Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2007, fimmtudaginn 8. nóvember, var haldinn 5002. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:30. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Björn Ingi Hrafnsson, Björk Vilhelmsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Sigrún Elsa Smáradóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Þorleifur Gunnlaugsson.
Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lagðar fram fundargerðir framtalsnefndar frá 25. september og 9. október. R07010006
2. Lögð fram fundargerð mannréttindanefndar frá 1. nóvember. R07010020
3. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 7. nóvember. R07010025
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
4. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 31. október. R07010028
5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 18 mál. R07100339
6. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 31. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um breytt deiliskipulag Nýlendureitar, reitur 1.131. R07040084
Samþykkt.
7. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Borgarráð samþykkir að leggja niður stöðu borgarritara. Skrifstofustjórar fagskrifstofa í Ráðhúsi Reykjavíkur, borgarhagfræðingur, fjármálastjóri, innkaupastjóri, mannauðsstjóri, upplýsingatæknistjóri og þjónustustjóri heyri beint undir borgarstjóra. Jafnframt samþykkir borgarráð meðfylgjandi nýtt skipurit fyrir Reykjavíkurborg og Ráðhúss Reykjavíkur sem endurspeglar þessa breytingu.
Greinargerð fylgir tillögunni. R06100160
Vísað til stjórnkerfisnefndar.
8. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Lagt er til að Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs verði ráðinn framkvæmdastjóri eignasjóðs Reykjavíkurborgar frá 1. janúar 2008.
Greinargerð fylgir tillögunni. R07110007
Frestað.
9. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Lagt er til að Birgir Björn Sigurjónsson, mannauðsstjóri Reykjavíkurborgar, verði ráðinn í stöðu fjármálastjóra Reykjavíkurborgar til eins árs frá og með 1. nóvember 2007 að telja og fái til sama tíma leyfi úr stöðu mannauðsstjóra. R07110008
Frestað.
10. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Borgarráð samþykkir að fela þjónustuskrifstofu Reykjavíkurborgar að kanna möguleika á þráðlausu háhraðaneti í Reykjavík. Horft verði í byrjun til miðborgar, háskólasvæðis í og kringum Vatnsmýri, ásamt viðskiptahverfinu í kringum Borgartún. Kannaðir verði möguleikar borgarinnar til hagræðingar og bættrar þjónustu með þráðlausu háhraðaneti. Greindar verði tæknilegar útfærslur og samþætting við ljósleiðaranet OR eða aðra aðila á þessu sviði til að greiða fyrir gagnaflutningum í borginni. Greindur verði stofn- og rekstrarkostnaður, möguleg fjármögnun og viðskiptalíkan. Kannaður verði áhugi háskóla, ríkis, banka og fjarskiptafyrirtækja á samstarfi í slíku verkefni. Niðurstöðum athugunar verði skilað til borgarráðs fyrir 15. desember nk.
Greinargerð fylgir tillögunni. R06070139
Samþykkt.
11. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 5. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 31. f.m., um viðræður við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið um sameiginlega stjórnun félagslegrar heimaþjónustu og heimahjúkrunar. R03070049
Samþykkt.
12. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Leitað verði eftir samvinnu við Samkeppniseftirlitið og/eða önnur yfirvöld samkeppnismála um hvernig staðinn verði vörður um samkeppnissjónarmið við skipulag og úthlutanir lóða. Leitað verði erlendra fyrirmynda í þessu efni og m.a. hugað að því hvernig búa skuli að slíkum úthlutunum í skilmálum skipulags og lóðaúthlutunum eða hvort koma þurfi til breytingar á lögum.
Greinargerð fylgir tillögunni. R07040039
Frestað.
13. Lagt er til að Eva Kamilla Einarsdóttir og Magnús Már Guðmundsson verði kosin varamenn í menntaráð í stað Ólafar Jóhönnu Þórarinsdóttur og Guðrúnar Erlu Geirsdóttur. Jafnframt er lagt til að Ingunn B. Vilhjálmsdóttir taki sæti varamanns í menntaráði í stað Sifjar Sigfúsdóttur.
Þá er lagt til að Ólöf Jóhanna Þórarinsdóttir taki sæti varamanns í leikskólaráði í stað Evu Kamillu Einarsdóttur.
Vísað til borgarstjórnar. R07100251
14. Lagt er til að Felix Bergsson taki sæti í mannréttindanefnd í stað Bryndísar Ísfoldar Hlöðversdóttur.
Vísað til borgarstjórnar. R07100249
15. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 7. þ.m., þar sem lagt er til að Margrét K. Sverrisdóttir taki sæti í vinnuhópi til undirbúnings 100 ára afmælis þess að konur tóku fyrst sæti í Bæjarstjórn Reykjavíkur og gegni þar formennsku.
Þá lögðu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks til að Jórunn Frímannsdóttir taki sæti í vinnuhópnum í stað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. R07010119
Samþykkt.
16. Rætt um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2008. R07060016
- Kl. 10.35 víkur Þorleifur Gunnlaugsson af fundi og Hermann Valsson tekur þar sæti.
- Kl. 11.05 tekur Þorleifur Gunnlaugsson sæti á fundi og Hermann Valsson víkur af fundi.
- Kl. 12.00 víkur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson af fundi.
Fundi slitið kl. 13:05
Björn Ingi Hrafnsson
Björk Vilhelmsdóttir Gísli Marteinn Baldursson
Hanna Birna Kristjánsdóttir Sigrún Elsa Smáradóttir
Þorleifur Gunnlaugsson