Borgarráð - Fundur nr. 5018

Borgarráð

BORGARRÁÐ

Ár 2008, fimmtudaginn 6. mars, var haldinn 5018. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:30. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Margrét K. Sverrisdóttir, Ragnar Sær Ragnarsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Þorleifur Gunnlaugsson.
Fundaritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 21. febrúar. R08010009

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 26. febrúar. R08010012

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 20. febrúar. R08010013

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 27. febrúar. R08010014

5. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 5. mars. R08010024
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

6. Lögð fram fundargerð Sorpu bs. frá 25. febrúar. R08010027

7. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 29. febrúar. R08010028

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál. R08020152

9. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir tíu veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. R08020004

10. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 27. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar nr. 27 við Blesugróf. R07120085
Samþykkt.

11. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 27. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um breytingu á aðalskipulagi við Grjótháls og Vesturlandsveg vegna stækkunar svæðis. Samþykkt.R07110184

12. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 27. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um breytingu á aðalskipulagi í Grafarvogi vegna stækkunar athafnasvæðis við Gylfaflöt. R07110185
Samþykkt.

13. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 27. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um breytingu á deiliskipulagi að Tryggvagötu 13 vegna höfuðstöðva Ungmennafélags Íslands. R03050171
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra og þeirra ákvæða sem fram koma í lóðarvilyrði því sem liggur til grundvallar tillögunni.

14. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 3. þ.m. varðandi afturköllun byggingarleyfis að Grensásvegi 3-7, sbr. 12. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. f.m. R08020060
Borgarráð samþykkti afturköllun leyfisins.

15. Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og samgöngusviðs frá 4. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks um fyrirhugaðar framkvæmdir á Kringlumýrarbraut og Miklubraut, sbr. 25. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. febrúar. R06040044

16. Lagt fram bréf skrifstofustjóra eignasjóðs frá 29. f.m. um flutning húss sem stendur á lóð nr. 1 við Smyrlahraun í Hafnarfirði á lóð nr. 18 við Bergstaðastræti. Ekki er mælt með að orðið verði við erindinu. R08020121
Borgarráð samþykkir niðurstöðu skrifstofustjóra.

17. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 4. þ.m.:

Lagt er til við borgarráð að Reykjavíkurborg færi við uppgjör ársreiknings 2007 bráðabirgðauppgjör á viðskiptaskuld að upphæð 117.037.039 krónur vegna Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins vegna rekstrar og stofnframkvæmda á tímabilinu 2002-2007 en fjármálastjóri Reykjavíkurborgar hóf innheimtur á viðskiptaskuldum annarra sveitarfélaga í nóvember sl. Af ofangreindri fjárhæð eru 31.650.706 krónur vegna fjárfestinga.

Bráðabirgðayfirlit ÍTR yfir viðskiptaskuldir Skíðasvæða höfuðborgarsvæðsins fylgir. R07110108
Samþykkt.

18. Lagður fram 15. liður fundargerðar borgarráðs frá 28. f.m., bréf sviðsstjóra eignasjóðs um viðbótargreiðslur vegna framkvæmda við Laugardalsvöll ásamt viðaukasamningi við KSÍ. Jafnframt lagt fram minnisblað forstöðumanns innri endurskoðunar, dags. í dag, varðandi málið. R08020127

Borgarráðsfulltrúi Samfylkingar leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Innri endurskoðun er þakkað fyrir greiningu á framúrkeyrslu í framkvæmdum KSÍ við stúkubyggingu í Laugardal en kröfur KSÍ um mörg hundruð milljóna króna aukaútgjöld liggja nú fyrir borgarráði. Draga má í efa að þær séu allar réttmætar en í greinargerð innri endurskoðunar segir: “KSÍ bar ábyrgð á því að tryggja sér umboð, í þeim tilvikum sem kaupa þurfti aukaverk fyrir umtalsverða fjármuni, gagnvart Reykjavíkurborg og vettvangur þess var byggingarnefnd. Af fundargerðum byggingarnefndar að dæma var ekki sótt umboð til hennar vegna viðbragða við verulegum frávikum eða umfangsmeiri viðbótarverkum.”
Af atvikalýsingu er ljóst að byggingarnefnd, sem þó var undir formennsku KSÍ, hefur verið sniðgengin þegar eftirlitshlutverk hennar var annars vegar. Enginn fundur var boðaður í nefndinni eftir að upplýsingar um framúrkeyrslu komu fram en í síðustu bókuðu fundargerð nefndarinnar 3. apríl 2006 er sagt: “framkvæmdir ganga skv. áætlun”.

Í ljósi ofangreinds og greinargerðar innri endurskoðunar er óskað svara við eftirfarandi viðbótarspurningum:

1. Hver er ábyrgð KSÍ á þeirri framúrkeyrslu sem orðið hefur í framkvæmdinni?
2. Hvenær, ef einhvern tímann, og á hvaða vettvangi hefur verið samþykkt að Reykjavíkurborg taki á sig þennan umframkostnað, að hluta eða heild, og í hvaða umboði?
3. Hvenær var þáverandi borgarstjóra Vilhjálmi Þ. Vilhjálmsyni kynnt að líklegt væri að verkið færi fram úr áætlun?
4. Til hvaða aðgerða, ef einhverra, var gripið?
5. Hvers vegna dróst í þrjá mánuði að skipa fulltrúa í byggingarnefnd í stað undirritaðs, eftir meirihlutaskiptin 2006?
6. Af hverju var byggingarnefnd ekki gert viðvart um framúrkeyrslu í framkvæmdinni?

Borgarstjóri leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Af gefnu tilefni er spurt um fundi í byggingarnefnd meðan Björn Ingi Hrafnsson sat þar fyrir hönd borgarinnar og með hvaða hætti hann rækti eftirlitshlutverk sitt fyrir hönd borgarinnar.

Borgarstjóri og borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi bókun:

Innri endurskoðun er þakkað gott starf og mikilvæga greiningu á málinu sem bæði varðar hagsmuni Reykjavíkurborgar og KSÍ. Ljóst má vera að undirbúningur þessa máls og sá farvegur, sem það var sett í á síðasta kjörtímabili, hefur hvorki reynst fullnægjandi né árangursríkur.
Eins og fram kemur í skýrslu forstöðumanns innri endurskoðanda er ljóst að eftirlit byggingarnefndar með verkinu var ekki sem skyldi og formlegri upplýsingagjöf um framvindu verkefnisins var ábótavant. Ekki var leitað samþykkis borgarráðs fyrir umfangsmeiri aukaverkum eða viðbótarframkvæmdum.
Málið verður tekið aftur fyrir á næsta fundi borgarráðs, þegar borgarráðsmönnum hefur gefist nægur tími til að kynna sér niðurstöðu innri endurskoðunar.

19. Lagt fram bréf skrifstofustjóra menningar- og ferðamálasviðs frá 21. f.m., sbr. samþykkt menningar- og ferðamálaráðs 20. s.m. um breytingar á reglum og tilnefningu í dómnefnd Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar. Samþykkt. R08020117

20. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 3. þ.m.:

Lagt er til að borgarráð samþykki að Reykjavíkurborg taki þátt í landkynningarverkefninu Iceland Naturally í Norður Ameríku. Miðað er við aðild Reykjavíkurborgar frá 1. júní 2008. Kostnaði vegna árgjalds fyrir árið 2008, 3.6 mkr., verði mætt af liðnum ófyrirséð. Enn fremur verði gert ráð fyrir árgjaldi, 7.3 mkr. á ári á samningstímanum, í fjárhagsáætlun Höfuðborgarstofu.

Greinargerð fylgir tillögunni.
Jafnframt lagt fram minnisblað sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs frá 4. þ.m. R08030011
Samþykkt.

21. Lagt fram bréf sviðsstjóra eignasjóðs frá 29. janúar, þar sem lagt er til að heiti eignasjóðs Reykjavíkurborgar verði breytt í framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar, og að yfir því verði framkvæmda- og eignaráð í stað stjórnar eignasjóðs. R07120054
Samþykkt.

22. Borgarráð samþykkir að tilnefnt verði í vinnuhóp um barnahátíð í Reykjavík. R06030185
Tilnefningu frestað.

23. Lögð fram svohljóðandi tillaga:

Borgarráð samþykkir að fela umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar að vinna sérstaka samgöngustefnu fyrir starfsemi borgarinnar að Borgartúni 10-12. Samgöngustefnan taki mið af þeim áherslum sem Reykjavíkurborg hefur samþykkt í umhverfisstefnu sinni, Reykjavík í mótun, og samgöngustefnu og sýni þannig í verki þann vilja Reykjavíkurborgar að vera til fyrirmyndar í umhverfisvænum rekstri sem stuðli í senn að bættu vinnuumhverfi starfsmanna Reykjavíkurborgar sem og bættu umhverfi borgarbúa. Stefnumótunarvinnan gæti legið til grundvallar við innleiðingu samskonar stefnu hjá öðrum stofnunum og fyrirtækjum borgarinnar og þannig verið mikilvægt skref í átt að bættum ferðavenjum í Reykjavík.

Greinargerð fylgir tillögunni. R08030015
Borgarráð samþykkir tillöguna og vísar henni jafnframt til meðferðar umhverfis- og samgöngusviðs.

24. Lagður fram dómur Hæstaréttar í máli nr. 306/2007, dags. 28. f.m., dánarbú Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals gegn Reykjavíkurborg. R05040133

- Kl. 11.45 víkur Júlíus Vífill Ingvarsson af fundi.

25. Lagður fram dómur Héraðsdóms í máli nr. E-911/2008, dags. 3. þ.m., Þorsteinn Steingrímsson, Vatnsstíg 11 gegn Reykjavíkurborg. R06020071

- Kl. 12.00 tekur Marta Guðjónsdóttir sæti á fundinum.

26. Lagt fram bréf mannréttindastjóra frá 27. f.m. um niðurgreiðslu Reykjavíkurborgar vegna námskeiða fyrir konur á vegum Brautargengis vegna 2006 og 2007. R07080115
Borgarráð samþykkir fjárveitingu alls kr. 2.270.000, af kostnaðarstað óviss útgjöld.

27. Lögð fram skýrsla nefndar um könnun á starfsemi Breiðavíkurheimilisins 1952-1979, dags. 31. janúar. Jafnframt lagt fram minnisblað frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar og Barnavernd Reykjavíkur, dags. 5. þ.m. R07020046

- Kl. 12.35 víkur Hanna Birna Kristjánsdóttir af fundi.

Borgarráð samþykkir í tilefni skýrslu um könnun á starfsemi Breiðavíkurheimilisins 1952-1979:
1. Að haft verði samráð við Breiðavíkursamtökin um viðbrögð og næstu skref Reykjavíkurborgar í kjölfar Breiðavíkurskýrslunnar.
2. Að könnuð verði staða undirbúnings á frumvarpi forsætisráðherra vegna Breiðavíkurskýrslunnar.
3. Að samantekt verði gerð um viðbrögð stjórnvalda, og sveitarfélaga sérstaklega, í sambærilegum málum sem upp hafa komið á undanförnum árum á Norðurlöndum.
4. Að lagt verði mat á það hvort Reykjavíkurborg telji tilefni til að kanna frekar starfsemi á öðrum heimilum og úrræðum barnaverndaryfirvalda, fyrr og nú.

28. Lagt fram bréf sviðsstjóra eignasjóðs og yfirlögfræðings skipulags- og byggingarsviðs til Skipulagsstofnunnar varðandi landfyllingu við Ánanaust, dags. 15. þ.m. Jafnframt lagt fram bréf Einars Arnarssonar, dags. 27. f.m., ásamt fylgiskjölum. R06090260
Frestað.

29. Borgarráð Reykjavíkur fagnar því að félagsmálaráðherra hafi nú boðið út byggingu hjúkrunarheimilis að Suðurlandsbraut 66, Mörkinni. Undirbúningur hefur staðið árum saman og mikilvægt að verkið sé loks boðið út til að þau 110 langþráðu rými sem þarna eiga að rísa komist í gagnið eins fljótt og auðið er. R08030029

30. Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi fyrispurn:

1. Hver sinnir innheimtu fasteignagjalda fyrir hönd Reykjavíkurborgar?
2 Fór fram útboð þegar sá aðili var valinn?
3. Hver annast samningsgerð við fyrirtækið?
4. Hvað kostar umrædd þjónusta á ári?
5. Hvenær var samningurinn gerður við fyrirtækið?
6. Hvað gildir samningurinn til langs tíma?
7. Hver er kostnaður á skuldara vegna vanskila fasteignagjalda nú og hver var hann áður en einkafyrirtæki tók við rekstrinum?
8. Beðið er um afrit af þeim samningi sem nú er í gildi um málið. R08030036

Fundi slitið kl. 13:45

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Dagur B. Eggertsson Margrét K. Sverrisdóttir
Ragnar Sær Ragnarsson Marta Guðjónsdóttir
Þorleifur Gunnlaugsson