Borgarráð - Fundur nr. 4957

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2006, fimmtudaginn 9. nóvember, var haldinn 4957. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:05. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Björn Ingi Hrafnsson, Dagur B. Eggertsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Oddný Sturludóttir, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 30. október. R06010010

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 1. nóvember. R06010035

3. Lögð fram fundargerð mannréttindanefndar frá 1. nóvember. R06060190

4. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 8. nóvember. R06010008
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

5. Lögð fram fundargerð slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 27. október. R06010023

6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál. R06100327

7. Lagt fram yfirlit stjórnsýslu- og starfsmannasviðs yfir embættisafgreiðslur umsókna um áfengisleyfi, dags. í dag, alls 5 mál. R06010117

8. Lögð fram umsögn skrifstofustjóra lögfræðiskrifstofu frá 7. þ.m. um frumvarp til laga um Ríkisútvarpið og frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 36/1982 um Sinfóníuhljómsveit Íslands, sbr. bréf menntamálanefndar Alþingis, dags. 20. f.m. R05040108
Borgarráð samþykkti umsögnina.
Júlíus Vífill Ingvarsson víkur af fundi við meðferð málsins.

9. Lögð fram umsögn skrifstofustjóra lögfræðiskrifstofu frá 7. þ.m. um frumvarp til breytinga á lögum um lögheimili, sbr. bréf félagsmálanefndar Alþingis, dags. 19. f.m. R06070013
Borgarráð samþykkti umsögnina.

10. Lögð fram greinargerð starfshóps ÍTR um frístundakort, dags. í dag.
Borgarráð samþykkir að fela ÍTR að vinna tillögur um nýtt styrktarkerfi svokallað „frístundakort“ vegna þátttöku barna og unglinga í æskulýðs-, íþrótta- og menningarstarfi í borginni.
Við tillögugerð um útfærslu frístundakortsins skal taka mið af eftirfarandi:
• Markhópur frístundakortsins verði aldurshópurinn 6 - 18 ára
Frístundakortið verði innleitt í þremur áföngum og hefjist sá fyrsti haustið 2007 og verði miðað við 12.000.- króna framlag til aldurshópsins. Annar áfangi hefjist 1. janúar 2008 og verði miðað við 25.000.- króna framlag. Með þriðja áfanga ljúki innleiðingu frá og með 1. janúar árið 2009 og verði þá miðað við 40.000.- króna framlag til aldurshópsins 6 - 18 ára.
• Fjárhagsrammi í hverjum hinna þriggja áfanga miðað við 70#PR nýtingu styrkjanna verði árið 2007 kr. 180 milljónir, árið 2008 kr. 400 milljónir og árið 2009 kr. 640 milljónir.
• Tillögurnar verði lagðar fyrir íþrótta- og tómstundaráð og borgarráð fyrir 1. desember n.k.
Við gerð tillagna skal auk þessa hafa það að markmiði að innleiðing frístundakortsins auki ekki einvörðungu þátttöku í hollri og uppbyggilegri frístundaiðju heldur stuðli það að jöfnuði og bættu aðgengi að þeim gæðum sem slíkri starfsemi fylgir og Reykjavíkurborg styrkir fjárhagslega. R06090075

- Kl. 10.25 tók Gunnar Eydal við fundarritun.

Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:

Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks fagna tilkomu frístundakortsins og þeirri pólitísku samstöðu sem náðst hefur í borgarráði um framkvæmd þessa mikilvæga máls. Frístundakortin geta valdið ákveðnum straumhvörfum í æskulýðs- og íþróttastarfi í borginni, því með tilkomu þeirra verður aðbúnaður og aðstaða barna og unglinga í borginni í fremstu röð og öruggt má telja að fjölmargir úr hópi æskufólks muni nú sjá tækifæri sem þeir hafa ekki haft til þess að taka þátt í íþróttum, listnámi eða annarri viðurkenndri tómstundastarfsemi. Frístundakortið ætti þannig ekki aðeins að auka þátttöku í hollri og uppbyggilegri frístundaiðju, heldur stuðla að fjölbreyttum tækifærum og bættu aðgengi að þeim gæðum sem slíkri starfsemi fylgir og Reykjavíkurborg styrkir fjárhagslega. Að auki ætti frístundakortið að geta orðið liður í því að jafna hlut kynjanna í íþrótta- og æskulýðsstarfi, ásamt því sem sérstaklega verður horft til þess að hvetja börn af erlendum uppruna til aukinnar þátttöku í slíku starfi.

Ólafur F. Magnússon óskar bókað:

F-listinn fagnar þeim aukna stuðningi við barnafjölskyldur, sem felst í tilkomu frístundakortsins.

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:

Þegar í aðdraganda kosninga í vor sem leið ræddum við Vinstri græn um mikilvægi þess að jafna aðgengi reykvískra barna að frístundanámi, tónlist og íþróttum. Tillaga sú sem hér er til afgreiðslu er í þeim anda enda styðjum við hana heilshugar. Fulltrúar Vinstri grænna munu leggja fram tillögur til að jafna kjör barna í Reykjavík hér eftir sem hingað til.

Borgarráðsfulltrúar Samfykingar óska bókað:
Borgarráðsfullrúar Samfylkingarinnar taka undir bókun meirihluta borgarráðs og ítreka stuðning sinn við þau markmið að auka þátttöku og aðgengi að íþróttum, listnámi og öðru skipulögðu frístundastarfi. Farsæl útfærsla frístundakorts getur verið mikilvæg leið til þess. Undirstrikað er að samráð verði áfram haft við þann fjölbreytta hóp sem veitir börnum og ungmennum þjónustu, s.s. tónlistaskóla og annarra listaskóla. Loks er undirstrikað mikilvægi þess að hugsað verði fyrir því í upphafi hvernig að árangursmati og eftirfylgni þeirra mikilvægu markmiða sem hugmyndunum liggja til grundvallar verði staðið.

11. Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 6. þ.m. ásamt skýrslu um ráðningar í sumarstörf hjá Reykjavíkurborg 2006. R04020002

12. Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 6. þ.m., þar sem lagt er til að gerður verði þjónustusamningur við ÍSÍ, UMFÍ og ÍBR um stuðning borgaryfirvalda við þessi samtök og fjárveitingu í því sambandi. R05020146
Frestað.

13. Lagt fram bréf formanns stjórnar Leikfélags Reykjavíkur, dags 6. þ.m., þar sem óskað er eftir viðræðum um hækkun á fjárhagslið samkomulags á milli Reykjavíkurborgar og Leikfélags Reykjavíkur ses. frá 16. júní 2004. R04010098

14. Lagt fram bréf Þorsteins Garðarssonar frá 4. september sl. varðandi deiliskipulag lóðar nr. 1 við Laugaveg. Jafnframt lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa frá 30. f.m. um málið. R06090036
Vísað til skipulagssviðs.

15. Lagt fram bréf Reynis Karlssonar, hrl., frá 31. f.m. varðandi söluverð eignar nr. 8 við Lækjargötu. R04120052
Vísað til skipulagssjóðs.

16. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 8. þ.m. ásamt nýjum skipuritum fyrir menntasvið og leikskólasvið.
Frestað. R06080006

17. Lagt fram svar borgarstjóra frá 8. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Samfylkingar varðandi starfsmannamál á leikskólasviði, sbr. 31. lið fundargerðar borgarráðs frá 17. ágúst sl. R06080006

18. Lagt fram bréf starfsmannaskrifstofu frá 6. þ.m. varðandi launalaust leyfi skipaðs skólastjóra grunnskóla. R06100238
Samþykkt.

- Kl. 11.35 vék borgarstjóri af fundi.

19. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 8. þ.m. um Tryggvagötu 13, fyrirheit um úthlutun lóðar til UMFÍ með nánari skilmálum vegna fyrirheitsins. R03050171
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

20. Lögð fram umsögn skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 6. þ.m. um frumvarp til laga um gatnagerðargjald, sbr. bréf félagsmálanefndar Alþingis, dags. 19. f.m.
Borgarráð samþykkir umsögnina og leggur áherslu á að horfið verði frá því að binda heimild til innheimtu gatnagerðargjalds við fasteignir í þéttbýli. Það gengur gegn jafnræðisreglunni að einungis hluti fasteignareigenda, sem hyggur á framkvæmdir í sveitarfélaginu, sé látinn standa undir gatnagerð í sveitarfélaginu í formi skattgreiðslna. Götur í sveitarfélaginu eru hluti grunngerðar samfélagsins sem allir íbúar njóta góðs af og því engin haldbær rök fyrir því að undanþiggja íbúa, sem búa utan hins skilgreinda þéttbýlis sveitarfélagsins, frá þátttöku. Verði frumvarpið óbreytt að lögum mun Reykjavíkurborg ekki geta innheimt gatnagerðargjald vegna fasteigna á Kjalarnesi utan Grundarhverfis þrátt fyrir að gatnakerfi Reykjavíkurborgar nýtist eigendum þeirra fasteigna. R06100287

21. Rætt um fjárhagsáætlun ársins 2007.
Lagt fram bréf fjármálastjóra menntasviðs frá 8. þ.m. varðandi aukafjárveitingu til leikskólaráðs 97,4 mkr. vegna niðurgreiðslna til dagforeldra og sjálfstætt rekinna leikskóla.
Lagt fram bréf fjármálastjóra menntasviðs frá 8. þ.m., sbr. samþykkt leikskólaráð 6. s.m., varðandi aukafjárveitingu til leikskólaráðs 55 mkr. vegna niðurgreiðslna til sjálfstætt rekinna leikskóla.
Lagt fram bréf fjármálastjóra menntasviðs frá 8. þ.m., sbr. samþykkt menntaráðs 6. s.m., varðandi aukafjárveitingu til menntasviðs 50 mkr. til hækkunar framlags til einkarekinna grunnskóla.
Lagt fram bréf fjármálastjóra menntasviðs, ódags., um gjaldskrá leikskóla 2007.
Lagt fram bréf fjármálastjóra menntasviðs frá 7. þ.m. um gjaldskrá fyrir skólahljómsveitir skólaárið 2007-2008. R06080092

22. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar hafa ástæðu til að ætla að nýtt verðmat á Landsvirkjun hafi verið unnið í aðdraganda samninga um sölu fyrirtækisins sem nú liggja fyrir borgarráði. Miklu skiptir að fyrir liggi hvort í viðræðum um sölu á Landsvirkjun hafi borgarstjóri fallist á það f.h. Reykjavíkurborgar, að verðmatið taki mið af:
a) að í spám um raforkuverð til framtíðar væri miðað við samninga við Alcoa, sem voru nokkurs konar nauðasamningar, í stað nýjustu samninga um raforku til stóriðju (Alcan) sem voru mun hærri
b) að miðað væri við áhættu í áliðnaði í stað áhættu í raforkuiðnaði en Landsbanki Íslands gerði athugasemdir við þessa aðferð fyrir rúmu ári síðan
c) að miðað væri við óhagstætt smæðarálag sem svo er kallað, 1,0#PR í stað 0,5#PR sem íslensku bankarnir nota við verðmat á stærri fyrirtækjum
d) að framtíðarmöguleikar Landsvirkjunar, þekking á virkjunum og orku-nýtingu, núverandi og væntanleg virkjunar- og rannsóknarleyfi og aðrar duldar eignir hafi ekki verið verðmetnar
Sé tekið fullt mið af fyrstu þremur ofantöldu atriðum: 0,5#PR smæðarálagi, áhættu raforkuiðnaðar í stað áliðnaðar og síðasta þekkta verði til stóriðju reiknaðist verðmat Landsvirkjunar allt að 91,2 milljarðar í árslok 2005 eða 50#PR hærra verð en nú hefur verið samið um milli Reykjavíkurborgar og ríkisins. Því er brýnt að borgarráð fái aðgang að því verðmati sem lá til grundvallar nýundirrituðum samningi. R05020109

23. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Þann 18. október var gengið frá viljayfirlýsingu milli Reykjavíkurborgar og hjúkrunarheimilisins Eirar þar sem Eir er ekki einungis falið að byggja þjónustuíbúðir fyrir aldraða heldur einnig þjónustu- og menningarmiðstöð í Spöng Grafarvogi. Eir virðist ætlað að eiga og reka húsnæði þjónustu- og menningarmiðstöðvar sem á m.a. að hýsa þjónustumiðstöð borgarinnar Miðgarð, bókasafn, lögreglu, félagsstarf og kirkjuútibú. Engin samþykkt borgarráðs er fyrir þessari ráðstöfun, borgarfulltrúar hafa ekki umboð til að skuldbinda Reykjavíkurborg nema með samþykktum fjölskipaðra ráða, nefnda eða á fundum borgarstjórnar og borgarstjóri er vanhæfur þar sem hann er einnig stjórnarformaður Eirar.
Því er óskað eftirfarandi svara frá borgarstjóra:
1. Hver tók ákvörðun um að semja beint við Eir um byggingu menningarmiðstöðvar í Grafarvogi?
2. Hverjir komu að undirbúningi þeirrar ákvörðunar?
3. Hvernig samræmist ákvörðunin ákvæðum innkaupareglna Reykjavíkurborgar en í 7 gr. stendur m.a.: “Samkvæmt Innkaupastefnu Reykjavíkurborgar er meginreglan sú að beitt skuli útboðum við innkaup borgarinnar. Skylt er að viðhafa útboð þegar áætluð samningsfjárhæð vegna verklegrar framkvæmdar er yfir 28 mkr., vegna kaupa á þjónustu yfir 14 mkr. og vegna vörukaupa yfir 7 mkr.”?
4. Hvernig samræmist ákvörðunin ákvæðum laga um opinber innkaup (nr. 95/2001) um útboðsskyldu á Evrópska efnahagssvæðinu?
5. Hvaða fordæmi eru fyrir því að hjúkrunarheimilið Eir byggi og fjármagni opinberar byggingar til annarra nota en fyrir öldrunarþjónustu?
6. Hvernig samræmist bygging og rekstur fasteigna til annarra nota en öldrunarþjónustu stofnsamþykktum Eirar?
Jafnframt er óskað eftir því að fyrirliggjandi lögfræðiálit um þessi efni verði lögð fram. R04030045

24. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

1. Hverjar eru áætlaðar samningsfjárhæðir í samningum um verklegar framkvæmdir, vörukaup og þjónustu, sbr. samþykkt borgarráðs frá 5. október 2006 og viljayfirlýsingu frá 18. október 2006?
2. Hvernig samræmist málsmeðferðin innkaupareglum Reykjavíkurborgar?
M.a. er óskað svara við neðangreindu:
a. Hefur ferill málsins verið unnin í samráði við stjórnsýslu og starfsmannasvið “sem fer með lögfræðilega ráðgjöf í innkaupa- og útboðsmálum”, skv. 6 gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar?
b. Hefur samningsgerð við Eir og Hrafnistu komið til kasta innkauparáðs Reykjavíkur sem “tekur til meðferðar tillögur um nýjungar og breytingar á stefnu í innkaupamálum og afgreiðir innkaupamál yfir tilteknum verðmörkum, sbr. samþykkt fyrir innkauparáð Reykjavíkurborgar”, sbr. 6. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar.
c. Hvernig samræmist þessi málsmeðferð ákvæðum innkaupareglna Reykjavíkurborgar en í 7 gr. þeirra stendur m.a.: “Samkvæmt Innkaupastefnu Reykjavíkurborgar er meginreglan sú að beitt skuli útboðum við innkaup borgarinnar. Skylt er að viðhafa útboð þegar áætluð samningsfjárhæð vegna verklegrar framkvæmdar er yfir 28 mkr., vegna kaupa á þjónustu yfir 14 mkr. og vegna vörukaupa yfir 7 mkr.”?

Greinargerð fylgir fyrirspurninni. R04030045

Fundi slitið kl. 12:45

Björn Ingi Hrafnsson
Dagur B. Eggertsson Hanna Birna Kristjánsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Oddný Sturludóttir Þorleifur Gunnlaugsson