No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2007, fimmtudaginn 31. maí, var haldinn 4984. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:40. Viðstaddir voru, Árni Þór Sigurðsson, Björn Ingi Hrafnsson, Dagur B. Eggertsson, Gísli Marteinn Baldursson og Kjartan Magnússon. Jafnframt sat fundinn Margrét Sverrisdóttir.
Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lagðar fram fundargerðir framtalsnefndar frá 10. apríl og 8. maí. R07010006
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 21. maí. R07010008
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 10. maí. R07010009
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 15. maí. R07010015
5. Lögð fram fundargerð mannréttindanefndar frá 16. maí. R07010020
6. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 30. maí. R07010025
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
7. Lögð fram fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 16. maí. R07040030
8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 3 mál. R07040100
9. Lagt fram yfirlit stjórnsýslu- og starfsmannasviðs yfir embættisafgreiðslur umsókna um áfengisleyfi, dags. í dag, alls 5 mál. R07010077
10. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 21. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 16. s.m. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðanna Fossháls 17-25 og Dragháls 18-26. R07050115
Samþykkt.
11. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 21. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 16. s.m. um kynningu á breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna Vatnsendakrika. R06100241
Samþykkt.
12. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 21. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 16. s.m. um tímabundna afmörkun svæðis vegna aðstöðu fyrir Fisfélag Reykjavíkur á Hólmsheiði. R06050136
Samþykkt.
13. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 21. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 16. s.m. um auglýsingu á deiliskipulagi lóðarinnar Sætúns 1 á Kjalarnesi. R07050116
Samþykkt.
14. Lagt fram bréf lögfræðings framkvæmdasviðs frá 23. þ.m., þar sem lagt er til að Hafsteinn Kristjánsson og Ágústa S. Magnúsdóttir verði lóðarhafar lóðar nr. 7 við Friggjarbrunn í stað fyrri lóðarhafa, með öllum sömu skilmálum og giltu gagnvart fyrri lóðarhöfum. R06040011
Samþykkt.
15. Lagt fram bréf ritara framkvæmdaráðs frá 22. þ.m., sbr. samþykkt ráðsins 14. s.m. um flýtingu framkvæmda við hesthúsabyggð í Almannadal. R07050130
Samþykkt.
16. Lagðir fram undirskriftalistar íbúa í nágrenni Njálsgötu 74 og foreldra, starfsmanna og annarra hagsmunaaðila leikskólabarna á leikskólanum Barónsborg, þar sem skorað er á borgarráð og velferðarráð að hætt verði við fyrirhugaða starfsemi að Njálsgötu 74. R07040022
Vísað til vinnuhóps um málið.
17. Lagt fram bréf sviðsstjóra menntasviðs frá 22. þ.m. um að stækkuð verði aðstaða til tónmennta- og tónlistarkennslu í Norðlingaskóla. R07010167
Samþykkt.
18. Lögð fram drög að viðauka við samning Reykjavíkurborgar, Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. og Laugardalsbrautar ehf., dags. í apríl 2007, um þróun og uppbyggingu í Laugardal frá 18. maí 2006. Jafnframt lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 9. þ.m. R04100203
Samþykkt.
- Kl. 9.50 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.
19. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmdasviðs og skrifstofustjóra umhverfissviðs frá 21. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Samfykingarinnar um hreinsun borgarinnar á næstu vikum, sbr. 24. lið fundargerðar borgarráðs frá 16. s.m. R04050154
22. Lagt fram bréf ritara stjórnar Reykjanesfólksvangs frá 14. þ.m. svar við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa F-listans um jarðvarmavirkjun innan fólkvangsins, sbr. 35. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. febrúar sl. R06100223
23. Lagt fram svar borgarstjóra frá 29. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og F-lista um uppsagnir sviðsstjóra o.fl., sbr. 13. lið fundargerðar borgarráðs 16. maí sl. R07050081
24. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 30. þ.m. varðandi verklag og gerð tillagna til endurbóta í Kvosinni. R07040086
Samþykkt.
- Kl. 10.15 tekur Björk Vilhelmsdóttir sæti á fundinum
25. Rætt um málefni Strætó bs. og kynntar fyrirhugaðar breytingar á leiðakerfinu. R07030007
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og F-lista leggja fram svohljóðandi bókun:
Þær breytingar sem gerðar hafa verið á leiðakerfi Strætó bs. og taka gildi þann 1. júní nk. eru að ýmsu leyti jákvæðar þar sem verið er að halda áfram aðlögun þjónustunnar að notkun. Aðrar breytingar eru beinlínis skerðing á þjónustu. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna fagna áformum um 15 mínútna tíðni á vissum leiðum og tímum dagsins frá og með næsta hausti en eru alfarið á móti þeirri skerðingu á þjónustu við notendur sem felst í að lengja tímann á milli ferða upp í 30 mínútur í sumar. Þessar aðgerðir geta leitt til fækkunar farþega. Þá harma fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og F-lista þann skort á samráði sem einkennt hefur þessar breytingar á leiðakerfi Strætó bs. Í tíð fyrri meirihluta í borginni voru allir kjörnir fulltrúar hverfisráða hafðir með í ráðum auk þess sem staðið var fyrir fundum með íbúum í öllum hverfum áður en lokaákvörðun var tekin. Nú hefur eingöngu verið leitað eftir sjónarmiðum formanna hverfisráða, án vitneskju annarra ráðsmeðlima og engin kynning gagnvart borgarbúum. Sami háttur var hafður á gagnvart fulltrúum umhverfisráðs sem fengu fyrst að frétta af umræddum breytingum á fundi ráðsins þann 23. apríl sl. án þess að hafa haft nokkurn möguleika á að koma með athugasemdir eða breytingatillögur. Þá er ljóst að lítið sem ekkert samráð var haft við vagnstjóra sem hefur valdið mikilli ólgu í þeirra hópi.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggja fram svohljóðandi bókun:
Meirihluti borgarráðs fagnar þessum breytingum og vonar að þær verði til þess að styrkja rekstur Strætó bs., bæta þjónustu og fjölga farþegum.
26. Lagt fram bréf ritara menningar- og ferðamálaráðs frá 14. þ.m., sbr. umsögn ráðsins s.d. um styrkumsókn hátíðarstjórnanda Alþjóðalegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík frá 25. mars sl. R05080114
Samþykkt að veita styrk að fjárhæð 2 mkr.
27. Lagt fram bréf lögfræðings borgarstjórnar frá 15. þ.m., sbr. samþykkt stjórnkerfisnefndar um að vekja athygli nefnda og ráða Reykjavíkurborgar á auknu samráði við Reykjavíkurráð ungmenna. Jafnframt lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjóra frá 30. þ.m., sbr. samþykkt stjórnkerfisnefndar 15. s.m. um málið. R06030165
28. Lögð fram drög að samningi milli Reykjavíkurborgar og Sjómannadagsráðs/Hrafnistu, ódags., um byggingu þjónustuíbúða og þjónustukjarna við Sléttuveg í Fossvogi. R07050139
Borgarráð samþykkir samningsdrögin fyrir sitt leyti.
29. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 30. þ.m. þar sem lagt er til að Samtökum aldraðra verði gefið fyrirheit um byggingarrétt á lóð við Sléttuveg fyrir íbúðir fyrir aldraða. R04050005
Samþykkt.
30. Lögð fram umsögn stjórnkerfisnefndar frá 29. þ.m. um stofnun félagsins Miðborg Reykjavíkur, sbr. bréf skrifstofustjóra borgarstjóra, dags. 30. s.m. R07050002
Tillaga stjórnkerfisnefndar samþykkt með 6. atkv. gegn 1.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Fulltrúi Vinstri grænna telur stofnun Miðborgarfélags jákvæða en varar hins vegar við því að hverfisráð Miðborgar sé samhliða lagt niður. Með því munu íbúar Miðborgar ekki sitja við sama borð og íbúar annarra hverfa. Þá orkar mjög tvímælis að frjáls félagasamtök geti átt raunverulega möguleika á aðild að félaginu þar sem áhrif innan félagsins eru veltutengd. Heppilegra hefði verið að halda starfsemi hverfisráðs Miðborgar óbreyttri, um sinn a.m.k., meðan reynsla fæst af hinu nýja félagi. VG hefði stutt stofnun félagsins ef meirihlutinn hefði komið til móts við þessar athugasemdir.
Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Hagsmunir íbúa jafnt sem fyrirtækja í Miðborginni eru tryggðir í hinu nýja félagi Miðborgar. Góðar vonir eru um að félagið verði Miðborginni lyftistöng. Það verður öllum til hagsbóta, íbúum og öllum fyrirtækjum.
31. Margrét Sverrisdóttir leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Þegar umhverfisráð var á leið í kynnisferð til Ameríku, skömmu eftir áramót, lagði ég fram munnlega fyrirspurn til borgarstjóra í borgarráði um stöðu áheyrnarfulltrúa varðandi kynnisferðir til útlanda.
Engin svör hafa borist við þeirri fyrirspurn og er hún því ítrekuð og skriflegs svars óskað. R07020061
32. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í fréttum Sjónvarps þriðjudaginn 29. maí sl. lýsti borgarstjóri því yfir að hann vildi láta skoða lóðaúthlutanir Faxaflóahafna. Tilefni þessa virðist hafa verið að sex daga gömlu fyrirtæki, Kvikk, í eigu bróður borgarstjóra, hafði verið úthlutað atvinnulóð. Samkvæmt fréttinni er lóðin eina eign fyrirtækisins. Jafnframt sagði að dæmi væri um að félög sem fengju úthlutað atvinnulóðum væru seld að hluta eða í heild þannig að borgin gæti ekki nýtt forkaupsrétt sinn á viðkomandi lóðum þótt eðli uppbyggingarinnar á þeim breyttist. Þá var haft eftir borgarstjóra að á þessu svæði “kæmi ekki til greina” að landnotkun væri breytt úr hafnsækinni starfsemi í íbúabyggð.
Því er spurt:
1. Hver er ástæða þess að borgarstjóri telur ástæðu til að skoða lóðaúthlutanir Faxaflóahafna?
2. Að hvaða atriðum beinist sá grunur sem er tilefni sérstakrar skoðunar í ofangreindu máli?
3. Mun skoðun borgarstjóra beinast að tildrögum þess að viðkomandi aðili fékk lóðinni úthlutað eða mun hún beinast að viðskiptum viðkomandi fyrirtækis með lóðaréttindin, nema hvoru tveggja sé?
4. Mun skoðunin ná aðeins til úthlutunar þessarar lóðar eða allra lóðaúthlutana Faxaflóahafna?
5. Hvaða áhrif hefði það á verðmæti viðkomandi lóðar ef þetta svæði breyttist úr hafnsækinni starfsemi í íbúðabyggð?
6. Mun innri endurskoðun eða aðrir aðilar verða fengnir til verksins?
7. Hvernig samræmist yfirlýsing borgarstjóra um að “ekki komi til greina” að breyta landnotkun á svæðinu úr hafnsækinni starfsemi í íbúðabyggð:
a. stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar
b. málefnasamningi núverandi meirihluta
c. efni ráðstefnunnar Ný Örfirisey sem stýrihópur um endurskipulagningu þessa svæðið stendur fyrir síðar í dag? R06110089
33. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að kanna hvort bjóða megi Gavin Newsome borgarstjóra í San Fransisco til Reykjavíkur í tilefni af 10 ára afmæli Gay pride hátíðarhaldanna í Reykjavík sumarið 2008.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.R07050153
34. Afgreidd 3 útsvarsmál. R06010038
Fundi slitið kl. 12:05
Björn Ingi Hrafnsson
Árni Þór Sigurðsson Björk Vilhelmsdóttir
Dagur B. Eggertsson Gísli Marteinn Baldursson
Hanna Birna Kristjánsdóttir Kjartan Magnússon