Borgarráð - Fundur nr. 5000

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð


Ár 2007, fimmtudaginn 25. október, var haldinn 5000. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Höfða og hófst kl. 9.40. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björn Ingi Hrafnsson, Björk Vilhelmsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Kjartan Magnússon, Margrét Sverrisdóttir og Svandís Svavarsdóttir.
Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fréttatilkynning um 5000. fund borgarráðs. R07100319

2. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 16. október. R07010017

3. Lögð fram fundargerð mannréttindanefndar frá 18. október. R07010020

4. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 24. október. R07010025
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

5. Lagðar fram fundargerðir stjórnar skipulagssjóðs frá 24. september og 1. október. R07010026

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 19. október. R07010029

7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál. R07090154

8. Lagðar fram tillögur að breytingum á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 638/2001, dags. 17. þ.m., ásamt bréfum borgarstjóra og skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. s.d. R07100311
Vísað til forsætisnefndar og stjórnkerfisnefndar.

9. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 17. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 13 við Gvendargeisla. Samþykkt. R07100285

10. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 15. þ.m., þar sem lagt er til að í stað Búgarðs ehf., verði Búgarður invest ehf. handhafi byggingarréttar á lóðinni nr. 15 við Lambhagaveg, með sömu skilmálum og giltu gagnvart hinum fyrri.
Samþykkt. R07070121

11. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra framkvæmdasviðs frá 11. þ.m. varðandi gerð viðauka 2 við samning um leigu Reykjavíkurborgar á húsnæði við Höfðatorg.
Samþykkt. R07020171

- Kl. 10.10 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.

12. Borgarráð samþykkir að kjósa eftirtalda fulltrúa í stýrihóp um búsetuúrræði fyrir eldri borgara: Björk Vilhelmsdóttir, Óskar Bergsson, Svandís Svavarsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Jórunn Frímannsdóttir. Formaður er kosin Björk Vilhelmsdóttir. R06060131

13. Lagt fram bréf Samtaka aldraðra bsf. frá 15. þ.m., þar sem sótt er um lóðir undir fjölbýlishús ásamt þjónusturými á Fákssvæðinu neðst við Bústaðaveg, við Selás og í Skerjafirði, áður birgðastöð Skeljungs. R07100273
Vísað til stýrishóps um búsetuúrræði fyrir eldri borgara.

14. Lagt fram bréf Skógarleitis ehf. félags eldri borgara frá 16. þ.m., þar sem sótt er um lóð fyrir fjölbýlishús neðan Sléttuvegar í Fossvogi. R06040010
Vísað til stýrihóps um búsetuúrræði fyrir eldri borgara.

15. Gerð er grein fyrir vinnu við skýrslu um stöðu jafnréttismála í Reykjavík. R03050190

16. Lögð fram skýrsla verkefnisstjórnar frá 8. þ.m. um niðurstöður áhættugreiningar og áhættumats auk samanburðar við aðra staðarvalkosti, vegna olíugeyma frá Örfirisey. R04110031
Vísað til stýrihóps um framtíð Örfiriseyjar og almannavarnanefndar.

17. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar frá 9. þ.m., þar sem fram kemur að nauðsynlegt hlutfall endurgreiðslu borgarsjóðs og viðkomandi stofnana á lífeyri v/ A-deildar sjóðsins sé 67#PR miðað við þær forsendur sem nú eru notaðar. R07100230
Frestað.

18. Lögð fram tillaga að umsögn borgarráðs um rekstrarleyfi vegna veitingastaðanna Club Óðal, Vegas og Bóhem, sbr. bréf lögreglustjóra frá 13. september sl. R07100035
Frestað vegna kynningar til hagsmunaaðila.

19. Lagt fram bréf innri endurskoðanda frá 23. þ.m., þar sem lagt er til að innri endurskoðun verði falið að ganga til samninga við b-hluta félög í meirihlutaeigu Reykjavíkurborgar á grundvelli meðfylgjandi draga að verksamningi um innri endurskoðun og tillögu að gjaldtöku. Jafnframt lögð fram drög að verksamningi um vinnu við innri endurskoðun hjá b-hluta félagi, milli b-hluta félags og innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. R07090014
Samþykkt.

20. Borgarráð samþykkir að kjósa Ástu Þorleifsdóttur í stjórn Reykjanesfólkvangs til loka kjörtímabilsins og Dofra Hermannsson til vara. R07100316

21. Borgarráð samþykkir að kjósa Guðrúnu Ásmundsdóttur í hússtjórn Borgarleikhússins í stað Björns Inga Hrafnssonar til loka kjörtímabilsins. R07100317

22. Borgarráð samþykkir að kjósa Hermann Valsson í stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins til loka kjörtímabilsins og Sóleyju Tómasdóttur til vara. R07100318

23. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 24. þ.m.:
Lagt er til að skipuð verði ritstjórn starfs- og siðareglna fyrir borgarstjórn Reykjavíkur, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá í júní sl. Allir flokkar sem sæti eiga í borgarstjórn tilnefni fulltrúa í hópinn og verði Guðmundur Steingrímsson, aðstoðarmaður borgarstjóra, formaður hans. Hópurinn hefji þegar störf og getur hann kallað til þá embættismenn og sérfræðinga Reykjavíkurborgar sem verkefnið krefst. Drög að siðareglunum verði kynnt stjórnkerfisnefnd, forsætisnefnd og borgarstjórnarflokkum áður en þær verði lagðar fyrir borgarráð og borgarstjórn. R07060032
Frestað.

24. Rætt um tímasetningar og verklag við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs. R07060016


Fundi slitið kl. 12.35

Björn Ingi Hrafnsson
Björk Vilhelmsdóttir Gísli Marteinn Baldursson
Hanna Birna Kristjánsdóttir Kjartan Magnússon
Margrét Sverrisdóttir Svandís Svavarsdóttir