Borgarráð - Fundur nr. 4963

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2006, fimmtudaginn 14. desember, var haldinn 4963. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:10. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Árni Þór Sigurðsson, Björn Ingi Hrafnsson, Dagur B. Eggertsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram fundargerðir framtalsnefndar frá 14. og 21. nóvember. R06010017

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 27. nóvember. R06010009

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 4. desember. R06010010

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 28. nóvember. R06070017

5. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 13. desember. R06010008
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

6. Lagðar fram fundargerðir stjórnar skipulagssjóðs frá 13. nóvember og 7. desember. R06010022

7. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 8. desember. R06010026

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál. R06110203

9. Lagt fram yfirlit stjórnsýslu- og starfsmannasviðs yfir embættisafgreiðslur umsókna um áfengisleyfi, dags. í dag, alls 4 mál. R06010117

10. Rætt um dóm héraðsdóms í skaðabótamáli Reykjavíkurborgar gegn olíufélögunum. R03070106

Borgarráð fagnar dómi Héraðsdóms í máli Reykjavíkurborgar gegn olíufélögunum. Hér er um réttlætismál að ræða og ánægjulegt að sjá að Reykjavíkurborg eru dæmdar rúmar 180 milljónir í bætur og dráttarvexti.

11. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 6. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi Bústaðahverfis. R04020006
Samþykkt.

12. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 6. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á breyttum skilmálum fyrir einbýlishús í Fossvogi. R06090040
Samþykkt.

13. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 30. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 29. s.m., um breytingu á deiliskipulagi reits 1.138, Bykoreits, sem afmarkast af Hringbraut, Ánanausti, Sólvallagötu og Framnesvegi. Jafnframt lagt fram minnisblað sviðsstjóra menntasviðs, dags. 13. þ.m., um skólamál í Vesturbæ og þéttingu byggðar þar. R06120012
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

Björn Ingi Hrafnsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Dagur B. Eggertsson óska bókað:

Samhliða samþykkt tillögunar, leggur borgarráð áherslu á nauðsyn þess að hugað sé að grunnskólamálum í Vesturbæ í samræmi við minnisblað sviðsstjóra menntasviðs.

- Kl. 11.40 tók Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

14. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Vinstri-grænna um að Reykjavíkurborg dragi sig út úr byggðasamlaginu Strætó, sbr. 16. lið fundargerðar borgarráðs frá 20. júlí sl. R02030079
Árni Þór Sigurðsson lýsir því yfir að tillagan sé dregin til baka.

15. Á fundi borgarráðs 7. þ.m. var samþykkt erindi sviðsstjóra framkvæmdasviðs og framkvæmdastjóra Listahátíðar frá 4. þ.m., varðandi komu Royal de Luxe til Reykjavíkur við setningu Listahátíðar í vor og viðburði í miðborginni því tengda. Þar sem atburðinn ber upp á kosningadag til Alþingis 12. maí n.k., og kosið verður í Ráðhúsi Reykjavíkur, er það skilyrði sett af hálfu borgarráðs að ekki verði truflun á umferð og aðgengi að og frá kjörstað, en um 10 þúsund kjósendur verða á kjörskrá í Ráðhúsinu. R06120014

16. Lagt fram samkomulag milli Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar um staðarmörk sveitarfélaganna í Vatnsendakrika í Heiðmörk o.fl., dags 15. september 2006. R06030030
Vísað til borgarstjórnar.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndra óska bókað:

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndra fagna því að niðurstaða hafi náðst í landamerkjadeilu við Kópavog þar sem fallist hefur verið á allar meginkröfur Reykjavíkurborgar.

17. Rætt um aðkomu við Minjaverndar hf. að vörslu húseignarinnar nr. 10 við Aðalstræti. R05010198

18. Lögð fram umsögn skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 16. f.m. um úthlutun lóðar til BYKO, sbr. einnig 27. lið fundargerðar borgarráðs frá 2. nóvember sl. R06100226
Borgarráð samþykkir umsögnina.

19. Lagt fram bréf sviðsstjóra fjármálasviðs frá 12. þ.m. um lífeyrisskuldbindingar LsR í árslok 2006. R06120049
Frestað.

20. Lagt fram bréf sviðsstjóra fjármálasviðs frá 12. þ.m. um uppsögn á samningi við Tollstjóra um innheimtu fasteignagjalda. R03040030
Frestað.

21. Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Eins og fjölmiðlar hafa greint frá hefur varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins verið ráðinn til eins árs sem launaður verkefnisstjóri hjá Faxaflóahöfnum. Verkefnið felst í “nauðsynlegri hagsmunagæslu” Faxaflóahafna, m.a. gagnvart framkvæmda- og skipulagssviðum Reykjavíkurborgar. Viðkomandi er sem kunnugt er formaður framkvæmdaráðs borgarinnar og varaformaður skipulagsráðs að auki. Í ráðningarsamningi sem lagður var fram í stjórn Faxaflóahafna í vikunni segir:
“Markmið verkefna er að koma áfram og stuðla að markvissri þróun og uppbyggingu Mýrargötusvæðisins og gæta hagsmuna Faxaflóahafna við uppbyggingu og þróun þess. Í því felst m.a. nauðsynleg hagsmunagæsla Faxaflóahafna sf. gagnvart þeim aðilum, lóðareigendum, Reykjavíkurborg og öðrum sem koma að samþykkt deiliskipulags fyrir svæðið og uppbyggingu þess.”
Af þessu tilefni er óskað svara frá borgarstjóra: Telur borgarstjóri eðlilegt að kjörnir fulltrúar ráði sig til fyrirtækja til að annast hagsmunagæslu fyrir viðkomandi fyrirtæki gagnvart þeim sviðum Reykjavíkurborgar þar sem þeir eru í pólitískri forystu, líkt og gert hefur verið í umræddu tilviki? R04110016

22. Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Í Kastljósi í gær kom fram að tveir varaborgarfulltrúar Framsóknarflokksins hafa verið verkefnaráðin hjá Reykjavíkurborg og Faxaflóahöfnum, auk þess sem tveir starfsmenn Framsóknarflokksins hafa einnig fengið verkefnaráðningu. Af því tilefni er óskað svara frá borgarstjóra: Er það stefna núverandi meirihluta að ráða pólitískt í smærri og stærri verkefni án auglýsingar? R06120061

23. Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Í framhaldi af nýlegri skýrslu um fátæk börn á Íslandi, lýsti fjármálaráðherra því yfir að það væri fyrst og fremst verkefni sveitarfélaganna að taka á þessu máli. Er borgarstjóri sammála þessari afstöðu ráðherrans og ef svo er, hvernig hyggjast borgaryfirvöld bregðast við? R06120063

- Kl . 12.40 víkur Árni Þór Sigurðsson af fundi og Sóley Tómasdóttir tekur þar sæti.

24. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálaráðs frá 12. þ.m. um verndun menningarminja við Grímsstaðavör. R03100117
Vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar, sbr. 27. lið fundargerðarinnar.

25. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálaráðs frá 12. þ.m. um uppsetningu á minnisvarða um Bríet Bjarnhéðinsdóttur. R05090079
Vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar, sbr. 27. lið fundargerðarinnar. Jafnframt vísað til skipulagsráðs varðandi staðsetningu.

26. Lögð fram skýrsla Línuhönnunar um Sundagöng, dags. í nóvember 2006. R04100023

Borgarráð fagnar þeirri ákvörðun sem nú liggur fyrir um að Sundagöng fari í umhverfismat. Borgarráð telur að hér sé um mjög fýsilegan kost að ræða og treystir því að unnið verið hratt og örugglega að niðurstöðu í málinu, þannig að sem fyrst geti legið fyrir hvort Sundagöng geti verið sú lausn sem beðið hefur verið eftir varðandi eina mikilvægustu samgöngubót Reykvíkinga og allra landsmanna.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað:

Við fögnum því að Sundabraut í jarðgöngum sé nú komin á dagskrá. Flokkarnir lögðu einmitt til í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga að jarðgangnaleiðin yrði fyrir valinu, enda tekur hún best tillit til sjónarmiða og hagsmuna íbúa, umhverfis og borgarskipulagsins. Óhjákvæmilegt er að rifja upp að þáverandi borgarstjóri, formaður samgöngunefndar og formaður skipulagsnefndar óskuðu eftir því við samgönguyfirvöld árið 2003 að hugmyndir um jarðgöng yrðu endurskoðaðar og teknar upp á borð á nýjan leik. Því var þá hafnað. Í ljósi þess sem nú liggur fyrir má halda því fram að með þeirri höfnun hafi Sundabraut verið slegið á frest um a.m.k. 3 ár.

Ólafur F. Magnússon óskar bókað:

Undirritaður leggur þunga áherslu á að ítrasta öryggis verði gætt varðandi undirbúning og framkvæmdir við fyrirhugaða Sundabraut. Almennt er ekki æskilegt að stór hluti umferðar í Reykjavík fari fram í neðanjarðargöngum, þó að annað geti átt við framtíðaráform um lagningu Sundabrautar.

27. Fjárhagsáætlun 2007.
Lagðar fram breytingatillögur Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks við frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2007.

Leikskóla- og Menntasvið

FS-1. Niðurgreiðslur til dagforeldra og sjálfstætt rekinna leikskóla
Lagt er til að fjárhagsáætlun leikskólasviðs hækki um 97.400 þkr. vegna niðurgreiðslna til dagforeldra 85.500 þkr. og sjálfstætt rekinna leikskóla 11.900 þkr. Niðurgreiðslur til dagforeldra hækki um 35,6#PR sem á að leiða til lægri kostnaðar foreldra. Áhrif þessa er að meðaltalsgreiðsla til dagforeldra verður um 38 þkr. á mánuði miðað við gefnar forsendur sem eru byggðar á tímafjölda og stöðu foreldra síðastliðið ár, sbr. bréf menntasviðs til borgarráðs dags. 8. nóv. 2006.

FS-2. Niðurgreiðslur til sjálfstætt rekinna leikskóla
Lagt er til að fjárhagsáætlun leikskólasviðs hækki um 55.000 þkr. vegna niðurgreiðslna til sjálfstætt rekinna leikskóla. Framlag til þeirra verði því ekki minni en sem nemur meðaltalskostnaði borgarrekinna skóla. Kostnaðarauki er miðaður við gefnar forsendur sem byggja á dvalartíma og stöðu foreldra síðastliðið ár. Ekki er gert ráð fyrir að breyting verði á fyrirkomulagi rekstrarstyrkja, þ.e. einkaleikskólar geta enn valið um að vera með þjónustusamning eða ekki. Framlag þeirra sem eru með þjónustusamning tekur mið af barngildiskostnaði vegna barna eldri en 18 mánaða. Þeir leikskólar sem ekki eru með þjónustusamning fá greitt samkvæmt meðaltalsgjaldi sem ekki tekur tillit til aldurs barna, sbr. bréf menntasviðs til borgarráðs dags. 8. nóv. 2006.

FS-3. Framlag til einkarekinna grunnskóla
Lagt er til að fjárhagsáætlun menntasviðs hækki um 50.000 þkr. vegna hækkunar framlags til einkarekinna grunnskóla. Með þessari hækkun verður unnt að hækka framlag á nemanda umtalsvert, sem skapar möguleika fyrir skólana að lækka skólagjöld, sbr. bréf menntasviðs til borgarráðs dags. 8. nóv. 2006.

Íþrótta- og tómstundasvið

FS-4. Frístundakort
Lagt er til að fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs hækki um 180.000 þkr. vegna innleiðingar á frístundakorti, sem er nýtt styrkjakerfi vegna þátttöku barna og unglinga í æskulýðs-, íþrótta- og menningarstarfi í borginni. Markhópur frístundakortsins er aldurshópurinn 6-18 ára en innleiðing þess verði unnin í nánu samráði ÍTR við félög og samtök í borginni sem hagsmuna hafa að gæta varðandi frístundastarfsemi fyrir þennan aldurshóp, sbr. bréf íþrótta- og tómstundasviðs til borgarráðs, dags. 24. nóv. 2006.

FS-5. Borgarleikar
Lagt er til að fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs hækki um 20.000 þkr. vegna Borgarleika sem haldnir verða í Reykjavík árið 2007, sbr. 29. lið fundargerðar borgarráðs þann 30. nóv. 2006.

Velferðarsvið

FS-6. Konukot
Lagt er til að fjárhagsáætlun velferðarsviðs hækki um 18.000 þkr. til þess að mæta kostnaði við rekstur Konukots eða sambærilegs úrræðis. Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands hætti með rekstur Konukots, athvarfs fyrir utangarðskonur 1. desember 2006 eftir 2ja ára rekstur. Gerður verður samningur við Reykjavíkurdeild Rauða krossins um áframhaldandi rekstur til 1. maí 2007 og tíminn fram að því verði notaður til að útfæra hvernig Reykjavíkurborg sinni þessum rekstri best, sbr. bréf velferðarsviðs til borgarráðs, dags. 25. okt. 2006.

FS-7. Úrræði fyrir heimilislausa
Lagt er til að fjárhagsáætlun velferðarsviðs hækki um 15.000 þkr. til þess að mæta kostnaði við rekstur nýs heimilis fyrir utangarðsmenn, með sérhæfðri og öflugri félags- og heilbrigðisþjónustu. Hér er um fyrra heimilið að ræða af tveimur sem ríki og borg hafa samið um að koma á stofn og skiptist kostnaður til helminga milli aðila. Um 3ja ára tilraunaverkefni er að ræða til að mæta þörfum þeirra einstaklinga sem dvalið hafa langdvölum í Gistiskýlinu og verður þeim einstaklingum sem hafa dvalið þar lengst boðið pláss á hinu nýja heimili, sbr. bréf velferðarsviðs til borgarráðs, dags. 25. okt. 2006.

FS-8. Heimsóknir til eldri borgara
Lagt er til að fjárhagsáætlun velferðarsviðs hækki um 8.000 þkr. til þess að mæta kostnaði við skipulagðar heimsóknir til eldri borgara. Markmiðið með skipulögðum heimsóknum er að rjúfa félagslega einangrun þess hóps eldri borgara þar sem á þarf að halda, kynna og aðstoða við nýtingu viðeigandi þjónustuúrræða. Gerð verður tilraun á einu þjónustusvæði borgarinnar með skipulagðar heimsóknir til eldri borgara, 80 ára og eldri, sem ekki njóta nú þegar þjónustu frá Reykjavíkurborg. Samstarf verður haft við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Tilraunin verði til 2ja ára, sbr. bréf velferðarsviðs til borgarráðs, dags. 25. okt. 2006. Borgarráð útfæri tilfærslur milli kostnaðarstaða vegna þjónustusamnings við þjónustu- og rekstrarsvið.

FS-9. Dvalar- og hjúkrunarheimili
Lagt er til að fjárhagsáætlun velferðarsviðs lækki um 107.128 þkr. sem nemur halla af rekstri hjúkrunardeilda Droplaugarstaða og Seljahlíðar, enda ber íslenska ríkinu skylda til að fjármagna rekstur heimilanna og skal því Reykjavíkurborg ekki bera kostnað af rekstri umfram framlög íslenska ríkisins.

FS-10. Niðurgreiðsla á húsaleigu vegna félagslegra íbúða
Lagt er til að fjárhagsáætlun velferðarsviðs hækki um 26.332 þkr. til að mæta auknum kostnaði vegna fjölgunar félagslegra leiguíbúða, sbr. fjárhagsáætlun Félagsbústaða hf.

FS-11. Almennar húsaleigubætur
Lagt er til að fjárhagsáætlun velferðarsviðs lækki um 78.900 þkr. vegna áætlunar um færri umsóknir um húsaleigubætur en gert var ráð fyrir í upphaflegum fjárhagsramma.

FS-12. Heimaþjónusta – lækkun gjaldskrár
Lagt er til að fjárhagsáætlun velferðarsviðs hækki um 8.000 þkr. vegna lækkunar á fyrri áætlun um gjaldskrárhækkun fyrir heimaþjónustu til aldraða. Borgarráð útfæri tilfærslur milli kostnaðarstaða vegna þjónustusamnings við þjónustu- og rekstrarsvið.

