Borgarráð - Fundur nr. 5016

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2008, fimmtudaginn 21. febrúar, var haldinn 5016. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.32. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Þorleifur Gunnlaugsson.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 19. febrúar. R08010024
Samþykkt.

2. Lögð fram fundargerð eigendafundar Orkuveitu Reykjavíkur frá 15. febrúar. R08020093

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 22. janúar. R08010010

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis frá 9. janúar. R08010011

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 15. febrúar. R08020092

6. Lögð fram fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 7. febrúar. R08010100

7. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 15. febrúar. R08010026

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál. R08010223

- Kl. 9.34 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

9. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 13. s.m., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi á lóðinni nr. 1-3 við Arnarbakka, lóð Breiðholtsskóla. R05030090
Samþykkt.

- Kl. 9.35 tekur Óskar Bergsson sæti á fundinum.

10. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 13. s.m., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðanna nr. 28-32 við Lindargötu.
Samþykkt. R07070007

11. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 13. s.m., um auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi Suður Mjóddar. R08020082
Samþykkt.

12. Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa frá 7. þ.m. varðandi afturköllun byggingarleyfis að Laugavegi 12, sbr. 13. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. þ.m. Jafnframt lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 19. þ.m. varðandi málið. R08020061
Samþykkt að afturkalla byggingarleyfið og vísa málinu að nýju til meðferðar byggingarfulltrúa.

13. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir fjögurra veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. R08020004

14. Lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar frá 15. þ.m. um rekstrarleyfisumsókn vegna Kebabhússins að Austurstræti 3, þar sem lagst er gegn veitingu leyfisins.
Umsögnin samþykkt. R08010048

15. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar frá 14. þ.m. yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði. R08010032

- Kl. 9.47 tekur Gísli Marteinn Baldursson sæti á fundinum.

16. Lögð fram ályktun bæjarráðs Akraness frá 7. þ.m. varðandi skýrslu stýrihóps borgarráðs um málefni Reykjavík Energy Invest og Orkuveitu Reykjavíkur, sbr. bréf bæjarritara Akranesskaupstaðar frá 8. s.m. R07100293

17. Lagt fram svar borgarstjóra frá 18. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknarflokks um starfsmannaveltu hjá embættismönnum, sbr. 5. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. s.m. R08020062

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks óska bókað:

Í svari borgarstjóra kemur fram að stefnufesta í stjórnun, gott samráð, virðing og traust séu meðal þeirra þátta sem borgarstjóri leggur hvað mesta áherslu á sem æðsti stjórnandi borgarinnar. Allt eru þetta fögur fyrirheit en skjóta nokkuð skökku við þegar fyrstu embættisfærslur borgarstjóra eru skoðaðar. Eftir fyrri umræðu um þriggja ára áætlun borgarinnar kemur í ljós að lítið eða ekkert samráð hefur farið fram við fagsvið borgarinnar. Engin umræða hefur átt sér stað í fagráðum borgarinnar. Spurningar vakna um hvort samráð hafi verið haft við borgarfulltrúa meirihlutans. Ekkert samráð var haft við borgarfulltrúa minnihlutans. Öllu má nú nafn gefa.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:

Bókun fulltrúa minnihlutans endurspeglar vanþekkingu á undirbúningi 3ja ára áætlunar almennt og einnig á því verklagi sem nýr meirihluti viðhafði innan sinna raða. Hið rétta í málinu er að þegar nýr meirihluti tók við völdum hér í Reykjavík hafði mjög lítill undirbúningur átt sér stað vegna 3ja ára áætlunar og því var nauðsynlegt að vinna hratt og örugglega að áætluninni. Undanfarnar vikur hefur borgarstjóri leitt þessa vinnu í mikilli og góðri samvinnu við alla borgarfulltrúa meirihlutans, sviðsstjóra og aðra lykilmenn fagsviða og með upplýsingafundi fyrir fulltrúa minnihlutans í borgarstjórn. Það er því ekki of djúpt í árinni tekið þegar borgarstjóri talar um stefnufestu, gott samráð, virðingu og traust í þessum störfum sínum sem öðrum. Sjálfsagt er að ræða og fara yfir það verklag sem viðhaft hefur verið í þessari vinnu, draga af því lærdóm og reyna að haga vinnunni á þann hátt sem best verður á kosið. Meirihluti borgarráðs lýsir sig reiðubúinn til að fara í þá vinnu í góðri sátt við minnihlutann.

