Borgarráð - Fundur nr. 4950

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2006, fimmtudaginn 14. september, var haldinn 4950. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:00. Viðstaddir voru, Björn Ingi Hrafnsson, Gísli Marteinn Baldursson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Svandís Svavarsdóttir.
Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Úlfarsfells frá 24. ágúst. R06070017

2. Lögð fram fundargerð mannréttindanefndar frá 30. ágúst. R06060190

3. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar um löggæslumálefni frá 8. september. R06010021

4. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 6. september. Jafnframt lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 12. september. R06010008
Borgarráð samþykkir b-hluta fundargerðar skipulagsráðs og afgreiðslufundargerð byggingarfulltrúa.

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 17 mál. R06090004

6. Lagt fram yfirlit stjórnsýslu- og starfsmannasviðs yfir embættisafgreiðslur umsókna um áfengisleyfi, dags. í dag, alls 8 mál. R06010117

7. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 6. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 1 við Austurberg, íþróttasvæði Leiknis. R06090038
Samþykkt.

8. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 6. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi auglýsingu á breytingu á greinargerð aðalskipulags Reykjavíkur 2001-2024 varðandi blandaða byggð. R06070105
Samþykkt.

9. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 6. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi auglýsingu að breytingu á skilmálum deiliskipulags Fossvogshverfis. R06090040
Samþykkt.

10. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 6. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar nr. 68 við Háaleitisbraut. R06090039
Samþykkt.

11. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 6. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi á lóðunum nr. 136-182 við Laufengi. R06090037
Samþykkt.
- Kl. 11.10 tekur Dagur B. Eggertsson sæti á fundinum.
12. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 31. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 30. s.m., varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi lóða nr. 21, 23 og 25 við Lindargötu. R02010123
Samþykkt.

- Kl. 11.12 taka Kjartan Magnússon og borgarstjóri sæti á fundinum.

13. Lagt fram bréf framkvæmdasviðs frá 4. þ.m., sbr. samþykkt framkvæmdaráðs 8. maí sl., varðandi sölu á þjónustuíbúðum að Furugerði 1, Dalbraut 21-27, Norðurbrún 1 og Lönguhlíð 3 til Félagsbústaða hf.
Samþykkt. R04120007

14. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði, dags. 14. þ.m.
Borgarráð samþykkir að veita verkefninu „Látum gott af okkur leiða#GL styrk að fjárhæð kr. 150 þúsund og Skvassnefnd ÍSÍ, til alþjóðlegs skvassmóts, kr. 200 þúsund.R06010037

15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra umhverfissviðs frá 29. f.m., sbr. samþykkt umhverfisráðs frá 28. s.m. um breytingu á samþykkt fyrir hundahald í Reykjavík. R04100044
Vísað til borgarstjórnar.

16. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs frá 6. þ.m. varðandi forsendur fyrir framhaldi á gerð þriggja ára samstarfssamninga sviðsins. R06090025
Samþykkt.

17. Lögð fram áskorun nokkurra listamanna, dags. 21. f.m., þar sem skorað er á Borgarstjórn Reykjavíkur að taka til endurskoðunar reglugerð Listasafns Reykjavíkur og að vestursalur Kjarvalsstaða verði opnaður á ný fyrir umsóknum listamanna til sýningahalds. R02050104
Vísað til menningar- og ferðamálaráðs.

- Kl. 11.25 tekur Ólafur F. Magnússon sæti á fundinum.

18. Lagt fram bréf aðstoðarsviðsstjóra menntasviðs frá 24. þ.m., sbr. samþykkt menntaráðs 22. s.m., um breytingu á ákvæði í reglum um þjónustusamninga Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla í Reykjavík. R04050109
Samþykkt.

19. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Sorpu bs. frá 30. f.m. ásamt drögum að þjónustusamningi um rekstur endurvinnslustöðva fyrir sveitafélögin. Jafnframt lagt fram bréf skrifstofustjóra umhverfissviðs frá 4. apríl sl. R06010059
Samþykkt.

20. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. í dag, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Samfylkingar um manneklu á frístundaheimilum og í leikskólum, sbr. 19. liður fundargerðar borgarráðs frá 31. ágúst sl. R05080094

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað:

Svör um manneklu á leikskólum og frístundaheimilum endurspegla tvennt. Annars vegar það að hundruð fjölskyldna eru í brýnum vanda vegna skorts á starfsfólki og hins vegar hitt að engar raunhæfar áætlanir liggja fyrir af hálfu meirihlutans um það hvernig eigi að bregðast við. Vekur það áhyggjur að allur kraftur pólitískra fulltrúa virðist hafa farið í að slást við stéttir leikskólakennara með því að kljúfa menntaráð og menntasvið og eitra þar með andrúmsloft í aðdraganda komandi kjarasamninga í stað þess að takast á við fyrirliggjandi manneklu. Mikilvægt er að þar verði tafarlaus breyting á. Er jafnframt ástæða til að minna á að fram hefur komið á fundum menntaráðs að niðurskurður á samgöngum Strætó hefur staðið ráðningum fyrir þrifum í Árbæjarhverfi.

Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:

Þótt staðan í starfsmannamálum leikskóla og frístundaheimila sé betri nú en á sama tíma í fyrra, gerir meirihluti borgarstjórnar allt sem í hans valdi stendur til að leysa þann vanda sem vissulega blasir við. Farnar hafa verið nýjar leiðir til að auglýsa stöður og fjöldi samtala átt sér stað við skólastjórnendur og aðra hagsmunaaðila. Allt tal um „slag við stéttir leikskólakennara” og „eitrað andrúmsloft” eru úr lausu lofti gripið, þar sem fyrir liggur að vilji og stefna borgaryfirvalda er að efla skólastarf í borginni, bæði á leikskóla- og grunnskólastigi.

21. Lagt fram bréf ritara framkvæmdaráðs frá 30. f.m., þar sem sótt er um aukafjárveitingu vegna hljóð- og ljósatæknibúnaðar og innréttinga í Borgarleikhúsinu alls kr. 25 milljónir. R06010228
Samþykkt.

22. Lagt fram bréf frá SPRON og Húsi verslunarinnar frá 5. þ.m., varðandi ósk um fyrirheit um stækkun lóðarinnar Kringlan 7-9. R05050090
Vísað til skrifstofustjóra framkvæmdasviðs.

23. Lagt fram bréf Ólafs F. Magnússonar frá 7. þ.m., þar sem Anna Sigríður Ólafsdóttir er tilnefnd sem áheyrnarfulltrúi í leikskólaráð og til vara Ásta Þorleifsdóttir. R06090023

24. Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Fyrir liggur að a.m.k. tveir nektardansstaðir hafa verið opnaðir í miðborginni á undanförnum misserum. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi ákv. 3.1.20 þarf að geta slíkrar starfsemi í deiliskipulagi reitsins sem um ræðir hverju sinni. Leitað er eftir ákvæðum deiliskipulags á viðkomandi reitum, þ.e. við Lækjargötu og Hafnarstræti og upplýsingum um þær umsagnir um leyfisumsóknirnar sem kunna að hafa verið veittar af embættismönnum borgarinnar og þá á hvaða forsendum? R06090071

25. Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Hversu háum fjárhæðum hefur Reykjavíkurborg veitt til eftirtalinna aðila á ári undanfarin fjögur ár: Kvennaathvarfið, Mæðrastyrksnefnd og Stígamót. Hversu hárri upphæð hefur verið varið til aðstoðar við heimilislausar konur, þ.m.t. Konukot á sama tímabili? R06090072

26. Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi tillögu:

Lagt er til að Reykjavíkurborg sendi tvo fulltrúa af fjármálasviði og einn kjörinn fulltrúa frá hverjum flokki sem á sæti í borgarstjórn á ráðstefnu á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar um kynjaða fjárhagsáætlanagerð í Finnlandi 8.-9. nóvember n.k.

Greinargerð fylgir tillögunni. R06090070
Frestað.

27. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Samfylkingar: R06050060

Formaður borgarráðs kynnti í kvöldfréttum NFS að yfir stæðu viðræður við íþróttafélög og „aðra aðila” í borginni um upptöku 40.000 króna frístundakorts til að koma til móts við þau börn sem ekki geta tekið þátt í frístundastarfi vegna efnahags.

Því er eftirfarandi spurningum beint til borgarstjóra:

1) Við hvaða íþróttafélög, tónlistarskóla, listaskóla eða aðra fulltrúa þeirra sem veita frístundaþjónustu og „aðra aðila” hefur verið rætt?
2) Hver er áætlaður heildarkostnaður Reykjavíkurborgar við frístundakort á næsta ári?
3) Verður um að ræða hreina viðbót við þann stuðning sem þessir aðilar njóta nú af hálfu borgarinnar?
4) Hvernig verða frístundakortin útfærð til að tryggja félagsleg markmið þeirra náist? Hvernig verður það metið?
5) Hvernig verða greiðslurnar útfærðar til að tryggja að þær verði ekki skattskyldar?
6) Verður starfið sem styrkt er hluti af samfelldum skóladegi eða verða engar slíkar kröfur gerðar?
7) Munu foreldrar geta notað frístundakortin til að greiða gjöld á frístundaheimilum borgarinnar?

28. Lagt fram bréf Áslaugar Ívarsdóttur frá 11. þ.m. þar sem hún óskar lausnar úr skólanefnd Fjölbrautarskólans við Ármúla.
Samþykkt að tilnefna Ásgeir Beinteinsson í hennar stað. R06090069

29. Lagt fram bréf Dags B. Eggertssonar, dags. í dag, þar sem tilkynnt er að Björk Vilhelmsdóttir sé fyrsti varamaður Samfylkingarinnar í borgarráði. R06060045

30. Lagt fram bréf Dags B. Eggertssonar, dags. í dag, þar sem lagt er til að Ragnhildur Sigríður Eggertsdóttir taki sæti í framtalsnefnd í stað Kjartans Valgarðssonar.
Vísað til borgarstjórnar. R06060055

31. Lagt er til að Axel Ólafsson taki sæti varamanns í framkvæmdaráði í stað Hrólfs Ölvissonar, sem óskað hefur lausnar frá störfum. R06060046
Vísað til borgarstjórnar.

Fundi slitið kl. 12:40

Björn Ingi Hrafnsson

Dagur B. Eggertsson Gísli Marteinn Baldursson
Hanna Birna Kristjánsdóttir Kjartan Magnússon
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Svandís Svavarsdóttir