FS-13. Fjárhagsaðstoð
Lagt er til að lækka almenna fjárhagsaðstoð velferðarsviðs um 30.000 þkr., og hækka átaksverkefni um sem nemur 20.000 þkr. Átaksverkefni eru verkefni sem stuðla að því að endurhæfa fólk sem hefur fengið fjárhagsaðstoð í langan tíma til þess að auðvelda því að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Ennfremur hafa þessi verkefni að markmiði að auka lífsgæði fólks sem fengið hefur fjárhagsaðstoð í langan tíma. Bæði innlendar og erlendar rannsóknir sýna að hætta er á að fólk festist í fátæktargildru, í kjölfar hennar fylgir oft félagsleg einangrun, slæmt heilsufar og minnkandi lífsgæði. Dæmi um átaksverkefni sem unnið hefur verið að hjá velferðarsviði eru Kvennasmiðja, Karlasmiðja, Hverinn, Grettistak og Fjármálanámskeið.

Menningar- og ferðamálasvið

FS-14. Framlag til Austurhafnar
Lagt er til að fjárhagsáætlun menningar- og ferðamálasviðs hækki um 15.000 þkr. vegna kostnaðar við rekstur skrifstofu Austurhafnar ehf. og undirbúnings að byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss. Framlagið byggir á áætlun Austurhafnar TR ehf., dags. 10. okt. 2006.

FS-15. Minnisvarði um Bríet Bjarnhéðinsdóttur
Lagt er til að fjárhagsáætlun menningar- og ferðamálasviðs hækki um 3.000 þkr. sem varið verður til uppsetningar á minnisvarða um Bríet Bjarnhéðinsdóttur. Framlag Reykjavíkurborgar yrði þá jafnt framlagi ríkisins til verkefnisins. Minnisvarði verði á opnu svæði á horni Amtmannsstígs og Þingholtsstrætis, sbr. bréf menningar- og ferðamálaráðs lagt fram í borgarráði 14. des. #EFK06.

FS-16. Menningarminjar við Grímsstaðavör
Lagt er til að fjárhagsáætlun menningar- og ferðamálasviðs hækki um 5.000 þkr. sem varið verður til verndunar menningarminja við Grímsstaðavör, sbr. bréf menningar- og ferðamálaráðs lagt fram í borgarráði 14. des. #EFK06.

Fjármálasvið

FS-17. Fjármálasvið
Lagt er til að fjárhagsáætlun fjármálasviðs hækki um 7.500 þkr. Fjármagnið verði nýtt til að efla kostnaðargreiningu og samanburð áætlana og útkomu, einkum á sviði launakostnaðar, annars starfsmannakostnaðar og almenns rekstrarkostnaðar, sbr. bréf fjármálasviðs til borgarráðs, dags. 10. okt. 2006.

Þjónustu og rekstrarsvið

FS-18. Hverfisráð
Lagt er til að fjárhagsrammi þjónustu- og rekstrarsviðs verði lækkaður um 11.000 þkr. og fjárveiting til hverfisráða Reykjavíkurborgar verði skert sem því nemur, sem hefur verið óskilgreint ráðstöfunarfé einstakra hverfisráða. Samsvarandi fjárhæð er færð til hækkunar á styrki á vegum borgarráðs, sbr. tillögu FS-23.

Umhverfissvið

FS-19. Gjaldskrá vegna sorphirðu
Lagt er til að eftirfarandi breyting verði gerð á fjárhagsáætlun umhverfissviðs: tekjur af sorpeyðingu og sorphirðu hækki um 80.750 þkr., sbr. bréf umhverfissviðs til borgarráðs, dags. 12. okt. 2006.

Framlög

FS-20. Framlag til Strætó bs.
Lagt er til að framlag til Strætó bs. lækki um 46.300 þkr. vegna breytingar á hlutfallsskiptingu á framlögum sveitarfélaga sem aðild eiga að Strætó bs. Hlutur Reykjavíkurborgar fer úr 69,61#PR í 67,18#PR.

Skrifstofa borgarstjórnar

FS-21. Sérfræðiaðstoð til stjórnmálaflokka
Lagt er til að hækka framlag vegna sérfræðiaðstoðar til stjórnmálaflokka um 18.250 þús. vegna breytingar á lögum um starfsemi stjórnmálaflokka og heimildir sveitarfélaga um fjárframlög til þeirra.

Skatttekjur

FS-22. Fasteignaskattar
Lagt er til að tekjur vegna fasteignaskatta hækki um 100.000 þús. þkr. vegna hækkunar á álagningastofni.

Önnur útgjöld

FS-23. Styrkveitingar
Lagt er til að styrkveitingar á vegum borgarráðs hækki um 33.000 þkr. vegna tilfærslu fjárheimildar frá hverfisráðum og ófyrirséðra styrkumsókna.

FS-24. Kjarasamningar
Lagt er til að leggja til hliðar fjárveitingu að fjárhæð 355.000 þkr. vegna kjarasamninga sem gerðir voru á árinu 2006. Um er að ræða kjarasamninga við iðjuþjálfa, félagsráðgjafa, sálfræðinga, verkfræðinga, leikskólakennara, þroskaþjálfa og kjaranefndarhóp. Endanleg kostnaðaráhrif liggja ekki fyrir og að hve miklu leyti einstök svið hafa tekið tillit til kostnaðaráhrifa í sínum áætlunum.

FS-25. Kosningar
Lagt er til að taka út fjárhagsáætlun vegna kosninga til Alþingis árið 2007 að fjárhæð 36.500 þkr., þar sem breytingar hafa verið gerðar á lögum um þátttöku sveitarfélaga í þessum kostnaði.

FS-26. Ófyrirséð
Lagt er til að liðurinn ófyrirséð verði lækkaður um 443.905 þkr. til að mæta auknum fjárveitingum skv. tillögum FS1-FS22.

Tilfærslur

FS-27. Tilfærslur innan sviða
Lagt er til að tilfærslur verði gerðar innan sviða af ónúmeruðum lið “Millifært í/úr ramma sviðs” yfir á viðeigandi kostnaðarstaði. Um er að ræða eftirtalin svið og nettófjárhæð sem flyst af ótilgreindum lið yfir á viðeigandi kostnaðarstaði:
a. Skipulags- og byggingasvið, 11.659 þkr.
b. Framkvæmdasvið, -8.409 þkr.
c. Umhverfissvið, 16.636 þkr.
d. Menningar og ferðamálasvið, 51.175 þkr.
e. Menntasvið, -40.607 þkr.
f. Íþrótta- og tómstundasvið, 320.721 þkr.
g. Velferðarsvið, 600 þkr.
h. Skrifstofa borgarstjórnar, 12.982 þkr.
i. Skrifstofa borgarstjóra, 8.278 þkr.
j. Fjármálasvið, 97.021 þkr.
k. Stjórnsýslu- og starfsmannasvið, 111.320 þkr.
l. Þjónustu og rekstrarsvið, -88.236 þkr.
Lagt er að til að borgarráð útfæri tilfærslur inn á viðeigandi kostnaðarstaði, áður en endanleg fjárhagsáætlun fyrir árið 2007 verður gefin út. Tekið verði tillit til hlutar skipulags- og byggingasviðs og bílastæðasjóðs í kostnaði framkvæmdasviðs vegna millifærslna til launavinnslu og upplýsingatæknimiðstöðvar. Auk þess verði gerð millifærsla milli þjónustu- og rekstararsviðs og velferðarsviðs, vegna kostnaðar sem er hluti af þjónustusamning.

FS-28. Tilfærslur vegna nýrra upplýsingakerfa
Lagt er til að 26.100 þkr. verði lagðar til viðbótar í fjárfestingar í nýjum upplýsingakerfum, þ.e. mannauðskerfi og innri vefur. Áhersla verður lögð á að nýta Oracle mannauðskerfið til eftirlits og vinnusparnaðar. Lagt er til að þessi hækkun komi til frádráttar á fjárhagsrömmum sviða, eftir nánari útfærslu borgarráðs. R06080092

Vísað til borgarstjórnar.

28. Afgreidd 4 útsvarsmál. R06010038

Fundi slitið kl. 13:50

Björn Ingi Hrafnsson
Dagur B. Eggertsson Hanna Birna Kristjánsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Kjartan Magnússon
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Sóley Tómasdóttir