No translated content text
Borgarráð
BORGARRÁÐ
Ár 2007, fimmtudaginn 26. apríl, var haldinn 4977. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:30. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Björn Ingi Hrafnsson, Dagur B. Eggertsson, Gísli Marteinn Baldursson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson.
Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 16. apríl. R07010008
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 12. apríl. R07010009
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 11. apríl. R07010014
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 23. apríl. R07010016
5. Lögð fram fundargerð mannréttindanefndar frá 18. apríl. R07010020
6. Lagðar fram fundargerðir skipulagsráðs frá 18. og 25. apríl. R07010025
B-hluti fundargerðanna samþykktur.
7. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 20. apríl. R07010029
8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 16 mál. R07030186
9. Lagt fram samkomulag um rekstur Borgarleikhússins í Reykjavík, dags. 20. þ.m., milli Reykjavíkurborgar og Leikfélags Reykjavíkur ses. R07040092
Borgarráð samþykkti samninginn fyrir sitt leyti.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað:
Um leið og Leikfélagi Reykjavíkur er óskað til hamingju með blómlega starfsemi er því og fagnað að náðst hafa nýir samningar við Leikfélag Reykjavíkur (LR) á grunni samnings Reykjavíkurborgar og LR frá 2004. Traustur rekstur LR bendir til þess að þær skipulagsbreytingar sem gerðar voru á síðasta kjörtímabili og kjör nýrrar stjórnar hafi reynst farsælar og því er fagnaðarefni að þær hafi nú verið styrktar í sessi. Það hlýtur þó að vekja nokkra furðu að fulltrúar í menningar- og ferðamálaráði borgarinnar hafi fyrst frétt af þessari samningsgerð í fjölmiðlum við undirritun fullgerðra samninga, þrátt fyrir að skýr ákvæði samþykkta borgarinnar kveði á um að #GLráðið geri tillögur til borgarráðs varðandi samninga við Leikfélag Reykjavíkur.#GL Jafnvel þótt ákvæði samþykktanna væru ekki svona afgerandi þarfnast það sérstakra skýringa hvers vegna menningar- og ferðamálaráði og sérstaklega formanni þess er haldið utan við veigamikla samningagerð á sviði menningarmála.
10. Slökkviliðsstjóri og lögreglustjóri gerðu grein fyrir slökkvistarfi og rannsókn vegna bruna á horni Lækjargötu og Austurstrætis 18. þ.m. Lagt fram minnisblað slökkviliðsstjóra frá 19. s.m. varðandi málið. Jafnframt rætt um framtíðarskipulag lóðanna. R07040086
Borgarráð þakkar Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Lögreglu höfuðborgarsvæðisins góð störf og viðbrögð vegna brunans við Austurstræti og Lækjargötu 18. apríl sl. Gríðarlegt álag var á fjölda starfsfólks beggja þessara embætta og er öllu því fólki færðar bestu þakkir borgaryfirvalda, um leið og slökkviliðsstjóra og lögreglustjóra eru færðar sérstakar þakkir fyrir að leiða starfið á vettvangi.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Vinstri græn harma það tjón sem varð í brunanum í miðborg Reykjavíkur í síðustu viku. Mikil eftirsjá er að þeim menningarverðmætum sem urðu eldinum að bráð. Vinstri græn telja brýnt að breið samstaða takist um endurreisn húsanna sem brunnu og vara við að málið sé nýtt í pólitískum tilgangi. Jafnframt leggur VG áherslu á að endurbygging hinna sögufrægu húsa verði hraðað eins og kostur er. Vinstri græn leggja til að hið fyrsta verði hafin endurskoðun á skipulagssjóði og Húsverndarsjóði með það að markmiði að til verði öflugur uppkaupasjóður í þeim tilgangi að endurgera hús með menningar- og byggingarsöguleg gildi og koma þeim á nýjan leik í viðeigandi notkun. Til álita kemur að söluandvirði slíkra eigna, s.s. Fríkirkjuvegar 11, renni í slíkan sjóð.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað:
Bruninn í hjarta Reykjavíkur skilur eftir sig vandfyllt skarð. Góð samstaða virðist ríkja um það markmið að horn Austurstrætis og Lækjargötu kallist áfram á við söguna og birti mynd af hinu gamla andliti Reykjavíkur þrátt fyrir hinn sorglega bruna. Þetta er þeim mun mikilvægara þar sem norður af Lækjartorgi mun hið nýja og glæsilega svæði Tónlistar- og ráðstefnuhúss (TRH) byggjast upp á næstu árum. Er í því sambandi minnt á tillögu Samfylkingarinnar frá því síðastliðið sumar um að ráðist verði í endurnýjun Lækjartorgs í tengslum við niðurrif á Hafnarstræti 20 og uppbyggingu TRH. Hún er enn til umfjöllunar í skipulagsráði. Ástæða er til að horfa á allt umhverfi Lækjartorgs og torgið sjálft í þeirri skipulagsvinnu og enduruppbyggingu sem framundan er. Í því sambandi er minnt á tæplega tveggja ára gamla skipulagshugmynd fyrir Pósthússtrætisreitinn (Austurstræti-Lækjargata-Skólabrú-Pósthússtræti) sem þegar hefur verið kynnt hagsmunaaðilum. Þar er gert ráð fyrir að staðinn verði vörður um gömlu húsin á svæðinu en seinni tíma viðbyggingar víki fyrir sólskinstorgum inn á milli húsanna. Þau yrðu kærkomin viðbót við Austurvöll þegar vel viðrar. Mikilvægt er að skapa breiða samstöðu í samfélaginu og borgarstjórn um enduruppbyggingu og endurreisn götumyndarinnar við Austurstræti og Lækjargötu, endurnýjun Lækjartorgs og austurhluta Hafnarstrætis. Samfylkingin mun beita sér fyrir þessari framtíðarsýn og opnum faglegum vinnubrögðum í þeirri mikilvægu vinnu sem framundan er. Ekki er hins vegar ástæða til að gefa sér fyrirfram að Reykjavíkurborg þurfi að eignast byggingar á svæðinu til að uppbyggingin verði farsæl eða útiloka veitingastarfsemi í framtíðarnýtingu svæðisins.
- Kl. 10.17 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir víkur af fundi.
11. Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 20. þ.m. um styrkveitingar til nokkurra félaga og samtaka og að gengið verði frá samningum þar um í samræmi við þriggja ára áætlun. R05010174
Samningurinn við KFUM og K samþykktur með 6 samhljóða atkvæðum.
Erindið er að öðru leyti samþykkt.
12. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 20. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 18. s.m., um breytingu á deiliskipulagi lóða nr. 31 og 33 við Borgartún. R07010126
Samþykkt.
13. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 20. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 18. s.m., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi reits 1.140.0, Grófartorgi. R07040083
Samþykkt.
14. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 20. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 18. s.m., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Hádegismóa, fjölgun atvinnulóða á svæðinu. R07010145
Samþykkt.
15. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 12. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 11. s.m., um auglýsingu á breytingu á aðalskipulagi vegna fjölgunar íbúða á Hlíðarenda, Valssvæðinu. R04090120
Samþykkt.
16. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 20. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 18. s.m., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi á lóð Knattspyrnufélagsins Vals að Hlíðarenda, breytingin tekur til aukins byggingarmagns og breyttrar aðkomu. R04090121
Samþykkt.
17. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 12. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 11. s.m., um auglýsingu á breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 að breyttri landnotkun í austurhluta Spangarinnar við Borgarveg dags. 5. febr. 2007. R06070105
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað:
Á síðasta kjörtímabili hófst vinna við undirbúning Menningarmiðstöðvar í Spöng og eru allir sammála um nauðsyn slíkrar uppbyggingar. Lykilatriði er þó að rétt sé að málum staðið, vinnubrögð séu gagnsæ og ákvarðanir rekjanlegar og leitað sé hagstæðustu tilboða með útboðum enda er opinberum aðilum skylt að bjóða út framkvæmd af þessari stærðargráðu. Nú hafa loks fengist fram þau svör að bygging Menningarmiðstöðvarinnar verði boðin út en verkið ekki afhent hjúkrunarheimilinu Eir eða öðrum án útboðs. Það verður því að teljast til leifa frá fyrstu skrefum málsins að annars ágætur arkitekt Eirar sé að vinna skipulagið, á borgarlandi, án þess að lóðinni hafi verið úthlutað, og hanna Menningarmiðstöðina, án þess að nokkur hafi gengist við því að hafa ráðið Eir til verksins.
Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Það er ekki óeðlilegt við umrædda málsmeðferð og fullyrðingu í bókuninni þar að lútandi er því vísað á bug.
18. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 20. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 18. s.m., um auglýsingu á deiliskipulagi Nýlendureits, reitur 1.131. R07040084
Samþykkt.
19. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 20. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 18. s.m., um auglýsingu á deiliskipulagi svæðis neðan Sléttuvegar. R04100097
Samþykkt.
20. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 25. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um deiliskipulag Slippa- og Ellingsenreits. R06020069
Samþykkt.
21. Lögð fram umsögn umhverfissviðs frá 11. þ.m. um efnistöku af hafsbotni í Kollafirði, sbr. bréf Skipulagsstofnunar frá 19. f.m. R05110138
Borgarráð samþykkir umsögnina.
22. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Lagt er til að fulltrúum umhverfissviðs og skipulags- og byggingarsviðs verði falið að hefja viðræður við Skógræktarfélag Reykjavíkur um framtíðaraðstöðu félagsins samanber ofangreint.
Greinargerð fylgir tillögunni. R07040087
Samþykkt.
23. Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 23. þ.m., um fyrirspurn varðandi lóð til UMFÍ í hjarta borgarinnar, vísað til borgarráðs á fundi ÍTR s.d. Jafnframt lagt fram svar borgarstjóra dags. í dag. R03050171
24. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar frá 12. þ.m.:
Borgarráð ítrekar áhuga Reykjavíkurborgar á að þjónustumiðstöð borgarinnar fyrir Árbæ og Grafarholt verði staðsett í nýju framtíðarhúsnæði heilsugæslunnar í Árbæ sem senn mun rísa við Hraunbæ. Felur borgarráð framkvæmdasviði og velferðarsviði að óska eftir formlegum viðræðum þar um við ráðuneyti heilbrigðismála og framkvæmdasýslu ríkisins.
Greinargerð fylgir tillögunni. R05030157
Lögð fram svohljóðandi breytingartillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks:
Tillagan orðist svo:
Eftir að tillagan kom fram var útboð á framtíðarhúsnæði heilsugæslunnar hafið hjá Ríkiskaupum og í því útboði var ekki gert ráð fyrir starfsemi þjónustumiðstöðvar. Því er ekki um að ræða að Reykjavíkurborg geti komist inn í útboðið með starfsemi þjónustumiðstöðvar í huga. Hins vegar er skynsamlegt að kanna möguleika á sameiginlegu húsnæði og er framkvæmdasviði og velferðarsviði falið að taka upp viðræður þess efnis að útboði loknu.
Samþykkt.
25. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar frá 23. þ.m. yfir styrkumsóknir sem borist hafa til borgarráðs, alls 15 mál. R07010031
Borgarráð samþykkir að veita eftirfarandi styrki: Bandalag kvenna í Reykjavík kr. 250 þús., Kvikmyndafélag Íslands kr. 200 þús., Lögrétta, félag laganema við Háskólann í Reykjavík kr. 250 þús. og Karlakór Reykjavíkur kr. 1.500 þús. Styrkumsókn Leikskólans Laufásborgar vísað til umsagnar leikskólaráðs og styrkumsókn Listaháskóla Íslands vísað til umsagnar menningar- og ferðamálaráðs.
26. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða, ódags., sbr. samþykkt hverfisráðs Hlíða 2. þ.m., um málefni spilasala. R07010118
Borgarráð samþykkir að vísa erindinu til starfshóps um málefni spilasala og spilakassa.
27. Lagt fram bréf formanns hverfisráðs Vesturbæjar og framkvæmdastjóra Þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar frá 24. þ.m., vegna ónæðis sem nágrannar verslunarinnar 10-11 við Hjarðarhaga 45-47 verða fyrir að næturlagi. R07040095
Borgarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar skrifstofustjóra lögfræðiskrifstofu.
28. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 25. þ.m. um skipan 79 undirkjörstjórna vegna alþingiskosninga 12. maí nk. í Reykjavíkurkjördæmi suður og norður. Jafnframt er lagt til að borgarstjóra verði falið að skipa í kjörstjórnir í stað þeirra sem kunna að forfallast. R06090090
Samþykkt.
29. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 23. þ.m. um kjörskrá vegna alþingiskosninga 12. maí nk. Á kjörskrá eru 43.775 í suðurkjördæmi og 43.398 í noðurkjördæmi. R06090090
30. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Borgarráð samþykkir að fela borgarstjóra að skipa starfshóp til að endurskoða málsmeðferðarreglur vegna vínveitingaleyfa í ljósi nýrra laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.
Endurskoðunin lúti að breyttu hlutverki og aðkomu Reykjavíkurborgar að rekstrarleyfum veitingastaða, sem og því hvaða almennu skilyrði sé rétt að setja veitingastöðum í borginni varðandi hávaða, umgengni, öryggi, þrifnað o.s.frv.
Starfshópurinn skili niðurstöðum sínum fyrir 1. júní nk.
Greinargerð fylgir tillögunni. R07040089
Samþykkt.
31. Lagður fram úrskurður félagsmálaráðuneytis frá 18. þ.m. vegna ráðningar í stöðu sviðsstjóra velfeðarsviðs Reykjavíkurborgar. Jafnframt lagt fram minnisblað skrifstofustjóra lögfræðiskrifstofu, dags. 24. s.m. R06120038
32. Lagður fram undirritaður samningur, dags. 23. þ.m., milli Reykjavíkurborgar og Bandalags íslenskra listamanna R07040093
Samþykkt.
33. Lagt fram bréf hátíðarstjórnanda Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík frá 25. f.m. þar sem óskað er eftir styrk frá Reykjavíkurborg að upphæð 5,5 milljónum króna. R05080114
Vísað til umsagnar menningar- og ferðamálaráðs.
34. Lagt fram bréf formanns framtalsnefndar frá 8. f.m. um tillögu að breytingu á reglum borgarráðs um afgreiðslu umsókna einstaklinga um lækkun álagðs útsvars á grundvelli 25. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, sem samþykktar voru í borgarráði 16. júní 2005. Jafnframt lögð fram umsögn skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 27. s.m. um tillöguna. R04120169
Borgarráð samþykkir umsögnina.
35. Lögð fram ársskýrsla framtalsnefndar fyrir árið 2005. R04030111
- Kl. 12.15 víkur Gísli Marteinn Baldursson af fundi og Marta Guðjónsdóttir tekur þar sæti.
36. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í umfjöllun velferðarráðs og borgarráðs um áfangaheimili fyrir heimilislausa á Njálsgötu var boðað að staðsetning heimilisins og starfsemi yrði kynnt íbúum í nágrenninu. Að gefnu tilefni er spurt um það hvernig að þeirri kynningu hafi verið staðið. R07040022
37. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að stefnt verði að því að Alþjóðleg miðstöð um þróun hreinnar orku rísi í Vatnsmýri. Fyrsta skref að því marki verði úttekt á tækifærum og vaxtarmöguleikum slíkrar miðstöðvar.
Greinargerð fylgir tillögunni. R06010198
Vísað til umsagnar umhverfissviðs og Orkuveitu Reykjavíkur.
38. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að Reykjavíkurborg leggi áherslu á að vera áfram í farabroddi sem samstarfsaðili í þróun á nýjum eldsneytisgjöfum og vetnisknúnum farartækjum. Leitað verði áframhaldandi samstarfs við innlenda og erlenda aðila sem vilja vera leiðandi á þessu sviði á heimsvísu.
Greinargerð fylgir tillögunni. R04060016
Vísað til umsagnar umhverfissviðs, Orkuveitu Reykjavíkur og menningar- og ferðamálasviðs.
39. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að Reykjavíkurborg gangist fyrir ítarlegri úttekt á vísindalegum gögnum sem benda til að hækkunar sjávarborðs á næstu áratugum. Dregin verði upp mynd af horfum að þessu leiti og lagður grunnur að tillögum um hugsanleg áhrif og aðgerðir til að bregðast við hækkun sjávar vegna núverandi byggðar. Jafnframt verði lagður grunnur að áhættu- og kostnaðarmati, auk skynsamlegra viðmiða varðandi ýmsar hugmyndir að uppbyggingu á hafnar- og strandsvæðum auk róttækra hugmynda að frekari landfyllingum við borgarlandið. Til verksins verði fengnir færustu vísindamenn þjóðarinnar á þessum sviðum, sérfræðingar Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna. Stefnt verði að því að niðurstöðurnar nýtist við yfirstandandi endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur.
Greinargerð fylgir tillögunni. R06090260
Vísað til umsagnar skipulags- og byggingarsviðs, umhverfissvið og stjórnar Faxaflóahafna.
Fundi slitið kl. 12.35
Björn Ingi Hrafnsson
Hanna Birna Kristjánsdóttir Björk Vilhelmsdóttir
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Dagur B. Eggertsson
Marta Guðjónsdóttir Þorleifur Gunnlaugsson