Borgarráð - Fundur nr. 4989

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2007, fimmtudaginn 12. júlí, var haldinn 4989. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09.35. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Björn Ingi Hrafnsson, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Gísli Marteinn Baldursson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kjartan Magnússon og Þorleifur Gunnlaugsson. Jafnframt sat fundinn Margrét K. Sverrisdóttir.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð forsætisnefndar frá 29. júní. R07010004

2. Lagðar fram fundargerðir framtalsnefndar frá 12. og 27. júní. R07010006

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 28. júní. R07010010

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 14. júní. R07010013

5. Lagðar fram fundargerðir innkauparáðs frá 13. og 26. júní og 3. og 10. júlí. R07010017

6. Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 29. júní. R07010018

7. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar um löggæslumálefni frá 10. júlí. R07010024

8. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 11. júlí. R07010025
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

9. Lögð fram fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 28. júní. R06120055

10. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 25. júní. R07010028

11. Lagðar fram fundargerðir velferðarráðs frá 27. júní og 4. júlí. R07010035

12. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 12 mál. R07060155

13. Lagt fram yfirlit stjórnsýslu- og starfsmannasviðs yfir embættisafgreiðslur umsókna um áfengisveitingaleyfi, dags. 5. þ.m., alls 8 mál. R07010077

14. Lagt fram bréf skipulagstjóra frá 28. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 27. s.m., varðandi deiliskipulag reits 1.184.0, Bergstaðastrætisreits. R04050083
Samþykkt.
Dagur B. Eggertsson víkur af fundi við meðferð málsins.

Áheyrnarfulltrúi F-lista óskar bókað:

Fulltrúi F-lista fagnar framkominni tillögu um skipulag á svokölluðum Bergstaðastrætisreit. Í skipulaginu er vel tekið á verndunarmálum og samræmdu útliti við byggingar sem fyrir eru. Flutningshús fá verðugan sess og þétting byggðar næst einnig.

15. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 28. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 27. s.m., varðandi auglýsingu á tillögu að breyttu aðalskipulagi vegna Heiðmerkur/Vatnsendakrika. R07060156
Samþykkt.

16. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 11. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um deiliskipulag reits 1.131, Nýlendureits. R07040084
Samþykkt.

17. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 11. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi deiliskipulag svæðis neðan Sléttuvegar. R04100097
Samþykkt.

18. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 11. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Sogamýrar. R07070056
Samþykkt.

19. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 11. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi að Spönginni 3-5. R07070057
Samþykkt.

20. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 11. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi að Bíldshöfða 2. R06060209
Frestað.

21. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 11. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi vegna miðlunargeyma OR á Reynisvatnsheiði. R07070058
Samþykkt.

22. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 11. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi í vesturhluta Úlfarsárdals, deiliskipulagsreit 2. R06100328
Samþykkt.

- Kl. 10.55 víkur Hanna Birna Kristjánsdóttir af fundi og Júlíus Vífill Ingvarsson tekur þar sæti.

23. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 3. þ.m. þar sem lögð er til úthlutun á byggingarrétti fyrir 4 fjölbýlishús, 11 raðhús, 27 parhús og 73 einbýlishús í Úlfarsárdal, til tilgreindra aðila með nánar tilgreindum skilmálum. R07020072
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
Margrét K. Sverrisdóttir víkur af fundi við meðferð málsins.

- Kl. 11.05 víkur Gísli Marteinn Baldursson af fundi og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir tekur þar sæti.

24. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 6. þ.m. þar sem lagt er til að Faghúsum ehf. verði úthlutað byggingarrétti fyrir heilsugæslustöð og aðra þjónustu á lóð nr. 115 við Hraunbæ, með nánar tilgreindum skilmálum. R07070037
Frestað.

25. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 3. þ.m. þar sem lagt er til að framkvæmdasviði verði veitt almenn heimild til að gera leigusamninga um minniháttar lóðarskika í borgarlandi. R07070015
Samþykkt.

26. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 29. f.m. þar sem lagt er til að úthlutun byggingarréttar að Þjóðhildarstíg 1 til KFC ehf. verði afturkölluð. R04020001
Frestað.

27. Lögð fram drög að nýrri samþykkt um gatnagerðargjald í Reykjavík, dags. í júlí 2007, ásamt bréfi skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 5. þ.m. R06100287
Samþykkt.

28. Lögð fram að nýju umsókn Golfklúbbsins Bakkakots frá 23. apríl sl. um fjárstyrk. Jafnframt lögð fram umsögn sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 20. f.m., sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs 1. sm., þar sem lagt er til að umsókninni verði hafnað, en jafnframt hvatt til þess að fram fari viðræður um samvinnu golfklúbba á svæðinu. R07060131
Afgreiðsla ÍTR staðfest.

29. Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 29. f.m., sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs s.d., varðandi gerð nýrra þjónustusamninga við íþrótta- og æskulýðsfélög. R07030056
Borgarráð samþykkir að málið verði unnið áfram á þeim nótum sem fram koma í bréfi sviðsstjóra.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska jafnframt eftir því að lagður verði fram samanburður við eldri samninga og 3ja ára áætlun.

30. Lagt fram bréf fræðslustjóra frá 15. f.m., sbr. samþykkt menntaráðs 11. s.m., varðandi endurskoðaðar reglur um þjónustusamninga Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla. R07070021
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúi F-lista óska bókað:

Fyrir tveimur árum var sett ákvæði inn í þjónustusamninga Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla, sem átti að gera nýjum tónlistarskólum hægar um vik að hasla sér völl. Það ákvæði sagði til um að 95#PR af fjármagni til tónlistarskóla færi eftir úthlutun síðasta árs, en 5#PR var hreyfanlegt og átti að fylgja lögmáli um eftirspurn. Í nýsamþykkktum reglum um þjónustusamninga Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla fellur þetta ákvæði út, en við það minnkar sveigjanleiki og möguleikar menntaráðs til að hafa áhrif á þróun framboðs á tónlistarnámi og nýliðun á þessu sviði. Fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og F-lista telja að leita skuli allra leiða til að efla frumkvæði nýrra tónlistarskóla og styðja við framþróun tónlistarnáms í Reykjavík.

Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:

Breytingar sem nú eru gerðar á þjónustusamningum tónlistarskóla byggjast á þeirri reynslu sem fengist hefur á undanförnum árum. Samráð hefur verið haft við stjórnendur tónlistarskólanna og hafa tillögur varðandi þjónustusamninginn m.a. komið frá þeim. Sú regla, sem nú er aflögð varðandi það að hluti úthlutunar til tónlistarskóla fari eftir svokallaðri eftirspurn, hefur reynst ósanngjörn og ónothæf. Það er því miður að fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og F-lista skulu ekki vilja standa að eðlilegum og réttlátum breytingum.

31. Lögð fram bréf fræðslustjóra og skrifstofustjóra leikskólaskrifstofu frá 3. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna um grunnskólarekstur Hjallastefnunar, sbr. 25. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. júní sl. R05110124

- Kl. 11.20 víkur borgarstjóri af fundi.

32. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 4. þ.m. þar sem lagt er til að Úthaf ehf. verði lóðarhafi lóða nr. 8 við Lækjarmel og nr. 7 við Kistumel í stað fyrri lóðarhafa með sömu skilmálum og áður. R04020047
Samþykkt.

33. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmdasviðs frá 6. þ.m. varðandi landfyllingar í Ánanaustum. R06090260
Samþykkt með 5 atkvæðum gegn 2.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað:

Það er ótækt að gefa framkvæmdaleyfi fyrir fyllingu við Ánanaust þegar ekki liggur fyrir hvort eða hvað eigi að rísa á viðkomandi fyllingu, endanleg stærð liggur ekki fyrir eða svör um landnotkun. Það vekur jafnframt spurningar um hvort það standist að uppfyllingin falli ekki undir lög um umhverfismat. Meirihluti borgarstjórnar hafði áður boðað að fallið yrði frá viðkomandi landfyllingum en aðalskipulag gerir ekki ráð fyrir að af uppbyggingu á þeim verði fyrr en eftir 2012.

Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:

Framkvæmdaleyfið er samþykkt á grunni gildandi aðalskipulags og kemur til móts við brýna þörf fyrir losunarstað jarðefna í vesturhluta borgarinnar. Næsti mögulegi losunarstaður jarðefna á Hólmsheiði sem er í um 15 km fjarlægð frá athafnasvæði hafnarinnar. Það gefur auga leið að efnisflutningar úr miðborg Reykjavíkur að Hólmsheiði hefur verulega neikvæð umhverfisáhrif í för með sér auk þess sem kostnaður vegna þess er óheyrilegur.

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúi F-lista óska bókað:

Við lýsum stuðningi við framlagða tillögu að yfirveguðu ráði á forsendum gildandi aðalskipulags sem og þeim umhverfissjónarmiðum sem varða vegalengdir og mengun sem stafar af efnisflutningi. Jafnframt er lögð áhersla á að í fyllingu tímans nýtist nýtt svæði í þágu almennings og þá fyrst og fremst barna og ungmenna.

