Borgarráð - Fundur nr. 4967

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2007, fimmtudaginn 18. janúar, var haldinn 4967. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9:30. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Björn Ingi Hrafnsson, Gísli Marteinn Baldursson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kjartan Magnússon og Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Jafnframt sat fundinn Ásta Þorleifsdóttir.
Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:


1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 11. janúar. R07010016

2. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 10. janúar. R07010017

3. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 17. janúar. R07010025
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

4. Lögð fram fundargerð stjórnar skipulagssjóðs frá 11. janúar. R07010026

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 8. janúar. R07010028

6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 11 mál. R06120093

7. Lagt fram yfirlit stjórnsýslu- og starfsmannasviðs, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur umsókn um áfengisveitingaleyfi, alls 5 mál. R07010077

8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 11. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 10. s.m., um staðsetningu útilistarverks, minnisvarða um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, sbr. 25. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. desember sl. R05090079
Samþykkt.

9. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 11. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 10. s.m., um breytingu á deiliskipulagi á lóð nr. 195 við Vesturberg. R03070034
Samþykkt.

- Kl. 9.50 tekur Þorleifur Gunnlaugsson sæti á fundinum.

10. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 11. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 10. s.m., varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 28 við Borgartún. R07010125
Samþykkt.

11. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 11. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 10. s.m., varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóða nr. 31 og 33 við Borgartún. R07010126
Samþykkt.

12. Lagt fram bréf Reykjavíkurprófastsdæmis eystra frá 14. september sl., þar sem Gísli Jónasson er tilnefndur fulltrúi prófastsdæmisins í stjórn Kirkjubyggingarsjóðs Reykjavíkurborgar. Jafnframt lagt fram bréf Reykjavíkurprófastsdæmis vestra frá 28. nóvember sl. þar sem Jóhannes Pálmason er tilnefndur fulltrúi þeirra í stjórn sjóðsins. Áður hefur borgarráð kosið Katrínu Fjeldsted í stjórnina og er hún jafnframt formaður. R06080049

13. Lagt fram bréf Austurhafnar-TR frá 13. þ.m. ásamt samkomulagi milli Austurhafnar-TR ehf. og Eignarhaldsfélagsins Portus hf., dags. 12. þ.m., um að fresta áætlaðri opnun á Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu um þrjá mánuði. R07010033
Samþykkt.

14. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 16. þ.m., við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna varðandi keypta þjónustu án útboða, sbr. 24. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. þ.m. R06080092

15. Lögð fram bréf borgarhagfræðings og skrifstofustjóra lögfræðiskrifstofu frá 16. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingar um innlögn Laxárvirkjunar í Orkusöluna ehf., sbr. 13. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. þ.m. R05020109

16. Lögð fram skýrsla Ríkisendurskoðunar um fjármál Byrgisins ses., dags. í janúar 2007.

Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar leggja fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar leggja til að borgarráð feli stjórnkerfisnefnd að taka kröfur, vinnuferla og eftirlit, þar sem borgin felur utanaðkomandi aðilum að sinna þjónustu sem er lögboðið verkefni sveitarfélaga, til gagngerrar endurskoðunar og leggja tillögur til úrbóta fyrir borgarráð hið fyrsta. R07010071

Frestað.

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:

Í ljósi fyrirliggjandi skýrslu og umræðna og umfjöllunar um málefni Byrgisins að undanförnu er ljóst að öll stjórnvöld, hvort sem er ríki eða sveitarfélög þurfa að endurmeta kröfur þær sem gerðar eru til starfsemi sem ætluð er til að þjóna þörfum umrædds hóps. Reykjavíkurborg þarf þar að gæta sérstaklega að miklum faglegum kröfum, eftirliti með nýtingu fjármuna og síðast en ekki síst því að gefa ekki afslátt af mannréttindum þeirra sem þjónustunnar njóta. Borgarfulltrúar Vinstri grænna lýsa furðu sinni á því andvaraleysi sem ríkt hefur um hag vímuefnasjúklinga af hálfu hins opinbera undanfarin ár. VG telur einboðið að Landlæknisembættið rannsaki með hvaða hætti meðferðar- og umönnunarstarf hefur verið framkvæmt á meðferðarstofnunum undanfarin ár. Þá vekur athygli hversu seint og illa félagsmálaráðherra brást við þegar ljóst var að í óefni stefndi hjá Byrginu og hversu miklu virðingarleysi sjúklingar þar hafa mætt. Vikum saman voru málin látin dankast þar til allt var komið í óefni og þá fyrst gripið í taumana. Nær hefði verið að tilnefna strax utanaðkomandi tilsjónarmann með rekstri Byrgisins og kappkosta að sinna sjúklingum sem til staðar voru. Þannig hefði vistmönnum verið forðað frá því að lenda á vergangi og tími unnist til að fara yfir málið af yfirvegun og leita samstarfsaðila á faglegum forsendum.

Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:

Það er sannarlega mikilvægt og nauðsynlegt að opinberir aðilar fylgist vel með og geri skýrar kröfur um nýtingu fjármuna sem fara frá skattgreiðendum til hinna ýmsu þjónustuaðila sem njóta opinbers stuðnings. Því er hins vegar alfarið hafnað að andvaraleysi hafi ríkt um hag vímuefnasjúklinga undanfarin ár. Öðru nær hafa stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, leitað margra leiða til að auka aðstoð við og bæta hag þessa hóps. Því er einnig alfarið hafnað að illa og seint hafi verið brugðist við vegna málefna Byrgisins. Það var fullkomlega eðlilegt að setja málið í þann farveg sem gert var og byggja frekari aðgerðir á niðurstöðu skýrslu Ríkisendurskoðunar sem nú hefur verið birt. Reykjavíkurborg hefur þegar brugðist við vegna þessa máls og mun áfram leita leiða til að tryggja hagsmuni skjólstæðinga sinna.

17. Borgarráð samþykkir svohljóðandi tillögu:

Borgarráð fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að undirbúningur verði þegar hafinn að lagningu nýs sæstrengs frá Íslandi til Bretlandseyja. Tillögur samgönguráðherra, sem ríkisstjórnin hefur samþykkt, gera ráð fyrir að strengurinn verði tekinn í notkun á árinu 2008. Reykjavíkurborg vill stuðla að öflugu atvinnulífi í borginni og þessi mikilvæga samgönguæð er hluti af sjálfsögðu atvinnuumhverfi nútímafyrirtækja. Jafnframt samþykkir borgarráð að beina því til samgönguyfirvalda, sem bera alla fjárhagslega ábyrgð á verkefninu, að breyta fyrirkomulagi á aðgangi að netsambandinu þannig að stærri viðskiptavinum svo sem sveitarfélögum og stofnunum hins opinbera verði gert kleift að kaupa ákveðna bandbreidd eftir þörfum. Reykjavíkurborg telur að um svo mikið hagsmunamál fyrir sveitarfélögin sé að ræða að þau skuli höfð með í samráði í undirbúningsferlinu. R07010093

18. Lagt fram bréf skrifstofustjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 12. þ.m., sbr. samþykkt ráðsins s.d., um styrkúthlutanir á vegum ÍTR. R07010140

19. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdsviðs frá 15. þ.m., þar sem lagt er til að Sláturfélagi Suðurlands svf., Límtré Vírneti ehf., Bakarameistaranum ehf. og Léttkaupum verði gefin fyrirheit um úthlutun lóða í Hádegismóum, með nánar tilgreindum skilmálum. R07010145
Samþykkt.

20. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 16. þ.m., þar sem tilkynnt er að hann hafi tilnefnt Sigtrygg Jónsson, sálfræðing, í starfshóp til að fara yfir málefni spilasala og rekstur spilakassa. R07010118

21. Lagt fram bréf fulltrúa F-listans frá 15. þ.m. þar sem eftirtaldir fulltrúar eru tilnefndir áheyrnarfulltrúar í hverfaráð:
Hverfisráð Grafarvogs: Ásta Þorleifsdóttir, til vara: Erna Ingólfsdóttir.
Hverfisráð Árbæjar: Anna Sigríður Ólafsdóttir, til vara: Kjartan Eggertsson.
Hverfisráð Laugardals: Gunnar Hólm Hjálmarsson, til vara: Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir.
Hverfisráð Breiðholts: Egill Örn Jóhannesson, til vara: Andrés Hafberg. R06030154

22. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 15. þ.m., ásamt yfirliti yfir styrkumsóknir til borgarráðs vegna ársins 2007 með tillögum borgarstjóra um afgreiðslu. R07010092
Samþykkt.
Þorleifur Gunnlaugsson situr hjá við afgreiðslu styrkjar til Fíladelfíu.

Borgarráð samþykkti að veita 4 mkr. styrk til hinsegin daga Gay Pride vegna ársins 2007.
Menningar- og ferðamálasviði er falið að ganga frá samningi til þriggja ára vegna hinsegin daga m.v. sömu fjárveitingu 2008 og 2009. Forsendur verði hinar sömu og í áðurgildandi samningi.

Borgarráð samþykkti að veita 2 mkr. styrk til Samtakanna #EFK78 vegna ársins 2007.
Velferðarsviði er falið að ganga frá samningi til þriggja ára við Samtökin #EFK78 vegna stöðugildis fræðslufulltrúa m.v. sömu fjárveitingu 2008 og 2009.


Fundi slitið kl. 11:00

Björn Ingi Hrafnsson
Björk Vilhelmsdóttir Gísli Marteinn Baldursson
Hanna Birna Kristjánsdóttir Kjartan Magnússon
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Þorleifur Gunnlaugsson