Borgarráð - Fundur nr. 5004

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2007, fimmtudaginn 15. nóvember, var haldinn 5004. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:35. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Björn Ingi Hrafnsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Jórunn Frímannsdóttir, Margrét K. Sverrisdóttir, Svandís Svavarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist


1. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Breiðholts frá 12. og 25. júní og 20. september. R07010008

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 8. nóvember. R07010016

3. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 14. nóvember. R07010025
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

4. Lagðar fram fundargerðir stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 27. september og 25. október. R07040030

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 21 mál. R07100339

6. Lögð fram drög að reglum um fjárhagsáætlun frá 9. október, unnin af starfshópi borgarstjóra sl. haust.
Frestað. R07060016

7. Lagðar fram tillögur skrifstofustjóra borgarstjórnar að umsögnum um rekstrarleyfi þriggja veitingastaða, sbr. yfirlit, dags. í dag. R07110001
Samþykkt.

8. Lögð fram að nýju tillaga að umsögn borgarráðs um rekstrarleyfisumsóknir veitingastaðanna Bóhem, Club Óðal og Vegas frá 18. f.m., ásamt umsögn Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands frá 17. s.m., sbr. einnig bréf lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins frá 13. september sl. Jafnframt lögð fram bréf Davíðs Steingrímssonar f.h. Cavern ehf. frá 8. þ.m., Halldórs H. Bachman hrl. f.h. Veitingahússins Austurvallar ehf. frá 9. þ.m., og Brynjars Níelssonar hrl. f.h. Baltik ehf. frá 9. þ.m. R07090009
Frestað.

- Kl. 10.45 víkur Svandís Svavarsdóttir af fundi og Þorleifur Gunnlaugsson tekur þar sæti

9. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra um umboð honum til handa vegna eigendafundar í Orkuveitu Reykjavíkur:

Borgarráð veitir borgarstjóra umboð til að staðfesta ákvarðanir stjórnar Orkuveitunnar frá 2. nóvember á grundvelli sameiginlegrar bókunar borgarráðs frá 1. nóvember sl. Jafnframt veitir borgarráð borgarstjóra umboð til að staðfesta ákvörðun stjórnar OR um að auka hlutafé í Reykjavík Energy Invest um 2,6 milljarða króna á genginu 1,0. Borgarráð leggur jafnframt til að leitað verði sátta í dómsmáli Orkuveitu Reykjavíkur og Svandísar Svavarsdóttur með vísan til ofangreinds því þar með hafi málsaðilar ekki hagsmuni af niðurstöðu slíks máls. Þá er borgarstjóra falið að beita sér fyrir viðræðum ríkis, sveitarfélaga og meðeigenda í Hitaveitu Suðurnesja um framtíð fyrirtækisins í því skyni að tryggja að auðlindir og almenningsveitur verði í eigu almennings.

Frestað.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson óskar bókað:

Óska eftir skriflegum rökstuðningi og skýringum vegna framlagðra tillagna borgarstjóra. Jafnframt óska ég eftir að tillaga um niðurstöðu í REI/GGE málum, sem lögð hefur verið fyrir stýrihóp um málefni OR og Margrét Sverrisdóttir kynnti hér á fundinum sem sáttatillögu í málinu, verði lögð fram á aukafundi borgarráðs á morgun. R07100293

- Kl. 11.10 tekur Svandís Svavarsdóttir sæti á fundinum og Þorleifur Gunnlaugsson víkur af fundi.

10. Rætt um fjárhagsáætlun ársins 2008.

A. Lagðar fram eftirtaldar starfsáætlanir fyrir árið 2008:
Skipulags- og byggingarsvið
Ráðhús Reykjavíkur
Innri endurskoðun
Leikskólasvið
Menntasvið
Menningar- og ferðamálasvið
Umhverfis- og samgöngusvið
Eignasjóður
Íþrótta- og tómstundasvið
Velferðarsvið
Bílastæðasjóður

Borgarráð samþykkir að fresta A-lið til afgreiðslu milli umræðna um fjárhagsáætlun.

B. Lagðar fram eftirfarandi tillögur um gjaldskrárbreytingar sem eru forsendur frumvarps að fjárhagsáætlun:
Velferðarsvið:
Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 7. nóvember, sbr. samþykkt velferðarráðs 12. október; tillögur að breytingum á gjaldskrám fyrir veitingar, þjónustugjöld í íbúðum aldraðra og félagsstarf og heimaþjónustu.
Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 8. nóvember, sbr. samþykkt velferðarráðs 24. október; tillaga að breytingu á gjaldskrá vegna greiðslna til stuðningsfjölskyldna og útlagðs kostnaðar vegna dvalar hjá stuðningsfjölskyldu.
Umhverfissvið:
Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfissviðs frá 8. nóvember; tillögur að breytingum á gjaldskrám vegna heilbrigðiseftirlits, sorphirðu og meindýravarna.
Lagt fram bréf sviðsstjóra leikskólasviðs frá 8. nóvember, sbr. samþykkt leikskólaráðs 7. s.m.; tillaga að hækkun gjaldskrár leikskóla vegna fæðiskostnaðar.
Samþykkt. R07060016

11. Lagt fram að nýju bréf framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar frá 9. f.m., en skv. umsögn tryggingastærðfræðings, dags 10. september, er nauðsynlegt hlutfall endurgreiðslu borgarsjóðs og viðkomandi stofnana á lífeyrir v/ A-deildar sjóðsins 67#PR miðað við þær forsendur sem nú eru notaðar.
Jafnframt lagt fram bréf fjármálastjóra, dags. 23. f.m. R07100230
Samþykkt.

12. Borgarráð samþykkir að vísa svohljóðandi tillögu borgarstjóra til borgarstjórnar: R07110060

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að álagningarstuðull útsvars verði 13,03#PR á tekjur manna á árinu 2008 með vísan til 1. mgr. 24. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga með síðari breytingum.

13. Borgarráð samþykkir að vísa svohljóðandi tillögu borgarstjóra til borgarstjórnar:

Á árinu 2008 skal hlutfall holræsagjalds skv. reglugerð nr. 906/2000 vera 0,105 #PR.

Greinargerð fylgir tillögunni. R07110061

14. Borgarráð samþykkir að vísa svohljóðandi tillögu borgarstjóra til borgarstjórnar:

1. Á árinu 2008 skal hlutfall fasteignaskatts, skv. a-lið 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, með síðari breytingum, vera 0,225 #PR.

2. Á árinu 2008 skal hlutfall fasteignaskatts, skv. b-lið 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, með síðari breytingum, vera 1,32#PR.

3. Á árinu 2008 skal hlutfall fasteignaskatts, skv. c-lið 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, með síðari breytingum vera 1,32#PR að viðbættri hækkun um 25#PR, sbr. heimild í 4. mgr. sömu greinar (1,65#PR).

4. Lóðarleiga fyrir íbúðarhúsalóðir skal á árinu 2008 vera 0,08#PR af fasteignamatsverði.

5. Leiga fyrir verslunarlóðir, iðnaðarlóðir og lóðir fyrir opinberar byggingar skal á árinu 2008 vera 1,0#PR af fasteignamatsverði. Gerð verði sú breyting að atvinnulóðaleiga verði innheimt með sama hætti og fasteignagjöld, sbr. lið 6.

6. Greiðendum fasteignagjalda er gefinn sá kostur að gera skil á fasteignagjöldum ársins 2008 með sex jöfnum greiðslum á gjalddögum 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní og 1. ágúst. Fjármálasviði er heimilt að víkja frá ákvæðum um gjalddaga ef fjárhæð er undir kr. 25.000 og/eða gjaldendur óska eftir að greiða gjöldin með eingreiðslu eigi síðar en 1. maí. R07110062

15. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 7. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um deiliskipulag á hluta Hólmsheiðar vegna stækkunar á losunarsvæði fyrir jarðveg ásamt framlengingu á Reynisvatnsvegi.
Samþykkt. R07060084

16. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 7. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Hálsahverfis. R07110034
Samþykkt.

17. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 7. þ.m., varðandi úthlutunarskilmála nokkurra lóða við Lambasel. Jafnframt lagðar fram athugasemdir lóðarhafa lóða nr. 1, 6, 8, 12 og 38 við Lambasel, sbr. 15. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. október sl. R05030013
Samþykkt.

18. Borgarráð samþykkir svohljóðandi tillögu:

Leitað verði eftir afstöðu Samkeppniseftirlitsins og/eða annarra yfirvalda samkeppnismála um hvernig staðinn verði vörður um samkeppnissjónarmið við skipulag og úthlutanir lóða. Leitað verði erlendra fyrirmynda í þessu efni og m.a. hugað að því hvernig búa skuli að slíkum úthlutunum í skilmálum skipulags og lóðaúthlutunum eða hvort koma þurfi til breytingar á lögum. R07040039

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna, Framsóknarflokks og F-lista óska bókað:

Tillagan er í samræmi við tillögu sem lögð hefur verið fram í borgarráði í tvígang undanfarið ár. Tilefni tillögugerðarinnar er að á undanförnum árum hefur í vaxandi mæli verið litið til samkeppnissjónarmiða við lóðaúthlutanir, s.s. fyrir bensínstöðvar, byggingavöru- og matvöruverslanir. Sömu sjónarmið koma í auknum mæli til skoðunar þegar matvöruverslun og önnur þjónustustarfsemi er annars vegar. Um leið er ljóst að eigendaskipti, að ekki sé talað um samruni fyrirtækja, geta kippt fótum undan þeim grundvelli sem slíkar úthlutanir hvíla á. Brýn þörf er á því að kortleggja hvaða leiðir Reykjavíkurborg hefur til að fylgja samkeppnissjónarmiðum eftir við skipulag og lóðaúthlutanir. Samkeppniseftirlit á Norðurlöndum hafa beint þeim tilmælum til sveitarfélaga að huga í auknum mæli að samkeppnissjónarmiðum við lóðaúthlutanir. Þá hafa fulltrúar Samkeppniseftirlitsins fundað með skipulagssviði vegna sömu mála. Því er vonast eftir góðu samstarfi og kortlagningu á viðfangsefninu sem hægt verði að nýta í verklagi og tillögugerð á vettvangi borgarstjórnar.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:

Vakin er athygli á því að sú tillaga sem nú hefur verið samþykkt er ekki í samræmi við þá tillögu sem lögð hefur verið fram í borgarráði í tvígang undanfarið ár.

19. Lagt fram bréf forstöðumanns Víkurinnar-Sjóminjasafns frá 17. þ.m. um tilnefningar í fulltrúaráð stofnunarinnar, en stofnendur eru Reykjvíkurborg og Reykjavíkurhöfn. Skv. 6. gr. skipulagsskrárinnar tilnefnir borgarráð og hafnarstjórn hvor fjóra aðila til setu í fulltrúarráði stofnunarinnar. R07100299
Borgarráð samþykkir að tilnefna eftirtalda fulltrúa í fulltrúarráð:
Margrét Sverrisdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Kjartan Magnússon

20. Lögð fram svohljóðandi tillaga stjórnkerfisnefndar frá 9. þ.m., sbr. 22. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. september sl.:

Stjórnkerfisnefnd leggur til að leikskólaráðgjafar og innritunarfulltrúar verði áfram starfandi á þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar í stað þess að færast til leikskólasviðs. Í þverfaglegri starfsemi þjónustumiðstöðvanna er afar mikilvægt að þar séu sérfræðingar og starfsmenn sem tengjast leikskólum hverfanna. Þá byggja þjónustumiðstöðvarnar á þeirri hugmyndafræði að þjónusta við borgarbúa eigi að vera í þeirra nærumhverfi og því mikilvægt að foreldrar leikskólabarna hafi aðgang að leikskólaþjónustu í sínu hverfi. R07090122
Samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3.

21. Lagt fram bréf sviðsstjóra lántöku- og áhættustýringarsviðs Orkuveitu Reykjavíkur frá 5. þ.m. um heimild til lántöku. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra frá 14. þ.m. um erindið. R06110197
Frestað.

22. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 8. þ.m., ásamt tillögu að breytingum á 62. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 638/2001, að því er varðar samstarfsnefnd um löggæslumálefni. R07100311
Vísað til borgarstjórnar.


Fundi slitið kl. 12:30

Björn Ingi Hrafnsson

Björk Vilhelmsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Jórunn Frímannsdóttir Margrét K. Sverrisdóttir
Svandís Svavarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson