Borgarráð - Fundur nr. 4995

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2007, fimmtudaginn 20. september, var haldinn 4995. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.40. Viðstödd voru Björn Ingi Hrafnsson, Árni Þór Sigurðsson, Björk Vilhelmsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kjartan Magnússon og Sigrún Elsa Smáradóttir. Jafnframt sat fundinn Margrét K. Sverrisdóttir. Þá sat borgarritari fundinn í fjarveru borgarstjóra.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð framtalsnefndar frá 20. ágúst. R07010006

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 30. ágúst. R07010009

3. Lagðar fram fundargerðir mannréttindanefndar frá 6. og 13. september. R07010020

4. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 19. september. R07010025
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

5. Lögð fram fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 29. ágúst. R07040030

6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 13 mál. R07080098

7. Lagt fram bréf formanns borgarráðs, dags. í dag, þar sem lagt er til að Marsibil Sæmundardóttir taki sæti í menningar- og ferðamálaráði í stað Guðmundar Halldórs Björnssonar, sem beðist hefur lausnar. R06060048
Vísað til borgarstjórnar.

8. Lagður fram að nýju ársreikningur Sorpu bs. fyrir árið 2006 ásamt endurskoðunarskýrslu Grant Thornton endurskoðunar ehf. frá 26. febrúar sl. og minnisblaði forstöðumanns innri endurskoðunar frá 9. júlí sl. R07010080

9. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 9. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 8. s.m., varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóð Knattspyrnufélagsins Vals að Hlíðarenda. R04090121
Samþykkt.

10. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 19. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi deiliskipulag íbúðabyggðar á Reynisvatnsási í Grafarholti. R07020085
Samþykkt með 4 atkvæðum gegn 1.

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúi F-lista óska bókað að þeir vísi til bókunar fulltrúa sinna í skipulagsráði. Hið sama gera borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.

11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 19. þ.m., þar sem lagðar eru til nánar tilgreindar breytingar á reglum um úthlutun íbúðarhúsalóða í Reykjavík. R07040132
Frestað.

12. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 18. þ.m. varðandi nafngiftir á tveimur nýjum götum neðan Sléttuvegar í Fossvogsdal. R07090071
Samþykkt.

13. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 18. þ.m. varðandi götuheiti á nýjum götum á Reynisvatnsási. R07020085
Samþykkt.

14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 19. þ.m., þar sem lagt er til að úthlutað verði byggingarrétti á 58 einbýlishúsalóðum, 8 raðhúsalóðum og 2 parhúsalóðum í nýrri byggð við Reynisvatnsás, með nánar tilgreindum skilmálum. R07020085
Frestað.

15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 18. þ.m., þar sem lagt er til að auglýst verði eftir kauptilboðum í byggingarrétt á 22 lóðum fyrir 57 íbúðir í nýju hverfi sunnan Sléttuvegar í Fossvogi, með nánar tilgreindum skilmálum. R07090098
Frestað.

16. Lagt fram bréf sviðsstjóra menntasviðs frá 19. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna um starfsmannamál í grunnskólum, sbr. 30. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. ágúst sl. R05080094

17. Lagðar fram tillögur skrifstofu borgarstjórnar að umsögnum um rekstrarleyfi 10 nánar tilgreindra veitinga- og gististaða, sbr. yfirlit, dags. í dag. R07090009
Samþykkt.

18. Lagt fram bréf Steinars Arnar Ingimundarsonar frá 1. þ.m. varðandi hraðakstur í Fannafold í Grafarvogi. R04080060
Vísað til umhverfisráðs.

19. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR og skrifstofustjóra menningarmála frá 17. þ.m., þar sem lagt er til að ÍTR verði falið að gera samning um stuðning Reykjavíkurborgar við Félag Tónlistarþróunarmiðstöðvar. Framlag Reykjavíkurborgar nemi samtals 6 mkr. á ári, árin 2007, 2008 og 2009. R06030054
Samþykkt. Framlag borgarráðs á árinu komi af liðnum ófyrirséð útgjöld.

20. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 14. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 12. s.m., varðandi endurgjaldslausa nýtingu fatlaðra framhalds- og háskólanema á ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík, þar sem óskað er eftir 3,2 mkr. fjárveitingu á skólaárinu 2007-8 til verkefnisins. R06110173
Samþykkt. Fjárveiting komi af liðnum ófyrirséð útgjöld.

21. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 14. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 12. s.m., um breytingar á reglum um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur. R07090064
Samþykkt.

22. Lagt fram að nýju bréf formanns Korpúlfa, samtaka eldri borgara í Grafarvogi, frá 2. maí sl. um húsnæðismál félagsins ásamt umsögn menningar- og ferðamálaráðs frá 27. f.m. R05040071
Samþykkt.

23. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 18. þ.m. varðandi breytingar á stjórnun verkefnisins Youth in Europe - a Drug Prevention Programme. R07010166
Samþykkt.

24. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar frá 18. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna um opnunartímareglur veitingahúsa á Norðurlöndum og í Evrópu, sbr. 28. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. ágúst sl. R05080160

25. Lagt fram bréf borgarritara frá 18. þ.m. varðandi heiti skrifstofa í Ráðhúsi. R07060017

26. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Á vefsíðu Laufásborgar 23. ágúst sl. er frétt með yfirskriftinni #GLGlaðir grunnskóladrengir#GL þar sem fjallað er um skólabyrjun grunnskóla í húsnæði Laufásborgar. Í svari fræðslustjóra við fyrirspurn Vinstri grænna í borgarráði 12. júlí sl. kom fram að ekki sé heimild fyrir grunnskólastarfsemi Hjallastefnunnar á Laufásborg og er því spurt:
1. Hverju sætir að grunnskólastarf fer fram á Laufásborg að því er virðist án heimildar sveitarfélags eða ráðuneytis?
2. Er gert ráð fyrir grunnskólastarfi á Laufásborg í núgildandi leigusamningi milli borgarinnar og Laufásborgar? R07070078

27. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 18. þ.m. varðandi endurfjármögnun Strætó bs., þar sem lagt er til að Reykjavíkurborg veiti samtals 334,6 mkr. aukaframlag til rekstrar Strætó bs. á árunum 2007-2009. R07040020
Samþykkt.

28. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. 17. þ.m., yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði. R07010031
Samþykkt að veita RANNÍS styrk að fjárhæð 500 þkr. til greiðslu á leigu á Listasafni Reykjavíkur-Hafnarhúsi vegna Vísindavöku 28. september nk.

29. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og F-lista leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Reglur varðandi fjárhagsáætlanavinnu borgarinnar hafa verði í endurskoðun frá því skömmu eftir að nýr meirihluti tók við. Ekki liggur ljóst fyrir nú um miðjan september hvaða ramma einstök svið hafa úr að spila til reksturs á árinu 2007 þar sem aukinn kostnaður vegna kjarasamninga sem komu til framkvæmda 2006 og 2007 hefur ekki fengist bættur. Þá virðist vera að umfjöllun um fjárhagsáætlun og starfsáætlun í fagráðum borgarinnar sé slitin í sundur, þó svo að samhengi þurfi að vera þar á milli. Af þessu tilefni vilja fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi spurningar:
Hvaða breytingar er verið að gera á leikreglum við gerð starfs- og fjárhagsáætlana?
Er það rétt að fagsviðin muni ekki njóta ávinnings ef tekjuafgangur verður, né munu þau taka með sér halla yfir á næsta ár?
Er verið að fela borgarstjóra meira miðstýringarvald til að hafa áhrif á fjárhagsáætlun einstakra sviða?
Munu fagsviðin fá bættar þær launahækkanir sem borgaryfirvöld hafa samþykkt vegna ársins 2006 og 2007, ef svo er hvenær mun ákvörðun um það liggja fyrir?
Hvenær fá fagsviðin upplýsingar um hvaða fjárhagsramma þau hafa til að reka sínar stofnanir fyrir árið 2008?
Má búast við því á komandi árum að svið viti ekki hvaða römmum þau hafa úr að spila fyrir yfirstandandi ár í september eins og nú er ?
Er frestun á framlagningu starfsáætlana um 2 mánuði tengd þeirri óvissu sem ríkir um fjárhagsramma einstakra sviða? R07060016

30. Rætt um starfsmannamál og álagsgreiðslur hjá Reykjavíkurborg. R05080094
Áheyrnarfulltrúi F-lista og borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óska bókað:

Fulltrúar F-lista og Vinstri grænna átelja hve mjög borgaryfirvöld hafa dregið að hrinda í framkvæmd álagsgreiðslum sem leikskólaráð samþykkti að greiða leikskólakennurum fyrir 5 vikum.

31. Lögð fram tilkynning frá borgarstjórnarflokki Vinstri grænna um að frá 1. október nk. að telja muni Svandís Svavarsdóttir taka sæti áheyrnarfulltrúa í forsætisnefnd í stað Árna Þórs Sigurðssonar. R07060031

32. Afgreitt eitt útsvarsmál. R06010038

Fundi slitið kl. 11.15

Björn Ingi Hrafnsson
Árni Þór Sigurðsson Björk Vilhelmsdóttir
Gísli Marteinn Baldursson Hanna Birna Kristjánsdóttir
Kjartan Magnússon Sigrún Elsa Smáradóttir