Borgarráð - Fundur nr. 5001

Borgarráð

BORGARRÁÐ

Ár 2007, fimmtudaginn 1. nóvember, var haldinn 5001. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:40. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Björn Ingi Hrafnsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon, Margrét K. Sverrisdóttir og Svandís Svavarsdóttir. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 31. október. R07010025
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

2. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 19. október. R07010028

3. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 14 mál. R07100339

4. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 25. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 24. s.m., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 1 við Grensásveg. R07040010
Samþykkt.

5. Lagt fram bréf formanns stýrihóps borgarráðs um samruna Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy, dags. í dag. Jafnframt lögð fram svohljóðandi tillaga stýrihópsins:

1. Borgarráð fellst ekki á samruna Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy og telur jafnframt að þjónustusamningur Orkuveitunnar og Reykjavík Energy Invest sé óásættanlegur.
2. Borgarráð telur að eigendafundur Orkuveitu Reykjavíkur 3. október síðastliðinn og þær ákvarðanir sem þar voru teknar séu haldnar miklum annmörkum og mikinn vafa leika á um lögmæti fundarins.
3. Borgarráð samþykkir jafnframt að beina því til fulltrúa borgarinnar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur að ljúka málinu í samræmi við þessa niðurstöðu borgarráðs.

Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.

Þá er lögð fram svohljóðandi tillaga stýrihópsins:

Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar verði falið að gera stjórnsýsluúttekt á Orkuveitu Reykjavíkur. Úttektin nái að minnsta kosti til eftirfarandi þátta:
Stjórnskipulags og ábyrgðar verkefna – farið verði yfir hvort ábyrgð og hlutverk stjórnar, stjórnenda og starfsmanna sé skýrt, endurspeglist í skipuriti og samræmist rekstrarlegri umsýslu og ábyrgð.
Farið verði yfir hvernig Orkuveitan hefur staðið að stofnun félaga og hvernig eftirliti með slíkum félögum er háttað.
Lagt verði mat á fyrirkomulag innra eftirlits. R070100293

Samþykkt.

6. Lagt fram svar borgarlögmanns til umboðsmanns Alþingis frá 30. f.m., vegna bréfs hans, dags. 9. s.m.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma að svör við spurningum umboðsmanns Alþingis, sem beint var til borgarstjórnar, skuli hafa verið send umboðsmanni og fjölmiðlum án aðkomu og samþykkis kjörinna fulltrúa. Þau vinnubrögð eru bæði óeðlileg og óheppileg í svo mikilvægu máli sem hér um ræðir. R07100223

7. Lagðar fram tillögur skrifstofustjóra borgarstjórnar að umsögnum um rekstrarleyfi 10 veitingastaða, sbr. yfirlit, dags. í dag. R07100035
Samþykkt.

8. Lagt fram bréf hafnarstjóra frá 26. f.m. ásamt tillögum að breytingum á sameignarsamningi um Faxaflóahafnir sf. R04030057
Borgarráð samþykkir breytingarnar fyrir sitt leyti.

9. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:

Borgarráð samþykkir að leggja niður stöðu borgarritara. Skrifstofustjórar fagskrifstofa í Ráðhúsi Reykjavíkur; borgarhagfræðingur, fjármálastjóri, innkaupastjóri, mannauðsstjóri, upplýsingatæknistjóri og þjónustustjóri heyri beint undir borgarstjóra. Jafnframt samþykkir borgarráð meðfylgjandi nýtt skipurit fyrir Reykjavíkurborg og Ráðhús Reykjavíkur sem endurspeglar þessa breytingu.

Greinargerð fylgir.
Frestað.

10. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:

Lagt er til að Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs verði ráðinn framkvæmdastjóri eignasjóðs Reykjavíkurborgar frá 1. janúar 2008.

Greinargerð fylgir tillögunni. R07110007
Frestað.

11. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:

Lagt er til að Birgir Björn Sigurjónsson, mannauðsstjóri Reykjavíkurborgar, verði ráðinn í stöðu fjármálastjóra Reykjavíkurborgar til eins árs frá og með 1. nóvember 2007 að telja og fái til sama tíma leyfi úr stöðu mannauðsstjóra. R07110008
Frestað.

12. Rætt um gerð fjárhagsáætlunar næsta árs. R07060016

- Kl. 11.50 víkur Júlíus Vífill Ingvarsson af fundi.

13 Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks; frestað á fundi borgarráðs 19. f.m.:

Borgarráð samþykkir að niðurgreiða vistun 6-8 ára skólabarna á frístundaheimilum einkarekinna grunnskóla í borginni með sambærilegum hætti og gert er í frístundaheimilum íþrótta- og tómstundaráðs í grunnskólum Reykjavíkurborgar.

Greinargerð fylgir tillögunni. R07100296
Samþykkt. Íþrótta- og tómstundaráði falið að ganga frá þjónustusamningi vegna málsins.

14. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 23. f.m., um framlengingu samstarfssamnings við Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands til 30. september 2011. R03050190
Samþykkt.

15. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 24. f.m.:

Lagt er til að skipuð verði ritstjórn starfs- og siðareglna fyrir borgarstjórn Reykjavíkur, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá í júní sl. Allir flokkar sem sæti eiga í borgarstjórn tilnefni fulltrúa í hópinn og verði Guðmundur Steingrímsson, aðstoðarmaður borgarstjóra, formaður hans. Hópurinn hefji þegar störf og getur hann kallað til þá embættismenn og sérfræðinga Reykjavíkurborgar sem verkefnið krefst. Drög að siðareglunum verði kynnt stjórnkerfisnefnd, forsætisnefnd og borgarstjórnarflokkum áður en þær verði lagðar fyrir borgarráð og borgarstjórn R07060032

Samþykkt.
Auk Guðmundar Steingrímssonar taki Sæunn Stefánsdóttir og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir sæti í ritstjórninni.

16. Lögð fram svohljóðandi tillaga stjórnkerfisnefndar frá 30. f.m. varðandi fyrirkomulag mannréttindamála hjá Reykjavíkurborg, sbr. bréf lögfræðings borgarstjórnar, dags. s.d.:

Stjórnkerfisnefnd leggur til við borgarráð að umfjöllun um mannréttindi verði efld á vettvangi borgarstjórnar. Í þessu skyni verði fjölgað í mannréttindanefnd úr fimm nefndarmönnum í sjö og nefndin fái heitið ráð. Jafnframt verði stofnuð skrifstofa mannréttindamála í Ráðhúsi Reykjavíkur. Borgarstjóra verði falið að útfæra stjórnsýslulegan þátt þessara breytinga, að höfðu samráði við mannréttindafulltrúa, og leggja fyrir borgarráð, auk tillögu um fjárveitingar til verkefnisins við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008.

Greinargerð fylgir tillögunni.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:

Mannréttindanefnd starfar þvert á allt borgarkerfið. Það er einkenni nefndarinnar að hún nýtir sér og samhæfir þá þekkingu sem er að finna hjá stjórnendum og mannauðsráðgjöfum á öllum sviðum og starfsstöðvum borgarinnar. Hún er í eðli sínu ekki miðlæg stofnun og æskilegra að efla hana með það sjónarmið í huga. Ekki verður t.d. séð hvernig það þjónar hagsmunum þessa mikilvæga málaflokks að fjölga ráðsmönnum úr fimm í sjö. Engin ný yfirgripsmikil verkefni eru nefnd í þessu sambandi. Talsverður kostnaðarauki fylgir tillögunni en engin kostnaðaráætlun liggur fyrir. Mikilvægt er að vanda vel þegar lagt er í slíka vegferð. Tillögunni er fagnað að öðru leyti.

Framsóknarflokks, Samfylkingar, Vinstri grænna og F- Borgarráðsfulltrúar lista óska bókað:

Meirihluti borgarráðs áréttar það sem fram kemur í tillögunni um eflingu mannréttindamála innan borgarkerfisins að borgarstjóra er falið að útfæra nánar stjórnsýslulegan þátt þessara breytinga auk þess að koma með tillögu um fjárveitingar við gerð fjárhagsáætlunar. R07100346

Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

17. Lögð fram svohljóðandi tillaga stjórnkerfisnefndar frá 30. f.m. um eflingu hverfaráða, sbr. bréf lögfræðings borgarstjórnar, dags. s.d.:

Stjórnkerfisnefnd leggur til við borgarráð að starfsemi hverfaráða verði efld. Í því skyni verði fjölgað í ráðunum úr þremur í sjö. Hlutverk ráðanna við úthlutun hverfistengdra styrkja verði undirstrikað og útfært frekar. Umsagnarhlutverk hverfaráða í skipulags- og samgöngumálum verði skilgreint. Jafnframt geti ráðin haft frumkvæði að tillögugerð sem lýtur að opnum svæðum, útivistarmöguleikum og umhirðu í hverfunum og verið umhverfisráði og eignarsjóði til samráðs um forgangsröðun slíkra fjárveitinga. Auk þess verði ráðin velferðarráði til ráðgjafar varðandi starfsemi þjónustumiðstöðva í viðkomandi hverfi. Borgarstjóra verði falið að gera tillögu um nánari útfærslu og fjárveitingar vegna breytinganna í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks vísa til svohljóðandi tillögu sem ekki kom til atkvæða á fundi stjórnkerfisnefndar:

Á það er fallist að skoða þurfi stöðu hverfaráða í borgarkerfinu. Verkefni ráðanna eru vandræðilega lítil og ábyrgð þeirra engin. Samtíningur nýrra verkefna sem sett eru fram í tillögunni er ekki sannfærandi. Mjög varhugavert er þó að auka umsagnarþátt ráðanna. Hverfisráðin eru pólitískt skipuð og því í beinni andstöðu við íbúalýðræði að fá formlegt álit þeirra í skipulagsmálum. Álitsgjafir ráðanna munu alltaf hafa tilhneigingu til að vera í samræmi við tillögur skipulagsyfirvalda og gera íbúum þannig miklu erfiðara fyrir að koma að sínum sjónarmiðum á jafnréttisgrundvelli. Því fer fjarri að ástæða sé til þess að fjölga í ráðunum og lyktar það óneitanlega af því að verið sé að búa til bitlinga fyrir pólitíska skjólstæðinga hinna fjögurra flokka sem standa að meirihluta borgarstjórnar. Verið er að fjölga ráðsmönnum um 40 talsins. Engin kostnaðaráætlun liggur fyrir. Lagt er til að stjórnkerfisnefnd láti gera kostnaðaráætlun sem byggir á þeim hugmyndum sem fram eru settar í tillögunni enda ljóst að talsverður kostnaðarauki muni fylgja framkvæmdinni, ef af verður.

Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Vinstri grænna og F-lista óska bókað:

Grenndarlýðræði í borginni hefur minnkað með stækkun hennar. Með fjölgun íbúa og útþenslu borgarinnar hefur aðgangur íbúa að kjörnum fulltrúum stöðugt verið að minnka. Sú tillaga sem hér er afgreidd miðar að því að bæta þennan lýðræðishalla með eflingu hverfisráða. Kostnaður vegna breytinganna verður afgreiddur í borgarráði. R07100295

Samþykkt með 4 atkvæðum gegn 2.

18. Lagðar fram tillögur að breytingum á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 638/2001, dags. 17. október 2007, sbr. samþykkt stjórnkerfisnefndar 30. f.m. R07100311
Vísað til borgarstjórnar.

19. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. í dag:

Borgarráð samþykkir að félagið Miðborg Reykjavíkur fái kr. 8.000.000 í styrk til þess að mæta kostnaði vegna kynningarmála í aðdraganda jóla. Styrkurinn greiðist af liðnum ófyrirséð.

Greinargerð fylgir tillögunni. R07050002
Samþykkt.

20. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 30. f.m. varðandi samning um kaup á öllum hlutum í Austurstræti 22 ehf.
Samþykkt. R07040086

21. Lagt fram erindisbréf borgarstjóra um stýrihóp um uppbyggingu Kvosarinnar, dags. 30. f.m. Stýrihópinn skipa: R07040086
Svandís Svavarsdóttir
Óskar Bergsson
Stefán Benediktsson
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Gísli Marteinn Baldursson

22. Borgarráð samþykkir að Svandís Svavarsdóttir taki sæti í samvinnunefnd um endurskoðun svæðisskipulags á höfuðborgarsvæðinu í stað Dags B. Eggertssonar. R06100241

23. Lagt fram bréf félagsmálaráðuneytisins frá 9. f.m. þar sem óskað er eftir tilnefningu þriggja fulltrúa til setu í Svæðisráði Reykjavíkur um mál efni fatlaðra og jafnmarga til vara. R03020110
Borgarráð samþykkir að eftirtaldir fulltrúar taki sæti í svæðisráðinu:
Anna Kristinsdóttir
Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Stella K. Víðisdóttir

Til vara:
Þorleifur Gunnlaugsson
Margrét Einarsdóttir
Ellý Þorsteinsdóttir

24. Lagt fram bréf Bjarkar Vilhelmsdóttur, dags. í dag, þar sem lagt er til að Guðrún B. le Sage de Fontenay verði varamaður í framtalsnefnd í stað Andrésar Jónssonar. R07100334
Vísað til borgarstjórnar.

25. Lagt fram bréf Margrétar Sverrisdóttur, dags. í dag, þar sem tilkynnt er um eftirtalda áheyrnarfulltrúa F-lista í fagráðum borgarinnar:
Velferðarráð: Guðrún Ásmundsdóttir og til vara Kjartan Eggertsson.
Leikskólaráð: Anna S. Ólafsdóttir og til vara Egill Örn Jóhannesson.
Menntaráð: Ásta Þorleifsdóttir og til vara Kjartan Eggertsson. R06030154

Fundi slitið kl. 12:05

Björn Ingi Hrafnsson
Björk Vilhelmsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Kjartan Magnússon Margrét K. Sverrisdóttir
Svandís Svavarsdóttir