Borgarráð - Fundur nr. 4949

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2006, fimmtudaginn 31. ágúst, var haldinn 4949. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:05. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Björn Ingi Hrafnsson, Dagur B. Eggertsson, Gísli Marteinn Baldursson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kjartan Magnússon, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Svandís Svavarsdóttir. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 22. ágúst. R06010010

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 21. ágúst. R06010014

3. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 2. ágúst. R06010018

4. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 30. ágúst. R06010008
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó frá 25. ágúst. R06010026

6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál. R06080016

7. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 23. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d. varðandi auglýsingu á deiliskipulagi Melavalla á Kjalarnesi.
Samþykkt. R06080121

8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 23. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d. varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi að Ármúla 1.
Samþykkt. R06080108

9. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs, dags. í dag, sbr. samþykkt skipulagsráðs 30. s.m., varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi reits 1.220.1 og 1.220.2, Höfðatorgsreitur. R06080159
Samþykkt með 6 atkv. gegn 1.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Vísað er til framlagðrar bókunar fulltrúa Vinstri grænna í skipulagsráði í gær þar sem gerð er alvarleg athugasemd við afar hátt nýtingarhlutfall á reitnum, en ekki síður fyrirhugaða 19 hæða byggingu á norðausturhorni hans.
Ólafur F. Magnússon óskar bókað:
Ég lýsi andstöðu við fyrirliggjandi tillögu þar sem byggðin rís of hátt og fellur ekki vel að umhverfinu. Sérstaklega er ekki við hæfi ef 19 hæða bygging rís í næsta nágrenni við Höfða.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir óskar bókað:
Ég tel alltof langt gengið í skipulagi á þessum reit. Breytt tillaga nýs meirihluta felur í sér tvo nýja turna á svæðinu sem eru 16 hæða og 14 hæða. Að auki er reiturinn allur orðinn mun þéttbyggðari en ég tel skynsamlegt.
Borgaráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir vísi til bókunnar fulltrúa sinna í skipulagsráði.
Dagur B. Eggertsson óskar bókað að hann vísi með sama hætti til bókunar fulltrúa Samfylkingarinnar í ráðinu.

10. Lagt fram að nýju bréf borgarstjóra frá 22. þ.m. varðandi úthlutun fjárhagsramma til fagráða fyrir árið 2007 ásamt breyttu fylgiskjali. R06080092
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

11. Lagt fram bréf Kristjáns Þorbergssonar f.h. Nýsis frá 28. þ.m. varðandi framsal lóðarréttinda, gerð lóðarsamnings o.fl. að Suðurlandsbraut 58-62.
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Borgarráð samþykkir framkomna ósk Landsbanka Íslands hf., dags. 30. maí sl., um að gerður verði lóðaleigusamningur við bankann um lóðina Suðurlandsbraut 58-64 sem og framsal bankans á lóðinni til Markarinnar eignarhaldsfélags ehf. í framhaldi af gerð lóðaleigusamningsins. Er framkvæmdasviði falið að ganga svo fljótt sem verða má frá lóðaleigusamningi.
Greinargerð fylgir tillögunni. R03110033
Samþykkt.

12. Borgarráð samþykkir að skipa Jórunni Frímannsdóttur í stjórn verkefnisins Ungt fólk í Evrópu í stað Láru Björnsdóttur sem látið hefur af störfum, sbr. bréf borgarstjóra frá 29. þ.m. R05120064

13. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar yfir styrkumsóknir er borist hafa borgarráði, dags. 21. þ.m.
Borgarráð samþykkir að að veita eftirfarandi styrki:
Félag kennara í kristnum fræðum, siðfræði og trúarbragðafræðum kr. 150 þúsund, Pólskri menningarhátíð kr. 200 þúsund og Skemmtihúsinu, Brynju Benediktsdóttur kr. 500 þúsund. R06010037

14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 28. þ.m. þar sem lagt er til að borgarráð samþykki að úthluta Byggingafélaginu Trausti ehf. byggingarrétti á lóðinni nr. 18 við Lækjarmel í stað lóðar nr. 22 við Kistumel. Þar sem lóðin nr. 18 við Lækjarmel er minni en hin lóðin, eða um 3.417 ferm., ákveðst gatnagerðargjald vegna hennar kr. 12.702.640,- miðað við 1.370 gólfferm. byggingarrétt. Að öðru leyti eru skilmálar hinir sömu og greindi í úthlutunarbréfi borgarstjóra, dags. 18. ágúst sl. R04020047
Samþykkt.

- Kl. 11.40 vék borgarstjóri af fundi.

15. Rætt um öryggismál hjá Sorpu. R06080142

- Kl. 11.50 vék Gísli Marteinn Baldursson af fundi og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir tók þar sæti.

16. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn: R02030079
Fjöldi harðorðra ábendinga hafa borist frá íbúum Árbæjarhverfis þar sem biðskýli hraðleiðarinnar í Árbæjarhverfi, S5, við Bæjarháls hafa nú verið fjarlægð. Íbúar telja þetta vera þvert á yfirlýsingar borgarstjóra, formanns borgarráðs og formanns umhverfisráðs sem allir gáfu skýrt til kynna að ekki yrði við þá þjónustuskerðingu unað sem stjórn Strætó bs. ákvað að Árbæingar þyrftu að búa við. Eftir niðurskurð á þjónustu Strætó er Árbærinn nú eina stóra hverfi höfuðborgarsvæðisins sem ekki er þjónað af hraðleið. Íbúar Árbæjarhverfis spyrja því réttilega hvort yfirlýsingar meirihluta borgarstjórnar og gagnrýni á þjónustuskerðingu Strætó hafi verið orðin tóm. Því er spurt:
1. Hvernig hefur verið brugðist við einróma ályktun hverfisráðs Árbæjar frá 27. júlí þar sem krafist er að Árbænum verði þjónað af hraðleið líkt og önnur stór íbúahverfi á höfuðborgarsvæðinu?
2. Hvernig hefur borgarstjóri fylgt eftir yfirlýsingum fulltrúa meirihluta borgarstjórnar um að niðurskurður á þjónustu Strætó hafi verið gerður í andstöðu við þá og án samráðs?
3. Hvenær geta íbúar Árbæjarhverfis átt von á að niðurskurðurinn á þjónustu Strætó gangi til baka?

17. Borgarráð samþykkir svohljóðandi tillögu:
Borgarráð felur borgarhagfræðingi að yfirfara nýtt arðsemismat Landsvirkjunar sem lagt var fram á stjórnarfundi Landsvirkjunar 28. ágúst sl. Sérstaklega verði hugað að frávikum, ef einhver eru frá fyrra mati.
Greinargerð fylgir tillögunni. R05020109

18. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarstjóra verði falið að ganga til viðræðna við byggingarfélög námsmanna um uppbyggingu allt að 800 stúdentaíbúða í miðborg og Vatnsmýri á næstu árum, sbr. meðfylgjandi greinargerð.
Greinargerð fylgir tillögunni. R06080158
Vísað til skipulagsráðs.
Borgaráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Vegna þessarar tillögu er rétt að upplýsa að nú þegar eru í gangi umræður og undirbúningur að öflugri uppbyggingu fyrir námsmenn í Reykjavík, enda eindregin vilji borgaryfirvalda að koma til móts við óskir námsmannahreyfingarinnar.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað:

Fagnað er þeirri samstöðu sem ríkir um efni tillögunnar og að áfram verði unnið að þeim verkefnum sem þar er getið. Vekur þetta vonir um að þau verði að veruleika áður en langt um líður.

19. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Borgarráði verði gerð grein fyrir manneklu á frístundaheimilum og leikskólum í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem fréttir hafa greint frá í þeim efnum. Því er spurt:
1. Hvað vantar margt starfsfólk?
2. Hvað eru mörg börn á biðlista af þessum sökum?
3. Til hvaða aðgerða, ef einhverra, hefur verið gipið til að bregðast við þessari alvarlegu stöðu?
4. Hvaða frekari aðgerðir eru væntanlegar? R05080094

20. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óska bókað:
Borgarfulltrúar VG fagna þeirri ákvörðun stjórnar Orkuveitunnar að draga umtalsvert úr fyrri áformum um sumarhúsabyggð við Úlfljótsvatn. Ákvörðunin er í anda tillögu Vinstri grænna í borgarstjórn 6. júní sl. um að endurskoða þessi áform, en hún var samþykkt samhljóða. Enda þótt æskilegast hefði verið að falla að fullu frá uppbyggingu sumarhúsabyggðar verður að telja að fækkun úr 600 í 60 sumarhúsalóðir sé umtalsverður árangur. Er vonandi að þessum 60 lóðum verði úthlutað til félagasamtaka.

Ólafur F. Magnússon óskar bókað:
Ég vísa til bókunar minnar á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur í gær þar sem því er fagnað að dregið er stórlega úr áformunum um sumarhúsabyggð við Úlfljótsvatn. F-listinn leggur áherslu á gott samstarf við félagasamtök um nýtingu svæðisins og að náttúruvendarsjónarmið verði höfð í heiðri. R06050159

21. Afgreidd 6 útsvarsmál. R06010038

Fundi slitið kl. 12:30

Björn Ingi Hrafnsson
Dagur B. Eggertsson Hanna Birna Kristjánsdóttir
Kjartan Magnússon Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Svandís Svavarsdóttir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir