Borgarráð - Fundur nr. 4996

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2007, fimmtudaginn 27. september, var haldinn 4996. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9:40. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Árni Þór Sigurðsson, Björk Vilhelmsdóttir, Björn Ingi Hrafnsson, Dagur B. Eggertsson, Gísli Marteinn Baldursson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Kjartan Magnússon. Jafnframt sat fundinn Margrét Sverrisdóttir.
Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 20. september. R07010013

2. Lögð fram fundargerð mannréttindanefndar frá 20. september. R07010020

3. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 26. september. R07010025
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

4. Lögð fram fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 20. september. R07040030

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 17. september. R07010028

6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 11 mál. R07080098

7. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 18. þ.m., sbr. samþykkt borgarstjórnar s.d., um að Þorleifur Gunnlaugsson taki sæti varamanns í borgarráði frá og með 1. október, í stað Árna Þórs Sigurðssonar. R07060031

8. Lagður fram að nýju ársreikningur Íþrótta- og sýningarhallarinnar hf. fyrir árið 2006. Jafnframt lögð fram endurskoðunarskýrsla DKF endurskoðunar frá 13. mars sl. ásamt minnisblaði forstöðumanns innri endurskoðunar frá 9. júlí sl. R07010080
Frestað.

9. Lagt fram bréf lögfræðings skipulags- og byggingarsviðs frá 21. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs frá 19. s.m. um breytingu á deiliskipulagi Laugardals vegna byggingar að Holtavegi 29b. Jafnframt lagt fram bréf Ólafar I. Davíðsdóttur, dags. 26. þ.m. f.h. íbúa við Álfheima 26, 28, 30, 32, 34 og 36 þar sem skorað er á borgarráð að virða lögmæt andmæli þeirra. R06120106
Samþykkt með 6 atkvæðum gegn 1.

Áheyrnarfulltrúi F-lista og borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óska bókað:

Fulltrúar F-lista og Vinstri grænna styðja mjög eindregið að búsetuúrræðum fyrir geðfatlaða verði fjölgað. Hins vegar er ekki rétt að ganga frekar á svæði í Laugardalnum en orðið er, hvaða bygging sem í hlut á. Laugardalurinn er afar dýrmætt útivistarsvæði borgarbúa til framtíðar og hefur átt undir högg að sækja á liðnum árum vegna ásælni í byggingarsvæði þar. Jafnframt er vísað í fyrri bókun um málið í skipulagsráði.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað að þeir vísi til bókunar fulltrúa Samfylkingar í skipulagsráði. Með sama hætti vísa borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks til bókunar í ráðinu.

10. Lagt fram bréf lögfræðings skipulags- og byggingarsviðs frá 21. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 19. s.m., um auglýsingu á tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna hitaveitulagnar frá Hellisheiðarvirkjun. R06070105
Samþykkt.

11. Lagt fram bréf lögfræðings skipulags- og byggingarsviðs frá 21. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 19. s.m., um breytingu á aðalskipulagi vegna breyttrar landnotkunar í vesturhluta Spangarinnar. R06070105
Samþykkt.

12. Lögð fram að nýju tillaga borgarstjóra frá 29. f.m. um stofnun eignasjóðs og umhverfis- og samgöngusviðs, sbr. 12. liður fundargerðar borgarráðs frá 30. ágúst. Jafnframt lögð fram svohljóðandi umsögn stjórnkerfisnefndar frá 19. þ.m., sbr. bréf ritara nefndarinnar, dags. 20. s.m.:

Stjórnkerfisnefnd leggur til að tillaga borgarstjóra verði samþykkt, með eftirfarandi viðaukum:
1. Stjórn eignasjóðs verði skipuð sjö fulltrúum.
2. Komið verði á fót sérstakri heilbrigðisnefnd, sbr. minnisblað borgarlögmanns frá 29. ágúst sl.
3. Á meðan ekki hafa verið samþykktar nýjar reglur skv. 7. tölul. 3. gr. samþykktar fyrir stjórn eignasjóðs, fari stjórn eignasjóðs með verkefni stjórnar skipulagssjóðs, skv. núgildandi samþykkt fyrir skipulagssjóð.

Þá eru lögð fram drög að samþykktum fyrir stjórn eignasjóðs, umhverfis- og samgönguráð og heilbrigðisnefnd, dags. 18. þ.m. R07080078
Borgarráð samþykkir tillögu borgarstjóra með þeim breytingum sem fram koma í umsögninni. Jafnframt er borgarstjóra falið að vinna að breytingum á verkaskiptingu milli einstakra sviða til samræmis.

13. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 19. þ.m., þar sem lagðar eru til breytingar á reglum um úthlutun íbúðarhúsalóða í Reykjavík. R07040132
Samþykkt.

14. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 18. þ.m., þar sem lagt er til að auglýst verði eftir kauptilboðum í byggingarrétt á 22 lóðum fyrir 57 íbúðir í nýju hverfi sunnan Sléttuvegar í Fossvogi, með nánar tilgreindum skilmálum. R07090098
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Þær reglur sem hér eru lagðar til eru í meginatriðum í samræmi við stefnu Vinstri grænna í lóðaúthlutunarmálum og því styð ég tillöguna.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað:
Það er athygliverð samstaða um það í borgarstjórn að bjóða sérbýlishúsalóðir við Sléttuveg út til hæstbjóðenda. Sjálfstæðisflokkurinn laðaði hins vegar til sín kjósendur í borgarstjórnarkosningunum með því að lofa ódýrum lóðum fyrir alla. Fyrir tveimur árum var haft eftir Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, núverandi borgarstjóra, að stefna Sjálfstæðisflokksins væri sú að úthluta lóðum á gatnagerðargjöldum. Á síðasta ári var þvert á þetta innleitt fast verð á lóðum í Úlfarsárdal sem jafngilda um fjórföldum gatnagerðargjöldum. Nú boðar Sjálfstæðisflokkurinn að lóðir við Sléttuveg verði boðnar hæstbjóðanda. Það er ekki nema von að vonsviknir kjósendur Sjálfstæðisflokksins séu undrandi og reiðir. Það stendur ekkert eftir af stærsta kosningamáli Sjálfstæðisflokksins.
Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar fara vísvitandi með rangt mál í tengslum við lóðaúthlutanir í Reykjavík. Það hefur alltaf legið fyrir að lóðum í nýbyggingarhverfum yrði úthlutað á föstu verði, en aðrar aðferðir yrðu viðhafðar þegar kemur að úthlutunum í grónum hverfum. Þetta kemur m.a. fram í málefnaáherslum meirihlutans, en þar segir orðrétt: ,,Lóðauppboð afnumið sem almenn regla í nýbyggingarhverfum.” Það er einnig rangt að borgarstjóri hafi lýst því yfir að lóðum verði úthlutað á hefðbundnum gatnagerðargjöldum. Þetta vita borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar en kjósa engu að síður að fara ítrekað með rangt mál.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað:
Augljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn hefur eina stefnu sem hann kynnir kjósendum fyrir kosningar og býður borgarbúum upp á annað eftir kosningar.

15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 20. þ.m., þar sem lagt er til að eftirtöldum aðilum verði úthlutað byggingarrétti við Hádegismóa, með nánar tilgreindum skilmálum:
Hádegismóar 7: Sláturfélag Suðurlands svf.
Hádegismóar 9: Penninn hf. R07010145
Samþykkt.

16. Lögð fram umsögn skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 24. þ.m. um erindi Íþróttafélags fatlaðra frá 25. júní sl. varðandi styrk til greiðslu gatnagerðargjalda af viðbyggingu við íþróttahús félagsins að Hátúni 14.
Samþykkt. R07060120

17. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra og forstöðumanns byggingarframkvæmda Búmanna hsf. frá 19. þ.m., þar sem óskað er samstarfs við Reykjavíkurborg um íbúðaúrræði eldri borgara og umsókn um lóð fyrir þá starfsemi. R07090109
Vísað til umsagnar samráðshóps um búsetuúrræði eldri borgara.

18. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 20. þ.m., þar sem leitað er heimilda borgarráðs til að ganga frá greiðslum vegna Bræðraborgarstígs 23 og 23A. 99060011
Samþykkt.

19. Lagðar fram tillögur skrifstofu borgarstjórnar að umsögnum um rekstrarleyfi 6 nánar tilgreindra veitinga- og gististaða, sbr. yfirlit, dags. í dag. R07090009
Samþykkt.

20. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. 21. þ.m., yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði.
Borgarráð samþykkir að veita eftirfarandi styrki: Prýðifélagið Skjöldur kr. 200 þús., Ferðaleikhúsið kr. 300 þús., Geðhjálp, kr. 200 þús., Íbúasamtök Laugardals kr. 230 þús., Íbúasamtök Vesturbæjar/Samtök um betri byggð kr. 200 þús. og Jet ehf. kr. 1 milljón. R07010031

21. Lagt fram bréf skrifstofustjóra menningar- og ferðamálasviðs frá 24. þ.m., sbr. samþykkt menningar- og ferðamálaráðs 19. s.m. á tillögu að breyttu skipuriti menningar- og ferðamálasviðs. R07090118
Samþykkt.

22. Lagt fram bréf sviðsstjóra leikskólasviðs frá 24. þ.m., sbr. tillögu leikskólaráðs 19. s.m., um að innritunarfulltrúar og leikskólaráðgjafar heyri undir leikskólasvið. R07090122
Vísað til stjórnkerfisnefndar.

23. Lögð fram bréf sviðsstjóra leikskólasviðs og menntasviðs frá 24. þ.m. vegna fyrirspurnar borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna um grunnskólastefnu Hjallastefnunnar, sbr. 26. lið fundargerðar borgarráðs frá 20. september sl. R07070078

24. Lagt fram bréf Þróunar og ráðgjafar ehf., f.h. Rivulus ehf. félags sem er 100#PR í eigu Glitnis banka hf. um möguleg kaup á Vonarstræti 4. R07090137
Vísað til framkvæmdasviðs.

25. Rætt um málefni Gagnaveitu Reykjavíkur. R07040118
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar óska bókað:
Fulltrúar Samfylkingarinnar í borgarráði óska eftir því að lagt verði fram verðmat Glitnis og Landsbanka Íslands á Gagnaveitunni og að það verði þar með gert opinbert. Ótækt er að leyndinni sé viðhaldið vegna þröngra flokkshagsmuna Sjálfstæðisflokksins. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur fékk Glitni og Landsbankann sl. vor til að leggja mat á verðmæti Gagnaveitu Reykjavíkur. Þetta var gert að frumkvæði Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þáverandi stjórnarformanns OR, og helsta gagnrýnanda Gagnaveitunnar. Hafi þetta verið leiðangur til að sanna að áralöng gagnrýni hans hafi átt við rök að styðjast mistókst það herfilega. Fjölmiðlar hafa greint frá því að niðurstöðurnar um verðmæti fyrirtækisins sé um 11 milljarðar króna og verði allt að 30 milljarðar á næstu árum. Með öðrum orðum mun Gagnaveitan á örfáum árum verða jafnverðmæt og söluandvirðið sem borgarstjóri sættist á fyrir 46#PR hlut borgarinnar í Landsvirkjun. Verðmatið á Gagnaveitunni hefur ekki verið kynnt opinberlega heldur hefur meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í stjórn OR samþykkt að þau gögn séu trúnaðarmál. Við það verður ekki unað. Einu hagsmunirnir sem þar er verið að verja eru pólitískir hagsmunir Sjálfstæðisflokksins en áralangur málflutningur þeirra og gagnrýni á stofnun Gagnaveitu Reykjavíkur er að engu orðinn með ofangreindu verðmati. Hagsmunir eigenda og þar með almannahagsmunir eru hins vegar afdráttarlaust þeir að sannvirði Gagnaveitunnar verði dregið fram í dagsljósið. Samfylkingin mun fylgja því fast eftir og áskilur sér jafnframt rétt til að kynna verðmatið einhliða komi ekki fram gild rök sem styðja þessa leynd.

26. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fyrirspurn um framfylgd stefnu í löggæslumálum:
Í apríl 2006 skilaði viðræðuhópur um löggæslumálefni í Reykjavík ítarlegum tillögum. Í hópnum voru Þorsteinn Davíðsson aðstoðarmaður dóms- og kirkjumálaráðherra, Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi, Böðvar Bragason lögreglustjóri í Reykjavík, Ingimundur Einarsson varalögreglustjóri í Reykjavík og Stefán Eiríksson skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, sem jafnframt var skipaður formaður.
Áhersluatriði í starfi hópsins voru eftirfarandi:
1. Efling miðborgargæslu um helgar.
2. Aðgerðir gegn veggjakroti o.fl. þess háttar.
3. Samstarf um úrræði gegn neikvæðri hópamyndun unglinga.
4. Samstarf lögreglu og slökkviliðs um almannavarnir og öryggismál almennt.
5. Upplýsingamiðlun um þróun afbrota og samstarf lögreglu við þá aðila innan borgarkerfisins, sem sinna sérstaklega málum, er snerta einstök afbrotasvið.
6. Aðgerðir gegn unglingadrykkju.
7. Löggæsla í úthverfum og grenndarlöggæsla.
8. Aðgerðir gegn fíkniefnavanda.
9. Starfsaðstaða lögreglu innan borgarinnar og samstarf á sviði umferðarmála.
10. Sýnileg löggæsla.
Tillögur hópsins voru ítarlegar og í mörgum liðum. Í sérstökum viðauka var þeim skipt upp eftir því hver bæri frumábyrgð á að hrinda þeim í framkvæmd. Á fundi núverandi viðræðuhóps hefur komið fram að lögregla höfuðborgarsvæðisins hefur unnið að flestum ef ekki öllum verkefnum á sínu ábyrgðarsviði en afar óljóst er hins vegar hvernig málum á ábyrgð Reykjavíkurborgar hefur undið fram. Því er spurt hvað hafi verið aðhafst í eftirfarandi málum, í hvaða farvegi hvert og eitt þeirra er og hver beri ábyrgð á að hrinda þeim í framkvæmd:
Hlutverk borgaryfirvalda er eftirfarandi:
• Ber ásamt lögreglunni ábyrgð á því að þróa óeinkennisklætt og sameiginlegt eftirlit í miðborginni.
• Ber ásamt lögreglunni ábyrgð á því að setja á laggirnar samráðsvettvang um málefni miðborgarinnar, sem m.a. skal fara yfir og stuðla að frekari framgangi tillagna um úrbætur í veitingamálum.
• Ber ásamt lögreglunni ábyrgð á því að koma á samstarfi milli lögreglu og þjónustumiðstöðva í hverfum borgarinnar.
• Ber ábyrgð á því ásamt lögreglunni að efla samvinnu við foreldrafélög.
• Ber ábyrgð á því í samvinnu við lögreglu að auka og efla upplýsingamiðlun milli barnaverndaryfirvalda, þjónustumiðstöðva og lögreglu þannig að unnt verði að grípa fyrr til aðgerða og greina óæskilega þróun í unglingahópum.
• Ber ábyrgð á því að gengið verði á eftir því gagnvart eigendum mannlausra húsa að frágangur þeirra sé viðunandi.
• Ber ábyrgð á því að samráð verði haft við lögreglu bæði af hálfu borgaryfirvalda og vegagerðar vegna þróunar umferðarmannvirkja.
• Ber ábyrgð á því ásamt lögreglunni að móta stefnu um fjölgun eftirlitsmyndavéla í borginni.
• Ber ábyrgð á uppsetningu hraðaviðvörunarskilta víðar í borginni.
• Ber ábyrgð á því í samvinnu við lögreglu að þróa sameiginleg úrræði til að taka á sérgreindum vandamálum og áhættuhegðun. R05080160

Fundi slitið kl. 11:45

Björn Ingi Hrafnsson

Árni Þór Sigurðsson Björk Vilhelmsdóttir
Dagur B. Eggertsson Gísli Marteinn Baldursson
Hanna Birna Kristjánsdóttir Kjartan Magnússon