Borgarráð - Fundur nr. 4970

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2007, fimmtudaginn 15. febrúar, var haldinn 4970. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.35. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Árni Þór Sigurðsson, Björk Vilhelmsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kjartan Magnússon, Marsibil Sæmundardóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Jafnframt sat fundinn Margrét Sverrisdóttir.
Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 11. janúar. R07010009

2. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 7. febrúar. R07010017

3. Lögð fram fundargerð mannréttindanefndar frá 7. febrúar. R07010020

4. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 14. febrúar.
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur. R07010025

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál. R07010208

6. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 12. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 7. s.m., um breytingu á deiliskipulagi á lóð nr. 6 við Fylkisveg, íþróttasvæði Fylkis. R06110129
Samþykkt.

7. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 8. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs frá 7. s.m. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi að Skútuvogi 8. R07020084
Samþykkt.

8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 8. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 7. s.m., um breytingu á deiliskipulagi Lýsisreits, reitur 1.520. R06110175
Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Það vekur furðu að sjá að í fjárhagsáætlun 2007 er ekki gert ráð fyrir fjárveitingu í hjúkrunarheimli í Vesturbæ miðað við yfirlýsingar borgarsjóra um málefni eldri borgara við fjárhagsáætlun. Er meirihlutinn hættur við eða búinn að slá á frest framkvæmdum við hjúkrunarheimili á Lýsislóð?

Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi svar:

Eins og borgarráðsfulltrúum Samfylkingar ætti að vera ljóst var undirrituð sameiginleg yfirlýsing heilbrigðisráðuneytis, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar um byggingu hjúkrunarheimilis á Lýsislóð 22. maí 2006. Í 3. gr. samkomulagsins er gert ráð fyrir að framkvæmd verksins hefjist í byrjun ársins 2008. Undirbúningur að byggingu þessa hjúkrunarheimilis hefur dregist verulega á undanförnum árum m.a. vegna þess að endanlegt skipulag hefur ekki legið fyrir. Í 3ja ára áætlun 2008-2010 verður gert ráð fyrir fjárframlögum til byggingar hjúkrunarheimilis á Lýsislóðinni, en Reykjavíkurborg greiðir 20#PR af stofnkostnaði.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað:

Í þriggja ára áætlun 2007-2009 gerði Reykjavíkurlistinn ráð fyrir fjárveitingum í hjúkrunarheimili á Lýsislóð á árinu 2007. Furðu vekur að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks skuli hafa slegið málinu á frest og tekið þessa fjárveitingu út úr fjárhagsáætlun 2007.

Borgarstjóri óskar bókað:

Ljóst er að allar 3ja ára áætlanir um rekstur, framkvæmdir og fjármál borgarinnar hafa verið meira og minna marklaus plögg, m.a. hvað varðar uppbyggingu hjúkrunarheimila á síðustu árum. T.d. hafði engin hönnunarundirbúningur farið fram á hjúkrunarheimili á Lýsislóð í lok valdatíma R-listans. Þrátt fyrir að í 3ja ára áætlun 2006-2008, sem R-listinn bar ábyrgð á og gert var ráð fyrir framlagi til byggingar hjúkrunarheimilis á Lýsislóð árið 2006, var nánast engum fjármunum varið til verksins. Það sama átti sér stað varðandi uppbyggingu hjúkrunarheimils í Mörkinni.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað:

Borgaryfirvöld hafa á síðustu árum lagt til hliðar fjármuni til uppbyggingar hjúkrunarheimila, bæði varðandi Sogamýri og Lýsislóð. Það veit borgarstjóri og ómerkilegt að halda öðru fram. Það að taka út fjármuni til hjúkrunarheimilis á Lýsislóð á árinu 2007 er sérkennilegt í ljósi fagurra orða um uppbyggingu í þágu aldraðra.

