No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2007, fimmtudaginn 22. mars, var haldinn 4974. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.30. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Björn Ingi Hrafnsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon og Oddný Sturludóttir. Jafnframt sat fundinn Ásta Þorleifsdóttir.
Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 6. mars. R07010010
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis frá 2. mars. R07010011
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 7. mars. R07010014
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 15. mars. R07010016
5. Lögð fram fundargerð mannréttindanefndar frá 8. mars. R07010020
6. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 21. mars. R07010025
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
7. Lagðar fram fundargerðir stjórnar skipulagssjóðs frá 15. febrúar og 7. mars. R07010026
8. Lagðar fram fundargerðir stjórnar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 16. febrúar og 16. mars. R07010027
9. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 16. mars. R07010029
10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 19 mál. R07020155
11. Lagt fram yfirlit stjórnsýslu- og starfsmannasviðs yfir embættisafgreiðslur umsókna um áfengisleyfi, dags. í dag, alls 3 mál. R07010077
12. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 7. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á breytingu á tillögu að deiliskipulagi Grundarhverfis vegna lóðar fyrir hreinsistöð fráveitu. R06090313
Samþykkt.
13. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 15. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 14. s.m., um breytt deiliskipulag við Landakot. R06120071
Samþykkt.
14. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 19. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 14. s.m. um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi á reit 1.172.1, ásamt uppdráttum að skuggavarpi, vegna Laugavegs 33-35 og Vatnsstígs 4. R06060036
Borgarráð samþykkir með 6 atkvæðum gegn 1 að auglýsa deiliskipulagstillöguna.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúi F-lista óska bókað að þeir vísi til bókunar fulltrúa Vinstri grænna og F-lista á fundi skipulagsráðs 14. mars sl. Með sama hætti vísa borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks til bókunar fulltrúa Framóknarflokks og Sjálfstæðisflokks á sama fundi.
15. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 15. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 14. s.m., um auglýsingu á tillögu að breyttu á deiliskipulagi athafnasvæðis Halla, austan Vesturlandsvegar. R06080076
Samþykkt.
16. Rætt um Sundabraut og yfirlýsingu stjórnar Faxflóahafna sf. um aðkomu að lagningu hennar.
Borgarráð Reykjavíkur fagnar því frumkvæði stjórnar Faxaflóahafna sf. að lýsa yfir eindregnum áhuga og vilja fyrirtækisins til að koma að framkvæmdum við Sundabraut, fjármagna og leiða þær til lykta. Borgarráð minnir á, að við stofnun Faxaflóahafna sf. var það m.a. eitt af markmiðum eigenda fyrirtækisins að hraða gerð Sundabrautar. Þá lýsir borgarráð jafnframt yfir ánægju með jákvæð viðbrögð ráðherra ríkisstjórnarinnar við framkomnum hugmyndum Faxaflóahafna og væntir þess að málið komist nú á fulla ferð og framkvæmdir geti hafist sem allra fyrst. R04100023
17. Lögð fram skýrsla Intellecta um úttekt á skipulags- og byggingarsviði ásamt tillögum að breytingum, dags. í febrúar 2007.
Borgarstjóri leggur fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að borgarráð samþykki eftirfarandi tillögur að breyttu skipulagi á starfsemi skipulags- og byggingarsviðs með hliðsjón af hjálagðri stjórnsýsluúttekt, sbr. fylgiskjal 1, og samþykki jafnframt tillögu að nýju skipuriti sviðsins, sbr. fylgiskjal 2:
1. Æðsti yfirmaður sviðsins beri starfstitilinn skipulagsstjóri í stað sviðsstjóra. Skipulagsstjóri fari jafnframt með hlutverk skipulagsfulltrúa skv. skipulags- og byggingarlögum.
2. Til verði starfsheitið aðstoðarskipulagsstjóri. Aðstoðarskipulagsstjóri verði jafnframt staðgengill skipulagsstjóra og yfirmaður deiliskipulagsdeildar skipulagsmála í umboði hans. Lagt er til að skipulagsstjóri fái heimild borgarráðs til að ráða tímabundið í stöðu aðstoðarskipulagsstjóra til eins árs.
3. Skrifstofa skipulags- og byggingarsviðs verði lögð niður en við taki stoðdeildirnar stjórnsýsla og lögfræði, fjármál og rekstur, þjónustuver og mannauðs-, gæða- og upplýsingamál.
Greinargerð fylgir tillögunni. R07030121
Frestað.
18. Lagt fram bréf rektors Listaháskóla Íslands frá 7. þ.m., þar sem sótt er um lóð fyrir skólann. R03060016
Vísað til skrifstofustjóra framkvæmdasviðs.
19. Lagt fram bréf Fjáreigendafélags Reykjavíkur frá 7. þ.m. þar sem mótmælt er fyrirhuguðum fisflugvelli á Hólmsheiði í nágrenni Fjárborgar. R07030050
Vísað til umsagnar skipulagsráðs.
20. Lagt fram svar borgarstjóra frá 21. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Samfylkingar um húsnæðismál fyrir þjálfun alzheimersjúkra, sbr. 33. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. mars sl. R06090097
21. Lagt fram bréf aðstoðarsviðsstjóra framkvæmdasviðs frá 20. þ.m. varðandi fyrirspurn Kjartans Magnússonar um samanburð á malbiki og steinsteypu, sbr. 23. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. mars sl. R07030005
22. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra skipulagssjóðs frá 21. þ.m. um kaup Festa ehf. á fasteignunum að Hverfisgötu 30, 32, 32A, 32B, 34 og Laugavegi 17, bakhús, Laugavegi 19 og 19B, sbr. meðfylgjandi kaupsamning og yfirlýsingu. R07030100
Samþykkt.
23. Lagður fram úrskurður félagmálaráðuneytis frá 12. þ.m. vegna ráðningar í starf sviðsstjóra velferðarsviðs. R06120088
24. Lagður fram dómur Hæstaréttar, dags. 7. þ.m., í máli nr. 445/2006, Gullhamrar ehf. gegn Reykjavíkurborg. R05120028
25. Lagt fram bréf skrifstofustjóra lögfræðiskrifstofu frá 15 þ.m. varðandi bótakröfu vegna Brunnstígs 5. R02030134
Samþykkt.
26. Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 12. þ.m. varðandi viðauka við gildandi þjónustusamninga við ÍSÍ, ÍBR og UMFÍ. R07030056
Samþykkt. Færist af liðnum ófyrirséð.
27. Lagt fram undirritað samkomulag, dags. 11. þ.m., milli Reykjavíkurborgar og Íþróttafélags Reykjavíkur um uppbyggingu íþróttahúss á svæði félagsins í Suður-Mjódd. R06100065
Samþykkt.
28. Lagt fram bréf sviðsstjóra leikskólasviðs frá 12. þ.m. um lækkun fæðisgjalds í leikskólum í kjölfar lækkunar á virðisaukaskatti á matvæli. R07030065
29. Lagt fram minnisblað fjármálastjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 6. þ.m. varðandi breytingu á gjaldskrá frístundaheimila vegna virðisaukaskattslækkunar. R07030065
30. Rætt um framtíðarskipulag Fjölskyldu- og húsdýragarðs og Laugardals. R04070068
31. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 19. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 14. s.m. um styrkumsóknir Sjálfsbjargar - landssambands fatlaðra, Byggingafélags námsmanna og Geðhjálpar fyrir árin 2005 og 2006. R07030110
Frestað.
32. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar frá 20. þ.m. yfir styrkumsóknir sem borist hafa til borgarráðs, alls 4 mál. R07010031
Borgarráð samþykkir að veita eftirtöldum aðilum styrk sem hér segir:
Fríðuhúsi - dagvistun fyrir heilabilaða 3 mkr., Ljósinu 1 mkr., Vesturfarasetrinu 1 mkr. og Pólarleiðangri kr. 700 þúsund.
33. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs frá 16. þ.m. þar sem hann óskar eftir lausn úr starfi frá 31. júlí nk. R07030103
Samþykkt.
34. Lagt fram bréf stjórnar Félags Tónlistarmiðstöðvarinnar frá 15. þ.m., þar sem óskað er eftir samstarfssamningi við Reykjavíkurborg o.fl. R06030054
Vísað til athugunar sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs, sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs og forstöðumanns innri endurskoðunar.
35. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 20. þ.m.:
Borgarráð samþykkir að Reykjavíkurborg veiti 2.5 m.kr. til myndlistarmannsins Steingríms Eyfjörð vegna verkefnisins Lóan er komin, sem er yfirskriftin á þátttöku Íslands á Feneyjatvíæringnum í myndlist árið 2007. Framlagið skal jafnframt nýtast til að efla alþjóðlega kynningu á Reykjavík sem menningarborg og sýningu á verki listamannsins sem sett verður upp í Listasafni Reykjavíkur í ársbyrjun 2008. Jafnframt er lagt til að sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs og safnstjóra Listasafns Reykjavíkur verði falið að vera tengiliðir Reykjavíkurborgar við verkefnið og ber þeim að tryggja að framlagið nýtist Reykjavík svo sem fjallað er um í meðfylgjandi greinargerð.
Framlagið greiðist af liðnum ófyrirséð. R06060172
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.
36. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 20. þ.m. þar sem tilkynnt er að hann hafi þekkst boð Moskvuborgar og borgarstjórans hr. Yuri Luzhkov dagana 20.-24. júní nk. R06080102
37. Lögð fram svohljóðandi tillaga menntaráðs frá 19. þ.m., sbr. bréf sviðsstjóra menntasviðs frá 20. s.m.: R06090080
Menntaráð telur að hefja beri tilraunaverkefni um rekstur Reykjavíkurborgar á einum framhaldsskóla í borginni. Menntaráð leggur því til við borgarráð að hafnar verði þegar viðræður við menntamálaráðuneytið um þetta verkefni og að skipaður verði starfshópur með fulltrúum menntasviðs og menntaráðs í því skyni.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað:
Fulltrúar Samfylkingarinnar í borgarráði fagna tillögu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um að Reykjavíkurborg taki yfir rekstur á einum framhaldsskóla í borginni í tilraunaskyni, enda hafði Samfylkingin það á stefnuskrá sinni fyrir síðusu borgarstjórnarkosningar. Samfylkingin lagði til í upphafi þessa kjörtímabils að menntasvið hæfi könnun á því hvernig Reykjavíkurborg gæti gerst tilraunasveitarfélag um rekstur framhaldsskóla í borginni.
Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Á fjórða fundi nýs menntaráðs sem haldinn var 4. september sl. lagði fyrrverandi formaður ráðsins fram tillögu f.h. Samfylkingar þess efnis að hefja bæri þegar í stað viðræður við menntamálaráðuneytið um rekstur framhaldsskóla í Reykjavík. Þetta kom á óvart þar sem menntaráð hafði á fundi sínum aðeins hálfum mánuði áður sett á laggirnar starfshóp fagfólks til þess að skoða einmitt þetta mál og sveigjanleg skólaskil almennt. Tillaga Samfylkingar var þess vegna óþörf. Nú hefur starfshópurinn skilað niðurstöðum sínum og farið vandlega yfir þetta mál frá ýmsum hliðum bæði faglega og fræðilega. Meðal tillagna hópsins er að Reykjavíkurborg hefji tilraunaverkefni um rekstur framhaldsskóla.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað:
Erindisbréf starfshóps um sveigjanlegan námstíma grunnskóla kvað ekki á um að undirbyggja ætti yfirtöku á rekstri framhaldsskóla. Því var tillaga Samfylkingarinnar hvorki ótímabær né óþörf á fundi menntaráðs 4. september sl.
38. Lögð fram svohljóðandi tillaga stjórnkerfisnefndar, sbr. bréf skrifstofustjóra borgarstjóra frá 16. þ.m.:
Stjórnkerfisnefnd leggur til við borgarráð að starfsemi þjónustumiðstöðva flytjist undir stjórn velferðarsviðs og með þeim þeir starfsmenn sem heyra undir starfsemi þeirra. Velferðarsvið taki þar með yfir gildandi þjónustusamninga við menntasvið og íþrótta- og tómstundasvið. Yfirfærsla þjónustumiðstöðva komi til framkvæmda 2. maí nk. Starfsemi þjónustu- og rekstrarsviðs í Ráðhúsinu verði endurskoðuð í samræmi við skoðun á stjórnskipulagi Ráðhúss Reykjavíkur sem fram fer af hálfu borgarstjóra. R05030157
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:
Lagt er til að umsagnir við fyrirliggjandi tillögu verði fengnar frá þjónustu- og rekstrarsviði, þjónustumiðstöðvum, hverfaráðum og samstarfsaðilum í hverfunum til að sem flest og skýrust sjónarmið liggi fyrir við svo afdrifaríka ákvörðun sem hér er til umræðu.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Málsmeðferðartillagan felld með 4 atkvæðum gegn 3.
Tillaga stjórnkerfisnefndar samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað:
Það vekur sannarlega furðu að meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfsstæðisflokks skuli nú samþykkja að starfsemi þjónustumiðstöðva verði flutt undir stjórn velferðarsviðs. Svo virðist sem meirihlutinn sé með bundið fyrir augu og eyru þegar kemur að því að taka tillit til alls þess sem fram kemur í umsögnum þeim sem stjórnkerfisnefnd fékk frá fagráðum borgarinnar og bentu til óeiningar um þessa ráðstöfun. Í umræddum umsögnum er fjarri því að fagráð borgarinnar tali einum rómi um fyrirkomulag þjónustumiðstöðvanna. Í umsögn meirihluta leikskólaráðs segir “leikskólaráð telur það ekki til hagsbóta fyrir leikskóla borgarinnar að þau málefni leikskóla sem þjónustumiðstöðvar sinna nú verði flutt undir velferðarsvið”, menntaráð telur í sinni umsögn “eðlilegt að sérfræðiþjónusta grunnskóla heyri beint undir menntasvið” og loks segir í umögn ÍTR að eðlilegt sé að taka upp viðræður um sérstaka þjónustusamninga ef af breytingum verður. Ekki ríkti full eining innan meirihluta borgarstjórnar um hvernig þjónustu við borgarbúa skyldi háttað í ívitnuðum umsögnum. Hins vegar liggur fyrir að tillagan sem hér hefur verið afgreidd byggir ekki á umsögnum, faglegum rökum, hagsmunum borgarbúa eða skilningi á grundvelli hverfistengdrar grunnþjónustu. Það má ljóst vera að grundvöllur þjónustu borgarinnar er sátt og samstaða. Allar þjónustukannanir hafa staðfest mikla og vaxandi ánægju með þjónustumiðstöðvarnar. Hér eru hagsmunir borgarbúa í húfi og þarf því að útfæra allar breytingar í sátt við þá sem þjónustuna nota, sem hana veita og aðra samstarfsaðila. Þessir hagsmunir eiga að mati Samfylkingar og Vinstri grænna að vega þyngra en hagsmunir stjórnsýslunnar eða einstakra stjórnmálamanna. Samhengislaus afgreiðsla eins og hér liggur fyrir gefur ástæðu til að ætla að hagsmunir borgarbúa séu ekki hafðir að leiðarljósi í nálgun meirihlutans. Níu mánuðir eru liðnir síðan meirihlutinn hunsaði sömu hagsmuni með því að rjúfa leikskólana úr samhengi menntamála í borginni og er full ástæða til að ætla að vegferð yfirgangs og ómálefnalegrar aðferðar sé engan veginn lokið á vegum meirihluta borgarstjórnar.
Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Með flutningi þjónustumiðstöðva frá þjónustu- og rekstrarsviði til Velferðarsviðs er ekki verið að vega að því góða starfi sem þar hefur verið unnið. Þvert á móti stendur til að efla það starf sem unnið er inni á þjónustumiðstöðvunum, í þeim anda sem þar hefur ríkt; með fólkinu en ekki fyrir fólkið, eins og það hefur verið orðað. Úttekt Invis ehf. leiðir í ljós þá annmarka sem eru við núverandi fyrirkomulag þar sem ábyrgð og stefnumótun þjónustunnar er ekki á sömu hendi og ákvarðanataka og framkvæmd hennar. Eins og fram kemur í umsögn velferðarráðs, dags. 22. janúar 2007, um úttekt Invis ehf. er tekið undir þær tillögur í skýrslunni að þjónustumiðstöðvar verði færðar undir velferðarsvið og að sviðið taki yfir þá þjónustusamninga sem í gildi eru við menntasvið og íþrótta- og tómstundasvið. Um 88#PR af framlögum fagsviða til þjónustumiðstöðva koma frá velferðarsviði vegna velferðarverkefna sem velferðarráð ber ábyrgð á. Með núverandi fyrirkomulagi þar sem þjónustumiðstöðvar framkvæmda þjónustu fyrir fagsvið borgarinnar og að stærstum hluta fyrir velferðarsvið, fer ábyrgð á þjónustunni og framkvæmd ekki saman. Mikilvægt er að breytingarnar verið unnar í nánu samráði við sviðsstjóra þeirra sviða sem eiga aðild að þjónustumiðstöðvunum; leikskólasvið, íþrótta- og tómstundasvið og menntasvið. Einnig er augljóst að sviðsstjóri þjónustu- og rekstrarsviðs sem hefur með glæsibrag byggt upp það góða starf sem unnið er á þjónustumiðstöðvunum mun koma að þessu breytingarferli.
Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna óska bókað:
Það getur ekki talist eðlilegt að stjórnkerfisnefnd feli borgarstjóra einum að endurskoða stjórnskipulag Ráðhússins og þar með framtíð þjónustu- og rekstrarsviðs. Samkvæmt erindisbréfi hefur stjórnkerfisnefnd það hlutverk að fjalla um stjórnkerfi Reykjavíkurborgar og á að gera tillögur til borgarstjóra er lúta að þeim málefnum.
Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Borgarstjóri er æðsti embættismaður borgarinnar og starfsmannamál eru því að sjálfsögðu á hans borði í umboði borgarráðs og borgarstjórnar. Meiriháttar breytingar á stjórnskipulagi borgarinnar verða hins vegar að sjálfsögðu ræddar og afgreiddar á vettvangi stjórnkerfisnefndar og borgarráðs á síðari stigum.
39. Áheyrnarfulltrúi F-listans leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Borgarstjóri sem er jafnframt stjórnarformaður Eirar og hefur sagt sig frá máli Menningarmiðstöðvar í Grafarvogi til að sitja ekki beggja megin borðs. Því er spurt hvort ekki sé eðlilegt að Ragnar Sær Ragnarsson formaður hverfisráðs Grafarvogs, sem er jafnframt framkvæmdastjóri THG, víki sæti við alla meðferð málsins. Þá er spurt hvort ekki sé eðlilegt í þessari stöðu að stöðva alla hönnunarvinnu við hönnun menningarmiðstöðvar meðan að hverfisráð fær málið til óháðrar umfjöllunar.
Greinargerð fylgir fyrirspurninni. R04030045
- Kl. 12.45 víkur Hanna Birna Kristjánsdóttir af fundi og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson tekur þar sæti.
40. Lagt fram bréf skrifstofustjóra lögfræðiskrifstofu frá 15. þ.m. ásamt drögum að samkomulagi milli Reykjavíkurborgar og Háspennu ehf. vegna húsnæðiskaupa í Mjóddinni. R06120103
Samþykkt með 3 atkvæðum gegn 1.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Kjartan Magnússon sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað:
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í borgarráði fagna því að Reykjavíkurborg hafi komist að samningi við Háspennu ehf. um að ekki verði af opnun spilasalar í Mjóddinni. Hins vegar áteljum við harðlega að hluti umrædds samnings felist í að því að afhenda Háspennu afar verðmæta byggingarlóð við Starhaga, en samkvæmt skipulagi má eingöngu byggja íbúðarhús á umræddri lóð. Niðurstaðan hefur á sér yfirbragð geðþóttaákvarðana.
Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Því er fagnað að tekist hefur að koma í veg fyrir opnun stórs spilasalar í hjarta verslunar- og þjónustumiðstöðvar í Mjódd. Spilasalur í hjarta Mjóddarinnar hefði mjög alvarlegar afleiðingar fyrir eflingu Mjóddarinnar sem miðstöðvar fyrir verslun, þjónustu og margskonar fjölskyldustarfsemi. Þessi niðurstaða er í fullu samræmi við óskir þúsunda Breiðhyltinga og annarra Reykvíkinga. Þessi niðurstaða tekur ennfremur mið af samhljóða bókun borgarráðs um þetta efni. Það hvort fébætur til Háspennu, sem reka spilakassa í umboði stjórnar Happdrættis Háskóla Íslands, eru greiddar með peningum eða afhendingu lóðar, sem metin er á ákveðnu verði; sem er í samræmi við þær fébætur sem greiða þarf, skiptir ekki máli varðandi niðurstöðu málsins. Lóðina, sem er samkvæmt samþykktu deiliskipulagi, má eingöngu nýta til byggingar íbúðarhúsnæðis. Það er alls ekki einsdæmi að borgin hafi afhent lóðir til uppgjörs vegna skaðabóta, sem borginni hefur borið að inna af hendi.
41. Lagður fram stofnsamningur Lánsjóðs sveitarfélaga ohf., dags. í mars 2007 R05010143
Borgarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
Fundi slitið kl. 13:00
Björn Ingi Hrafnsson
Björk Vilhelmsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Kjartan Magnússon Oddný Sturludóttir
Svandís Svavarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson