Borgarráð - Fundur nr. 4955

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2006, fimmtudaginn 26. október, var haldinn 4955. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:05. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Árni Þór Sigurðsson, Björk Vilhelmsdóttir, Björn Ingi Hrafnsson, Dagur B. Eggertsson, Gísli Marteinn Baldursson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Kjartan Magnússon. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 16. október. R06010010

2. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Grafarvogs frá 24. ágúst, 14. september og 12. október. R06010011

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis frá 18. október. R06010012

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 18. október. R06010015

5. Lögð fram fundargerð mannréttindanefndar frá 18. október. R06060190

6. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar um löggæslumálefni frá 20. október. R06010021

7. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 25. október. R06010008
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

8. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Sorpu bs. frá 21. og 28. ágúst og 25. september. R06010024

9. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 17. október. R06010026

10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 16 mál. R06090184

11. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Hvar stendur sú vinna að tryggja minnihluta borgarstjórnar áheyrnarfulltrúa í þær stjórnir fyrirtækja þar sem Reykjavík á einungis einn fulltrúa í stjórn en mikinn meirihluta eignar, það er í stjórnir Sorpu bs. og Strætó bs. Borgarstjóri sagði í upphafi þessa kjörtímabils að hann hyggðist beita sér fyrir þessu. Niðurstaða ætti að liggja fyrir nú þar sem ársfundir þessara fyrirtækja og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu verða haldnir á morgun 27. október. R06100351

12. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 18. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi auglýsingu á deiliskipulagi Klapparstígsreits. R06100291
Samþykkt.

13. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 18. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi deiliskipulag á blómatorginu að Birkimel. R06060210
Samþykkt.

- Kl. 11.30 tók Guðrún Ásmundsdóttir sæti á fundinum.

14. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 18. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi austurhluta 1. áfanga Úlfarsárdals. R06040011
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað:

Brýnt er að töluleg gögn sem leiða af breyttu skipulagi, s.s. aukin stærð skólahverfis, lengri gönguleiðir skólabarna o.s.frv. fylgi með í gögnum sem send verða núverandi lóðahöfum á svæðinu.

15. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 18. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi að Traðarlandi 1, íþróttasvæði Víkings. R06020023
Samþykkt.

16. Lagt fram bréf aðstoðarsviðsstjóra framkvæmdasviðs frá 20. þ.m. varðandi mislæg gatnamót á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð hafnar því að gerð verði mislæg gatnamót sem gangi á útivistarsvæði í Elliðaárdal, hvað þá breyti árfarvegi Elliðaár á mótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar.

Bókun borgarráðs:

Borgarráð getur ekki fallist á þær útfærslur um mislæg gatnamót sem sýndar hafa verið en óskar eftir útfærslum, um gatnamótin í plani, sem greiða fyrir umferðinni og auka umferðaröryggi.

Tillögu borgarráðsfulltrúa Samfylkingar vísað til vinnu um endurskoðun aðalskipulags. R06100352

17. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 19. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 18. s.m., varðandi breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og þéttingu byggðar. R06100241
Samþykkt.

18. Lögð fram umsögn skrifstofustjóra lögfræðiskrifstofu frá 22. þ.m. varðandi erindi Trésmiðju Snorra Hjaltasonar hf. um álagningu gatnagerðargjalda vegna Borgartúns 6. R06070142
Borgarráð samþykkir umsögnina.

19. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 23. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Samfylkingar um meint vanhæfi formanns menntaráðs, sbr. 27. liður fundargerðar borgarráðs frá 19. október sl. R06060049

20. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 20. þ.m. varðandi byggingarleyfi vegna uppsetningar móttökudisks á fjöleignarhús nr. 7 við Boðagranda. R06020083
Samþykkt að taka málið upp að nýju.

21. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra AFA JCDecaux Ísland, dags. 24. þ.m. ásamt tillögu að viðaukasamning við samning Reykjavíkurborgar og AFA JCD, frá 6. apríl 1998, um auglýsingar á strætisvögnum og strætisvagnaskýlum. R06100268
Samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum að taka jákvætt í erindið og fela framkvæmdasviði og umhverfissviði að taka upp viðræður við AFA JCDecaux um breytingar á samningnum.

22. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi tillögu:

Lagt er til að athugasemdafrestur vegna auglýsingar á breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi Höfðatorgs verði framlengdur um fjórar vikur. R06080107

Vísað til skipulagsráðs.

23. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð Reykjavíkur lýsir áhyggjum sínum vegna ákvörðunar sjávarútvegsráðherra að heimila hvalveiðar í atvinnuskyni. Ákvörðunin getur skaðað mjög ímynd Íslands út á við og hefur það raunar þegar komið fram í fjölda mótmæla hvaðanæva að. Íslensk ferðaþjónusta mun ef að líkum lætur verða fyrir talsverðum búsifjum og hætt er við að hvalveiðarnar hafi m.a. neikvæð áhrif á komur ferðamanna og skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur. Þá er eins víst að íslensk útrásarfyrirtæki muni einnig verða fyrir skakkaföllum. Borgarráð samþykkir að kalla eftir markvissum aðgerðum, til að draga úr þeim skaða sem þegar er orðinn, og vandlegu mati á þeim hagsmunum sem í húfi eru áður en ákvarðanir um frekari veiðar verði teknar.
Frestað. R06100353

24. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves var haldinn hér í Reykjavík um síðustu helgi og þóttist takast afskaplega vel. Um leið og borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar óska aðstandendum til hamingju með hátíðina, spyrjum við meirihluta borgarráðs hvað hæft sé í þeim sögusögnum að þeim sviðum sem hátíðin nýtir sér sé að fækka. Þá er spurt hvort ástæða sé til þess að borgin grípi inn í þá þróun sem á sér stað, til þess að tryggja Iceland Airwaves möguleika á að halda áfram jafn kröftuglega og hingað til. R06090089

- Kl. 13.30 vék borgarstjóri af fundi.

25. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrispurn:

Hvað líður vinnu við úttekt á stöðu kynjajafnréttismála hjá Reykjavíkurborg, sem Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti þann 20. júní sl. að fela mannréttindanefnd að láta vinna?

Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 26. þ.m. við fyrirspurninni. R06060149

26. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrispurn:

Atvinnu- og stjórnmálahópur Femínistafélags Íslands hefur sent atvinnurekendum, og þar með talið sveitarfélögunum ályktun þar sem vakin er athygli á að nær ekkert hefur áunnist í því að draga úr kynbundnum launamun í samfélaginu. Í ályktuninni segir:
#GLÍ dag er liðið ár frá því að rúmlegar 50.000 íslenskar konur gengu út af vinnustöðum sínum til að vekja athygli á launamun kynjanna og krefjast leiðréttinga á honum. Á sama degi voru atvinnurekendur hvattir til þess að leiðrétta launamun kynjanna meðal starfsfólks síns. Í síðustu viku voru birtar sláandi niðurstöður könnunar á vegum félagsmálaráðuneytisins. Þar kom fram að á undanförnum 12 árum hefur hreinn kynbundinn launamunur batnað um 0,3#PR þ.e. úr 16#PR lægri launum í 15,7#PR. Í 3. kafla jafnréttislaga nr. 96/2000 kemur fram að atvinnurekendum sé skylt að greiða sömu laun fyrir sambærileg störf. Miðað við að þróun launajafnréttis verði með samsvarandi hætti í framtíðinni reiknast okkur til að konur og karlar muni hafa jöfn laun árið 2634. Nú þykja okkur 628 ár fulllangur tími og því skorum við í atvinnu- og stjórnmálahópi Femínistafélags Íslands á atvinnurekendur að framfylgja landslögum með því að bera saman laun karla og kvenna í ykkar fyrirtæki og leiðrétta muninn. Afgreiðum sex aldir á einum degi, launajafnrétti í dag!#GL
Sérstaka athygli vekja þær staðreyndir að með sama áframhaldi muni það taka 628 ár að ná fram fullkomnu launajafnrétti kynjanna. Af því tilefni er spurt:
Er borgarstjóri reiðubúinn til að taka áskorun Femínistafélagsins, bera saman laun karla og kvenna hjá borginni og leiðrétta tafarlaust hinn kynbundna launamun? R06100349

- Kl. 14.00 vék Björn Ingi Hrafnsson af fundi og Óskar Bergsson tók þar sæti.
- Kl. 14.10 vék Gísli Marteinn Baldursson af fundi og Jórunn Frímannsdóttir tók þar sæti.

27. Rætt um fjárhagsáætlun. R06080092

Fundi slitið kl. 14:45

Hanna Birna Kristjánsdóttir

Árni Þór Sigurðsson Björk Vilhelmsdóttir
Dagur B. Eggertsson Jórunn Frímannsdóttir
Kjartan Magnússon Óskar Bergsson