Borgarráð
BORGARRÁÐ
Ár 2007, þriðjudaginn 13. nóvember, var haldinn 5003. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:10. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Björn Ingi Hrafnsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Margrét K. Sverrisdóttir, Svandís Svavarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Fundarritun annaðist Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Borgaráð samþykkir að leggja niður stöðu borgarritara. Skrifstofustjórar fagskrifstofa í Ráðhúsi Reykjavíkur, borgarhagfræðingur, fjármálastjóri, innkaupastjóri, mannauðsstjóri, upplýsingatæknistjóri og þjónustustjóri heyri beint undir borgarstjóra.
Jafnframt samþykkir borgarráð meðfylgjandi nýtt skipurit fyrir Reykjavíkurborg og Ráðhús Reykjavíkur sem endurspeglar þessa breytingu.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Jafnframt lögð fram svohljóðandi tillaga stjórnkerfisnefndar frá 9. þ.m., sbr. bréf skrifstofu borgarstjórnar s.d.
Stjórnkerfisnefnd styður tillögu um að leggja niður stöðu borgarritara, enda er málið vel ígrundað og undirbúið, þvert á það sem segir í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks. Með tillögunni er fækkað í yfirstjórn borgarinnar um leið og skipan yfirstjórnar verður flatari og í takt við það sem gildir hjá mörgum stórfyrirtækjum. R06100160
Tillagan samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks eru andvígir því að starf borgarritara verði lagt niður enda engin skynsamleg rök færð fyrir þeirri tillögu.
Þar sem afgreiðsla málsins tengist tillögu sem liggur fyrir fundinum um ráðningu í starf fjármálastjóra og framkvæmdastjóra eignasjóðs sitja borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks hjá.
2. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Lagt er til að Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, verði ráðinn framkvæmdastjóri eignasjóðs Reykjavíkurborgar frá 1. janúar 2008.
Greinargerð fylgir tillögunni. R07110007
Samþykkt.
3. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Lagt er til að Birgir Björn Sigurjónsson, mannauðsstjóri Reykjavíkurborgar, verði ráðinn í stöðu fjármálastjóra Reykjavíkurborgar til eins árs frá og með 1. nóvember 2007 að telja og fái til sama tíma leyfi úr stöðu mannauðsstjóra. R07110008
Samþykkt.
- Kl. 11.20 tók Jórunn Frímannsdóttir sæti á fundinum.
4. Rætt um fjárhagsáætlun. R07060016
Varðandi umræður um fjárhagsáætlun Orkuveitu Reykjavíkur óska borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna, Framsóknarflokks og F-lista bókað:
Nýr meirihluti í Borgarstjórn Reykjavíkur telur að full efni séu til heildstæðrar skoðunar á fyrirætlunum OR, virkjanir, stöðu allra framkvæmda, allra viljayfirlýsinga og samninga, auk yfirlits yfir þá aðila sem hafa óskað eftir viðræðum um orkukaup. Í ljósi þessa felur borgarráð borgarstjóra að kalla eftir umræddum upplýsingum á fyrirhuguðum eigendafundi Orkuveitunnar.
- Kl. 12.00 víkur Jórunn Frímannsdóttir af fundi. Þá víkur Björk Vilhelmsdóttir af fundi.
- Kl. 12.45 víkur Hanna Birna Kristjánsdóttir af fundi.
Fundi slitið kl. 13:30
Björn Ingi Hrafnsson
Margrét K. Sverrisdóttir Svandís Svavarsdóttir
Dagur B. Eggertsson Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson