No translated content text
Borgarráð
BORGARRÁÐ
Ár 2007, fimmtudaginn 7. júní, var haldinn 4985. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 08:35. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Árni Þór Sigurðsson, Björn Ingi Hrafnsson, Dagur B. Eggertsson, Gísli Marteinn Baldursson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Jafnframt sat fundinn Ásta Þorleifsdóttir.
Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 18. maí. R07010015
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 30. maí. R07010016
3. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 6. júní. R07010025
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
4. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 29. maí. R07010028
5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál. R07060008
6. Lagt fram yfirlit stjórnsýslu- og starfsmannasviðs yfir embættisafgreiðslur umsókna um áfengisleyfi, dags. í dag, alls 5 mál. R07010077
7. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 30. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d. um auglýsingu á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna breyttrar landnotkunar á vesturhluta Spangarinnar. R06070105
Samþykkt.
8. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 30. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi við Klettasvæði í Sundahöfn. Samþykkt. R06050069
9. Lögð fram skýrsla starfshóps um fjölgun fagfólks í leikskólum, dags. í júní 2007. R07060012
10. Lagt fram bréf ritara menningar- og ferðamálaráðs frá 14. þ.m., sbr. umsögn ráðsins s.d. um styrkumsókn rektors Listaháskólans frá 7. febrúar sl. vegna útskriftarsýningar.
Borgarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 300 þús. R07020056
11. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar frá 25. þ.m. yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði, alls 13 mál. R07010031
Borgarráð samþykkir styrki til eftirtalinna: Fyrirtækið Base, stúlkur úr Borgarholtsskóla kr. 50 þús., Guðspekifélag Íslands kr. 200 þús., Hundaræktarfélag Íslands kr. 25 þús., Pólýfónfélagið í Reykjavík kr. 500 þús., rekstraraðilar við Skólavörðustíg kr. 130 þús. og Skagfirska söngsveitin í Reykjavík kr. 150 þús.
12. Borgarráð samþykkir að skipa Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, Óskar Bergsson og Dag B. Eggertsson í dómnefnd vegna Kvosarskipulags, sbr. 24. liður fundargerðar borgarráðs frá 31. f.m. R07040086
13. Lagðar fram tillögur frá aðalfundi Skógræktarfélags Reykjavíkur, dags. 15. f.m.
Vísað til framkvæmdaráðs. R05060023
14. Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 1. þ.m., sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs s.d. um um reglur og skilyrði varðandi frístundakortið. Samþykkt. R06090075
15. Lögð fram drög að samkomulagi um bótauppgjör vegna ógildingar á deiliskipulagi fyrir Ellingsenreit, dags. í júní 2007. R06050045
Samþykkt.
16. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 4. þ.m. um framlag til Listahátíðar 2007, hækkun um kr. 2 milljónir. R06010031
Samþykkt.
17. Lagt fram svar borgarstjóra frá 7. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Samfylkingar um lóðaúthlutanir Faxaflóahafna, sbr. 32. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. maí sl. R06110089
18. Lagt fram svar borgarstjóra frá 7. þ.m. við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa F-lista um kynnisferðir til útlanda, sbr. 31. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. maí sl. R07020061
19. Samþykkt að tilnefna Björk Vilhelmsdóttur í starfshóp um búsetuúrræði eldri borgara. R06060131
20. Lagt fram bréf stjórnanda og framkvæmdastjóra Listahátíðar í Reykjavík frá 5. þ.m. þar sem færðar eru kveðjur og þakkir til borgarráðs frá Risessunni. R06010031
21. Lagt fram bréf Árna Þórs Sigurðssonar frá 5. þ.m., þar sem hann óskar lausnar úr stjórnkerfisnefnd og nefnd um staðsetningu bensínstöðva. Jafnframt er lagt til að Þorleifur Gunnlaugsson taki sæti í stjórnkerfisnefnd og Sóley Tómasdóttir taki sæti í nefnd um staðsetningu bensínstöðva í hans stað. R07060031
Samþykkt.
22. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 25. f.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 23. s.m. um breytingu á greiðslum með börnum í tímabundnu fóstri hjá ættingjum.
Samþykkt. R04040021
23. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 4. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 25. apríl sl. um þjónustusamning við AE starfsendurhæfingu ehf. um starfsendurhæfingu fyrir einstaklinga. R07060014
Samþykkt.
24. Borgarráð samþykkir að eftirtaldir fulltrúar taki sæti í stjórn félagsins Miðborg Reykjavíkur:
Svava Johansen, Franch Michaelsen, Aðalheiður Héðinsdóttir, Björn Gunnlaugsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Oddný Sturludóttir og Þórir Ingþórsson
Til vara: Sveinn Einarsson, Lárus Jóhannesson, Sæunn Þórðardóttir, Ásta Ólafsdóttir, Kjartan Magnússon, Magnús Ó. Hafsteinsson og Sigurður Ásbjörnsson. R07050002
- Kl. 09.37 víkur Steinunn Valdís Óskarsdóttir af fundi
25. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Formaður stjórnar Faxaflóahafna sem jafnframt er formaður borgarráðs lýsti róttækri stefnu um úthlutun aflaheimilda í ræðu sinni í tilefni sjómannadagsins, formaður boðaði að sjávarútvegurinn stæði á krossgötum og í ákvörðunum í því efni væri samvinnuhugsjónin betra vegarnesti en óheft frjálshyggjan.
Kjarni stefnu sem formaður Faxaflóahafna boðaði í ræðunni kom fram í eftirfarandi:
Nú þegar blasir við að verulegur samdráttur verði í aflaheimildum við þorskveiðar á næsta fiskveiðiári virðist mér tímabært að stjórnvöld velti upp þeim möguleika, að þegar aðstæður leyfa að hámarksafli verði aukinn á ný, muni þeirri viðbót sem þá kemur til úthlutunar ekki verða sjálfvirkt skipt upp milli eigenda aflahlutdeildar heldur verði einnig skoðað að beita henni með markvissum hætti til að efla og styrkja með svæðisbundinni fiskveiðistjórnun stöðu þeirra byggða sem eiga allt sitt undir fiskveiðum og sjávarútvegi.
Og jafnframt:
Ég spyr mig þannig hvort ekki sé rétt að taka þá pólitísku ákvörðun að íslenskt samfélag vilji fyrst og fremst nýta þá sameign sína, sem eru fiskistofnarnir í sjónum, til þess að skjóta styrkari stoðum undir þær byggðir í landinu sem standa höllum fæti og hafa ekki að öðru að hverfa.
Nauðsynlegt er að borgaryfirvöld hafi glögga mynd af þeim hagsmunum sem eru í húfi varðandi niðurskurð á aflaheimildum fyrir Reykjavík, Faxaflóahafnir og atvinnulíf á svæðinu. Ekki er síður mikilvægt að meta áhrif af hugmyndum formanns borgarráðs og stjórnar Faxaflóahafna á þessa hagsmuni.
Því er óskað eftirfarandi svara borgarstjóra:
Áhrif af hugsanlegum niðurskurði aflaheimilda
Ljóst er að áhrif af tillögugerð Hafrannsóknarstofnunar getur haft mikil áhrif á fiskvinnslu og sjávarútveg á starfsvæði Faxaflóahafnar.
1. Hvert er umfang fiskvinnslu, fiskveiða og aflaheimilda fyrirtækja á starfsvæði Faxaflóahafna? Hvað tengjast mörg störf sjávarútvegi á svæðinu?
2. Hver yrðu áhrif á rekstur viðkomandi fyrirtækja og starfsemi ef tillögum Hafrannsóknarstofnunar um niðurskurð veiðiheimilda kemur að fullu til framkvæmda?
3. Hver yrðu áhrif á rekstur og verðmæti viðkomandi fyrirtækja ef auknum aflaheimildum yrði endurúthlutað til annarra sjávarbyggða en ekki til fyrirtækja á starfssvæði Faxaflóahafna þegar veiðar geta aukist aftur? R07060040
26. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er upplýsinga um viðræður borgarstjóra við einkaaðila um löggæslu í borginni.
Þá er óskað eftir svörum við eftirfarandi spurningum:
Á grundvelli hvaða réttarheimilda telur borgarstjóri að einkaaðilar geti sinnt löggæslu?
Telur borgarstjóri rétt að sveitarfélagið taki á sig kostnað af verkefni sem lögum skv. er á hendi ríkisins? R07060037
27. Lögð fram umsögn umhverfissviðs frá 1. þ.m. um erindi Skipulagsstofnunar frá 16. f.m. varðandi matskyldu vegna stækkunar alifuglabús að Melavöllum á Kjalarnesi.
Samþykkt. R07050101
28. Lögð fram tillaga borgarstjóra að breytingum á stjórnkerfi og skipulagi Reykjavíkurborgar, dags. 6. þ.m.
Greinargerð fylgir tillögunni. R07060017
Vísað til umsagnar stjórnkerfisnefndar.
Fundi slitið kl. 09:50
Björn Ingi Hrafnsson
Árni Þór Sigurðsson Dagur B. Eggertsson
Gísli Marteinn Baldursson Júlíus Vífill Ingvarsson
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir