Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2008, fimmtudaginn 10. janúar, var haldinn 5010. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:30. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Björn Ingi Hrafnsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Ólafur F. Magnússon, Svandís Svavarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lagðar fram fundargerðir framtalsnefndar frá 11. og 18. desember. R07010006
2. Lögð fram fundargerð mannréttindanefndar frá 20. desember. R07010020
3. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 9. desember. R08010024
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
4. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 14. desember. R07010028
5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 13 mál. R08010043
6. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 21. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 19. s.m., um breytingu á deiliskipulagi Mjóddarinnar vegna lóðarinnar nr. 8 við Álfabakka. R07100186
Samþykkt.
7. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 21. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs frá 19. s.m., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 34, 36 og 38 við Fiskislóð. R07120119
Samþykkt.
8. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 21. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs frá 19. s.m., um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024. Í breytingunni felst m.a. stækkun á brunnsvæði í Vatnsendakrikum. R07060156
Samþykkt.
- Kl. 9.45 taka Björk Vilhelmsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson sæti á fundinum.
9. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR frá 21. f.m., sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs s.d., um úthlutun styrkja íþrótta- og tómstundaráðs fyrir árið 2008. R08010053
10. Lagt fram bréf mannréttindastjóra frá 7. þ.m., sbr. samþykkt mannréttindanefndar 20. f.m., um styrkúthlutanir fyrir árið 2008. R08010058
11. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks, sem frestað var á fundi borgarráðs 13. þ.m.:
Mikið landbrot hefur átt sér stað á strandlengjunni á Kjalarnesi, allt frá Móum að Norðurkoti. Landbrotið hefur átt sér stað einna mest seinasta áratuginn. Lagt er til að umhverfis- og samgöngusvið geri tillögur með það að markmiði að landbrot á þessu svæði verði stöðvað. Haft verður náið samráð við landeigendur á svæðinu. R07120072
Vísað til umsagnar umhverfissviðs.
12. Lagt fram bréf Samkeppniseftirlitsins frá 20. f.m. varðandi rekstur Reykjavíkurborgar á bláum tunnum. R07060150
13. Lagður fram dómdur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 10. f.m. í máli nr. E-5356/2006, Arngunnur Jónsdóttir og Helgi Rafnsson gegn Birni Andrési Bjarnasyni og Reykjavíkurborg. R06090093
14. Rætt um stöðu mála vegna húsanna nr. 4-6 við Laugaveg, niðurrif eða flutning vegna nýbyggingar og hugsanlega friðun. R07080072
15. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
1. Höfuðborgarstofa verði miðstöð í samskiptum Reykjavíkurborgar og kvikmyndagerðarmanna þar sem þeir geta fengið úrlausn erinda sinna á einum stað. Hlutverk Höfuðborgarstofu verður m.a. að tengja aðrar stofnanir og svið sem koma að leyfisveitingum og annarri þjónustu við kvikmyndagerð.
2. Höfuðborgarstofu verði falið að annast kynningu á kvikmyndaborginni Reykjavík í samstarfi við innlenda og erlenda aðila. Til að mæta kostnaði við liði 1. og 2. verði fjárveiting til Höfuðborgarstofu hækkuð um 3 m.kr. á árinu 2008 og komi framlagið af liðnum ófyrirséð. Í fjárhagsáætlun næstu þriggja ára verði gert ráð fyrir 5 m.kr. árlegu framlagi til verkefnisins.
3. Menningar- og ferðamálasviði verði falið að undirbúa gerð samninga um að efla til muna Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík - Reykjavík International Film Festival. Í því sambandi verði einnig litið til stórbættra möguleika til kvikmyndasýninga og tengdrar starfsemi í endurgerðu Tjarnarbíói samhliða heildstæðri framtíðarstefnumörkun um nýtingu þess fyrir sjálfstæða leikhópa. Samningurinn verði til þriggja ára og komi til afgreiðslu borgarráðs.
4. Skipulags- og byggingarsviði verði falið að kanna raunhæfni og hugsanlegar staðsetningar fjölnota kvikmyndavers – kvikmyndaþorps – í Reykjavík á grundvelli fyrirliggjandi þarfagreiningar og áhuga af hálfu fjölmargra lykilaðila í reykvískri kvikmyndagerð. Í kjölfarið verði tekin afstaða til verkefnishugmyndarinnar í heild.
Greinargerð fylgir tillögunni. R06100246
Samþykkt.
Borgarráð færir stýrihópi um Kvikmyndaborgina Reykjavík þakkir fyrir vel unnin störf og spennandi tillögur og lýsir yfir eindregnum vilja til þess að skapa sem ákjósanlegust skilyrði í borginni fyrir innlenda og alþjóðlega kvikmyndagerð.
16. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmadsviðs frá 2. þ.m. þar sem lögð er til leiðrétting á úthlutun lóðar nr. 112-114 við Haukdælabraut, vegna nafnavíxlunar í fyrri úthlutun. R07020085
Samþykkt.
17. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 7. þ.m., þar sem lagt er til að Háskólanum í Reykjavík verði úthlutað byggingarrétti á lóð nr. 13 við Hlíðarfót til þess að reisa þar háskólabyggingu. Jafnframt er lagt til að gerður verði leigusamningur um lóðina með nánari skilmálum.
Samþykkt. R07020086
18. Lögð fram að nýju upplýsingaöryggisstefna og gæðastefna Upplýsingatæknimiðstöðvar Reykjavíkurborgar, dags. 4. f.m. R07120053
Samþykkt.
19. Rætt um eldsvoða á starfssvæði Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sem orðið hafa nýlega og forvarnarstarf. R06100275
20. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 21. f.m., þar sem hann óskar eftir lausn úr starfi.
Samþykkt.
Jafnframt samþykkir borgarráð að ráða Ólaf Kr. Hjörleifsson, lögfræðing borgarstjórnar, tímabundið í stöðu skrifstofustjóra borgarstjórnar. R07120117
Borgarráð færir Gunnari Eydal innilegar þakkir fyrir langt og farsælt samstarf eða allt frá árinu 1979 og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.
Fundi slitið kl. 11:55
Björn Ingi Hrafnsson
Björk Vilhelmsdóttir Gísli Marteinn Baldursson
Hanna Birna Kristjánsdóttir Ólafur F. Magnússon
Svandís Svavarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson