No translated content text
Borgarráð
BORGARRÁÐ
Ár 2007, fimmtudaginn 2. ágúst, var haldinn 4990. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.35. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björn Ingi Hrafnsson, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Gísli Marteinn Baldursson, Kjartan Magnússon og Sóley Tómasdóttir. Jafnframt sat fundinn Guðrún Ásmundsdóttir.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 18. júlí. R07010014
2. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 1. ágúst. R07010025
1. liður og B-hluti fundargerðarinnar samþykktir.
3. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál. R07060155
4. Lagðar fram tillögur skrifstofu borgarstjórnar að umsögnum um 27 tilgreind rekstrarleyfi veitinga- og gististaða, dags 2. þ.m. R07070043
Samþykkt.
5. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 6. f.m. þar sem lagt er til að Faghúsum ehf. verði úthlutað byggingarrétti fyrir heilsugæslustöð og aðra þjónustu á lóð nr. 115 við Hraunbæ. R07070037
Samþykkt.
6. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmdasviðs og velferðarsviðs frá 30. f.m. þar sem lagt er til að sviðsstjóra framkvæmdasviðs verði falið að ganga til samninga við Faghús ehf. um leigu á húsnæði fyrir þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts að Hraunbæ 115 á grundvelli tilboðs fyrirtækisins. R05030157
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað:
Samfylkingin lýsir sérstakri ánægju með að þjónustumiðstöð Árbæjar- og Grafarholts fái varanlegt húsnæði með heilsugæslu Árbæjar í nýjum húsakynnum sem rísa munu við Hraunbæ 115. Þessi niðurstaða er í fullu samræmi við tillögu Samfylkingarinnar þessa efnis í borgarráði. Þar með skapast einstakt tækifæri til heildstæðrar þjónustu við hverfisbúa í nánu þverfaglegu samstarfi. Það vísar án efa veginn til framtíðar. Sviðsstjórum framkvæmdasviðs og velferðarsviðs og framkvæmdastjóra þjónustu¬miðstöðvarinnar í Árbæ er þakkað sérstaklega fyrir góðan þátt sinn við vinnslu málsins.
7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 26. f.m. þar sem lagt er til að KFC ehf. verði veittur frestur til að hefja framkvæmdir á lóðinni nr. 1 við Þjóðhildarstíg til 1. febrúar nk., sbr. 26. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. júlí sl. R04020001
Samþykkt.
8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 26. f.m. þar sem lagt er til að Gylfa Þórðarsyni verði úthlutað byggingarrétti fyrir allt að 30 ferm. veitingaskála á lóð nr. 9A við Fylkisveg, með nánar tilgreindum skilmálum. R07010100
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 26. f.m. þar sem lagt er til að lóðarleigusamningur um lóðina að Hringbraut 12 verði gerður við Umtak fasteignafélag ehf. R04030015
Samþykkt.
10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 27. f.m. þar sem lagt er til að eftirtöldum aðlilum verði úthlutað byggingarrétti á lóðum við Lambhagaveg fyrir starfsemi sína, með nánar tilgreindum skilmálum:
Lóð nr. 1: Johan Rönning hf.
Lóð nr. 3: Vídd ehf.
Lóð nr. 5: Þ. Þorgrímsson & co ehf.
Lóð nr. 6: Leiguhús ehf.
Lóð nr. 7: A. Wendel ehf.
Lóð nr. 8: Ofnasmiðjan hf.
Lóð nr. 9: Eirvík - heimilistæki ehf.
Lóð nr. 10: Þ.G. Verktakar ehf.
Lóð nr. 11: Fálkinn hf.
Lóð nr. 13: Rafkaup hf.
Lóð nr. 15: Búgarður ehf.
Lóð nr. 33: Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. R07070121
Samþykkt, enda verði tekið fram í skilmálum að ef samþykktir verði stærri byggingarreitir á lóðunum síðar, greiði byggingarrétthafar, auk viðbótargatnagerðargjalds, uppreiknað kaupverð byggingarréttar sem nemur viðbótinni.
Björn Ingi Hrafnsson vék af fundi við meðferð málsins.
11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 20. f.m. varðandi samkomulag um afsal Landsvirkjunar á lóðum í Elliðaárdal og niðurrif varaaflsstöðvar við Rafstöðvarveg 4. R07070122
Samþykkt.
12. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 27. f.m. þar sem lögð er til úthlutun til tilgreindra aðila á byggingarrétti fyrir 7 einbýlishús í Úlfarsárdal, með nánar tilgreindum skilmálum. R07020072
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
13. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 30. f.m. um samning Reykjavíkurborgar og Fisfélags Reykjavíkur um afnot af afmörkuðu svæði á Hólmsheiði fyrir starfsemi félagsins. R06050136
Samþykkt.
14. Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr E-6088/2006, Bergljót B. Guðmundsdóttir gegn Reykjavíkurborg, ásamt minnisblaði borgarlögmanns, dags. 1. þ.m. R06100169
15. Lagt fram endurrit úr gerðabók sýslumannsins í Reykjavík frá 10. f.m. þar sem hafnað er kröfu Tikkar ehf. um lögbann á frekara niðurrif húseignarinnar að Austurstræti 22. R07040086
16. Lagt fram bréf aðstoðarforstjóra Orkuveitu Reykjavíkur frá 16. f.m., sbr. samþykkt stjórnar Orkuveitunnar s.d., þar sem óskað er staðfestingar á viljayfirlýsingu Orkuveitu Reykjavíkur, Reykjanesbæjar, Hafnarfjarðarbæjar og Geysir Green Energy ehf. um samstarf innan Hitaveitu Suðurnesja, dags. 11. s.m. R07070072
Samþykkt með 6 atkvæðum gegn 1.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Það er afdráttarlaus afstaða Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs að grunnþjónusta samfélagsins skuli vera á hendi ríkis og sveitarfélaga. Með nýjum samningi um kaup á hlutum í Hitaveitu Suðurnesja yrði brotið blað í orkumálum Íslendinga. Þetta krefst víðtækrar umræðu í þjóðfélaginu og lýðræðislegrar afgreiðslu á Alþingi og hjá sveitarfélögum.
Áform fyrri ríkisstjórnar um að einkavæða 15,2#PR í Hitaveitu Suðurnesja hafa engu viðnámi mætt hjá stjórnvöldum þrátt fyrir breytta samsetningu ríkisstjórnar og nú stefnir í að gengið verði enn lengra og að 32#PR veitunnar verði í eigu einkaaðila. Ef fram fer sem horfir er lýðræðislegu aðhaldi innan Hitaveitu Suðurnesja stefnt í uppnám og almannahagsmunir fyrir borð bornir.
Með þessari yfirlýsingu er vakin athygli á stórvarasamri stefnu og hættulegu fordæmi og þess krafist að ekki verði hróflað við grunnþáttum samfélagslegrar þjónustu. Borgarráði ber að beita sér í þágu almennings og þar með leggjast gegn einkavæðingu orkugeirans. Í því ljósi ættu borgaryfirvöld að hafa frumkvæði að umræðu á milli ríkis og sveitarfélaga um hvernig megi tryggja að orkufyrirtæki haldist í almannaeigu en gangi ekki kaupum og sölum á hlutabréfamarkaði eins og nú stefnir í varðandi Hitaveitu Suðurnesja.
Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar óska bókað:
Bókun Vinstri grænna vekur furðu þar sem ljóst er að aðkoma Orkuveitu Reykjavíkur kom í veg fyrir að Hitaveita Suðurnesja færðist að meirihluta í hendur einkaaðila.
17. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmdasviðs frá 30. f.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Samfylkingar um viðbótarleigusamning vegna Höfðatorgs, sbr. 34. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. júlí sl. R07020171
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað:
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur gert samning við Höfðatorg um leigu skrifstofuhúsnæðis til 25 ára sem kostar Reykjavíkurborg 4.7 milljarða, án útboðs eða auglýsingar. Kostnaður borgarinnar er 186 milljónir á ári sem er 76 milljónir meira en sömu stofnanir greiða í dag fyrir húsnæðisaðstöðu sína. Þetta er verulegur kostnaðarauki, ekki síst í ljósi þess að á undanförnum árum hefur verið kappkostað að hagræða í húsnæðismálum þótt oft hafi verið um mun lægri fjárhæðir að ræða. Þessir samningar við Höfðatorg voru gerðir án útboðs og tillögu Samfylkingarinnar um að auglýst yrði eftir öðrum kostum í húsnæðismálum var hafnað í borgarráði. Það voru án efa dýr mistök og vekur ótal spurningar um meðferð opinbers fjár í höndum núverandi meirihluta.
Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Vegna bókunar Samfylkingarinnar, sem er full af rangfærslum, vill meirihlutinn leggja áherslu á eftirfarandi:
Óraunhæft er að bera saman innri leigu Reykjavíkurborgar við leigusamninginn á Höfðatorgi. Við slíkan samanburð þarf að taka tillit til margvíslegra annarra þátta. Þá sérstaklega þeirrar staðreyndar að Reykjavíkurborg seldi eignir á móti fyrir 1.2 milljarða kr. Þegar leigusamningurinn var samþykktur var gerð ítarleg grein fyrir því hvers vegna ekki var talið raunhæft að bjóða út leigusamninginn. Slíkt hefði ekki þjónað hagsmunum borgarinnar. Gerð var ítarleg rannsókn á því húsnæði sem í boði var og gerð verðkönnun á því. Tveir aðilar kepptu að lokum um samninginn og valinn var sá kostur sem var hagstæðari fyrir borgina.
Allar fullyrðingar um að ekki hafi verið gætt vandaðrar fjármálastjórnar eru bæði rangar og órökstuddar. Samningurinn er borginni afar hagstæður og skapar jafnframt þeim starfsmönnum borgarinnar sem flytja í húsnæðið mjög góða starfsaðstöðu.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað:
Furðulegt er að gera lítið úr tölulegum gögnum sem lögð eru fram af embættismönnum borgarinnar. Það er augljóslega vegna þess að innihald þeirra er viðkvæmt. Eftir stendur að 4,7 milljarða leigusamningur var gerður án útboðs eða auglýsinga og aukinn árlegur kostnaður borgarinnar er 76 milljónir króna. Engin áþreifanleg gögn hafa verið lögð fram um formlegar verðkannanir eða önnur meint tilboð frá hugsanlegum leigusölum.
Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Þær rangfærslur og útúrsnúningar sem fram koma í gagnbókun Samfylkingarinnar dæma sig sjálfar.
18. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmdasviðs frá 31. f.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Samfylkingar um framtíðarstarfsemi Kolaportsins, sbr. 18. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. júní sl. R07060105
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað:
Ástæða er til að hafa áhyggjur af framtíð Kolaportsins við þær breytingar sem boðaðar hafa verið á tollhúsinu, Tryggvagötu 19, eins og komið hefur fram í máli framkvæmdastjóra Kolaportsins. Í svari við fyrirspurn Samfylkingarinnar kemur fram að fyrirhugað er að þrengja að starfsemi þess og leggja um 5.000 fermetra gólfflöt á efri hæðum undir bílastæði og rampa á þessum stað í hjarta borgarinnar. Vekur það furðu, ekki síst í ljósi þess að verið er að byggja neðanjarðarbílageymslu fyrir 1.600 bíla, hinum megin götunnar. Í tollhúsinu hefðu höfuðstöðvar fyrirtækja eða önnur miðborgarstarfsemi sómt sér vel á efri hæðum. Augljóst er að staðsetningin hefði verið mjög eftirsótt. Þar með hefði framtíð Kolaportsins verið tryggð. Líklega hefði fáum öðrum en ríkissjóði dottið í hug að leggja jafndýra fermetra undir bílastæði.
Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Sú lausn sem kynnt er á fundinum er unnin að ósk þeirra sem nýta húsnæðið sem um ræðir. Sérstakur vörður var staðinn um starfsemi Kolaportsins. Markvissar aðgerðir meirihlutans komu í veg fyrir að loka þyrfti Kolaportinu eins og í stefndi á tímabili. Skerðing á húsnæði þess á jarðhæð er óveruleg og ýmsar breytingar voru gerðar til að efla starfsemina þar.
19. Lagt fram mánaðaruppgjör aðalsjóðs fyrir apríl og maí 2007, ásamt bréfi fjármáladeildar, dags. 31. f.m. R07070123
- Kl. 11.18 víkur Sóley Tómasdóttir af fundi.
20. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks:
Eins og boðað hefur verið í Grænum skrefum fyrir Reykjavík samþykkir borgarráð Reykjavíkur að reykvískir nemendur í framhalds- og háskólum geti notað strætó endurgjaldslaust veturinn 2007-2008 í tilraunaskyni. Reykjavíkurborg skuldbindur sig til að greiða þá tekjuskerðingu sem Strætó bs. verður fyrir vegna þessa, að hámarki 234 milljónir kr. R07030007
Samþykkt.
Fundi slitið kl. 11.50
Björn Ingi Hrafnsson
Björk Vilhelmsdóttir Dagur B. Eggertsson
Gísli Marteinn Baldursson Kjartan Magnússon
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson