögunum óskar borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins eftir því að viljayfirlýsingarnar sem undirritaðar voru í Djíbútí, Jemen og Eþíópíu verði lagðar fram á næsta fundi borgarráðs. Sérstaklega er spurt um hvort einhverjir fyrirvarar voru um aðkomu annarra aðila en REI að þessum samningum, eins og gefið hefur verið í skyn. R07100293

Fundi slitið kl. 12.30

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

Dagur B. Eggertsson Júlíus Vífill Ingvarsson
Kjartan Magnússon Ólafur F. Magnússon
Óskar Bergsson Svandís Svavarsdóttir