Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2007, fimmtudaginn 28. júní, var haldinn 4988. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9:35. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Gísli Marteinn Baldursson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kjartan Magnússon, Óskar Bergsson og Svandís Svavarsdóttir. Jafnframt sat fundinn Margrét K. Sverrisdóttir.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð framkvæmdaráðs frá 25. júní. R07010005
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 28. maí. R07010007
3. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Háaleitis frá 6. og 15. júní. R07010011
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 21. júní. R07010014
5. Lögð fram fundargerð leikskólaráðs frá 20. júní. R07010019
6. Lögð fram fundargerð mannréttindanefndar frá 20. júní. R07010020
7. Lagðar fram tvær fundargerðir menningar- og ferðamálaráðs frá 20. júní. R07010021
8. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 27. júní. R07010025
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
9. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 20. apríl og 16. maí. R07010027
10. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 22. júní. R07010029
11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 4 mál. R07060008
12. Lagt fram bréf forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur og sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs frá 26. þ.m., þar sem óskað er heimildar til að reisa listaverk Yoko Ono, „Imagine Peace Tower” í Viðey. Jafnframt er óskað heimildar til að ganga frá samningi við Yoko Ono um verkið. Þá er óskað eftir því að við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2008 fyrir menningar- og ferðamálasvið verði tekið tillit til rekstrarkostnaðar verksins. R06030020
Samþykkt.
13. Lagt fram bréf skrifstofustjóra menningar- og ferðamálasviðs frá 21. þ.m., sbr. samþykkt menningar- og ferðamálaráðs s.d., um endurnýjun starfssamnings Reykjavíkurborgar og Bókmenntahátíðar í Reykjavík til næstu fjögurra ára. R03100179
Samþykkt.
14. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 21. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 20. s.m., um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hádegismóa. R07010145
Samþykkt.
15. Lagt fram bréf aðstoðarskipulagsstjóra frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 13. s.m., um auglýsingu á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna skilgreiningar á nýjum þéttingarreit við Keilugranda. R07060085
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
16. Lagt fram bréf aðstoðarskipulagsstjóra frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 13. s.m., um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 1 við Keilugranda. R07060085
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og F-lista óska bókað vegna 15. og 16. liðar:
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og F-lista ítreka afstöðu fulltrúa sinna í skipulagsráði og hafa alla fyrirvara á að auglýsa breytingu á aðalskipulagi sem opnar á byggingarmagn sem er verulega umfram það sem viðkomandi reitur og nánasta umhverfi ber þannig að vel fari.
Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað vegna 15. og 16. liðar:
Tillagan hefur verið til meðferðar hjá borgaryfirvöldum í mörg ár og löngu kominn tími til að tryggja uppbyggingu á reitnum og fjölga tækifærum fólks til að búa á þessu eftirsótta íbúðasvæði. Frá því tillagan var send í hagsmunaaðilakynningu hefur hún tekið talsverðum breytingum með hliðsjón af ábendingum íbúa. Þannig hafa byggingar lækkað verulega, nýtingarhlutfall minnkað og byggingin verið færð innar á lóð. Að auki liggur fyrir úttekt vegna umferðarmála og greining vegna grunnvatnsstöðu en forsenda byggingarleyfis verður háð því að tryggt sé að grunnvatnsstöðu verði hvorki raskað á framkvæmdartíma né að framkvæmdum loknum.
17. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 21. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 20. s.m., um auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi Stekkjarbrekkna og Hallsvegar. R07060106
Samþykkt.
18. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 21. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 20. s.m., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Tryggvagötu 19, Tollhúsið. R07060105
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir greinargerð um framtíðarstarfsemi Kolaportsins á núverandi stað. Jafnframt verði rakið hversu stór hluti (m2) af húsinu Tryggvagötu 19 eigi að fara undir bíla, rampa og önnur bíltengd rými ofanjarðar.
19. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 15. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 6. s.m., þar sem óskað er heimildar til að beita byggjanda hússins að Reiðvaði 1-7 dagsektum til að knýja á um að framkvæmdir verði kláraðar. R07060099
Samþykkt.
20. Lögð fram bréf byggingarfulltrúa frá 15. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 6. s.m., þar sem óskað er heimildar til að beita eigendur húsanna að Stararima 3, 5 og 9 dagsektum til að knýja á um að framkvæmdir við húsin verði kláraðar. R07060098
Samþykkt.
21. Lagt fram að nýju bréf forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur frá 18. þ.m. varðandi samning Orkuveitunnar og Norðuráls Helguvíkur sf. um sölu rafmagns til álvers í Helguvík, dags. 7. s.m. R07060089
Samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað:
Óráðlegt er að samþykkja samning um raforkusölu til álvers í Helguvík á meðan ekki liggur fyrir hvort OR verður bundin af samningi um sölu 200 MW til stækkunar álversins í Straumsvík. Samningurinn um sölu til Helguvíkur felur í sér skuldbindingu á sölu 100 MW og forkaupsrétt álversins að 75 MW að auki. Þetta þýðir að nær allir þeir virkjunarkostir sem OR hefur haft til skoðunar á undanförnum árum eru bundnir í orkusölusamningum til stóriðju og kalla á orku sem er langt umfram þá virkjanakosti OR sem komnir eru í gegnum umhverfismat eða geta talist í hendi. Samþykkt fyrirliggjandi samnings þýðir að yfir 90#PR af orku frá nýjum virkjunum OR munu renna til álbræðslu og verða bundin álverði. Jafnframt þýðir þetta að sala OR á orku verður lítil sem engin til þeirra fjölmörgu áhugaverðu kaupenda sem hafa gefið sig fram, svo sem netþjónabúa og annarra mengunarlausra stórkaupenda, nema horfið verði frá áætlunum um aukna sölu inn á almennan markað. Síðast en ekki síst er umhverfismati ólokið, sem og mati á verndargildi og annarri nýtingu þeirra náttúrusvæða þar sem virkjanir eru fyrirhugaðar og einnig fjölmörgum lögformlegum leyfisveitingum. Skynsamlegt hefði verið að huga rækilega að þeim atriðum áður en samningurinn er samþykktur því draga má í efa að þeim spurningum verði fullsvarað þegar fyrirvarar samningsins í þeim efnum renna út í júní 2008. Eftir það mun áhættan vegna þessa hvíla á OR hafi samningnum ekki áður verið rift með vísan til nefndra fyrirvara.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Orkuveita Reykjavíkur starfar samkvæmt hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar sem kallar á heildstæða nálgun hvers verkefnis sem ráðist er í. Með því er átt við að fyrir liggi með skýrum hætti hversu stórt álver er fyrirhugað að reisa, á hvaða svæði nákvæmlega er fyrirhugað að sækja orkuna, orkuverðið sé kunnugt almenningi og að fyrir liggi heildstæð áætlun um verkið og áhrif þess á umhverfi, samfélag og efnahag. Í ljósi þessa er fyrirliggjandi tillaga um afgreiðslu orkusölusamnings til hluta álvers í Helguvík óásættanleg. Samningurinn er hluti af ríkjandi stóriðjustefnu sem Vinstri græn hafa barist gegn um langa hríð. Ekki verður séð að álbræðsla í Helguvík, með tilheyrandi mengun, náttúruspjöllum og efnahagsáhrifum sé brýnasta verkefni forríkrar þjóðar. Í málefnasamningi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er að finna fyrirheit um auknar áherslur í þágu umhverfis og náttúru. Því hefði þess verið að vænta að við áform sem þessi yrðum við vör við einhvers konar áherslubreytingar stjórnvalda. Fulltrúi Vinstri grænna í borgarráði greiðir atkvæði gegn staðfestingu samningsins sem fyrir liggur á þeim forsendum sem raktar eru að framan. Loks lýsir fulltrúinn áhyggjum sínum yfir því að svo virðist sem grímulaus stóriðjustefna muni áfram ríkja í tíð nýrrar ríkisstjórnar, ekkert stopp.
Áheyrnarfulltrúi F-lista óskar bókað:
Það eru óviðunandi vinnubrögð að leggja fyrirhugaðan orkusölusamning fyrir borgarráð þegar meginforsendur samningsins liggja ekki fyrir, þ.e. orkusöluverðinu er haldið leyndu.
Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Hafa verður í huga að OR hefur mikið fleiri virkjunarkosti til skoðurnar heldur en fara til Helguvíkur og/eða Straumsvíkur. Þá er einnig ljóst að með stærri bortækjum og nýjungum í borun hefur svæðið sem verið er að vinna úr stækkað verulega og þar með er aflgeta Hengilsins talin hafa vaxið verulega á undanförnum árum. Einnig verður að hafa í huga að OR hefur hingað til ekki verið komin með umhverfismat, nýtingarleyfi eða virkjunarleyfi þegar sölusamningar hafa verið gerðir. Leyfisferli hins opinbera eru sett til þess að ákveðnu ferli sé fylgt og ákveðnum skilyrðum fullnægt, mótvægisaðgerðir notaðar o.s.frv., en ekki til að stoppa framkvæmdir af óljósum ástæðum. Því er engin sérstök ástæða til að telja að fyrirhugaðar virkjanir OR verði ekki heimilaðar. Rétt er að benda á að fyrirhugaðar virkjanir eru ekki á óröskuðum svæðum heldur svæðum hvar bæði eru mannvirki og töluvert rask fyrir. Eini staðurinn sem virkjanir rákust á við aðra nýtingu á svæðinu var á Ölkelduhálsi en OR dróg sig út af því svæði og ákvað að hafa virkjunina á Bitrusvæðinu í staðinn.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi tillögu:
Kannaðir verði kostir mismunandi leiða við að virkjanir OR vegna samninga um sölu á orku til stóriðju verði sjálfstæðar einingar, standi undir öllum kostnaði þeim tengdum, verði fjármagnaðar með verkefnafjármögnun en án ábyrgðar eigenda.
Tillögu borgarráðsfulltrúa Samfylkingar vísað til skoðunar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.
22. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar frá 4. þ.m. yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði, alls 3 mál. R07010031
Samþykkt að veita foreldrafélagi Austurbæjarskóla styrk að fjárhæð 150 þkr. vegna vorhátíðar skólans og blómahátíðar á Skólavörðustíg.
23. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að íbúasamtök Bryggjuhverfis fái styrk í samræmi við önnur íbúasamtök. R07010048
Frestað.
24. Lagðir fram árshlutareikningar aðalsjóðs, eignarsjóðs og skipulagssjóðs Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið janúar - mars 2007. R07060117
25. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í frétt Morgunblaðsins í dag kemur fram að Hjallastefnunni er heimilað að hefja grunnskólarekstur haustið 2007 fyrir þann hóp á Laufásborg sem verður 6 ára á árinu. Hér er leitað eftir upplýsingum um hvar heimild var tekin og á hvaða forsendum. R05110124
26. Borgarráð samþykkir að Hanna Birna Kristjánsdóttir verði formaður dómnefndar um skipulag Kvosarinnar, sbr. 12. lið fundargerðar borgarráðs frá 7. júní sl. R07040086
Fundi slitið kl. 11:15
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir Dagur B. Eggertsson
Gísli Marteinn Baldursson Kjartan Magnússon
Óskar Bergsson Svandís Svavarsdóttir