No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2007, fimmtudaginn 23. ágúst, var haldinn 4992. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:35. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Björn Ingi Hrafnsson, Dagur B. Eggertsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigrún Elsa Smáradóttir, Svandís Svavarsdóttir og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Jafnframt sat fundinn Margrét K. Sverrisdóttir.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 13. ágúst. R07010010
2. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 22. ágúst. R07010025
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
3. Lögð fram fundargerð stjórnar skipulagssjóðs frá 16. ágúst. R07010026
4. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 17. ágúst. R07010029
5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 12 mál. R07080007
6. Lagður fram ársreikningur Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. fyrir árið 2006. Jafnframt lögð fram endurskoðunarskýrsla PricewaterhouseCoopers hf. frá 16. febrúar sl. ásamt minnisblaði forstöðumanns innri endurskoðunar frá 9. júlí sl. R07010080
7. Lagður fram ársreikningur Faxaflóahafna fyrir árið 2006. Jafnframt lögð fram endurskoðunarskýrsla Grant Thornton endurskoðunar ehf. frá 21. mars sl. ásamt minnisblaði forstöðumanns innri endurskoðunar frá 9. júlí sl. R07010080
8. Lagður fram samstæðuársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur fyrir árið 2006. Jafnframt lögð fram endurskoðunarskýrsla Deloitte hf. frá 7. mars sl. ásamt minnisblaði forstöðumanns innri endurskoðunar frá 9. júlí sl. R07010080
9. Lagður fram ársreikningur Strætó bs. fyrir árið 2006. Jafnframt lögð fram endurskoðunarskýrsla Endurskoðunar og reikningsskila hf., dags. í febrúar sl., ásamt minnisblaði forstöðumanns innri endurskoðunar frá 9. júlí sl. R07010080
10. Lagður fram ársreikningur Félagsbústaða hf. fyrir árið 2006. Jafnframt lögð fram endurskoðunarskýrsla KPMG hf., dags. í mars sl., ásamt minnisblaði forstöðumanns innri endurskoðunar frá 9. júlí sl. R07010080
11. Lagður fram ársreikningur Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. fyrir árið 2006. Jafnframt lögð fram endurskoðunarskýrsla Endurskoðunar og reikningsskila hf. frá 20. febrúar sl. ásamt minnisblaði forstöðumanns innri endurskoðunar frá 9. júlí sl. R07010080
12. Lagður fram ársreikningur Íþrótta- og sýningarhallarinnar hf. fyrir árið 2006. Jafnframt lögð fram endurskoðunarskýrsla DKF endurskoðunar frá 13. mars sl. ásamt minnisblaði forstöðumanns innri endurskoðunar frá 9. júlí sl. R07010080
13. Lagður fram ársreikningur Sorpu bs. fyrir árið 2006. Jafnframt lögð fram endurskoðunarskýrsla Grant Thornton endurskoðunar ehf. frá 26. febrúar sl. ásamt minnisblaði forstöðumanns innri endurskoðunar frá 9. júlí sl. R07010080
14. Lagt fram bréf Ríkisendurskoðunar frá 2. apríl sl. um endurskoðun ársreiknings Austurhafnar-TR ehf. fyrir árið 2006. R07010033
15. Lagðar fram tillögur skrifstofu borgarstjórnar að umsögnum um rekstrarleyfi 20 tilgreindra veitinga- og gististaða, dags 20. þ.m. R07070043
Samþykkt.
16. Hanna Birna Kristjánsdóttir kynnir vinnu dómnefndar í hugmyndasamkeppni um Kvosarskipulag, sem nú er að störfum. R07040086
17. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 16. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 15. s.m., um breytingu á deiliskipulagi reits 1.19, Iðnskólareits Skólavörðuholti. R06100289
Samþykkt.
18. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 23. f.m. varðandi samning milli Reykjavíkurborgar og Golfklúbbs Reykjavíkur um afmörkun lands undir golfvöllinn að Korpúlfsstöðum R05010085
Borgarráð staðfestir samninginn fyrir sitt leyti.
19. Lagt fram bréf ritara stjórnar skipulagssjóðs frá 17. þ.m., sbr. samþykkt stjórnarinnar 16. s.m., um samkomulag skipulagssjóðs og Minjaverndar hf. um flutning og endurgerð Simsenhúss sem stóð við Hafnarstræti 21, dags. s.d. R06040075
Samþykkt.
20. Lagt fram bréf aðstoðarsviðsstjóra framkvæmdasviðs frá 20. þ.m. þar sem lagt er til að óskað verði eftir áhættumati vegna ofanflóðahættu í Reykjavík o.fl., ásamt bréfi Veðurstofu Íslands, dags. 19. f.m. R07070083
Samþykkt.
21. Lögð fram drög að samkomulagi Reykjavíkurborgar, Knattspyrnufélagsins Vals og Valsmanna hf. um byggingarrétt á Hlíðarendasvæðinu, dags. í ágúst 2007, ásamt bréfi formanna Knattspyrnufélagsins Vals og Valsmanna hf, dags. 13. þ.m. R05060067
Borgarráð staðfestir samkomulagið fyrir sitt leyti.
22. Lagt fram bréf sviðsstjóra leikskólasviðs frá 17. þ.m., sbr. samþykkt leikskólaráðs 15. s.m., um úrræði til að bregðast við manneklu á leikskólum. R04100131
Vísað til umsagnar mannauðsstjóra Reykjavíkurborgar.
23. Lagðar fram tillögur samráðshóps mannauðsstjóra, fræðslustjóra og sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs, leikskólasviðs og velferðarsviðs varðandi mönnun á leikskólum, frístundaheimilum, grunnskólum og við umönnun og heimaþjónustu, dags. 21. þ.m. R05080094
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúi F-lista óska bókað:
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og F-lista fagna framlögðum tillögum samráðshóps mannauðsstjóra. Jafnframt er bent á að á fundi leikskólaráðs 15. ágúst var samþykkt einróma að flýta greiðslunni á svokölluðum TV-einingum eins og gert hefur verið t.d. í Kópavogi, en samþykkt leikskólaráðs var hugsuð til að koma til móts við leikskólakennara sem nú leiða faglegt starf á leikskólum borgarinnar við erfiðar aðstæður. Útfærslu á þessum greiðslum er ekki að finna í tillögum starfshóps mannauðsstjóra. Samþykkt leikskólaráðs hefur skapað miklar væntingar í hópi leikskólakennara og mikilvægt að henni verði hrint í framkvæmd hið fyrsta.
Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Ástæða er til að fagna þeim tillögum sem liggja fyrir frá samráðshópnum. Álagsgreiðslur óháð stéttarfélagi, samráð í ráðningarmálum og ímyndarvinnu eru allt þættir sem geta skilað árangri, auk þess sem fleiri tillögur frá samráðshópnum eru í farvatninu í því skyni að bregðast við skort á starfsmönnum í þeirri gífurlegu þenslu á vinnumarkaði sem nú ríkir.
24. Rætt um Menningarnótt í Reykjavík 18. ágúst sl. R07010041
Bókun borgarráðs:
Það skiptir miklu máli fyrir Reykjavíkurborg að vel og skipulega sé staðið að Menningarnótt, sem löngu er orðinn stærsti menningarviðburður borgarinnar. Mjög ánægjulegt er að enn eitt árið hafi tekist að slá öll met hvað varðar þátttöku og viðburði. Fyrir það þakkar borgarráð undirbúningsnefndinni, Höfuðborgarstofu og öllum þeim fjölmörgu starfsmönnum og fyrirtækjum sem með góðu starfi sínu tryggðu vel heppnaða dagskrá og framkvæmd Menningarnætur.
25. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúi F-lista leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að fela borgarstjóra að leita leiða til þess að borgin festi kaup á húsunum við Laugaveg 4-6 í því skyni að varðveita þau í því sem næst upprunalegri mynd.
Greinargerð fylgir tillögunni. R07080072
Frestað.
26. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að borgarstjóri útnefni þegar í stað tengilið innan borgarkerfisins sem sinni ráðgjöf og starfi náið með rekstrarstjórum veitingastaða í miðborginni. Tengiliðurinn skal sérstaklega aðstoða veitingastaðina í aðlögun sinni að reykingabanninu sem gekk í gildi þann 1. júní og finna farsælar lausnir í samráði við veitingastaðaeigendur á sóðaskap og hávaða sem virðast vera fylgifiskar reykingabannsins. Tengiliðurinn vinni í nánu samstarfi við þá leyfisveitendur sem starfa að brunavörnum, heilbrigðiseftirliti og framkvæmdamálum.
Greinargerð fylgir tillögunni. R05080160
Frestað.
27. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska eftir því að bréf borgarstjóra um að bjórkælir verði tekinn úr sambandi hjá ÁTVR í Austurstræti verði lagt fyrir borgarráð sem og önnur bréf borgarstjóra sem innihalda ábendingar til dagvöruverslana og annarra rekstraraðila í miðborginni um hvernig þeir þjónusti viðskiptavini sína. R05080160
28. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í bráðum ár hefur meirihluti borgarstjórnar reynt að ná sameiginlegri niðurstöðu um útfærslu á flutningi samgönguverkefna frá framkvæmdasviði yfir á umhverfissvið. Það hefur enn ekki tekist og síðast í gær var fjölmennum starfsmannafundi frestað vegna þess að málið væri ófrágengið í meirihlutanum. Í kvöldfréttatíma sjónvarps í gærkvöldi boðaði borgarstjóri hins vegar að leggja ætti niður framkvæmdasvið og færa eignir borgarinnar undir umhverfissvið. Rökin fylgdu ekki og því er óljóst hvað í hugmyndunum felst. Í kjölfarið hafa starfsmenn framkvæmdasviðs verið kallaðir saman til skyndifundar nú í morgunsárið. Því er óskað eftir eftirfarandi svörum:
1. Hverjar eru hugmyndir borgarstjóra?
2. Hvenær verða þær kynntar borgarráði?
3. Hvenær koma þær til umfjöllunar í stjórnkerfisnefnd?
4. Hvers vegna voru þær kynntar í fréttum áður en fundað hafði verið um þær með starfsfólki sem breytingarnar snerta?
5. Telur borgarstjóri þessi vinnubrögð auka líkur á því að Reykjavíkurborg haldist á eftirsóttu starfsfólki framkvæmdasviðs?
6. Hvað verður einkavætt í tengslum við breytingarnar?
7. Hvernig verður staðið að uppsögnum, tilflutningi milli starfa og öðrum starfsmannamálum í tengslum við hugsanlegar breytingar? R07080073
Fundi slitið kl. 11:30.
Björn Ingi Hrafnsson
Dagur B. Eggertsson Hanna Birna Kristjánsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Sigrún Elsa Smáradóttir
Svandís Svavarsdóttir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir