No translated content text
Borgarráð
BORGARRÁÐ
Ár 2007, fimmtudaginn 3. maí, var haldinn 4978. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:40. Viðstaddir voru Árni Þór Sigurðsson, Björk Vilhelmsdóttir, Björn Ingi Hrafnsson, Dagur B. Eggertsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Jafnframt sat fundinn Margrét Sverrisdóttir.
Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis frá 24. apríl. R07010011
2. Lagðar fram fundargerðir innkauparáðs frá 4. og 18. apríl. R07010017
3. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 2. maí. R07010025
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
4. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 30. apríl. R07010028
5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 3 mál. R07040100
6. Lagt fram bréf lögfræðings borgarstjórnar frá 25. f.m. um fund Reykjavíkurráðs ungmenna og borgarfulltrúa 24. s.m., ásamt tillögu nr. 4 í fundargerð fundarins um aukið vægi ungmennaráðanna, sem vísað var ásamt greinargerð til borgarráðs. R06030165
Vísað til stjórnkerfisnefndar.
7. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 26. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 25. s.m., um auglýsingu að breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 1 við Fossaleyni. R05090116
Samþykkt.
8. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 26. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 25. s.m., um auglýsingu að breytingu á deiliskipulagi Spangarinnar. R07040127
Samþykkt.
9. Lögð fram drög frá 2. þ.m. að samningi milli hjúkrunarheimilisins Eirar og Reykjavíkurborgar um samstarf, samvinnu og verkaskiptingu vegna framkvæmda og rekstrar öryggisíbúða og þjónustu- og menningarmiðstöðvar í Spönginni í Grafarvogi. Jafnframt lögð fram svohljóðandi tillaga formanns borgarráðs:
Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi samning við Eir hjúkrunarheimili ses., um úthlutun byggingarréttar fyrir öryggisíbúðir í Spönginni og samstarf, samvinnu og verkaskiptingu vegna framkvæmda og rekstrar öryggisíbúða og þjónustu- og menningarmiðstöðvar í Spönginni í Grafarvogi.
Greinargerð fylgir tillögunni. R04030045
Frestað.
- Kl. 10.10 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir víkur af fundi.
10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 28. f.m. ásamt tillögu að almennum úthlutunarreglum íbúðahúsalóða í Reykjavík. R07040132
Frestað.
11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 28. f.m. um úthlutun lóða í Úlfarsárdal með nánar tilgreindum skilmálum. R07020072
Frestað.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hvaða forsendur liggja að baki lóðaverðinu?
Hvernig samrýmist lóðaverðið ákvæðum laga nr. 153/2006 um gatnagerðargjöld, einkum 4. og 10. gr.?
Hver er kostnaður borgarinnar við gatnagerð í hverfinu og hvernig standa tekjur af lóðaúthlutun undir þeim kostnaði?
Hver eru gatnagerðargjöld/lóðaverð við úthlutun í nágrannasveitarfélögum og að hvaða leyti eru þær reglur sem nú eru lagðar til, frábrugðnar þeim reglum sem þar gilda og þeim reglum sem gilt hafa í Reykjavík?
Í frétt frá borgaryfirvöldum kemur fram að héðan í frá er fyrirhugað að úthluta 1000 íbúðum í nýjum hverfum og 500 í eldri hverfum árlega. Óskað er eftir sundurliðun á þessum áformum, skipt á einstök svæði og ár.
12. Lagt fram bréf nema Listaháskóla Íslands frá 30. þ.m., um enduruppsetningu gamalla ljósastaura til fegrunar miðborgarinnar. R07040133
Vísað til framkvæmdaráðs.
13. Lagður fram dómur Héraðsdóms í máli nr. E7407/2006, Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. og Klasa hf. gegn eignarhaldsfélaginu Portus ehf. og Reykjavíkurborg. R06050055
14. Lagt fram bréf Ólafs H. Ólafssonar frá 24. f.m., þar sem hann f.h. skáksveitar Menntaskólans í Reykjavík óskar eftir kr. 150 þús. í ferðastyrk til að verja Norðurlandameistaratitilinn 2007. R07050001
Samþykkt.
15. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi drög að samningi við Reykjaprent ehf., kt. 700366-0149, um kaup Reykjavíkurborgar á fasteignum í eigu Reykjaprents ehf. að Grandagarði 2.
Greinargerð fylgir tillögunni. R07030093
Borgarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
Bókun borgarráðs:
Borgarráð fagnar því að ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa Alliance-húsinu að standa og breyta skipulagi þannig að það geti gengið eftir. Borgarráð fagnar því einnig að samningar hafi náðst um kaup borgarinnar á húsinu og reitnum til endursölu, þar sem tryggt verður að húsinu verður fullur sómi sýndur og borgin beri ekki kostnað af breytingunum.
16. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 2. þ.m. um fjárveitingu til samstarfsverkefnisins Youth in Europe - a Drug Prevention Programme. R07010166
Samþykkt.
17. Lögð fram umsókn framkvæmdastjóra Sorpu bs. frá 28. september 2005 um lóð fyrir endurvinnslustöð sem þjónað gæti Mosfellsbæ, Grafarholti og nyðri hluta Grafarvogs.
Borgarráðsfulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að sviðsstjóra framkvæmdasviðs og skipulagsstjóra verði falið að taka upp viðræður við ríkið um kaup eða langtímaleigu á landspildu úr Keldnaholti á móts við bensínstöð við Gagnveg í þeim tilgangi að koma þar fyrir móttökustöð Sorpu bs. R05090193
Samþykkt.
Jafnframt vísað til skipulagsráðs og hverfisráðs Grafarvogs.
18. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 2. þ.m. um stofnun félagsins Miðborg Reykjavíkur. R07050002
Vísað til umsagnar stjórnkerfisnefndar.
19. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í máli borgarstjóra á síðasta fundi borgarstjórnar 17. apríl kom fram að morguninn eftir myndi skýrsla um framtíð flugvallarins verða birt á vef samgönguráðuneytisins. Enn er hún óbirt. Því er spurt hverju þetta sæti og óskað eftir því að borgarfulltrúar fái skýrsluna án tafar. R01010003
Fundi slitið kl. 11:55
Björn Ingi Hrafnsson
Árni Þór Sigurðsson Björk Vilhelmsdóttir
Dagur B. Eggertsson Júlíus Vífill Ingvarsson
Hanna Birna Kristjánsdóttir Kjartan Magnússon