Borgarráð - Fundur nr. 4975

Borgarráð

BORGARRÁÐ

Ár 2007, fimmtudaginn 29. mars, var haldinn 4975. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:30. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Árni Þór Sigurðsson, Björk Vilhelmsdóttir, Björn Ingi Hrafnsson, Gísli Marteinn Baldursson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kjartan Magnússon og Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Jafnframt sat fundinn Anna Sigríður Ólafsdóttir.
Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð framtalsnefndar frá 13. mars. R07010006

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 19. mars. R07010008

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 8. mars. R07010009

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 8. mars. R07010013

5. Lögð fram fundargerð mannréttindanefndar frá 21. mars. R07010020

6. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 28. mars. R07010025
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

7. Lögð fram fundargerð stjórnar skipulagssjóðs frá 21. mars. R07010026

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 4 mál. R07020155

9. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 21. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d. um auglýsingu á breytingu að deiliskipulagi á Alþingisreit. R07030155
Samþykkt.

10. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 21. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um synjun breytingar deiliskipulags á lóð nr. 28 við Borgartún. R07010125
Borgarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsráðs.

11. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 21. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna Sogamýrar. R06100232
Samþykkt.

12. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 21. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um úthlutun styrkja úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur. R07030152
Samþykkt.

13. Lögð fram að nýju skýrsla Intellecta um úttekt og greiningu á skipulags- og byggingarsviði á skilvirkni og þjónustu ásamt tillögum að breytingum, dags. í febrúar 2007.

Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarstjóra:

Lagt er til að borgarráð samþykki eftirfarandi tillögur að breyttu skipulagi á starfsemi skipulags- og byggingarsviðs með hliðsjón af hjálagðri stjórnsýsluúttekt, sbr. fylgiskjal 1, og samþykki jafnframt tillögu að nýju skipuriti sviðsins, sbr. fylgiskjal 2:
1. Æðsti yfirmaður sviðsins beri starfstitilinn skipulagsstjóri í stað sviðsstjóra. Skipulagsstjóri fari jafnframt með hlutverk skipulagsfulltrúa skv. skipulags- og byggingarlögum.
2. Til verði starfsheitið aðstoðarskipulagsstjóri. Aðstoðarskipulagsstjóri verði jafnframt staðgengill skipulagsstjóra og yfirmaður deiliskipulagsdeildar skipulagsmála í umboði hans. Lagt er til að skipulagsstjóri fái heimild borgarráðs til að ráða tímabundið í stöðu aðstoðarskipulagsstjóra til eins árs.
3. Skrifstofa skipulags- og byggingarsviðs verði lögð niður en við taki stoðdeildirnar stjórnsýsla og lögfræði, fjármál og rekstur, þjónustuver og mannauðs-, gæða- og upplýsingamál.

Greinargerð fylgir tillögunni. R07030121
Samþykkt.

14. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að láta fara fram stjórnsýsluúttekt á umhverfissviði og framkvæmasviði, sambærilega við nýlega skoðun á skipulags- og byggingarsviði. R07030121
Frestað.

15. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 19. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 14. s.m. um synjun á styrki/niðurfellingu vegna fasteignagjalda til Sjálfsbjargar - landssambands fatlaðra, Byggingafélags námsmanna og Geðhjálpar fyrir árin 2005 og 2006. R07030110
Borgarráð samþykkir afgreiðslu velferðarráðs með 4 samhljóða atkvæðum.

16. Lagður fram kjarasamningur Múrarafélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar, dags. 19. mars 2007. R07030118

17. Lagður fram kjarasamningur Rafiðnaðarsambands Íslands og Reykjavíkurborgar, dags. 19. mars 2007. R07030117

18. Lagður fram kjarasamningur Reykjavíkurborgar og Samiðnar, sambands iðnfélaga f.h. aðildarfélaga, dags. 26. febrúar 2007. R07020158

19. Lagður fram kjarasamningur Verkstjórasambands Íslands og Reykjavíkurborgar, dags. 19. mars 2007. R07030116

20. Lagt fram bréf lögfræðings borgarstjórnar frá 27. þ.m. um skipan hverfiskjörstjórna í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður í komandi alþingiskosningum 12. maí nk. R06090090
Samþykkt.

21. Lagt fram bréf sviðsstjóra menntasviðs frá 23. þ.m., sbr. samþykkt menntaráðs 19. s.m. varðandi tillögu um að styrkir til einkarekinna skóla í Reykjavík verði hækkaðir, vegna nýrra álaga í formi fasteignaskatta og atvinnulóðarleigu skv. breytingu á lögum nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. R07030027
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

22. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 27. þ.m. vegna fyrirspurnar áheyrnarfulltrúa F-lista um Menningarmiðstöð í Grafarvogi og hæfisreglur í því sambandi, sbr. 39. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. mars sl. R04030045

23. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 28. þ.m., þar sem lagt er til að borgarstjórn samþykki að fela borgarráði að afgreiða til fullnaðar nánar tilgreind verkefni vegna alþingiskosninga, sem fram eiga að fara 12. maí n.k. R06090090
Samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:30

Björn Ingi Hrafnsson
Árni Þór Sigurðsson Björk Vilhelmsdóttir
Gísli Marteinn Baldursson Hanna Birna Kristjánsdóttir
Kjartan Magnússon Steinunn Valdís Óskarsdóttir