Borgarráð - Fundur nr. 4998

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2007, fimmtudaginn 18. október, var haldinn 4998. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:40. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Kjartan Magnússon, Margrét K. Sverrisdóttir, Óskar Bergsson og Svandís Svavarsdóttir.
Fundarritari var Gunnar Eydal.


Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 17. þ.m. um kosningu borgarráðs á fundi borgarstjórnar 16. þ.m. R07100279

2. Kosning formanns borgarráðs.
Björn Ingi Hrafnsson var kosinn formaður borgarráðs með 4 samhljóða atkvæðum.
Varaformaður var kosinn með 4 samhljóða atkvæðum Svandís Svavarsdóttir. R07100281

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 27. september. R07010007

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 11. október. R07010016

5. Lagðar fram fundargerðir skipulagsráðs frá 10. og 17. október. R07010025
B-hlutar fundargerðanna samþykktir.

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 5. október. R07010029

- Kl. 10.15 víkur borgarstjóri af fundi. Jafnframt tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.

7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál. R07090154

8. Lögð fram að nýju ársskýrsla Íþrótta- og sýningarhallarinnar hf. fyrir árið 2006. Jafnframt lögð fram endurskoðunarskýrsla DKF endurskoðunar frá 13. mars sl. ásamt minnisblaði forstöðumanns innri endurskoðunar dags. 9. júlí sl. R07010080

9. Lagt fram bréf lögfræðings skipulags- og byggingarsviðs frá 4. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 3. s.m., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi að Álfabakka 8. R07100186
Samþykkt.

10. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 11. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 10. s.m., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Lækjarmelur 1 á Esjumelum. R04020047
Samþykkt.

11. Lagt fram bréf lögfræðings skipulags- og byggingarsviðs frá 5. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 3. s.m., um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi að Skipholti 11-13. R07100199
Samþykkt.

12. Lagt fram bréf lögfræðings skipulags- og byggingarsviðs frá 4. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 3. s.m., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi að Stóragerði 40-46. R07100188
Samþykkt.

13. Lagt fram bréf lögfræðings skipulags- og byggingarsviðs frá 4. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 3. s.m., varðandi breytingu á deiliskipulagi Alþingisreits. Samþykkt. R07030155

14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 15. þ.m. þar sem lagt er til að Starengi ehf. verði úthlutað byggingarrétti fyrir 6-7 litlar leiguíbúðir á lóðinni nr. 3 við Brekkuhús, með nánar tilgreindum skilmálum. R06020089
Frestað.

15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 12. þ.m. um lóðaúthlutanir við Lambasel þar sem almennir úthlutunarskilmálar eru ekki virtir. Annars vegar er óskað eftir að borgarráð rifti sölu byggingarréttar og afturkalli úthlutun lóðanna nr. 8 og 38 við Lambasel og hinsvegar að borgarráð beini því til byggingarfulltrúa að huga að beitingu þvingunarúrræða skv. VI. kafla skipulags- og byggingarlaga gagnvart lóðarhöfum lóða nr. 1, 6 og 12 við Lambasel. R05030013
Frestað.

16. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 15. þ.m. þar sem lagt er til að í stað Búgarðs ehf., Jónsgeisla 23, verði Búgarður invest ehf. sama stað, handhafi byggingarréttar á lóðinni nr. 15 við Lambhagaveg, enda gildi gagnvart hinum nýja lóðarhafa allir sömu skilmálar og giltu gagnvart hinum fyrri. R07070121
Frestað.

- Kl. 11.15 tekur borgarstjóri sæti á fundinum.

17. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmdasviðs frá 11. þ.m. varðandi viðauka 2 við samning um leigu Reykjavíkurborgar á húsnæði við Höfðatorg. R07020171
Frestað.

18. Lagt fram yfirlit byggingarfulltrúa um byggingarframkvæmdir í Reykjavík árið 2006, dags. í september 2007. R03050173

19. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 10. þ.m. um nafngiftir á götum í Úlfarsárdal, Hólmsheiði og á Kjalarnesi. R05090009
Samþykkt.

20. Lagðar fram tillögur skrifstofustjóra borgarstjórnar að umsögnum um rekstrarleyfi 5 tilgreindra veitingastaða, sbr. yfirlit, dags. í dag. R07100035
Samþykkt.

21. Lögð fram umsögn lögfræðings borgarstjórnar frá 10. þ.m. um leyfisveitingar til veitingastaðanna Monte Carlo og Mónakó. R07090009
Borgarráð samþykkir umsögnina.

22. Lögð fram umsögn lögfræðings borgarstjórnar frá 12. þ.m. um leyfisveitingu fyrir veitingastaðinn Q-bar. R07090009
Borgarráð samþykkir umsögnina.

23. Lagt fram svar sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 8. þ.m. við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa F-lista um smartkortin, sbr. 24. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. ágúst sl. R07080104

24. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 17. þ.m. um breytingar á fjárhagsáætlun 2007, samtals að fjárhæð 695.374 þkr. R07060015
Samþykkt.

25. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 4. þ.m., sbr. samþykkt borgarstjórnar 2. s.m., um að vísa svohljóðandi tillögu borgarfulltrúa Vinstri grænna til borgarráðs:
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að senda drög að fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2008 til umsagnar hjá Rannsóknarstofu í Kvenna- og kynjafræðum. Umsögnin liggi fyrir áður en áætlunin verður afgreidd úr borgarstjórn.

Greinargerð fylgir tillögunni. R07060016
Vísað til borgarstjóra.

26. Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, dags. 12. þ.m., í máli E-1714/2007 Halldór Eggertsson gegn Félagsbústöðum hf. og Reykjavíkurborg. R07020164

27. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna, Framsóknarflokks og F-lista leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að stofnaður verði starfshópur undir stjórn Svandísar Svavarsdóttur með fulltrúum þeirra lista sem sæti eiga í Borgarstjórn Reykjavíkur. Hópurinn hafi það hlutverk að kanna allar hliðar samruna Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy með það að markmiði að hagsmunum almennings og borgar verði gætt, löglega verði að verki staðið og öllum spurningum svarað sem þegar hafa komið upp og upp kunna að koma við skoðun málsins, m.a. með tilliti til athugasemda og spurninga Umboðsmanns Alþingis.
Jafnframt vinni starfshópurinn og leggi fram stefnu Reykjavíkurborgar í orkumálum, sem taki m.a. til stefnumótunar OR til framtíðar með hagsmuni almennings og náttúru að leiðarljósi. Drög að erindisbréfi hópsins liggur frammi sem greinargerð með tillögunni. Lagt er til að starfshópurinn hefji störf nú þegar og ráði sér starfsmann.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi viðaukatillögu:
Hópurinn rýrir með engum hætti lögbundið hlutverk stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur og stjórnarmenn hafa eftir sem áður fullt umboð til að kalla eftir gögnum og fá þau afhent burtséð frá störfum hópsins.

Tillagan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Viðaukatillagan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Samþykkt að starfshópurinn verði skipaður þannig:
Svandís Svavarsdóttir
Sigrún Elsa Smáradóttir
Björn Ingi Hrafnsson
Margrét Sverrisdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir

Borgaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja tillöguna, enda telja þeir algjörlega nauðsynlegt að fara yfir málið í heild sinni og fá fram hið sanna í þessari einstöku atburðarás. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa hins vegar ákveðinni undrun vegna þess hvernig hópurinn er skipaður, þar sem aðkoma minnihlutans er aðeins einn fulltrúi á móti fimm fulltrúum frá núverandi meirihluta. Það vekur strax ákveðna tortryggni í upphafi þessa mikilvæga starfs og áskilja borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sér rétt til að ræða breytingar á því. Þá telur Sjálfstæðisflokkurinn það rýra trúverðugleika málsins verulega að einn helsti gerandinn í þessu máli, Björn Ingi Hrafnsson, skuli eiga sæti í hópnum og þar með gerast rannsakandi í eigin máli. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kjósa hins vegar að trúa því, að minnsta kosti þar til annað kemur í ljós, að meirihlutanum sé alvara með þessu starfi og ekkert verði undan dregið enda lýtur það að trúverðugleika og trausti borgarstjórnar allrar. Þeir styðja þess vegna tillögu um starfshóp um heildarstefnumótun og úttekt á málefnum Orkuveitu Reykjavíkur undir forystu Svandísar Svavarsdóttur borgarfulltrúa.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna, Framsóknar og F-lista óska bókað:
Óháðir sérfræðingar verða fengnir til að fást við rannsóknarþátt málsins. Allir flokkar hafa átt aðild að málinu og nauðsynlegt er að allir flokkar komi að og hafi traust á vinnunni og niðurstöðum hennar. R07100293

28. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 17. þ.m., sbr. samþykkt borgarstjórnar 16. s.m., um að vísa svohljóðandi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks til borgarráðs:
Borgarstjórn samþykkir og tekur undir bókun Svandísar Svavarsdóttur borgarfulltrúa sem hún lagði fram á eigendafundi í Orkuveitu Reykjavíkur hinn 3. október 2007 um lögmæti hans og þá ákvörðun sem á honum var tekin um samning við REI um aðgang að tækniþjónustu o.fl., sem felur í sér algeran einkarétt á þjónustu OR til REI til 20 ára. Nauðsynlegt er að eyða þeirri óvissu sem ríkir um þetta mál þannig að hægt verði að taka ákvarðanir um framhaldið.

Samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3 að vísa tillögunni til starfshóps skv. 27. lið fundargerðarinnar.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna, Framsóknarflokks og F-lista óska bókað:
Nýr starfshópur um málefni Orkuveitunnar hefur það hlutverk að eyða öllum vafa, meðal annars þeim er lýtur að umræddum 20 ára samningi en ekki síður umboði, aðdraganda, framkvæmd og kynningu málsins. Brýnt er að með þeirri vinnu takist að endurvekja traust á Borgarstjórn Reykjavíkur sem heild og Orkuveitu Reykjavíkur sem fyrirtæki í almannaþágu. Því er þakkað fyrir mikilsvert framlag sjálfstæðismanna til vinnunnar á þessu stigi og tillögunni vísað í starfshópinn.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Það eru mikil vonbrigði að borgarráðsfulltrúar fái ekki tækifæri til að greiða atkvæði um þessa tillögu, um leið og það vekur ákveðnar efasemdir um þá mikilvægu vinnu sem framundan er. Tillagan er einföld og skýr og það hefði ekki átt að vera flókið fyrir borgarráðsmenn að taka afstöðu til hennar á þessum fundi í samræmi við þær mörgu yfirlýsingar sem gefnar hafa verið. Vegna þessa greiða borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins atkvæði gegn þessari málsmeðferð, enda er það mjög mikilvægt að starfshópurinn um Orkuveitu Reykjavíkur verði ekki notaður til að sópa erfiðum málum undir teppi, auk þess sem það er mikilvægt að hann taki ekki af borgarfulltrúum þá ábyrgð að skýra afstöðu sína til málsins, t.d. hér á vettvangi borgarráðs. R07100290

29. Borgarstjóri leggur fram svohljóðandi tillögu:

Lagt er til að borgarráð samþykki eftirtaldar aðgerðir í starfsmannamálum til að gera Reykjavíkurborg að eftirsóknarverðari vinnustað:
1. Hlunnindi starfsmanna í föstu starfi verði samræmd og þeim standi til boða heilsuræktarstyrkir á árinu 2008 að upphæð kr. 16.000 m.v. fullt starf, sundkort, bókasafnskort, aðgangskort á söfn borgarinnar og að Fjölskyldu- og húsdýragarði. Tilgangurinn er að tryggja að starfsmenn njóti jafnræðis og ekki sé gert upp á milli þeirra í þessum efnum með ómálefnalegum hætti.
2. Tilteknum fjármunum, 20 mkr. á árinu 2007 og 180 mkr. á árinu 2008, verði úthlutað til frístundaheimila, grunnskóla, leikskóla, hjúkrunarheimila og vegna heimaþjónustu og til annarra stofnana, sem glíma við undirmönnun, til að umbuna starfsmönnum sérstaklega vegna mikils álags í starfi, s.s. vegna starfsmannaveltu, þjálfunar og leiðbeininga nýrra starfsmanna, undirbúnings sem ekki næst vegna álags á venjulegum vinnutíma, sérverkefna og annars sem mikilvægt er viðkomandi stofnunun. Þessum fjármuni má einnig ráðstafa til að efla starfsanda og liðsheild.
3. Foreldri ungra barna njóti forgangs að vistun fyrir barn/börn sín á leikskólum og/eða eftir atvikum frístundaheimilum á meðan þau starfa á þessum vinnustöðum borgarinnar.
4. Borgarráð veiti samninganefnd heimild til að endurskoða ákvæði um starfsaldur í hlutaðeigandi kjarasamningum frá og með 1. janúar 2008 þannig að starfstími hjá ríki og öðrum sveitarfélögum í sambærilegum störfum verði metinn til jafns við starfstíma hjá Reykjavíkurborg.
5. Frá 1. nóvember 2007 verði gert ráð fyrir fjármunum til leikskóla og hjúkrunarheimila vegna greiðslu til þeirra starfsmanna sem skylt er að matast með þjónustuþegum/nemendum og velja ekki styttri vinnutíma á móti.
Borgarráð felur mannauðsskrifstofu í samvinnu við fagsviðin að útfæra tillögur um aðgerðir til að laða að fleiri starfsmenn, þ.ám. eldri starfsmenn með betri ráðningarkjörum og lækkun vinnuskyldu, starfsmenn af erlendum uppruna með starfstengdri íslenskuþjálfun og námsmenn með tækifærum til starfsnáms meðfram vinnu í samstarfi við framhalds- og háskóla og með því að nýta betur tækifæri þeirra til að fá styrki úr starfsmenntunar- og starfsþróunarsjóðum vegna námsins.
Borgarráð leggur áherslu á að fagsviðin reyni eftir föngum að skipuleggja störf og vinnutíma starfsmanna með það í huga að gera vinnustaði borgarinnar eftirsóknarverðari. Einnig leggur borgarráð áherslu á góða stjórnunarhætti og hvetjandi starfsumhverfi sem eru forsenda fyrir árangursríku starfi.
Borgarráð felur samninganefnd Reykjavíkurborgar að undirbúa markmið Reykjavíkurborgar vegna endurskoðunar á kjarasamningum á árinu 2008 til þess að gera Reykjavíkurborg að enn eftirsóknarverðari vinnustað.
Heildarkostnaður vegna ofangreindra tillagna er áætlaður alls 769 mkr. vegna 2007 og 2008. Lagt er til að fjárhagsáætlun 2007 verði breytt til samræmis við ofangreindar tillögur, sbr. nánari útfærsla á kostnaði í greinargerð. R07100292

Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.

30. Borgarstjóri leggur fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að stjórnkerfisnefnd verði falið að vinna að tillögu um eflingu á stöðu mannréttindamála og mannréttindanefndar. Samráð verði haft við mannréttindafulltrúa og mannréttindanefnd við undirbúning málsins. R07100294
Frestað

31. Borgarstjóri leggur fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að stjórnkerfisnefnd verði falið að vinna tillögu um eflingu hverfaráða. Sérstaklega verði hugað að tengslum hverfaráða við þjónustumiðstöðvar borgarinnar og forgangsröðun framkvæmda í hverfinu, s.s. við leikvelli, sparkvelli, stíga og græn svæði. R07100295
Frestað.

32. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að niðurgreiða vistun 6-8 ára skólabarna á frístundaheimilum einkarekinna grunnskóla í borginni með sambærilegum hætti og gert er í frístundaheimilum íþrótta- og tómstundaráðs í grunnskólum Reykjavíkurborgar. R07100296

Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.

33. Samþykkt að kjósa eftirtalda fulltrúa í stjórnkerfisnefnd til loka kjörtímabilsins:
Björk Vilhelmsdóttir
Sæunn Stefánsdóttir
Þorleifur Gunnlaugsson
Jórunn Frímannsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson
Formaður var kjörinn Sæunn Stefánsdóttir. R07100291


Fundi slitið kl. 13:40



Svandís Svavarsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir Gísli Marteinn Baldursson
Kjartan Magnússon Margrét K. Sverrisdóttir
Óskar Bergsson