Borgarráð - Fundur nr. 4997

Borgarráð

BORGARRÁÐ
Ár 2007, fimmtudaginn 4. október, var haldinn 4997. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.45. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Kjartan Magnússon, Oddný Sturludóttir, Óskar Bergsson og Þorleifur Gunnlaugsson. Jafnframt sat fundinn Ásta Þorleifsdóttir.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð framtalsnefndar frá 11. september. R07010006

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 2. október. R07010014

3. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 2. október. R07010017

4. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 3. október. R07010025
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál. R07090154

6. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði, dags. 28. f.m. R07010031
Samþykkt að veita eftirtöldum styrki: Barnaheill 200 þkr. vegna ráðstefnu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Sinfóníuhljómsveit Íslands 200 þkr. vegna tónleikaferðar til Þýskalands.

7. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 1. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 26. f.m., um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Holtavegar vegna uppsetningar auglýsingaskilta að Holtavegi 10. R06120106
Samþykkt.

8. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 1. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 26. f.m., um auglýsingu á tillögu að breytingu á skilmálum deiliskipulags Fjárborgar, Almannadal. R03070036
Samþykkt.

9. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 1. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 26. f.m., um auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi Víkur á Kjalarnesi. R07100085
Samþykkt.

10. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 19. f.m. þar sem lagt er til að úthlutað verði byggingarrétti á 58 einbýlishúsalóðum, 8 raðhúsalóðum og 2 parhúsalóðum í nýrri byggð við Reynisvatnsás, með nánar tilgreindum skilmálum. R07020085
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

11. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. í dag:
Borgarstjórinn í Reykjavík leggur til við borgarráð að borgin verði stofnaðili að sjálfseignarstofnuninni Skákakademía Reykjavíkur og veiti næstu fjögur árin 5 millj. kr. til starfseminnar á ári. Aðrir stofnaðilar verða Orkuveita Reykjavíkur, Baugur Group, Landsbankinn og Icelandair, með sama framlag. Stofnhlutafé verður því allt að 25 millj. Er þetta háð samþykki stjórna fyrrgreindra fyrirtækja. Sjá greinargerð í útsendum gögnum.
Jafnframt lögð fram drög að skipulagsskrá fyrir sjálfseignarstofnunina Skákakademía Reykjavíkur, ódags., ásamt bréfi verkefnisstjórnar um stofnun akademíunnar, dags. 26. f.m., og greinargerð verkefnisstjóra, dags. 1. s.m. R07020021
Tillaga borgarstjóra og drög að skipulagsskrá samþykkt.

12. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 2. þ.m.:
Lagt er til að borgarráð samþykki að veita sviðsstjórum og þeim sem fara með ráðningar í þeirra umboði hjá Reykjavíkurborg heimild til að ráða til starfa einstaklinga 70 ára og eldri sem mánaðarkaupsmenn skv. kjarasamningum til allt að eins árs í senn enda séu þeir ráðnir í a.m.k. 33#PR starfshlutfall. Þessi heimild nær þó ekki til lífeyrisþega sem þiggja lífeyri úr B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins enda er það óheimilt skv. reglum þess sjóðs. Áður en einstaklingar 70 ára og eldri eru ráðnir sem mánaðarkaupsmenn er skylt að fyrir liggi starfshæfnisvottorð sem staðfesti færni þeirra til að sinna starfinu. Skal slíkt vottorð liggja fyrir í hvert sinn sem ráðning er endurnýjuð. Samkvæmt þeim reglum sem nú gilda er yfirmanni heimilt að endurráða einstakling sem náð hefur 70 ára aldri og látið hefur af föstu starfi hjá Reykjavíkurborg í annað eða sama starf á tímavinnukaupi í minna en 50#PR starfshlutfall án þess að það skerði rétt viðkomandi til töku lífeyris. Starfsmaður sem ráðinn er á ofangreindum skilmálum getur fengið endurrráðningu á sömu kjörum allt til 72 ára aldurs. Ofangreind breyting felur þess vegna í sér mikla rýmkun á réttindum eldri starfsmanna sem vilja koma til starfa hjá Reykjavíkurborg, bæði hvað varðar réttindi s.s. í veikindum og mögulega tímalengd ráðningar.
Jafnframt lagt fram minnisblað borgarstjóra frá 2. þ.m. um nánari útfærslu á verkefninu. R07100076
Samþykkt.

13. Lagt fram bréf mannauðsstjóra frá 2. þ.m. varðandi fyrirspurn um launakostnað sviða o.fl., sbr. 3. liður fundargerðar leikskólaráðs frá 15. ágúst sl. R07080052

14. Lagðar fram tillögur skrifstofu borgarstjórnar að umsögnum um rekstrarleyfi 5 tilgreindra veitingastaða, sbr. yfirlit, dags. í dag. R07090009
Samþykkt.

15. Lagt fram uppgjör aðalsjóðs, eignasjóðs og skipulagssjóðs fyrir tímabilið janúar-júní 2007. R07080036

16. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi tillögu:
Kjörnir fulltrúar í borgarráði óska eftir umræðum á vettvangi borgarráðs og borgarstjórnar um sameiningu eins stærsta fyrirtækis í eigu borgarbúa, Reykjavík Energy Invest við einkafyrirtækið Geysir Green Energy. Lýðræðislega kjörnir fulltrúar eiga að gæta hagsmuna borgarbúa í hvívetna og þurfa því að fá upplýsingar t.d. um markmið með sameiningu og hvaða hagsmunir borgarbúa eru í húfi. R07030179
Vísað til forsætisnefndar.

Fundi slitið kl. 11.00

Hanna Birna Kristjánsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir Gísli Marteinn Baldursson
Oddný Sturludóttir Kjartan Magnússon
Þorleifur Gunnlaugsson Óskar Bergsson