Borgarráð - Fundur nr. 5006

Borgarráð

BORGARRÁÐ

Ár 2007, fimmtudaginn 22. nóvember, var haldinn 5006. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:35. Viðstaddir voru, Björk Vilhelmsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Jórunn Frímannsdóttir, Margrét K. Sverrisdóttir, Marsibil Sæmundardóttir, Svandís Svavarsdóttir og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir.
Fundarritun önnuðust Gunnar Eydal og Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Bókun borgarráðs:
Við upphaf borgarráðsfundar í dag er Borgarráð Reykjavíkur eingöngu skipað konum. Það er gert til að minnast þess að fyrir 100 árum, þann 22. nóvember árið 1907, voru samþykkt lög á Alþingi sem brutu blað í jafnréttisbaráttu kvenna. Þá fengu giftar konur kjósenda, 40 ára og eldri í Reykjavík og Hafnarfirði, kosningarétt og kjörgengi til bæjarstjórna. Sú lagasetning varð til þess að fyrstu konur buðu sig fram og náðu kjöri í Bæjarstjórn Reykjavíkur 24. janúar árið 1908. Þeirra tímamóta munu borgaryfirvöld minnast með viðeigandi hætti á aldarafmælinu í byrjun árs 2008. R07010002

2. Lögð fram fundargerð framtalsnefndar frá 23. október. R07010006

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 15. nóvember. R07010009

4. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 20. nóvember. R07010017

5. Lögð fram fundargerð mannréttindanefndar frá 15. nóvember. R07010020

6. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 21. nóvember. R07010025
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 11 mál. R07100339

8. Lagt fram bréf Magnúsar Þórs Gylfasonar frá 20. þ.m., þar sem hann óskar lausnar úr starfi skrifstofustjóra borgarstjóra. R07110102
Samþykkt.

Bókun borgarráðs:
Borgarráð þakkar Magnúsi Þór Gylfasyni góð störf í þágu borgarinnar og ánægjulega viðkynningu. Borgarráð óskar Magnúsi Þór farsældar á nýjum starfsvettvangi.

9. Lagt fram bréf Kristínar A. Árnadóttur frá 20. þ.m., þar sem hún óskar lausnar úr starfi skrifstofustjóra borgarstjóra. R07110102
Samþykkt.

Bókun borgarráðs:
Borgarráð þakkar Kristínu A. Árnadóttur gott samstarf og farsæl störf í þágu borgarinnar um árabil. Borgarráð óskar Kristínu velgengni í nýjum störfum.

10. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Öskjuhlíðar. R04120113
Samþykkt.

- Kl. 10.00 Gísli Marteinn Baldursson tekur sæti á fundinum og Jórunn Frímannsdóttir víkur af fundi.

11. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d. varðandi auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Grófartorgs vegna staðsetningar Zimsenhúss á lóð nr. 2A við Vesturgötu. R07040083
Samþykkt.

- Kl. 10.05 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson tekur sæti á fundinum og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir víkur af fundi.
- Kl. 10.10 Björn Ingi Hrafnsson tekur sæti á fundinum og Marsibil Sæmundardóttir víkur af fundi.

12. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 20. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs frá 14. s.m., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Naustareits. R07110115
Samþykkt.

- Kl. 10.15 tekur borgarstjóri sæti á fundinum.

13. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 19. þ.m., þar sem lagt er til að Umtaki fasteignafélagi ehf. verði úthlutað viðbót við lóð nr. 2 við Bíldshöfða, með nánar tilgreindum skilmálum. R06060209
Samþykkt.

14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 19. þ.m., þar sem lagt er til að Brimborg ehf. verði úthlutað viðbót við lóð nr. 6 við Bíldshöfða, með nánar tilgreindum skilmálum. R06060209
Samþykkt.

15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 15. þ.m. um breytingu kvaðar vegna leiguíbúða á lóð nr. 6 við Starengi. R04010217
Frestað.

16. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 19. þ.m. þar sem lagt er til að Hússjóði Öryrkjabandalagsins verði úthlutað byggingarrétti fyrir sambýli fatlaðra á lóð nr. 29B við Holtaveg, með nánar tilgreindum skilmálum. R06100192
Samþykkt.

17. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 19. þ.m., þar sem lagt er til að eftirtöldum aðilum verði seldur byggingarréttur á lóðum sem hér segir, með nánar tilgreindum skilmálum:
Skógarvegur 12-14: Björn Traustason ehf.
Lautarvegur 2, 4 og 6: Ragnar Arnarson og Hólmfríður Pétursdóttir
Lautarvegur 8 og 12: Jónas Ólafsson og Finnur Björnsson
Lautarvegur 10: Kristján P. Guðnason og Guðni Dagur Kristjánsson
Lautarvegur 14 og 16: Ágúst Friðgeirsson og Trausti Ágústsson
Lautarvegur 20, 22, 24 og 26: Gunnar Þór Pétursson
Lautarvegur 28 og 30: Kári Þór Guðjónsson
Lautarvegur 32, 34, 36, 40, 42 og 44: Reynir Elfar Kristinsson R07090098
Samþykkt.

18. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 19. þ.m., þar sem lagt er til að Héðinsreit ehf. verði seldur byggingarréttur á lóðum við Vesturgötu og Seljaveg, með nánar tilgreindum skilmálum. R03020109
Samþykkt.

19. Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli E-870/2007, Olíudreifing ehf. gegn Reykjavíkurborg. R07020036

20. Lagður fram dómur Hæstaréttar í máli nr. 155/2007, Reykjavíkurborg gegn Jóni Bender og Guðrúnu Ragnarsdóttur. R02030155

21. Lagðar fram tillögur skrifstofustjóra borgarstjórnar að umsögnum um rekstrarleyfi átta veitingastaða, sbr. yfirlit, dags. í dag. R07110001
Samþykkt.

22. Lagt fram bréf mannréttindanefndar frá 15. þ.m. ásamt tillögu um skipan starfshóps sem kanna á kosti þess að stofna jafnréttisskóla. R07060103

Samþykkt að starfshópinn skipi:
Sóley Tómasdóttir
Oddný Sturludóttir
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Þórhildur Líndal
Halldóra Gunnarsdóttir

23. Lagt fram bréf PricewaterhouseCoopers frá 6. þ.m. um breytingar á leigusamningi milli Borgarhallarinnar hf. og Reykjavíkurborgar vegna Egilshallar. R04020183
Samþykkt.

24. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 16. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 14. s.m., um að Björk Vilhelmsdóttir formaður velferðarráðs verði fulltrúi Reykjavíkurborgar í stjórn Fjölsmiðjunnar og að sviðsstjóri velferðarsviðs verði varamaður formanns. R05120023
Samþykkt.

25. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 16. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 24. október sl., um að Björk Vilhelmsdóttir formaður velferðarráðs og Ellý A. Þorsteinsdóttir skrifstofustjóri velferðarmála verði fulltrúar Reykjavíkurborgar í þjónustuhópi aldraðra. R05120104
Samþykkt.

26. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 16. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 14. s.m., um tillögu starfshóps að skilgreiningu á þjónustu- öryggisíbúðum fyrir aldraða. R07010047
Samþykkt.

27. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 20. þ.m. yfir setuskyldu embættismanna í borgarráði. R07010002

- Kl. 10.50 tók Gunnar Eydal við fundarritun.

28. Lagt er til við borgarstjórn að eftirtaldir aðilar verði kosnir í stjórn eignasjóðs frá nk. áramótum:R07110104
Óskar Bergsson, formaður
Þorleif Gunnlaugsson
Stefán Jóhann Stefánsson
Kjartan Eggertsson
Jórunn Frímannsdóttir
Kristján Guðmundsson
Ólafur R. Jónsson

Til vara:
Agnar Freyr Helgason
Heimir Janusson
Gestur Guðjónsson
Egill Örn Jóhannesson
Óttar Guðlaugsson
Ívar Andersen
Davíð Ól. Ingimarsson

Vísað til borgarstjórnar.

29. Lagður fram árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir janúar-júní 2007, dags. í október 2007. R07080036

30. Lögð fram að nýju tillaga að umsögn borgarráðs um rekstrarleyfisumsóknir veitingastaðanna Bóhem, Club Óðal og Vegas frá 18. f.m., ásamt umsögn Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands frá 17. s.m., sbr. einnig bréf lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins frá 13. september sl. Jafnframt lögð fram bréf Davíðs Steingrímssonar f.h. Cavern ehf. frá 8. þ.m., Halldórs H. Bachman hrl. f.h. Veitingahússins Austurvallar ehf. frá 9. þ.m., og Brynjars Níelssonar hrl. f.h. Baltik ehf. frá 9. þ.m. R07090009
Borgarráð samþykkir umsögnina með 4 samhljóða atkvæðum.

Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks og F-lista óska bókað:

Neikvæð umsögn borgarráðs til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins er liður í áframhaldandi baráttu borgaryfirvalda gegn klámvæðingu og vændi í samræmi við Mannréttindastefnu borgarinnar.
Í 4. mgr. 4. gr. laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007 er lagt bann við að bjóða upp á nektarsýningar á veitingastöðum eða gera með öðrum hætti út á nekt starfsmanna eða annarra sem á staðnum eru, nema að fengin sé sérstök undanþága, en í rekstrarleyfisumsóknum hinna umræddu staða er einmitt sótt um slíka undanþágu. Fulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks og F-lista eru ekki tilbúnir að veita þá undanþágu, enda bryti það í bága við samþykkta stefnumörkun borgarinnar.
Umsögnin er send með almannahagsmuni í fyrirrúmi, sem og þá pólítísku sannfæringu að yfirvöldum beri að hafna því að líkamar kvenna séu hlutgerðir með þessum hætti.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa skömm á nektardansstöðum í Reykjavík og þeim svip sem þeir setja á umhverfi sitt.
Ekki er hinsvegar hægt að horfa fram hjá því að þessi starfsemi er heimil skv. lögum, og á meðan svo er leikur mikill vafi á því að borgarráðsmenn geti tekið ákvarðanir með þeim hætti sem lagt er til í þessu máli. Lögfræðingar borgarinnar hafa bent á að slík ákvarðanataka gæti bakað borginni skaðabótaskyldu.

31. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Þar sem nú stendur yfir hugmyndasamkeppni um framtíðaruppbyggingu í Vatnsmýri, óska borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins svara við eftirfarandi spurningum:
1. Er sátt um þá hugmyndasamkeppni á vettvangi nýs meirihluta og stendur til að halda þeirri vinnu áfram? Að þessu er spurt í ljósi þess að Margrét Sverrisdóttir, núverandi forseti borgarstjórnar, sagði í umræðum í borgarstjórn að hugmyndasamkeppnin væri í besta falli #GLrándýrt vindhögg#GL um leið og hún lýsti andstöðu sinni við verkefnið.
2. Er það stefna nýs meirihluta að flugvöllur í Vatnsmýri skuli víkja fyrir íbúðabyggð? Að þessu er einnig spurt í ljósi þess að fulltrúar Frjálslyndra og óháðra gerðu það að stærsta kosningamáli sínu fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar að flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmýri og oddviti þeirra, Ólafur F. Magnússon, sagði m.a. orðrétt að F-listinn vildi #GLeinn flokka í borginni halda flugvellinum í Vatnsmýri. Það yrðu óafturkræf mistök að missa Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni#GL. Undir þetta hefur núverandi forseti borgarstjórnar, Margrét Sverrisdóttir ítrekað tekið í opinberum umræðum og á vettvangi borgarstjórnar. R06050054

32. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Í fjárhagsáætlun eignasjóðs er gert ráð fyrir að tekjur sjóðsins vegna gatnagerðargjalda og söluverðs byggingarréttar af íbúða – og atvinnulóðum verði tæplega 16 milljarðar króna.
Spurt er:
Um hversu margar íbúðir er að ræða á nýbyggingarsvæðum og á hvern hátt verður þeim úthlutað? Verða lóðir undir sérbýli og fjölbýli boðnar upp eða verður fast verð á lóðunum? Ef lóðirnar verða boðnar á föstu verði er óskað upplýsinga um verð fyrir íbúð í fjölbýli, raðhúsi, tvíbýli og einbýlishúsi.
Hvað er gert ráð fyrir miklum tekjum eignasjóðs vegna íbúðalóða í öðrum hverfum borgarinnar, sundarliðað milli borgarlóða og lóða á vegum einstaklinga eða fyrirtækja?
Einnig er óskað upplýsinga um:
1. Tekjur eignasjóðs vegna ráðstöfunar lóða undir atvinnuhúsnæði á Hólmsheiði.
2. Vegna atvinnulóða á öðrum svæðum í borginni, ýmist til ráðstöfunar á vegum borgarinnar eða hjá einstaklingum eða fyrirtækjum, sundurliðað á lóðir?
3. Einnig er óskað upplýsinga um fjölda fermetra í atvinnuhúsnæði sem liggja að baki tekjuáætlana eignasjóðs. R07080078

33. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Í ljósi yfirlýsinga borgarfulltrúa Vinstri-grænna, Skógræktarfélags Reykjavíkur og fleiri áhugamanna um trjárækt í landi Reykjavíkur spyrja borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins:
Stendur til að breyta fyrirliggjandi skipulagi á Hólmsheiði í því augnamiði að vernda þann trjágróður sem þar er?
Stendur til að breyta fyrirliggjandi skipulagi í Reynisvatnsási, svo vernda megi það svæði sem fellur innan Græna trefilsins, eins og borgarfulltrúar Vinstri-grænna hafa farið fram á? R05060023
Greinargerð fylgir.

34. Rætt um störf stýrihóps um málefni Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavík Energy Invest. R07100293

- Kl. 11.50 víkur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson af fundi.

Fundi slitið kl. 12:15

Björn Ingi Hrafnsson
Björk Vilhelmsdóttir Gísli Marteinn Baldursson
Hanna Birna Kristjánsdóttir Margrét K. Sverrisdóttir
Svandís Svavarsdóttir