Borgarráð - Fundur nr. 5011

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2008, fimmtudaginn 17. janúar, var haldinn 5011. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.35. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Björn Ingi Hrafnsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Ólafur F. Magnússon, Svandís Svavarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 10. janúar. R08010012

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 11. janúar. R08010014

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 10. janúar. R08010016

4. Lögð fram fundargerð mannréttindaráðs frá 10. janúar. R08010020

5. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 16. janúar. R08010024
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

6. Lagðar fram fundargerðir stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 28. desember og 11. janúar. R08010100

7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 14 mál. R08010043

8. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs frá 9. s.m., varðandi auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Grjótaþorps vegna flutnings Gröndalshúss á lóðina að Vesturgötu 5B. R08010094
Frestað.

9. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs frá 9. s.m., varðandi auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðar Langholtsskóla. R08010095
Samþykkt.

10. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs frá 9. s.m., varðandi auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðar Hólabrekkuskóla.
Samþykkt. R08010097

- Kl. 9.43 tekur borgarstjóri sæti á fundinum.

11. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs frá 9. s.m., varðandi auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi á reit 1.180.0, reit Menntaskólans í Reykjavík. R05070003
Samþykkt.

12. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs frá 9. s.m., varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 11-13 við Skipholt. R07100199
Samþykkt.

13. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 15. þ.m. þar sem óskað er heimildar borgarráðs til að ganga frá samningi um kaup á fasteigninni að Garðastræti 23. R07030054
Samþykkt.

- Kl. 9.50 tekur Gísli Marteinn Baldursson sæti á fundinum.

14. Lögð fram skýrsla VGK hönnunar um kostnaðaráætlun og áhættugreiningu Sundagangna, dags. í nóvember sl. Jafnframt lögð fram skýrsla starfshóps um lagningu Sundabrautar, dags. 14. þ.m., ásamt ályktun stjórnar Faxaflóahafna sf. frá 15. s.m. um málið. Þá er lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:

Lagt er til að borgarráð samþykki að skipa fimm fulltrúa í samráðshóp um lagningu Sundabrautar. Áfram verði gert ráð fyrir því að íbúasamtök Grafarvogs og Kjalarness og íbúasamtök Laugardals eigi þar fulltrúa, ásamt Faxaflóahöfnum og Vegagerðinni.

Greinargerð fylgir tillögunni. R04100023
Tillaga borgarstjóra samþykkt.

Jafnframt samþykkir borgarráð:

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 14. desember 2006 og vísan til síðari rannsókna sem sýna að Sundagöng eru fær kostur, samþykkir borgarráð að Sundabraut verði lögð í göngum frá Gufunesi í Laugarnes, með eðlilegum fyrirvara um niðurstöðu umhverfismats. Þessi afstaða er í fullu samræmi við fyrri yfirlýsingar og niðurstöðu samráðshóps um Sundabraut frá 8. desember 2006.

Þá samþykkir borgarráð að fela borgarstjóra að efna til samráðs við sveitarfélög og aðra lykilhagsmunaaðila á Vestur og Norðvesturlandi um fundi með þingmönnum viðkomandi kjördæma og aðrar aðgerðir til að vinna að framgangi við lagningu Sundabrautar í göngum.

15. Lögð fram drög að svari Reykjavíkurborgar við erindi Húsafriðunarnefndar ríkisins varðandi fyrirhugaða tillögu að friðun húsanna að Laugavegi 4 og 6, dags. 15. þ.m., ásamt bréfi borgarstjóra, dags í dag. R07080072
Frestað.

16. Lagt er til að Gunnar Hólm Hjálmarsson taki sæti varamanns í hverfisráði Breiðholts í stað Andrésar Hafberg. Jafnframt er lagt til að Úlfar Þormóðsson taki sæti í hverfisráði Miðborgar í stað Álfheiðar Ingadóttir og að Álfheiður verði varamaður í ráðinu í stað Úlfars. Þá er lagt til að Friðrik Dagur Arnarson taki sæti í stjórn hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar í stað Þorleifs Gunnlaugssonar. R07100240
Vísað til borgarstjórnar.

17. Lögð fram greinargerð innri endurskoðanda frá 7. þ.m. varðandi niðurstöður áhættumats Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. R07120055
Vísað til íþrótta- og tómstundaráðs til eftirfylgdar.

18. Lögð fram greinargerð innri endurskoðanda frá 7. þ.m. varðandi niðurstöður áhættumats vegna sérkennslupotts menntasviðs. R07120055
Vísað til menntaráðs til eftirfylgdar.

19. Lögð fram drög að verklagsreglum vegna útgáfu rekstrarleyfa til veitingastaða í Reykjavík, dags. 14. f.m., ásamt bréfi skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 14. þ.m.
Borgarráð staðfestir verklagsreglurnar fyrir sitt leyti. R08010092

20. Lagðar fram tillögur skrifstofustjóra borgarstjórnar að umsögnum um rekstrarleyfi fimm veitingastaða, sbr. yfirlit dags. í dag. R08010048
Samþykkt.

21. Lögð fram tímaáætlun fjármálaskrifstofu vegna undirbúnings 3ja ára áætlunar Reykjavíkurborgar fyrir árin 2009-2011. R07010134

22. Lagt fram erindi stjórnar Kirkjubyggingarsjóðs Reykjavíkur frá 13. f.m. varðandi endurmat á framlögum í sjóðinn. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra, dags. 14. þ.m. R07120084
Frestað.

23. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði vegna styrkjaúthlutunar ársins 2008. R08010102

24. Lagt fram bréf mannréttindastjóra frá 14. þ.m., sbr. samþykkt mannréttindaráðs 10. s.m., um að 16. maí verði framvegis mannréttindadagur Reykjavíkurborgar.
Samþykkt. R08010101

25. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. í dag:

Lagt er til að skipaður verði sjö manna stýrihópur um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar sem verði falið að vinna úr niðurstöðum hugmyndasamkeppninnar um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar. Niðurstöður hugmyndasamkeppninnar verða gerðar opinberar 14. febrúar nk. Stýrihópnum verði m.a. ætlað að hafa yfirumsjón með vinnu við endurskoðun skipulags á svæðum í kringum flugvallarsvæðið sem eru að koma til uppbyggingar á allra næstu árum. Mikilvægt er að sú uppbygging taki mið af lykilniðurstöðum fyrir svæðið í heild.

Greinargerð fylgir tillögunni. R08010121
Frestað.

- Kl. 11.38 víkur Björk Vilhelmsdóttir af fundi.

26. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar frá 15. þ.m. varðandi framkomna beiðni um endurupptöku útsvarsmáls. R06010038
Borgarráð samþykkir umsögnina.

27. Afgreitt 1 útsvarsmál. R06010038

Fundi slitið kl. 11:48

Björn Ingi Hrafnsson

Dagur B. Eggertsson Gísli Marteinn Baldursson
Hanna Birna Kristjánsdóttir Ólafur F. Magnússon
Svandís Svavarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson