Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2008, fimmtudaginn 14. febrúar, var haldinn 5015. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.45. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Gísli Marteinn Baldursson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kjartan Magnússon, Óskar Bergsson og Svandís Svavarsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 13. febrúar. R08010024
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
2. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál. R08010223
3. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 7. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 6. s.m., varðandi auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðar að Búðavaði 1-23. Samþykkt. R05100148
4. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 8. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 6. s.m., varðandi breytingu á aðalskipulagi vegna hitaveitulagnar frá Hellisheiðarvirkjun.
Samþykkt. R06070105
5. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 31. f.m. þar sem hann óskar eftir lausn frá störfum.
Samþykkt. R08020062
Borgarráð samþykkir jafnframt að ráða Ólöfu Örvarsdóttur, aðstoðarskipulagsstjóra, í starf skipulagsstjóra til eins árs frá og með deginum í dag að telja.
Bókun borgarráðs:
Borgarráð þakkar Birgi Hlyni Sigurðssyni afar góð og mikilvæg störf í þágu Reykjavíkurborgar og Reykvíkinga um leið og honum er óskað velfarnaðar í framtíðinni.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokks leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Af gefnu tilefni, að skipulagsstjóri Reykjavíkur hefur kosið að láta af störfum hjá Reykjavíkurborg, rifjar það upp þá staðreynd að mikil hreyfing hefur verið meðal æðstu embættismanna borgarinnar á undanförnum árum.
Frá árinu 2002 hafa verið starfandi sex borgarstjórar, fjórir skipulagsstjórar, þrír sviðsstjórar framkvæmdasviðs (áður borgarverkfræðings og umhverfis- og tæknisviðs), fjórir borgarlögmenn og þrír fjármálastjórar. Aðeins þrjár umsóknir bárust í embætti borgarritara sem í framhaldinu var lagt niður. Að auki hafa orðið sviðsstjóraskipti á velferðarsviði, menntasviði, leikskólasviði og umhverfissviði. Hægt væri að nefna fleiri dæmi en það er óþarfi þar sem þessi upptalning sýnir svart á hvítu að starfsmannavelta lykilstarfsmanna Reykjavíkurborgar er orðið verulegt áhyggjuefni.
Í þessu ljósi vakna upp spurningar hvað gerir að verkum að yfirmenn Reykjavíkurborgar staldra svo stutt við eins og raun ber vitni?
Hvað hyggst borgarstjóri gera til þess að koma á nauðsynlegum stöðugleika lykilstarfsmanna hjá Reykjavíkurborg?
6. Borgarráð samþykkir að Hanna Birna Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Kjartan Magnússon, Ásta Þorleifsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Svandís Svavarsdóttir og Óskar Bergsson taki sæti í stýrihópi um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar, sbr. 13. lið fundargerðar borgarráðs frá 7. þ.m. Hanna Birna Kristjánsdóttir verður formaður. R08010121
7. Lögð fram umsögn Gunnars Eydal frá 29. f.m. vegna framkominnar óskar um endurupptöku á synjun um aukalækkun á fasteignagjöldum, þar sem lagt er til að beiðninni verði hafnað. R08010112
Borgarráð samþykkir umsögnina.
8. Lagðir fram dómar Hæstaréttar frá 7. þ.m. í málunum nr. 142/2007 og 143/2007, Skeljungur hf., Olíuverzlun Íslands hf. og Ker hf. gegn Reykjavíkurborg annars vegar og Strætó bs. hins vegar. R06040022
Bókun borgarráðs:
Borgarráð fagnar niðurstöðu olíusamráðsmálsins og því mikilvæga fordæmi sem það skapar í sambærilegum málum. Þá vill borgarráð þakka Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni hrl. og öðrum lögmönnum sem að málsókn borgarinnar hafa komið fyrir árangursríkt starf í þágu almannahagsmuna.
9. Lögð fram tillaga velferðarráðs frá 30. f.m. að breytingum á tekju- og eignamörkum vegna félagslegra leiguíbúða, sbr. bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 2. þ.m. R08020045
Samþykkt.
10. Lögð fram tillaga velferðarráðs frá 30. f.m. um að Jórunn Frímannsdóttir taki sæti Bjarkar Vilhelmsdóttur í þjónustuhópi aldraðra, sbr. bréf sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 2. þ.m. R08020042
Samþykkt.
11. Lögð fram tillaga velferðarráðs frá 30. f.m. um að Jórunn Frímannsdóttir taki sæti Bjarkar Vilhelmsdóttur í stjórn Fjölsmiðjunnar, sbr. bréf sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 1. þ.m. R05120023
Samþykkt.
12. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 7. þ.m. þar sem óskað er eftir því að afturkölluð verði byggingarleyfissamþykkt vegna Grensásvegar 3-7, sbr. 24. lið afgreiðslufundargerðar byggingarfulltrúa frá 20. nóvember sl., 6. lið fundargerðar skipulagsráðs frá 21. s.m. og 6. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. s.m. R08020060
Frestað.
13. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 7. þ.m. þar sem óskað er eftir því að afturkölluð verði byggingarleyfissamþykkt vegna Laugavegar 12, sbr. 43. lið afgreiðslufundargerðar byggingarfulltrúa frá 5. þ.m., 9. lið fundargerðar skipulagsráðs frá 6. s.m. og 3. lið fundargerðar borgarráðs frá 7. s.m. R08020061
Frestað.
14. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir 14 veitinga- og gististaða, dags. 5. þ.m, sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. R08020004
15. Rætt um framtíðarstaðsetningu hússins Norðupólsins, sem áður stóð á lóð nr. 125 við Hverfisgötu. R07040054
16. Lagt fram minnisblað skrifstofu borgarstjórnar um ýmsar meginreglur varðandi fundi og fundarsetu í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar, dags. 13. þ.m., sbr. bréf Gunnars Eydal, dags. í dag. R08020075
17. Lagt fram frumvarp að þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál Reykjavíkurborgar árin 2009-2011. R07120010
Vísað til borgarstjórnar.
18. Kynnt er dagskrá verðlaunaafhendingar í hugmyndasamkeppni um skipulag Vatnsmýrar, sem fram fer síðar í dag. R08010121
19. Lögð fram að nýju lokaskýrsla stýrihóps borgarráðs um málefni Reykjavík Energy Invest og Orkuveitu Reykjavíkur, dags. í febrúar 2008. R07100293
Borgarráð samþykkir að fela borgarstjóra að fylgja eftir niðurstöðum í skýrslu stýrihópsins og leggja nánari útfærslu fyrir borgarráð til afgreiðslu eftir því sem þörf krefur.
Fundi slitið kl. 11.45
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Dagur B. Eggertsson Gísli Marteinn Baldursson
Kjartan Magnússon Ólafur F. Magnússon
Óskar Bergsson Svandís Svavarsdóttir