Borgarráð - Fundur nr. 4961

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2006, fimmtudaginn 30. nóvember, var haldinn 4961. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:05. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Árni Þór Sigurðsson, Dagur B. Eggertsson, Gísli Marteinn Baldursson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kjartan Magnússon, Óskar Bergsson og Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 20. nóvember. R06010010

2. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 29. nóvember. R06010008
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

3. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 24. nóvember. R06010026

4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál. R06100327

5. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 23. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 22. s.m., um breytingu á greinargerð aðalskipulags Reykjavíkur varðandi blandaða byggð. R06070105
Samþykkt.

6. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 23. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 22. s.m., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi vesturhluta Úlfarsárdals, vegna byggingarreita við Iðunnarbrunn og Gefjunarbrunn. R06110174
Samþykkt.

7. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 23. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs frá 22. s.m., um auglýsingu á deiliskipulagi reits 1.520, Lýsisreitur. R06110175
Samþykkt.

8. Lagt fram bréf sviðsstýru umhverfissviðs frá 27. þ.m. ásamt drögum að umsögn um umhverfismat samgönguáætlunar 2007-2018, sbr. erindi samgönguráðuneytis frá 5. f.m. R06030005
Borgarráð samþykkir umsögnina með minni háttar orðalagsbreytingum.

Ólafur F. Magnússson óskar bókað:

Vegna þeirrar umræðu sem fram hefur farið um samgönguáætlun og umhverfismat hennar í borgarráði í dag, skal ítrekað að F-listinn telur það ekki koma til greina að starfsemi innanlands-, sjúkra- og öryggisflugs verði alfarið flutt úr Vatnsmýrinni í Reykjavík. F-listinn mun hér eftir sem hingað til beita sér fyrir almannahagsmunum í þessu máli.

9. Rætt um aflífun fugla í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum vegna meintra sjúkdóma. R06110188

10. Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 24. þ.m., sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs s.d., um innleiðingu frístundakorts. R06090075
Samþykkt. Tillögu um viðbót við fjárhagsramma íþrótta- og tómstundaráðs vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar, sbr. 28. lið fundargerðarinnar.

11. Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 24. þ.m. ásamt drögum að samningi milli Reykjavíkurborgar og Íþróttabandalags Reykjavíkur um framkvæmd og fjárveitingu til borgarleika ungmenna í íþróttum, sem halda á í Reykjavík árið 2007. R04120158
Samþykkt. Tillögu um viðbót við fjárhagsramma íþrótta- og tómstundaráðs vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar, sbr. 28. lið fundargerðarinnar.

12. Borgarráð samþykkir að leggja til við borgarstjórn að Ólöf Finnsdóttir taki sæti í barnaverndarnefnd í stað Kristínar Edwald, sem óskað hefur lausnar frá störfum. R06060054

13. Lögð fram umsögn skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 27. þ.m., vegna framsals lóðarréttinda á lóð nr. 34 við Lambasel. R05030013
Samþykkt.

14. Lagt fram bréf ritara framkvæmdaráðs frá 28. þ.m., sbr. samþykkt framkvæmdaráðs 27. s.m., um gjaldskyldu, til bráðabirgða, á bílastæði við Tryggvagötu austan Pósthússtrætis. R06110187
Samþykkt.

15. Lagt fram minnisblað lögfræðings borgarstjórnar frá 27. þ.m. varðandi yfirlit yfir undanþáguákvæði 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. R05020146

16. Lögð fram umsögn skrifstofustjóra lögfræðiskrifstofu stjórnsýslu- og starfsmannasviðs frá 29. þ.m. um frumvarp til laga um Landsvirkjun. R06110170
Borgarráð samþykkir umsögnina með 4 atkv. gegn 1.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað:

Í tilefni af frumvarpi til laga um Landsvirkjun er óskað eftir því að athygli Alþingis verði vakin á því að samningur um sölu á hlut Reykjavíkurborgar var afgreiddur í borgarstjórn þrátt fyrir að viðurkennt væri að óvissa ríkti um að það stæðist lög að Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar tæki við þeim skuldabréfum sem samningurinn gerir ráð fyrir. Umsögn lífeyrissjóðsins til borgarráðs gerir raunar grein fyrir þessu. Því er óskað eftir að umsögn lífeyrissjóðsins verði kynnt Alþingi.
Í tilefni af frumvarpi til breytinga á lögum á orkusviði vilja borgarráðsfulltrúar hnykkja á því að það standist illa samkeppnislög og muni skekkja samkeppni á raforkumarkaði verulega ef sameining Landsvirkjunar, Orkubús Vestfjarða og RARIK gengur eftir. Því er óskað eftir að kæra Reykjavíkurborgar til samkeppniseftirlitsins verði kynnt Alþingi.

Ólafur F. Magnússon óskar bókað:

Það frumvarp um Landsvirkjun og eignarhald á orkusviði sem liggur fyrir Alþingi gæti orðið undanfari einkavæðingar innan orkugeirans og fæli í sér að einkaaðilar geti eignast orkufyrirtæki og orkulindir sem nú eru í eigu almennings. Undirritaður er alfarið á móti þeirri þróun sem og sölu á hlut Reykjavíkuborgar í Landsvirkjun.

17. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Samfylkingar:

Borgarráð samþykkir að myndarlegt skautasvell verði rutt á Tjörninni þegar ís er traustur. Jafnframt verði komið fyrir fallegri lýsingu og hátalarakerfi með ljúfri tónlist þannig að svellið nýtist til dægrastyttingar yfir svartasta skammdegið.

Jafnframt lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasvið frá 27. þ.m. varðandi tillöguna. R06110162
Vísað til íþrótta- og tómstundaráðs.

18. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Samfylkingar:

Borgarráð samþykkir að hafinn verði undirbúningur á nánara samstarfi veitenda tómstundaþjónustu, skóla og frístundaheimila í öllum hverfum borgarinnar með það í huga að yngstu grunnskólabörnin fái lokið flestum tómstundastörfum innan ramma vinnudags þeirra og foreldranna. Þar með verði fylgt eftir samþykkt borgarráðs frá því í vor um frumherjaverkefni af þessum toga í Grafarvogi. Lagt er til að í öllum þjónustumiðstöðum verði ráðinn verkefnisstjóri og stofnaður stýrihópur líkt og þegar hefur verið gert í Grafarvogi og lofar góðu. R06110084

Vísað til starfshóps um samþættingarmöguleika grunnskóla, leikskóla, frístundaheimila, frístundamiðstöðva og þjónustumiðstöðva.

19. Borgarráð samþykkir að tilnefna Óskar Bergsson, Gísla Martein Baldursson og Árna Þór Sigurðsson í stýrihóp um bensínstöðvar/bensínsölur. Óskar Bergsson er tilnefndur formaður. R06030105

20. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að hefja vinnu við samræmda stefnu um barnamenningu í Reykjavík. Markmiðið með stefnumótuninni er að samræma stefnu hinna ýmsu ráða og nefnda borgarinnar sem fjalla um menningu og listir fyrir og með börnum í borginni. Í þessu skyni kýs borgarráð 5 manna starfshóp, skipaðan fulltrúum úr menningar- og ferðamálaráði, menntaráði og íþrótta- og tómstundaráði. Skal hópurinn skila tillögum sínum að heildstæðri barnamenningarstefnu til borgarráðs eigi síðar en 1. júlí 2007.

Greinargerð fylgir tillögunni. R06110181
Vísað til stýrihóps um mótun fjölskyldustefnu og menningar- og ferðamálaráðs.

21. Á fundi borgarráðs 19. f.m. samþykkti borgarráð svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að hrinda af stað átaki til þess að Reykjavík verði áhugaverður kostur fyrir erlend kvikmyndafyrirtæki. Verkefnisstjórn, skipuð fulltrúum Reykjavíkurborgar, innlendra kvikmyndafyrirtækja, Kvikmyndamiðstöðvar og Kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, verði falið að gera tillögur í þeim efnum og framkvæmdaáætlun sem lögð verði fyrir í borgarráði ekki síðar en 1. júlí 2007. Kostnaður við verkefnisstjórnina, upp á 1,5 mkr. greiðist úr borgarsjóði.

Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar leggja fram svohljóðandi viðaukatillögu:

Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar í borgarráði leggja til að auk þeirra fulltrúa sem skipaðir voru í starfshóp á vegum ráðsins til að gera Reykjavík að áhugaverðari kosti fyrir erlend kvikmyndafyrirtæki þann 19. október sl. verði skipaður fulltrúi úr hinum nýstofnuðu Samtökum kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, WIFT á Íslandi.

Greinargerð fylgir tillögunni. R06100246
Frestað.

22. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn til borgarstjóra:

Á framhaldsársfundi Strætó bs. 29. nóv. sl. lýsti borgarstjóri því yfir að ákveðið hefði verið að bjóða út (úthýsa) starfsemi þvottastöðvar Strætó bs. Við það tækifæri greindi forstjóri fyrirtækisins einnig frá því að úthýsing starfseminnar myndi leiða til kostnaðarauka þar sem aðkeypt þjónusta bæri virðisaukaskatt en ekki eigin starfsemi fyrirtækisins. Því er spurt hvort borgarstjóri geti tryggt að Strætó bs. verði bættur hugsanlegur kostnaðarauki vegna ákvörðunar um að bjóða út þvottastöðina? R05020085

23. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn til borgarstjóra:

Að undanförnu hefur meirihlutinn í borgarstjórn kynnt hugmyndir sínar í nefndum og ráðum að gjaldskrárhækkunum á ýmis konar þjónustu við borgarbúa, s.s. í félagsþjónustu, frístundaheimilum, sundstöðum o.s.frv. Almennt virðist gert ráð fyrir um 9-10#PR gjaldskrárhækkun. Af því tilefni er spurt: Hvaða forsendur liggja að baki svo mikilli gjaldskrárhækkun milli ára, hvaða vísitölu er miðað við og hvaða kostnaðarhækkunum er verið að mæta? R06080092

24. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Hvað líður svörum við fyrirspurn minni frá borgarráðsfundi 5. okt. sl. um málefni Reykjavíkurflugvallar? R06090252

25. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Á síðasta kjörtímabili var lögð fyrir borgarráð tillaga um starfshóp sem fara ætti heildstætt yfir borgarkerfið og gera tillögur að hagræðingu og sparnaði. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks þáðu ekki sæti í hópnum en störf hans nýttust vel við undirbúning fjárhagsáætlana og markvissa hagræðingu. Að gefnu tilefni er óskað eftir eftirfarandi svörum borgarstjóra:

1. Hefur hópur í skyldum verkefnum verið endurvakinn, án samráðs eða kynningar í borgarráði?
2. Hvernig er störfum hans háttað?
3. Hefur hópurinn skilað niðurstöðum?
4. Hverjir eiga sæti í hópnum?
5. Hvernig er greitt fyrir störf hópsins?
6. Eru meðlimir hópsins í öðrum launuðum verkefnum fyrir Reykjavíkurborg? R06100350

- Kl. 13.20 víkur Árni Þór Sigurðsson af fundi og Þorleifur Gunnlaugsson tekur þar sæti.

26. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram eftirfarandi bókun og fyrirspurn í tilefni af landakaupum af Kjartani Gunnarssyni:

Bókun:
Því er harðlega mótmælt að borgarstjóri hafi ákveðið að hverfa frá því að fara með uppgjör vegna eignarnáms á landi Kjartans Gunnarssonar í Norðlingaholti fyrir dóm þrátt fyrir skýra niðurstöðu þess efnis í minnisblaði sem lagt var fyrir borgarráð frá 6. apríl sl. Þar sagði um niðurstöðu matsnefndar eignarnámsbóta: „Niðurstaða nefndarinnar er lítið sem ekkert rökstudd. Ekki er heldur að finna rökstuðning í fyrri úrskurðum nefndarinnar sem hún vísar til. Er því ekki hægt að átta sig á því hvernig nefndin kemst að þessari niðurstöðu. Í ljósi þess að fjárhæð eignarnámsbótanna er miklum mun hærri en búist var við og ekki studd neinum áþreifanlegum rökum verður að telja fullt tilefni til þess að fara með málið fyrir dómstóla í samræmi við 17. gr. laga nr. 11/1973 um framkvæmd eignarnáms, sem kveður á um að leita megi úrlausnar dómstóla um ágreining um fjárhæð eignarnámsbóta.”

Fyrirspurn:
1. Óskað er eftir að samkomulag um ofangreind landakaup verði lagt fyrir borgarráð.
2. Óskað er eftir því að minnisblað um málið, dags. 6. apríl 2006, verði lagt fyrir borgarráð.
3. Óskað er eftir yfirliti um þau verð sem Reykjavíkurborg hefur greitt fyrir lönd og spildur sem keypt hafa verið í Norðlingaholti, pr. hektara.
4. Óskað er eftir upplýsingum um þau verð sem Kópavogur mun greiða vegna eignarnáms á 863 hekturum lands í landi Vatnsenda, pr. hektara.
5. Hver ber ábyrgð á að fara ekki með niðurstöðu matsnefndar eignarnámsbóta fyrir dómstóla? Eru til fordæmi fyrir því að viðsnúningur hafi verið gerður í málsmeðferð af þessu tagi án atbeina borgarráðs.
6. Hvenær var samkomulag um kaup á landi gert?
7. Hver bar ábyrgð á því að það var ekki borið undir borgarráð? Eru til fordæmi fyrir því að samningar/samkomulag af þessari stærðargráðu hafi ekki verið kynnt borgarráði?
8. Hvaða fjárheimildir eru fyrir gerð samkomulagsins/samningsins án samþykktar borgarráðs? Hvar sér þeirra stað í fjárhagsáætlun?

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks óska bókað:

Fyrrverandi meirihluti greiddi Kjartani Gunnarssyni þann 26. maí sl. tæpar 118 mkr. vegna kaupa á Selásbletti 2a og 3a. Sú ákvörðun var ekki kynnt borgarráði né samþykkt þar. Samkvæmt eindregnum ráðleggingum borgarritara var síðan ákveðið að fallast á niðurstöðu matsnefndar eignarnámsbóta. Fullyrða má að áralangt aðgerðaleysi fyrrverandi meirihluta í málinu hafi skaðað borgina um tugi milljóna króna.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað:

Flótti meirihlutans og skortur á svörum í þessu máli vekur sérstaka athygli. Innágreiðsla til Kjartans Gunnarssonar í maí sl. var hluti af undirbúningi málshöfðunar Reykjavíkurborgar sem samþykkt var að höfða 6. apríl sl. Hún var innt af hendi með vísan til krafna Reykjavíkurborgar um niðurstöðu málsins fyrir nefndinni og dómstólum og var ætlað til að lágmarka dráttarvexti vegna málsins.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks óska bókað:

Fyrrverandi meirihluti lagði aldrei fyrir borgarráð þá ákvörðun sína að greiða ætti Kjartani Gunnarssyni 118 mkr. fyrir lóðir hans. Hvorki fyrir né eftir að greiðslan væri innt af hendi. Þetta er óumdeilt og sést í fundargerðum borgarráðs. Öfugt við það sem fulltrúar Samfylkingarinnar halda fram hafði engin ákvörðun verið tekin um að látið yrði reyna á málið fyrir dómstólum sbr. orðsendingu skrifstofustjóra lögfræðiskrifstofu borgarinnar 24. maí 2006: „Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvort látið verði reyna á fjárhæð bótanna fyrir dómi.” Greiðslan til Kjartans Gunnarssonar sem innt var af hendi 24. maí var innt af hendi á nákvæmlega sömu forsendum og greiðslan sem innt var af hendi í sumar, eftir eindregin tilmæli skrifstofustjóra lögfræðiskrifstofu og ítarlega röksemdafærslu hans.
Samkvæmt fundargerð borgarráðs 6. apríl 2006, lið 25, tók borgarráð enga afstöðu til þess sem fram kom í minnisblaði skrifstofustjóra lögfræðiskrifstofu á þeim tíma, sem staðfestir enn að fyrri greiðsla var aldrei staðfest af borgarráði.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað:

Greiðslur til Kjartans Gunnarssonar í maí sl. voru hluti af undirbúningi á málflutningi fyrir dómstólum og eru á engan hátt sambærilegar við samkomulag sem gert var samkvæmt ákvörðun borgarstjóra í sumar þvert ofan í minnisblað til borgarráðs frá 6. apríl sl. Þær greiðslur voru til að forðast dráttarvexti í þágu hagsmuna Reykjavíkurborgar í samræmi við málatilbúnað borgarinnar og umfjöllun borgarráðs í málinu, en ákvörðun borgarstjóra frá í sumar var í þágu hagsmuna Kjartans Gunnarssonar og var tekin án vitundar borgarráðs. R04010121

27. Lagt fram bréf forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur frá 28. þ.m. um afgreiðslu stjórnaraðila vegna lántöku Orkuveitunnar. R06110197
Samþykkt. Vísað til borgarstjórnar.

28. Fjárhagsáætlun 2007.
A. Lagðar fram eftirtaldar starfsáætlanir fyrir árið 2007:

Skipulags- og byggingarsvið
Fjármálasvið
Stjórnsýslu- og starfsmannasvið
Skrifstofa borgarstjóra
Mannréttindanefnd
Skrifstofa borgarstjórnar
Innri endurskoðun
Leikskólasvið og menntasvið
Menningar- og ferðamálasvið
Umhverfissvið
Framkvæmdasvið
Íþrótta- og tómstundasvið
Velferðarsvið
Þjónustu- og rekstrarsvið
Skipulagssjóður
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Vísað til borgarstjórnar.

B. Lagðar fram eftirfarandi tillögur um gjaldskrárbreytingar sem eru forsendur frumvarps að fjárhagsáætlun:

Skipulags- og byggingarsvið
Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 17. október um gjaldtöku fyrir yfirferð séruppdrátta ásamt greinargerð.

Umhverfissvið
Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfissviðs frá 12. október; tillaga til hækkunar á gjaldskrá fyrir mengunar- og heilbrigðiseftirlit.
Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfissviðs frá 12. október; tillaga til hækkunar á gjaldskrá fyrir sorphirðu.

Menntasvið
Lagt fram að nýju bréf fjármálastjóra menntasviðs, ódags., um gjaldskrá leikskóla 2007.
Lagt fram að nýju bréf fjármálastjóra menntasviðs frá 7. þ.m. um gjaldskrá fyrir skólahljómsveitir skólaárið 2007-2008.

Íþrótta- og tómstundaráð
Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 24. þ.m., sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundráðs s.d., um breytingar á gjaldskrá sundstaða og frístundamiðstöðva.

B-liður samþykktur með 4 samhljóða atkvæðum.

C. Lagðar fram eftirfarandi tillögur um viðbótarfjárveitingar sem borist hafa til borgarráðs:

Menntasvið
Lagt fram að nýju bréf fjármálastjóra menntasviðs frá 8. þ.m., sbr. samþykkt leikskólaráðs 6. s.m., varðandi aukafjárveitingu til leikskólaráðs 97,4 mkr. vegna niðurgreiðslna til dagforeldra og sjálfstætt rekinna leikskóla.
Lagt fram að nýju bréf fjármálastjóra menntasviðs frá 8. þ.m., sbr. samþykkt leikskólaráðs, 6. s.m., varðandi aukafjárveitingu til leikskólaráðs 55 mkr. vegna niðurgreiðslna til sjálfstætt rekinna leikskóla.
Lagt fram bréf fjármálastjóra menntasviðs frá 8. þ.m., sbr. samþykkt menntaráðs 6. s.m., varðandi aukafjárveitingu til menntasviðs 50 mkr. til hækkunar framlags til einkarekinna grunnskóla.

Velferðarsvið
Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 25. október, sbr. samþykkt velferðarráðs s.d., um hækkun á fjárhagsramma vegna eftirtalinna verkefna:
Nýtt í ramma:
Konukot 18 mkr.
Úrræði fyrir heimilislausa 15 mkr.
Heimsóknir til eldri borgara 8 mkr.
Viðbót við ramma:
Barnavernd Reykjavíkur 5 mkr.
Ferðaþjónusta fatlaðra 16 mkr.

Stjórnsýslu- og starfsmannasvið
Lagt fram bréf skrifstofustjóra lögfræðiskrifstofu og skrifstofustjóra starfsmannaskrifstofu, ódags., um eftirtaldar viðbótarfjárveitingar:
Launaeftirlit 5.5 mkr.
Ný upplýsingakerfi viðbót 4.2 mkr.
Skrifstofa sviðsstjóra og starfsmannakostnaður 21 mkr.

Fjármálasvið
Lagt fram bréf sviðsstjóra fjármálasviðs frá 10. f.m. um aukningu á fjárhagsramma 2007 vegna eftirtalinna verkefna samtals 15 mkr.:
Ráðning nýs starfsmanns 7.5 mkr.
Aðkeypt þjónusta vegna uppgjöra 3.5. mkr.
Aðkeypt þjónusta vegna áætlunargerðar 4.0 mkr.

Íþrótta- og tómstundasvið
Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 24. þ.m., sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs s.d. um aukningu á fjárhagsramma 2007 vegna frístundakorts 180 mkr.
Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 24. þ.m. um fjárveitingu vegna borgarleika 2007, 20 mkr.

Borgarráð samþykkir að fresta tillögum skv. C-lið til meðferðar milli umræðna um fjárhagsáætlun í borgarstjórn.
R06080092

29. Borgarráð samþykkir að vísa svohljóðandi tillögu borgarstjóra til borgarstjórnar:

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að álagningarstuðull útsvars verði 13,03#PR á tekjur manna á árinu 2007 með vísan til 1. mgr. 24. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga með síðari breytingum. R05110004

30. Borgarráð samþykkir að vísa svohljóðandi tillögu borgarstjóra til borgarstjórnar:

Á árinu 2007 skal hlutfall holræsagjalds skv. reglugerð nr. 906/2000 vera 0,105 #PR.

Greinargerð fylgir tillögunni. R05110019

31. Borgarráð samþykkir að vísa svohljóðandi tillögu borgarstjóra til borgarstjórnar:

1. Á árinu 2007 skal hlutfall fasteignaskatts, skv. a-lið 3.mgr. 3.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, með síðari breytingum, vera 0,225 #PR.

2. Á árinu 2007 skal hlutfall fasteignaskatts, skv. b-lið 3.mgr. 3.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, með síðari breytingum, vera 0,88#PR.

3. Á árinu 2007 skal hlutfall fasteignaskatts, skv. c-lið 3.mgr. 3.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, með síðari breytingum vera 1,32#PR að viðbættri hækkun um 25#PR, sbr. heimild í 4. mgr. sömu greinar (1,65#PR).

4. Lóðarleiga fyrir íbúðarhúsalóðir skal á árinu 2007 vera 0,08#PR af fasteignamatsverði.

5. Leiga fyrir verslunarlóðir, iðnaðarlóðir og lóðir fyrir opinberar byggingar skal á árinu 2007 vera 1,0#PR af fasteignamatsverði.

6. Greiðendum fasteignagjalda er gefinn sá kostur að gera skil á fasteignagjöldum ársins 2007 með sex jöfnum greiðslum á gjalddögum 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní og 1. ágúst. Fjármálasviði er heimilt að víkja frá ákvæðum um gjalddaga ef fjárhæð er undir kr. 25.000 og/eða gjaldendur óska eftir að greiða gjöldin með eingreiðslu 1. maí. R05110019

Fundi slitið kl. 14:15

Hanna Birna Kristjánsdóttir

Dagur B. Eggertsson Gísli Marteinn Baldursson
Kjartan Magnússon Óskar Bergsson
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Þorleifur Gunnlaugsson