Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2006, fimmtudaginn 21. desember, var haldinn 4964. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Árni Þór Sigurðsson, Björn Ingi Hrafnsson, Dagur B. Eggertsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Kjartan Magnússon.
Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 14. desember. R06010011
2. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Kjalarness frá 3. nóvember og 4. desember. R06010014
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 12. desember. R06010015
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 7. desember. R06010035
5. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 20. desember. R06010008
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
6. Lagðar fram fundargerðir stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 20. september, 4. og 25. október og 8. og 22. nóvember. R06120055
7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál. R06110203
8. Lagt fram yfirlit stjórnsýslu- og starfsmannasviðs yfir embættisafgreiðslur umsókna um áfengisleyfi, dags. í dag, alls 5 mál. R06010117
9. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 13. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um að auglýsa nýtt deiliskipulag reita 1.244.1 og 1.224.3, Einholt/Þverholt. R05120015
Samþykkt.
- Kl. 11.20 tekur Ólafur F. Magnússon sæti á fundinum.
10. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 13. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um augslýsingu deiliskipulags svæðis sem afmarkast af Túngötu, Hólavallagötu, Hávallagötu, Hofsvallagötu, Hrannarstígs, Öldugötu og Ægisgötu, str. 1.137.2, 1.160.0 og 1.160.1. Deiliskipulagið hefur hlotið vinnuheitið #GLLandakot#GL.
Samþykkt. R06120071
11. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 20. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um breytingu á aðalskipulagi vegna Höfðatorgsreita. R06080107
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstir grænna óska bókað:
Því er fagnað að fallist er á ósk um opinn fund en Samfylkingin og Vinstri grænir hafa allan fyrirvara á byggingarmagni og hæðum húsa í deiliskipulaginu.
Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.
Ólafur F. Magnússon óskar bókað:
F-listinn var eini borgarstjórnarflokkurinn sem lagðist gegn áformum í tíð fyrrverandi meirihluta um allt að 16 hæða háhýsi gegnt Höfða, sem núverandi meirihluti vill hækka í 19 hæðir. F-listinn fellst ekki á svo háa byggð og mikinn byggingarmassa sem nú á að rísa á Höfðatorgi og leggur áherslu á að samráð sé haft við íbúa um skipulagsbreytingar á öllum stigum málsins.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks óska bókað:
Breytingin á aðalskipulaginu tekur til þess að heimila íbúðabyggð á Höfðatorgi. Með því móti er blandað saman íbúðum, verslunum og þjónustu sem er tvímælalaust í anda góðs borgarskipulags. Rétt er að upplýsa að deiliskipulagstillagan sem kynnt er samhliða aðalskipulagsbreytingunni hefur tekið breytingum á auglýsingatímanum. Komið hefur verið til móts við ábendingar nágranna og skuggavarp á Túnahverfið er ekki meira en gildandi skipulag gerir ráð fyrir. Byggingamagn á reitnum hefur verið minnkað um 12.300 ferm., nýtingarhlutfall lækkað umtalsvert, byggingareitir færst fjær núverandi íbúðabyggð og hæð húsa lækkað verulega. Þannig er komið til móts við athugasemdir íbúa enda mikið samráð verið haft við þá við meðferð málsins.
12. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 15 þ.m., þar sem lagt er til að eftirtöldum aðilum verði úthlutað byggingarrétti á lóðum á Esjumelum sem hér segir, með nánar tilgreindum skilmálum:
Lóð nr. 12 við Kistumel, Snæfinnur ehf.
Lóð nr. 14 við Kistumel, Sigmundur Sæmundsson ehf.
Lóð nr. 18 við Kistumel, Flugumýri 30 ehf. R04020047
Samþykkt.
13. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra fjármálasviðs frá 12. þ.m. um lífeyrisskuldbindingar LsR í árslok 2006. R06120049
- Kl. 12.10 tekur Oddný Sturludóttir sæti á fundinum.
14. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra fjármálasviðs frá 12. þ.m. um uppsögn á samningi við Tollstjóra um innheimtu fasteignagjalda ásamt samkomulagi við fyrirtækin Momentum og Gjaldheimtuna. Jafnframt lagt fram bréf sviðsstjóra fjármálasviðs frá 19. þ.m. vegna málsins. R03040030
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að undirbúið verði útboð á innheimtuþjónustu fyrir svið og starfseiningar Reykjavíkurborgar til að lækka kostnað Reykjavíkurborgar og setja skýrari reglur varðandi fresti og samskipti við gjaldendur.
Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Eins og fram hefur komið á fundinum hefur sviðsstjóri fjármálasviðs lýst því yfir að unnið sé að tillögum um samræmingu á innheimtumálum borgarinnar og útboðs á innheimtuþjónustu. Lagt er til að tillögunni verði vísað til fjármálasviðs.
Tillaga Samfylkingarinnar samþykkt og vísað til fjármálasviðs.
15. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 15. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 13. s.m., um hækkun á viðmiðunarupphæð fjárhagsaðstoðar. R06120077
Samþykkt.
16. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 15. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 13. s.m., um breytingar á reglum um ferðaþjónustu fatlaðra. Jafnframt lagt fram bréf Landssamtaka Þroskahjálpar og Öryrkjabandalags Íslands, dags. í dag, þar sem frestun á breytingum á ferðaþjónustu fatlaðra er mótmælt. Þá er lagt fram bréf skrifstofustjóra Strætó bs. frá 11. þ.m. varðandi málið. R04120125
Frestað.
17. Lagt fram bréf skrifstofustjóra umhverfissviðs frá 12. þ.m., um drög að samþykkt fyrir Grasagarð Reykjavíkur. R05020008
Samþykkt.
18. Lagt fram svar borgarstjóra við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Samfylkingar um starfshóp vegna hagræðingar og sparnaðar, sbr. 25. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. nóvember sl. R06100350
19. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 14. þ.m. um kostnað vegna viðburða í tilefni þess að 20 ár voru liðin frá leiðtogafundi í Höfða. R06020093
Samþykkt.
20. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmdasviðs um tvískiptingu gatnagerðargjalds vegna Skúlagötu 14-16. R02050164
Samþykkt.
21. Borgarráð samþykkir að óska eftir formlegum viðræðum við ríkisstjórnina um aðstöðu fyrir náttúrugripa- og vísindasafn í Reykjavík auk starfsemi Náttúrufræðistofnunar. Minnt er á vilyrði fyrir lóð fyrir slíkt safn á svæði Háskóla Íslands í Vatnsmýri sem veitt var fyrir meira en áratug og jafnframt áform um fræðslu- og fjölskyldugarð í Laugardal þar sem m.a. mætti staðsetja náttúrugripa- og vísindasafn í tengslum við rekstur Fjölskyldugarðsins og hugsanlegt sjávardýrasafn.
R06120084
22. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. í dag, við fyrispurn borgarráðsfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna um pólitískar ráðningar, sbr. 22. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. desember sl. R06120061
23. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. í dag, um fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna um verkefnaráðningu hjá Faxaflóahöfnum, sbr. 21. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. desember sl.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað:
Lýst er vonbrigðum með að borgarstjóri svari ekki þeim spurningum sem fram komu í fyrirspurnunum. R04110016
24. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. í dag, ásamt útfærslu á gjaldskrá fyrir yfirferð á séruppdráttum, sbr. 28. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. nóvember sl. R06080092
Samþykkt.
25. Borgarráð tekur undir áhyggjur íbúa í Breiðholti og hverfisráðs Breiðholts sem hafa mótmælt rekstri svokallaðs spilasalar á vegum Háskóla Íslands í Mjódd. Ráðið telur slíka starfsemi ekki heppilega á þessum stað, hvorki fyrir verslunarmiðstöðina né hverfið í heild. Borgarráð samþykkir að skora á Háskóla Íslands að hverfa frá áformum um starfrækslu spilasalar í verslunarmiðstöðinni í Mjódd. R06120103
26. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er upplýsinga og sundurliðunar um hvar 90 milljóna króna niðurskurður í fjárveitingum velferðarsviðs og menntasviðs til þjónustumiðstöðva, nefnt hagræðingarkrafa í greinargerð með fjárhagsáætlun, kemur fram í starfsemi og þjónustu í hverfum borgarinnar. R06080092
27. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er yfirlits um fyrirspurnir og tillögur sem bíða svars eða eru óafgreiddar í borgarráði á kjörtímabilinu. R06120104
28. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að framkvæmdasvið, stjórnsýslu- og starfsmannasvið og þjónustu- og rekstrarsvið taki upp þráðinn í samstarfi við Framkvæmdasýslu ríkisins og Ríkiskaup um endurskoðun reglna um samninga við ráðgjafa í opinberum innkaupum á grundvelli innkaupastefnu og innkaupareglna Reykjavíkurborgar, með það að markmiði að auka hlut útboða í kaupum á þessari þjónustu.
Greinargerð fylgir tillögunni. R06120105
Frestað.
Fundi slitið kl. 14:00
Björn Ingi Hrafnsson
Árni Þór Sigurðsson Dagur B. Eggertsson
Hanna Birna Kristjánsdóttir Kjartan Magnússon
Oddný Sturludóttir