34. Lagður fram viðaukasamningur, dags. 2. þ.m., við samning Reykjavíkurborgar og Höfðatorgs ehf. um leigu á skrifstofuhúsnæði að Borgartúni 10-12, þar sem leigðir eru 970 ferm. til viðbótar við það húsnæði sem áður hafði verið leigt, sbr. 14. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. mars sl. Jafnframt lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmdasviðs frá 6. þ.m. R07020171
Borgarráð samþykkir fyrirliggjandi viðaukasamning með 4 samhljóða atkvæðum. Jafnframt er samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum að veita borgarstjóra heimild til að ganga til samninga við Höfðatorg ehf. um leigu á 730 ferm. til viðbótar, reynist þörf á, enda komi slíkur viðaukasamningur einnig til afgreiðslu í borgarráði.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Í ljósi þess viðbótarsamnings sem meirihluti borgarstjórnar hefur kosið að gera á Höfðatorgi er spurt:
1. Hver er núverandi húsnæðisnotkun, í ferm., leigu eða innri leigu eftir atvikum, þeirra sviða þ.m.t. velferðarsviðs sem flytja eiga inn í húsnæði við Höfðatorg skv. fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar?
2. Hvernig breytist leiga/húsnæðiskostnaður í nýju húsnæði í Höfðatorgi, brotið niður á einstök svið?
3. Hver er heildarleigufjárhæð á samningstímanum fyrir einstök svið sem og samningurinn í heild?

35. Lagt fram bréf Jónatans Þórðarsonar og Magnúsar Andréssonar frá 5. þ.m. þar sem óskað er eftir lóð undir hesthús og reiðhöll í Víðidal. R07010107
Vísað til skipulagsráðs.

- Kl. 12.20 tekur borgarstjóri sæti á fundinum.

36. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 6. þ.m. þar sem lagðar eru til nánar tilgreindar breytingar á skilmálum í lóðarleigusamningi um lóðina nr. 58-64 við Suðurlandsbraut. R03110033
Samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað:

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna mótmæla því harðlega að fallið sé frá kvöðum um að þjónustuíbúðir fyrir aldraða rísi í Sogamýri. Engin rök hafa komið fram fyrir því að breyta fyrirliggjandi samningum við byggingaraðila að þessu leyti. Með því að aflétta þessum kvöðum hefur meirihluti borgarstjórnar umsnúist og gefið byggingu lúxusíbúða forgang á kostnað uppbyggingar á færi alls þorra aldraðra sem lengi hefur verið beðið eftir. Ljóst er að fermetraverð upp á allt að 500.000 kr. á fermetra er aðeins fyrir útvalda. Þar sem þessu verkefni hefur verið mikið hampað sem sérstöku átaki í þágu aldraðra vekur þetta ótal spurningar um stefnu meirihlutans að þessu leyti.

Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:

Uppbygging viðkomandi íbúða í Mörkinni hófst í tíð R-listans og aðhafðist R-listinn ekkert til þess að tryggja byggingu þjónustukjarna í tengslum við íbúðirnar. Þegar Mörkin eignarhaldsfélag ehf., áður Markarholt ses., seldi Nýsi ehf. allar framkvæmdir á lóðinni var staðan sú að uppbyggingarkostnaður íbúðanna var gríðarlega hár og var fulltrúum R-listans það vel ljóst. Nýir uppbyggingaraðilar gera ráð fyrir margvíslegri þjónustu við íbúa þessara húsa þannig að það henti eldri borgurum vel að búa þar.

37. Lagt fram bréf fjármálastjóra leikskólasviðs frá 27. f.m., sbr. samþykkt leikskólaráðs 20. s.m., þar sem sótt er um aukafjárveitingu til hækkunar á húsnæðisstyrkjum sjálfstætt starfandi leikskóla í Reykjavík og vegna hækkunar á leigugreiðslum vegna húsnæðis leikskólanna Grænuborgar, Steinahlíðar og Öldukots, samtals vegna 2006 kr. 4.555.239 og vegna 2007 kr. 9.110.478. R07060149
Vísað til fjármáladeildar til umsagnar.

38. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar frá 10. þ.m. yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál. R07010031
Samþykkt að veita styrki sem hér segir: Kalak, vinafélagi Íslands og Grænlands 150 þkr. vegna skákhátíðar á austur Grænlandi í ágúst, Steinunni Birnu Ragnarsdóttur 350 þkr. vegna tónleika borgarhljómsveitar Vilniusborgar í Langholtskirkju í júlí, Leikfélaginu Hugleik 300 þkr. vegna farar til Suður-Kóreu, Mannréttindaskrifstofu Íslands 1 milljón kr. til rekstrar og verkefna, Sjóminjasafninu í Reykjavík 1 milljón kr. vegna BÚR-sýningar, Íbúasamtökum bryggjuhverfis 100 þkr. til rekstrar, og Vesturbæjarsamtökunum syðri 30 þkr. vegna stofnunar og skráningar félagsins. Umsókn vegna rannsóknar á tónlistarhátíðinna Iceland Airwaves er vísað til menningar- og ferðamálasviðs.

- Kl. 12.45 víkur Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir af fundi.

39. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 5. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 4. s.m., um að hafin verði starfsemi heimilis fyrir 8 heimilislausa karlmenn að Njálsgötu 74 eigi síðar en 1. október nk, með nánar tilgreindum hætti. Jafnframt lögð fram áskorun íbúa í nágrenni heimilisins til borgarstjóra, dags. 11. þ.m. R07040022
Tillaga velferðarráðs samþykkt.

40. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 3. þ.m. þar sem lagt er til að Magnús Þór Gylfason verði ráðinn skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra til eins árs frá 15. júlí nk. að telja. Magnús Þór gegni jafnframt stöðu borgarritara þar til ráðið hefur verið í stöðuna. R06100160
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

41. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 2. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 27. f.m., um endurskoðað skipulag velferðarsviðs. R07070029
Vísað til borgarritara til umsagnar.

42. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 2. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 27. f.m., þar sem lagt er til að farið verði í viðræður við heilbrigðisráðuneytið um lausn á rekstrarvanda hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða. R06100267
Samþykkt.

- Kl. 13.18 víkur Dagur B. Eggertsson af fundi.

43. Lagt fram bréf lögfræðings borgarstjórnar frá 9. þ.m. um endurskoðun á málsmeðferðarreglum borgarráðs vegna veitinga- og gististaða, ásamt endurskoðuðum reglum, dags. s.d., þar sem lagt er til auk þess að samþykkja reglurnar feli borgarráð skipulagsstjóra og byggingarfulltrúa að skoða hvernig best megi nýta nýja flokkun veitingastaða í 4. gr. laga nr. 85/2007 til að koma í veg fyrri að starfsemi umfangsmikilla veitingastaða hefjist á svæðum þar sem hún á illa heima eða í húsnæði sem ekki er til þess fallið. R07040089
Samþykkt.

44. Lagðar fram tillögur skrifstofu borgarstjórnar að umsögnum um 12 tilgreind rekstrarleyfi veitinga- og gististaða, dags. í dag. R07070043
Samþykkt.

45. Lagt fram samkomulag Reykjavíkurborgar og safnaðar Moskvu-Patriarkatsins, dags. 3. júlí 2007, um lóðina að Mýrargötu 20. Jafnframt lagt fram bréf borgarstjóra um málið, dags. 10. s.m. R05110158
Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar og áheyrnarfulltrúi F-lista óska bókað:

Fulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingar og F-lista fagna samkomulagi borgarinnar við söfnuð Moskvu-Patriarkatsins um lóð undir kirkju safnaðarins. Jafnframt er það áréttað að múslimar í borginni hafa beðið í tæp sjö ár eftir lóð undir mosku. Það er því brýnt að þeir fái úrlausn sinna mála hið snarasta.

46. Lagður fram samstarfssamningur Borgarstjórnar Moskvu og Borgarstjórnar Reykjavíkur, dags. 5. júlí 2007. R06080102
Borgarráð staðfestir samninginn fyrir sitt leyti.

47. Lögð fram ályktun af orku- og viðskiptaráðstefnu, sem haldin var í Moskvu 5. júlí sl. í tilefni af heimsókn borgarstjóra til Moskvu. R06080102
Borgarráð staðfestir ályktunina fyrir sitt leyti.

48. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrispurn:

Fréttablaðið hefur um nokkurt skeið leitað eftir aðgangi að öllum gögnum sem lágu til grundvallar sölu Reykjavíkurborgar á hlut sínum í Landsvirkjun. Beiðninni hefur verið hafnað af hálfu borgarstjóra og hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál nýverið staðfest að formlega sé borgarstjóra stætt á því. Því er óskað eftir svörum borgarstjóra við því hverjar séu ástæður þess að því hefur verið hafnað að Fréttablaðið fái aðgang að gögnum málsins sem hljóta að teljast varða mikilsverða almannahagsmuni? R05020109

49. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Eldri borgarar hafa komið ábendingum á framfæri um að þjónusta vinnuflokka Vinnuskóla Reykjavíkur við þá varðandi snyrtingu garða. Fullyrt er að búið sé að takmarka þjónustu við þrjár klukkustundir á hvern garð. Því er óskað svara um það hvort reglum um þessa mikilvægu þjónustu hafi verið breytt og þá hvernig og hvaða rök liggi þar að baki? R07020066

Fundi slitið kl. 13:35

Björn Ingi Hrafnsson
Björk Vilhelmsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Kjartan Magnússon Þorleifur Gunnlaugsson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson