No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2007, fimmtudaginn 6. september, var haldinn 4994. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:40. Viðstaddir voru Björn Ingi Hrafnsson, Dagur B. Eggertsson, Gísli Marteinn Baldursson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kjartan Magnússon, Sigrún Elsa Smáradóttir og Svandís Svavarsdóttir. Jafnframt sat fundinn Margrét Sverrisdóttir.
Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 27. ágúst. R07010012
2. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 5. september. R07010025
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
3. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 27. ágúst. R07010028
4. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 31. ágúst. R07010029
5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál. R07080098
6. Lagt fram bréf formanns Korpúlfa, samtaka eldri borgara í Grafarvogi, frá 2. maí sl. um húsnæðismál félagsins. Jafnframt lögð fram umsögn menningar- og ferðamálaráðs frá 27. f.m. um erindið. R05040071
7. Lagður fram að nýju ársreikningur Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. fyrir árið 2006. Jafnframt lögð fram endurskoðunarskýrsla Endurskoðunar og reikningsskila hf. frá 20. febrúar sl. ásamt minnisblaði forstöðumanns innri endurskoðunar frá 9. júlí sl. R07010080
8. Lagður fram að nýju ársreikningur Félagsbústaða hf. fyrir árið 2006. Jafnframt lögð fram endurskoðunarskýrsla KPMG hf., dags. í mars sl. ásamt minnisblaði forstöðumanns innri endurskoðunar frá 9. júlí sl. R07010080
9. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 5. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d. varðandi auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi reits 1.241.1, Hampiðjureitur. R06050068
Samþykkt.
10. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 5. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðar nr. 7-11 við Grjótháls. R06060091
Samþykkt.
11. Lagðar fram tillögur skrifstofu borgarstjórnar að umsögnum um rekstrarleyfi 16 veitinga- og gististaða, dags. í dag. R07070043
Samþykkt.
12. Lagt fram yfirlit skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði. R07010031
Borðarráð samþykkir að veita eftirfarandi styrki: Hverfisráð Breiðholts kr. 500 þúsund, Taflfélag Reykjavíkur kr. 200 þúsund. Erindi Prýðifélagsins Skjaldar frestað.
13. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Samfylkingar:
Borgarráð samþykkir að borgarstjóri útnefni þegar í stað tengilið innan borgarkerfisins sem sinni ráðgjöf og starfi náið með rekstrarstjórum veitingastaða í miðborginni. Tengiliðurinn skal sérstaklega aðstoða veitingastaðina í aðlögun sinni að reykingabanninu sem gekk í gildi þann 1. júní og finna farsælar lausnir í samráði við veitingastaðaeigendur á sóðaskap og hávaða sem virðast vera fylgifiskar reykingabannsins. Tengiliðurinn vinni í nánu samstarfi við þá leyfisveitendur sem starfa að brunavörnum, heilbrigðiseftirliti og framkvæmdamálum.
Greinargerð fylgir tillögunni. R05080160
Vísað til félagsins Miðborg Reykjavíkur.
14. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. í dag, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Samfylkingar um húsnæði fyrir dagþjálfun alzheimerssjúkra, sbr. 32. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. ágúst sl. R06090097
15. Lagt fram svar borgarstjóra frá 4. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Samfylkingar um samninga við Háspennu ehf., sbr. 34. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. ágúst sl. R06120103
16. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmdasviðs frá 3. þ.m., þar sem óskað er eftir að leiðrétt verði lóðarúthlutun til Léttkaupa ehf. úr Hádegismóum nr. 9 í Hádegismóa nr. 5, sbr. 22. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. ágúst sl. R07010145
Samþykkt.
17. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 3. þ.m., þar sem lagt er til að eftirtöldum aðilum verði seldur byggingarréttur á lóðum í Úlfarsárdal, með nánar tilgreindum skilmálum:
Gerðarbrunnur 56: Björg K. Hansen og Þórður Jónsson
Iðunnarbrunnur 11: Ingilín Kristmannsdóttir og Ívar Þrastarson
Sifjarbrunnur 5: Páll Harðarson
Urðarbrunnur 13: Sigríður L. Jónsdóttir og Ævar L. Sveinsson
Urðarbrunnur 36: Starkaður Ö. Arnarsson og Aðalheiður Kristinsdóttir
Urðarbrunnur 46: Jóhannes R. Ólafsson og Jóhanna H. Guðmundsdóttir
Urðarbrunnur 118: Lárus Einarsson og Sólveig Þórhallsdóttir R07020072
Samþykkt.
18. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 2. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 27. f.m., um endurskoðað skipulag velferðarsviðs. Jafnframt lögð fram umsögn borgarritara frá 3. þ.m. um skipulagið. R07070029
Borgarráð samþykkti umsögn borgarritara.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og F-lista óskuðu bókað að þeir vísi til bókunar fulltrúa sömu aðila í velferðarráð 27. júní sl. um málið.
19. Kynntar niðurstöður dómnefndar vegna hugmyndasamkeppni um Kvosina. R07040086
20. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 4. þ.m., þar sem lagt er til að Reykjavíkurborg endurnýji samstarfssamning við Reykjavíkurakademíuna til tveggja ára. R04070087
Samþykkt.
21. Lagt fram erindi forstöðumanns innri endurskoðunar frá 4. þ.m. um verkefni tengd b-hluta félögum og breytingar á starfsreglum innri endurskoðunar. R07090014
Samþykkt.
22. Lagt fram bréf sérfræðings á alþjóðasviði RANNÍS frá 24. maí sl., þar sem óskað er eftir að Reykjavíkurborg styrki miðstöðina við að halda Vísindavöku í Listasafni Reykjavíkur. R07090011
Frestað.
23. Lagt fram bréf forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur frá 5. þ.m. ásamt tillögu um að rekstrarformi Orkuveitu Reykjavíkur verði breytt úr sameignarfyrirtæki í hlutafélag og að hlutafélagið taki til starfa 1. janúar 2008. R07090015
Jafnframt lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Borgarráð samþykkir að setja á fót starfshóp skipaðan þremur borgarfulltrúum, einum fulltrúa Akraness og einum fulltrúa Borgarbyggðar sem hafi það verkefni ásamt forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur og borgarlögmanni að yfirfara þau álitamál sem kunna að fylgja breytingu á félagsformi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfshópurinn geri eigendum grein fyrir niðurstöðum sínum innan hálfs mánaðar.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi viðaukatillögu:
Starfshópurinn sjái jafnframt til þess að öflug umræða eigi sér stað innan samfélagsins um svo afdrifaríkt mál sem hér er á ferð með íbúafundum og kynningum. Afar mikilvægt er að lýðræðisleg umfjöllun fái tíma og að almenningur fái ráðrúm til að kynna sér rök í málinu. Starfshópurinn undirbúi einnig að hugsanleg rekstrarformsbreyting verði að lokum borin undir borgarbúa í almennri kosningu til að tryggja að vilji almennings í svo stóru máli komi fram.
Tillaga borgarstjóra samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum að vísa viðaukatillögu borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna til starfshópsins.
Áheyrnarfulltrúi F-listans óskar bókað:
Ekki hafa verið færð fullnægjandi rök fyrir því að breyta Orkuveitu Reykjavíkur í hlutafélag. Því er þeirri tillögu fagnað að skipaður verði starfshópur til að fara yfir málið. Óskar fulltrúi F-lista eftir að fá a.m.k. áheyrn í þeim starfshópi. Ákvörðun sem felur í sér breytingu á rekstrarformi er afar afdrifarík og kallar á ítarlega umræðu á öllum stjórnstigum borgarinnar og brýnast er að borgaryfirvöld hafi hagsmuni Reykvíkinga í fyrirrúmi. Réttast er að aðskilja grunnþjónustuna, þ.e. vatnsveitu og hitaveitu borgarbúa frá öllu ævintýralegu fjárfestingabraski. Þar með væri tryggt að lögboðin grunnþjónusta væri áfram í eigu borgarinnar þó aðrir hlutar fyrirtækisins, sem fela í sér áhætturekstur, verði hlutafélagsvæddir. Stofnað verði hlutafélag um orkusölutengdar framkvæmdir á samkeppnismarkaði, en almenningsveitunum haldið utan markaðar, enda eiga þær ekki að vera ágóðafyrirtæki, heldur sjá eigendum sínum fyrir heitu og köldu vatni á hagstæðustu kjörum. Þar sem borgarbúum er frjálst að kaupa raforku af hvaða framleiðenda sem er, þá er ekki þörf á að orkuframleiðslan fylgi með, heldur mun OR geta tekið virkan þátt á þeim samkeppnismarkaði. Þá er gerð athugasemd við að forstjórar OR skyldu eiga fund með iðnaðarráðherra til að semja um hlutafélagavæðingu fyrirtækisins við hann, á sama tíma og fyrsta umræða um málið fór fram í borgarstjórn. Það var lítilsvirðing við það fjölskipaða, lýðræðislega vald sem borgarstjórn er.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að óska eftir því við skrifstofu borgarstjórnar að útfærð verði tillaga um breytingu á samþykktum Reykjavíkurborgar þess efnis að aukinn meirihluta þurfi til að samþykkja sölu á Orkuveitu Reykjavíkur. Jafnframt verði útfærð tillaga um að aukinn meirihluta þyrfti til að breyta þessu ákvæði í samþykktunum.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúi F-lista leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að í starfshópi um rekstrarfyrirkomulag Orkuveitu Reykjavíkur hafi allir þeir flokkar aðkomu sem sæti eiga í Borgarstjórn Reykjavíkur í ljósi umfangs málsins.
Samþykkt.
24. Lagt fram bréf formanns hverfisráðs Grafarvogs frá 30. f.m., þar sem óskað er eftir fjárstyrk að fjárhæð kr. 300 þúsund til hvatningarverðlauna Grafarvogs. R07090020
Samþykkt.
25. Lagt fram bréf mannauðsstjóra frá 4. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Samfylkingar vegna manneklu í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum borgarinnar, sbr. 22. lið fundargerðar borgarráðs frá 16. þ.m. R05080094
26. Lagt fram bréf mannauðsstjóra frá 4. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna um álagsgreiðslur vegna manneklu, sbr. 29. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. ágúst sl. R05080094
27. Lagt fram bréf mannauðsstjóra frá 4. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Samfylkingar um álagsgreiðslur vegna manneklu, sbr. 33. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. ágúst sl. R05080094
Fundi slitið kl. 12:30
Björn Ingi Hrafnsson
Dagur B. Eggertsson Gísli Marteinn Baldursson
Hanna Birna Kristjánsdóttir Kjartan Magnússon
Sigrún Elsa Smáradóttir Svandís Svavarsdóttir