Borgarráð - Fundur nr. 4976

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2007, fimmtudaginn 12. apríl, var haldinn 4976. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:40. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Árni Þór Sigurðsson, Dagur B. Eggertsson, Gísli Marteinn Baldursson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kjartan Magnússon, Marsibil Sæmundardóttir og Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Jafnframt sat fundinn Ásta Þorleifsdóttir.
Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð framtalsnefndar frá 27. mars. R07010006

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis frá 10. apríl. R07010011

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 2. apríl. R07010012

4. Lagðar fram fundargerðir innkauparáðs frá 7., 9. og 23. mars. R07010017

5. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 11. apríl. R07010025
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

6. Lagðar fram fundargerðir stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 23. janúar, 8. og 20. febrúar, 8. og 29. mars og 3. apríl. R07040030

7. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 26. mars. R07010028

8. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 30. mars. R07010029

9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 12 mál. R07030186

10. Lagt fram yfirlit stjórnsýslu- og starfsmannasviðs yfir embættisafgreiðslur umsókna um áfengisveitingaleyfi, dags. í dag, alls 4 mál. R07010077

11. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 29. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 28. s.m. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 1 við Grensásveg. R07040010
Samþykkt.

12. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 29. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 28. s.m. um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 15 við Skúlagötu.
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum, með þeirri breytingu að við skilyrði vegna breytingarinnar bætist:..:og /eða aðkomu er varða umrædda lóð og #GLnæsta nágrenni#GL.... R06110127

Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar óska bókað:

Við teljum eðlilegt að umsókninni sé vísað til starfshóps um bensínstöðvar og þar sem því er hafnað getum við ekki stutt umrætt mál.

13. Lagt fram bréf skrifstofustjóra lögfræðiskrifstofu frá 26. þ.m. varðandi endurgreiðslu kostnaðar vegna hönnunar sem gerð var fyrir Gefjunarbrunn 17-19, þar sem fyrra deiliskipulagi var breytt fyrir hverfi 4 í Úlfarsárdal við Gefjunnarbrunn og Ingunnarbrunn. R07020107
Samþykkt.

14. Lagt fram bréf formanns stjórnar Kirkjubyggingasjóðs frá 24. f.m. varðandi úthlutun styrkja úr Kirkjubyggingasjóði árið 2007. R05040032
Samþykkt.

15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 4. þ.m. um kaup á fasteign að Njálsgötu 74 fyrir heimilislausa Reykvíkinga. Jafnframt lagt fram kauptilboð, dags. 29. mars sl., minnisblað skrifstofustjóra velferðarsviðs frá 3. þ.m. og samstarfssamningur um stofnun og rekstur heimilis fyrir heimilislausa í Reykjavík, dags. 20. desember sl. R07040022
Samþykkt.

16. Lagður fram dómur Hæstaréttar, dags. 2. þ.m., í máli nr. 555/2006 Reykjavíkurborg gegn GT verktökum ehf. Jafnframt lagt fram minnisblað skrifstofustjóra lögfræðiskrifstofu frá 10. s.m. varðandi málið. R04100181

17. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli A-248/2007 frá 29. mars sl. R05020109

18. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 11. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi Reynisvatnsáss.
Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum. R07020085

19. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 29. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 28. s.m. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Tinda á Kjalarnesi. R07040012
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar óska bókað að þau samþykki auglýsingu með fyrirvara um endanlega afstöðu.

20. Borgarráð samþykkir að yfirkjörstjórnum Reykjavíkurkjördæma norður og suður verði falið að fara með verkefni yfirkjörstjórnar Reykjavíkurborgar í kjördæmum, sbr. 2. mgr. 15. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000.
Jafnframt samþykkir borgarráð að aðsetur yfirkjörstjórna Reykjavíkurkjördæmis suður verði á kjördag í Hagaskóla og í Ráðhúsi í Reykjavíkurkjördæmi norður. Talning atkvæða fari jafnframt fram í Hagaskóla og í Ráðhúsi. R06090090
Samþykkt.

21. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að hefja þegar í stað undirbúning kröfugerðar á hendur menntamálaráðuneytinu til endurgreiðslu á framlögum borgarinnar vegna tónlistarnáms nemenda á listbrautum í framhaldsskólum.

Greinargerð fylgir tillögunni. R06060039
Frestað.

- Kl. 11.00 vék Árni Þór Sigurðsson af fundi og Þorleifur Gunnlaugsson tók þar sæti.

22. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð ítrekar áhuga Reykjavíkurborgar á að þjónustumiðstöð borgarinnar fyrir Árbæ og Grafarholt verði staðsett í nýju framtíðarhúsnæði heilsugæslunnar í Árbæ sem senn mun rísa við Hraunbæ. Felur borgarráð framkvæmdasviði og velferðarsviði að óska eftir formlegum viðræðum þar um við ráðuneyti heilbrigðismála og framkvæmdasýslu ríkisins.

Greinargerð fylgir tillögunni. R05030157
Frestað.

23. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi tillögu:

Leitað verði eftir samvinnu við samkeppniseftirlitið og/eða önnur yfirvöld samkeppnismála um hvernig staðið verði vörð um samkeppnissjónarmið við skipulag og úthlutanir lóða. Leitað verði erlendra fyrirmynda í þessu efni og m.a. hugað að því hvernig búa skuli að slíkum úthlutunum í skilmálum skipulags og lóðaúthlutunum eða hvort koma þurfi til breytingar á lögum.

Greinargerð fylgir tillögunni. R07040039
Frestað.

24. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs, dags. í dag, sbr. samþykkt skipulagsráðs 11. þ.m., um auglýsingu deiliskipulag reits 1.184.0 við Bergstaðastræti.
Samþykkt.
Borgarráð beinir því jafnframt til skipulagsráðs að hafinn verði undirbúningur að skipulagi reitsins í heild.
Dagur B. Eggertsson vék af fundi við afgreiðslu málsins. R04050083

25. Afgreidd 2 útsvarsmál. R06010038

Fundi slitið kl. 11:15

Hanna Birna Kristjánsdóttir
Dagur B. Eggertsson Gísli Marteinn Baldursson
Kjartan Magnússon Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Marsibil Sæmundardóttir Þorleifur Gunnlaugsson