Borgarstjóri óskar bókað:

Samkvæmt upplýsingum frá fjármálastjóra voru engir sérstakir fjármunir lagðir til hliðar vegna þessara verkefna.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað:

Því er mótmælt harðlega að fjármunir hafi ekki verið lagðir til hliðar. Í fjárhagsáætlunum 2006 og 2007 voru fjármunir eyrnamerktir þessari uppbyggingu. Að halda öðru fram er útúrsnúningur. Eftir þessar umræður stendur það upp úr að fjármunir voru teknir úr fjárhagsáætlun vegna Lýsislóðar og allt sem tengist áformum um uppbyggingu annarra hjúkrunarheimila er vægast sagt undarlegt.

9. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 8. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 7. s.m., um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi að Holtavegi 10. R06120106
Samþykkt.

10. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 8. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 7. s.m., um auglýsingu á breytingu á aðalskipulagi og svæðisskipulagi vegna nýs íbúðarsvæðis norðan Reynisvatnsvegar vestan Reynisvatnsáss. R07020085
Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.

11. Borgarstjóri leggur fram svohljóðandi tillögu:

Fyrirkomulag samninga við hverfisblöð hafa verið til skoðunar en á síðasta kjörtímabili voru það hverfisráðin sem tóku afstöðu til samninga við hverfisblöð í borginni. Borgarráð er hér með upplýst um að niðurstaða þeirrar skoðunar er þessi:
Hver þjónustumiðstöð fái 400 þús. á árinu 2007 til að standa að kynningarmálum innan síns þjónustusvæðis. Borgarstjóri hvetur til þess að þjónustumiðstöðvarnar geri samninga við hverfisblöð um kynningarnar, þar sem það á við.
Lagt er til að borgarráð samþykki að kostnaðurinn, samtals kr. 2.400.000, verði tekinn af styrkjalið borgarráðs enda hefur fjárveiting sem áður var til ráðstöfunar hjá hverfisráðunum verið færður á styrki borgarráðs í áætlun ársins. R07010056

Samþykkt.

12. Borgarráð samþykkir að veita íbúasamtökum í Reykjavík árlega styrki að upphæð 100 þús kr. Til viðbótar komi greiðsla sem nemur 10 krónum á hvern íbúa á starfssvæði íbúasamtakanna. Íbúasamtök sem setja sér lög, halda auglýstan aðalfund sem er opinn öllum íbúum á tilteknu svæði, kjósa sér stjórn og skila ársreikningi geta sótt um styrki til borgarráðs í upphafi starfsárs. Miðað er við að starfssvæði íbúasamtaka taki mið af starfssvæði hverfisráða, sbr. samþykkt um hverfisráð frá 4. apríl 2007, með síðari breytingum.

Greinargerð fylgir samþykktinni. R07010048
Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað:

Fulltrúar Samfylkingarinnar fagna ákvörðun borgarráðs um styrki til íbúasamtaka og samninga við hverfisblöð. Fulltrúar Samfylkingarinnar hafa ítrekað bent á mikilvægi samstarfs borgaryfirvalda við íbúasamtök sem nú er viðurkennt í verki með þessari samþykkt.

13. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna:

Borgarfulltrúar Vinstri grænna leggja til að Borgarstjórn Reykjavíkur bregðist nú þegar við upplýsingum sem fram koma í nýrri skýrslu um loftslagsmál með því að stofna þverpólitískan starfshóp, loftslagsráð Reykjavíkurborgar, stjórnmálamanna og embættismanna í Reykjavík til að meta og endurskoða allar áætlanir borgarinnar í skipulags-, umhverfis- og samgöngumálum. Ráðið verði stofnað með það fyrir augum að unnt verði að hefjast nú þegar handa við að draga stórlega úr losun gróðurhúsalofttegunda í Reykjavík og bæta þannig umhverfi og vellíðan borgarbúa.

Greinargerð fylgir tillögunni. R07020051
Vísað til umhverfisráðs.

14. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 5. þ.m. um stofnun Skákakademíu Reykjavíkur:

Lagt er til að borgarráð samþykki að sett verði á laggirnar sjálfseignarstofnun, Skákakademía Reykjavíkur, sem vinni að eflingu skáklistarinnar í borginni með það að markmiði að Reykjavík verði orðin Skákhöfuðborg heimsins árið 2010. Skákakademía Reykjavíkur annist stefnumótun og framkvæmd í samráði við Skáksamband Íslands, skákfélögin í Reykjavík, grunnskóla í borginni, félagasamtök, einstaklinga og fyrirtæki. Framlag Reykjavíkurborgar til undirbúnings og stofnunar Skákakademíu Reykjavíkur verði kr. 3.000.000 en leitað verði þátttöku annarra þannig að heildarstofnfé nemi um kr. 20.000.000. Kostnaði Reykjavíkurborgar verði mætt með framlagi af #GLStyrkjum á vegum borgarráðs 09301#GL. Þá samþykkir borgarráð að verkefnisstjóri verði ráðinn til 6 mánaða til þess að undirbúa stofnun Skákakademíu Reykjavíkur ásamt starfshópi skipuðum fulltrúum menntaráðs og ÍTR, fulltrúa frá Skáksambandi Íslands og einum stórmeistara. Borgarstjóra verði falið að ráða verkefnisstjóra, skipa starfshópinn og leita eftir stofnframlögum frá samtökum og fyrirtækjum.

Greinargerð fylgir tillögunni. R07020021
Samþykkt.

15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Hjúkrunarheimilisins Eirar frá 8. þ.m., þar sem óskað er eftir tilnefningu frá Reykjavíkurborg í fulltrúaráð sjálfseignarstofnunarinnar Eirar, 7 fulltrúar og 4 til vara. R03020069
Borgarráð samþykkir að tilnefna eftirtalda aðila í fulltrúaráð Eirar:
Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, Jórunni Frímannsdóttur, Sif Sigfúsdóttur, Stellu K. Víðisdóttur, Kristínu A. Árnadóttur, Stefán Jóhann Stefánsson og Þorleif Gunnlaugsson. Til vara: Þorbjörgu Vigfúsdóttur, Ellý Þorsteinsdóttur, Björk Vilhelmsdóttur og Margréti Sverrisdóttur.

16. Lögð fram að nýju skýrsla Ríkisendurskoðunar um fjármál Byrgisins, dags. í janúar 2007.

- Kl. 10.20 tekur Júlíus Vífill Ingvarsson sæti á fundinum og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir víkur af fundi.

Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingar:

Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar leggja til að borgarráð feli stjórnkerfisnefnd að taka kröfur, vinnuferla og eftirlit, þar sem borgin felur utanaðkomandi aðilum að sinna þjónustu sem er lögboðið verkefni sveitarfélaga, til gagngerrar endurskoðunar og leggja tillögur til úrbóta fyrir borgarráð hið fyrsta.

Lögð fram svohljóðandi frávísunartilaga borgarráðsfulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks:

Samkvæmt erindisbréfi borgarstjóra fyrir stjórnkerfisnefnd frá 30. júní sl. er hlutverk nefndarinnar að fjalla um stjórnkerfi Reykjavíkurborgar, þ.m.t. um verkefni nefnda og ráða, hafa frumkvæði að tillögum um breytingar og meta hugmyndir sem til hennar er vísað. Stjórnkerfisnefnd gerir tillögur til borgarstjóra í málefnum sem lúta að verksviði hennar. Tillaga Vinstri grænna og Samfylkingar fjallar hins vegar um að fela nefndinni að endurskoða kröfur, vinnuferla og eftirlit, þar sem borgin felur utanaðkomandi aðilum að sinna þjónustu vegna lögboðinna verkefna sveitarfélaga. Málið heyrir því á engan hátt undir stjórnkerfisnefnd og er tillögunni vísað frá.

Frávísunartillagan samþykkt með 4 atkv. gegn 3.

Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar:

Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar leggja til að borgarráð feli vinnuhóp að taka kröfur, vinnuferla og eftirlit, þar sem borgin felur utanaðkomandi aðilum að sinna þjónustu sem er lögboðið verkefni sveitarfélaga, til gagngerrar endurskoðunar og leggja tillögur til úrbóta fyrir borgarráð hið fyrsta.

Tillagan felld með 4 atkv. gegn 3.

Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:

Borgarráð samþykkir að fela innri endurskoðun að gera úttekt á framkvæmd reglna um styrki og samstarfssamninga og hvernig eftirfylgni sé háttað. Innri endurskoðun komi með ábendingar og tillögur um hvað betur megi fara.

Tillaga borgarstjóra samþykkt. R07010071

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:

Það er afar mikilvægt að skjótt sé brugðist við þeim aðstæðum sem upp hafa komið í kjölfar frétta um ofbeldi í Byrginu og Breiðavík. Vinstri græn leggja ríka áherslu á að þeim einstaklingum sem orðið hafa fyrir ofbeldi verði þegar í stað boðin viðeigandi aðstoð til að takast á við það álag sem þeir hafa orðið fyrir. Viðbrögð borgarstjóra til þessa eru jákvæð en ekki má gera lítið úr því mikla álagi sem fjölmiðlaumræðan nú er til viðbótar við annað álag sem ofbeldinu hefur fylgt.

17. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Samfylkingar frá 6. þ.m.:

Óska eftir því að upplýsingar um stöðu vetnisverkefnisins og önnur verkefni sem lúta að þróun þekkingar á hreinni orku sem Reykjavíkurborg, Orkuveita Reykjavíkur og Strætó bs. hafa komið að, auk upplýsinga um fyrirhuguð næstu skref á þessu sviði, ef þeim er til að dreifa. R04060016

18. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra fjármálasviðs frá 29. f.m. um breytingar sem gerðar hafa verið á innra skipulagi fjármálasviðs, ásamt bréfi sama aðila frá 13. þ.m. R07010244

19. Lagt fram bréf sviðsstjóri fjármálasviðs frá 13. þ.m. varðandi fjárhagsáætlun 2006. R06080092
Samþykkt.

20. Lagt fram bréf Minjaverndar frá 12. þ.m. ásamt leigusamningi milli Reykjavíkurborgar og Minjaverndar hf. um hluta húseignarinnar Aðalstræti 10. R05010198
Frestað.

21. Lagt fram bréf ritara menningar- og ferðamálaráðs frá 12. þ.m. ásamt samningi milli menningar- og ferðamálasvið og SPRON um myndlistarlán til almennnings, sbr. samþykkt menningar- og ferðamálaráðs s.d. Samþykkt. R04060197

Borgarráð lýsir yfir sérstakri ánægju sinni með að samningar hafi tekist um listaverkalán til almennings og framhald geti því orðið af þessu mikilvæga verkefni.

22. Lagt fram svar sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs, dags. í dag, við fyrirspurn F-listans um hvort og þá hvenær, sé fyrirhugað að gera áhættumat vegna fyrirhugaðrar byggðar á uppfyllingu í Örfirisey. R06090260

23. Lagt fram samkomulag Reykjavíkurborgar og Háskólans í Reykjavík um ráðstöfun á landi undir starfsemi HR, dags. 13. febrúar 2007. R07020086
Borgarráð samþykkir samkomulagið fyrir sitt leyti.

24. Lögð fram yfirlýsing Háskóla Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar um samstarf til að efla HR. R07020086

25. Lögð fram samstarfsyfirlýsing Orkuveitu Reykjavíkur og Háskólans í Reykjavík um orkurannsóknarsetur, dags. 13. febrúar 2007. R07020087

26. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að fela borgarstjóra að vinna aðgerðaáætlun til að koma til móts við athugasemdir og ábendingar í skýrslu Evrópunefndarinnar gegn kynþáttafordómum og skorti á umburðarlyndi, ECRI (The European Commission against Racism and Intolerance) og varðað geta Reykjavík og Reykvíkinga sérstaklega. Áætlunin verði unnin í samráði við þau ráð er málið varðar helst, s.s. velferðarráð, menntaráð, leikskólaráð, íþrótta- og tómstundaráð og mannréttindanefnd, og verði lögð fyrir borgarráð fyrir 1. maí nk.

Greinargerð fylgir tillögunni. R07010252
Frestað.

27. Lagt fram bréf Dags B. Eggertssonar, dags. í dag, þar sem tilkynnt er að hann hefji töku feðraorlofs frá og með deginum í dag til loka marsmánaðar. Á meðan á orlofinu stendur tekur Steinunn Valdís Óskarsdóttir við oddvitahlutverki í borgarstjórnarflokki Samfylkingarinnar og sæti í stjórn skipulagssjóðs, Björk Vilhelmsdóttir tekur fast sæti í borgarráði og sæti í stjórnkerfisnefnd. Sigrún Elsa Smáradóttir tekur sæti í borgarstjórn sem borgarfulltrúi. R07020062
Samþykkt að því er varðar stjórnkerfisnefnd. Vísað til borgarstjórnar varðandi skipulagssjóð.

28. Rætt um framkvæmdir Kópavogsbæjar í Heiðmörk. R07020100

Bókun borgarráðs.

Borgarráð harmar þau vinnubrögð og þær óleyfisframkvæmdir sem unnar hafa verið af verktökum Kópavogsbæjar í Heiðmörk. Reykjavíkurborg stöðvaði framkvæmdir sl. föstudag, enda hafði framkvæmdaleyfi ekki verið veitt. Borgarráð áréttar nauðsyn þess að um þetta mikilvæga útivistarsvæði sé farið með sérstakri gætni og virðingu. Það virðist því miður ekki hafa verið gert í þessu tilviki og er borgarráð sammála um að leita, í samráði við Skógrækt Reykjavíkur, allra leiða til að lágmarka þann skaða sem unninn hefur verið á svæðinu.

29. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi tillögu:

Lagt er til að matsáætlun um annan áfanga Sundabrautar verði kynnt í samráðshópi um Sundabraut og hverfsráðum Grafarvogs og Kjalarness. R04100023

Frestað.

30. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

1. Hvenær stendur til að leggja fram ofangreinda viljayfirlýsingu og leiðrétta þau mistök að hún hafi einnig falið í sér byggingu menningarmiðstöðvar?
2. Hver vann þarfagreiningu að mennigarmiðstöð í Grafarvogi sem nú er unnið eftir og í samráði við hverja?
3. Hver tók ákörðun um að fela Eir að hanna og teikna menningarmiðstöð í Grafarvogi?
4. Er ætlunin að bjóða byggingu menningarmiðstöðvarinnar út með teikningum Eirar?
5. Hvers vegna var ekki efnt til samkeppni um útlit og hönnun menningarmiðstöðvarinnar?
6. Hver er áætlaður kostnaður við byggingu menningarmiðstöðvar í Grafarvogi? Hvenær er áætlað að bygging menningarmiðstöðvarinnar verið boðin út?
7. Hefur verið tekin ákvörðun um að semja beint við Eir um byggingu menningarmiðstöðvar í Grafarvogi eða einstaka þætti í undirbúningi þess án þess að það hafi verið lagt fyrir innkaupa- eða borgarráð? Ef svo er, er óskað eftir afritum slíkra samninga.

Greinargerð fylgir fyrirspurninni. R04030045

Áheyrnarfulltrúi F-lista óskar bókað:

Áheyrnarfulltrúi F-lista vísar í fyrirspurn í menningar- og ferðamálaráði svohljóðandi:
F-listinn óskar skýringa á fyrirkomulagi menningarmiðstöðvar í Grafarvogi. Íbúar í Grafarvogi hafa bundið miklar vonir við fyrirhugaða menningarmiðstöð í Grafarvogi í líkingu við Gerðuberg en hvergi í hverfinu er aðstaða til tónleika eða myndlistasýninga. Í þeim tillögum sem nú liggja fyrir um að menningarmiðstöðin verði hluti af húsnæði Eirar, húsnæði fyrir eldri borgara er ekki fyllilega gert ráð fyrir rými til menningartengdra viðburða. Óskað er skriflega skýringa á fyrirhuguðu fyrirkomulagi menningarmiðstöðvar í Grafarvogi.

31. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi tillögu:

Lagt er til að fyrirliggjandi þarfargreining fyrir menningarmiðstöð í Spöng verði kynnt í menningar- og ferðamálaráði, framkvæmdaráði og hverfisráði Grafarvogs. R04030045

Frestað.

Fundi slitið kl. 12:25

Hanna Birna Kristjánsdóttir

Árni Þór Sigurðsson Björk Vilhelmsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Kjartan Magnússon
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Marsibil Sæmundardóttir