18. Lagt fram bréf skrifstofustjóra eignasjóðs frá 18. þ.m. þar sem lagt er til að Jónasi Rúnari Viðarssyni, Inger Jóhönnu Daníelsdóttur, Sæmundi Sæmundssyni og Ernu Bjargeyju Jóhannsdóttur verði úthlutað byggingarrétti á parhúsalóðinni nr. 120-122 við Haukdælabraut, með nánar tilgreindum skilmálum. R07020085
Samþykkt.

19. Lagt fram bréf sviðsstjóra eignasjóðs og yfirlögfræðings skipulags- og byggingarsviðs til Skipulagsstofnunar varðandi landfyllingu við Ánanaust, dags. 15. þ.m.
Frestað. R06090260

20. Lögð fram tillaga borgarstjóra að breytingu á skipulagsskrá fyrir Guðrúnarsjóð, sjóð til heiðurs Guðrúnu Halldórsdóttur, fyrrverandi skólastjóra Námsflokka Reykjavíkur, þar sem lagt er til að úthlutað verði úr sjóðnum árlega í stað annars hvers árs.
Samþykkt. R05030003

21. Rætt um frágang samninga vegna sölu á fasteigninni að Fríkirkjuvegi 11. R04030143

22. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks leggja fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð felur umhverfis- og samgöngusviði að kanna hagkvæmni þess og fýsileika að koma á lestarsamgöngum milli Keflavíkurflugvallar og Miðborgar Reykjavíkur annars vegar og léttlestarkerfis sem nái til Reykjavíkur eða höfuðborgarsvæðisins í heild hins vegar. Við úttektina verði dregnir fram kostir og gallar, aðrir valkostir í umhverfisvænum samgöngum, fjárhagslegir þættir, umhverfis- og skipulagsþættir. Samráð verði haft við skipulagssvið Reykjavíkurborgar og leitað samstarfs við Orkuveitu Reykjavíkur, samgönguráðuneytið og samgönguráð um úttektina og/eða samráð við útfærslu og framkvæmd verkefnisins.

Greinargerð fylgir tillögunni. R08020113
Vísað til umhverfis- og samgönguráðs til umsagnar.

23. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks, sbr. 6. lið fundargerðar borgarráðs frá 7. febrúar:

Lagt er til að borgarstjóra verði falið að taka upp formlegar viðræður við iðnaðarráðuneytið og samtök hönnuða um að Hönnunarmiðstöð Íslands verði fundinn staður í Zimsen-húsinu við Grófartorg. Óformlegar viðræður um þessa nýtingu hússins voru hafnar í tíð fyrri meirihluta og gáfu góðar vonir um að þetta gæti orðið. R07040083

Vísað til Minjaverndar til umsagnar.

24. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Í upphafi árs lágu fyrir nokkuð mótaðar tillögur um hvernig ætti að úthluta álagsgreiðslum til grunnskólakennara. Nýverið var bætt við fjármunum til að láta slíkar greiðslur ná til enn fleiri starfsmanna. Brýnt er að þessara aðgerða sjái stað í launaumslögum kennara og annarra borgarstarfsmanna. Spurt er hvenær þess er að vænta?

Borgarstjóri leggur fram svohljóðandi svar:

Samþykkt var á fundi borgarráðs þann 7. febrúar sl. tillaga borgarstjóra um að veita aukið fjármagn til að mæta álagi og manneklu á stofnunum borgarinnar. Úrvinnsla tillagna um úthlutun fjármagns, í samstarfi við mannauðsstjóra Reykjavíkurborgar, er nú á lokastigi. R05080094

Fundi slitið kl. 11.50

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

Dagur B. Eggertsson Gísli Marteinn Baldursson
Hanna Birna Kristjánsdóttir Kjartan Magnússon
Óskar Bergsson Þorleifur Gunnlaugsson