Borgarráð - Fundur nr. 4945

Borgarráð

BORGARRÁÐ

Ár 2006, fimmtudaginn 27. júlí, var haldinn 4945. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:05. Viðstaddir voru Árni Þór Sigurðsson, Björn Ingi Hrafnsson, Dagur B. Eggertsson, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Frímannsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritun annaðist Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 25. júlí. R06010008
Samþykkt.

2. Lögð fram fundargerð framkvæmdaráðs frá 24. júlí. R06010006

3. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 11. júlí. R06010026

4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 2 mál. R06060179

5. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar yfir styrkumsóknir er borist hafa borgarráði, dags. 17. þ.m. R06010037
Borgarráð samþykkti styrkveitingu til hljómsveitarinnar Sigur Rósar kr. 2.500 þús. og Skákfélagsins Hróksins kr. 1.000 þús.

6. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 19. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi á lóð Fjölbrautarskólans í Breiðholti að Austurberg 5. R06070099
Samþykkt.

7. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 19. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á deiliskipulagi á lóð Hlíðaskóla að Hamrahlíð 2. R06070104
Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Óskað er upplýsinga um stöðu framkvæmda við þær skólalóðir sem áætlað var að yrðu kláraðar í sumar.
Sérstaklega er óskað upplýsinga um stöðu framkvæmda við lóð Laugarnesskóla og lóð Laugalækjarskóla.

8. Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 24. þ.m., varðandi grasæfingasvæði í Grafarholti. R04090061
Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Hvað líður undirbúningi gervigrasvallar í Úlfarsárdal? Hvenær er áætlað að hann komist til framkvæmdar?

9. Lagt fram svar borgarstjóra frá 21. þ.m., við fyrirspurn borgarfulltrúa Vinstri grænna um breytingu á eignarhaldi Landsvirkjunar, sbr. 28. liður fundargerðar borgarráðs 20. júlí sl. R05020109

Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna óska bókað:

Svar borgarstjóra sýnir að borgarstjóri tók einn ákvörðun um að taka að nýju upp viðræður um sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun, án samráðs við borgarráð. Þegar ákveðið var í ársbyrjun að hætta viðræðunum lá fyrir að ekki væri grundvöllur fyrir frekari viðræðum. Skýtur því skökku við að þeim skuli nú haldið áfram á sama grundvelli og áður. Er þess óskað að borgarstjóri geri borgarráði nánari grein fyrir málinu við fyrsta tækifæri.

Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:

Það er rangt að borgarstjóri hafi tekið ákvörðun um nýjar viðræður án samráðs við borgarráð. Viðræðum frá fyrra kjörtímabili verður einfaldlega haldið áfram.

10. Lögð fram svohljóðandi tillaga Samfylkingar, dags. 24. þ.m.:

Borgarráð samþykkir að fela borgarstjóra að hefja nú þegar viðræður um flutning á málefnum aldraðra, fatlaðra, heilsugæslu, þ.m.t. heimahjúkrun, og tengdum verkefnum frá ríki til Reykjavíkurborgar. Eðlilegt er að stefna að samfloti allra sveitarfélaga í þessu efni en þyki fullreynt að ná samkomulagi undir merkjum Sambands íslenskra sveitarfélaga leiti Reykjavíkurborg beinna samninga um verkefnaflutning. Tryggt verði að nauðsynlegir fjármunir til uppbyggingar og reksturs viðkomandi málaflokka fylgi verkefnunum. Stefnt skal að því að samkomulag og áætlanir um verklag við verkefnaflutninginn liggi fyrir um áramót.

Greinargerð fylgir tillögunni. R06010195
Frestað.

11. Lagt fram bréf dómsmálaráðherra frá 20. þ.m., þar sem tilkynnt er að Stefán Eiríksson og Þorsteinn Davíðsson hafi verið tilnefndir í vinnuhóp um löggæslumálefni. Borgarráð samþykkir að Gísli Marteinn Baldursson og Dagur B. Eggertsson taki sæti í vinnuhópnum. R06070093
Stefán Eiríksson er formaður hópsins.

12. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:

Á fundi borgarráðs hinn 20. þ.m. var samþykkt tillaga undirritaðs um að stofna verkefnisstjórn, sem vinni eða láti vinna áhættugreiningu og áhættumat vegna núverandi staðsetningar olíubirgðastöðvar í Örfirisey og ennfremur áhættugreiningu, áhættumat og kostnaðargreiningu fyrir nýja staðsetningu olíubirgðastöðvar, s.s. í Hvalfirði og á Grundartanga.

Samþykkt var að verkefnisstjórnin skyldi skipuð fulltrúum tilnefndum af Faxaflóahöfnum, olíufélögunum, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins bs. og af borgarstjóra. Eftir undirbúning málsins og að höfðu samráði við ofangreinda legg ég til að verkefnisstjórnin verði svo skipuð: Jón Viðar Matthíasson slökkviðliðsstjóri, formaður, Jón Þorvaldsson fyrir Faxaflóahafnir, Ellý K. Guðmundsdóttir fyrir Reykjavíkurborg og Gestur Guðjónsson fyrir olíufélögin. Tilnefning hefur ekki borist um hinn fulltrúa olíufélaganna. R04110031
Samþykkt.

13. Borgarráð samþykkir að kjósa Óskar Bergsson, varamann í stjórn Sorpu í stað Þorláks Björnssonar. R06060073

14. Lagt fram bréf sviðsstjóra stjórnsýslu- og starfsmannasviðs frá 25. þ.m., þar sem Helga Jónsdóttir óskar eftir lausn úr starfi. R06070136
Samþykkt.

15. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndra leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Á síðasta fundi stjórnkerfisnefndar var tekin til afgreiðslu tillaga um stofnun leikskólaráðs án þess að færð væru fram fagleg rök fyrir þeirri ákvörðun. Ekki var orðið við því að leitað yrði umsagnar menntaráðs, haft samráð við stjórnendur, starfsfólk eða stéttarfélög þeirra þrátt fyrir beiðni þar um. Þetta stangast berlega á við skýr fyrirheit meirihluta menntaráðs sem bókaði: „ótímabært er að fjalla um þessa stjórnkerfisbreytingu fyrr en hún hefur komið til faglegrar umfjöllunar í menntaráð,#GL á fundi menntaráðs 22. júní sl. Þessi umfjöllun hefur ekki farið fram. Tilefni bókunarinnar var að í menntaráði höfðu áheyrnarfulltrúar leikskólakennara og grunnskólakennara óskað „eftir að fá hið fyrsta fagleg rök fyrir þeirri pólitísku ákvörðun að kljúfa málefni leikskóla frá menntaráði.#GL

Spurt er:
i) Hvort og þá hvenær verða sett fram fagleg rök fyrir ákvörðun um að kljúfa leikskólaráð frá menntaráði?
ii) Verður ekki staðið við loforð meirihluta menntaráðs um að málið komi til kasta ráðsins áður en það hlýtur afgreiðslu stjórnkerfisnefndar?
iii) Hvernig verður samráði við stjórnendur og starfsfólk menntasviðs og leikskóla á vettvangi stjórnkerfisnefndar háttað?
iv) Hefur meirihlutinn í borgarstjórn í hyggju að kljúfa menntasvið í tvennt í tenglum við stofnun leikskólaráðs? R06070063

16. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að fela borgarstjóra að kannaðar verði leiðir til að kom á þráðlausu neti yfir Reykjavík, að hluta eða heild. Gerð verði grein fyrir tæknilegum útfærslum, kostnaði og mismunandi leiðum við fjármögnun, auk samanburðar og tillögum um samþættingu við aðrar leiðir við að koma á greiðum gagnaflutningum í borginni. M.a. verði leitað afstöðu og álits stjórnkerfisnefndar, Orkuveitu Reykjavíkur, síma- og fjarskiptafyrirtækja, auk fulltrúa neytenda og fyrirtækja sem eiga viðskipti á gagnaflutningamarkaði fjarskipta. R06070139

Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.

17. Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Hafði ríkisstjórnin samráð við fulltrúa Reykjavíkur þegar ákveðið var að fresta framkvæmdum við Tónlistar- og ráðstefnuhús?
Hefur Reykjavíkurborg borist beiðni frá ríkisstjórninni um frestun framkvæmda á vegum borgarinnar í þeim tilgangi að draga úr þenslu í efnahgslífinu?
Ef svo er, hvenær verða þá hugmyndir meirihlutans um frestun framkvæmda kynntar í borgarráði?
Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna óska eftir upplýsingum um:
Óskað er eftir upplýsingum um yfirstandandi og fyrirhugaðar framkvæmdir og fjárfestingar Orkuveitu Reykjavíkur, Faxaflóahafna, Landsvirkjunar, Strætó bs., Sorpu bs. og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. R06020037

Fundi slitið kl. 12:10

Björn Ingi Hrafnsson
Árni Þór Sigurðsson Dagur B. Eggertsson
Gísli Marteinn Baldursson Jórunn Frímannsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Steinunn Valdís Óskarsdóttir