Borgarráð
Leiðrétt
B O R G A R R Á Ð
Ár 2006, fimmtudaginn 20. júlí, var haldinn 4944. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:10. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Árni Þór Sigurðsson, Björn Ingi Hrafnsson, Dagur B. Eggertsson, Gísli Marteinn Baldursson, Júlíus Vífill Ingvarsson og Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð forsætisnefndar frá 13. júlí. R06010032
2. Lagðar fram fundargerðir framtalsnefndar frá 8. júní og 11. júlí. R06010017
3. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 19. júlí. R06010008
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
4. Lögð fram fundargerð umhverfisráðs frá 12. júlí. R06010005
5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, eitt mál. R06060179
6. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 12. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d. um umferðarskipulag, Hlemmur plús. R06050068
Samþykkt.
7. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 12. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d. um deiliskipulag reits 1.222.0, Lögreglustöðvarreitur. R06050068
Frestað og vísað til borgarstjóra.
8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 12. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d. varðandi deiliskipulag reits 1.240.2, bankareitur. R06050068
Samþykkt.
9. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 12. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d. varðandi deiliskipulag reits 1.222.1 og 1.222.2, Skúlagarðsreitur. R06050068
Samþykkt.
10. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 12. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d. varðandi deiliskipulag reits 1.240.1, Tryggingastofnunarreitur. R06050068
Samþykkt.
11. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 12. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d. um deiliskipulag reits 1.241.0 og 1.241.1, Hampiðjureitur. R06050068
Samþykkt.
12. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 12. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d. varðandi breytingu á deiliskipulagi að Mýrargötu 26. R06050045
Samþykkt.
13. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 12. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d. um deiliskipulag reits sem afmarkast af Hringbraut, Víðimel og Meistaravöllum, þar sem gert er ráð fyrir tveimur flutningshúsum. R06040112
Frestað.
14. Lagt fram bréf aðstoðarsviðsstjóra menntasviðs frá 11. þ.m., sbr. samþykkt menntaráðs 22. f.m., um breytingu á reglum um þjónustusamninga Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla í Reykjavík. R04050109
Samþykkt.
15. Lagt fram bréf menntamálaráðuneytis frá 13. þ.m. þar sem óskað er eftir tilnefningu Reykjavíkurborgar í stjórn og verkefnavalsnefnd Sinfóníuhljómsveitar Íslands. R02030136
Borgarráð tilnefnir Kjartan Óskarsson í stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Steinunni Birnu Ragnarsdóttur í verkefnavalsnefnd.
16. Lagt fram minnisblað formanns stjórnar Strætó bs. og framkvæmdastjóra fyrirtækisins, ódags., um málefni Strætó bs.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri-grænna leggur fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að hefja nú þegar undirbúning að því að Reykjavíkurborg dragi sig út úr byggðasamlaginu Strætó og endurreisi Strætisvagna Reykjavíkur. Jafnframt verði unnin áætlun um að stórefla almenningssamgöngur í Reykjavík með aukinni ferðatíðni og auknum forgangi Strætó í umferðinni.
Greingargerð fylgir tillögunni. R02030079
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að fulltrúi Reykjavíkurborgar í stjórn Strætó bs. beiti þeim meirihluta atkvæða sem hann fer með í stjórninni (70#PR) til að:
1. Áform um niðurlagningu hraðleiðar í Árbæjarhverfi, S5, verði endurskoðuð.
2. Ekið verði á 10 mínútna tíðni á öllum hraðleiðum næsta vetur, til reynslu.
3. Gerðir verði samstarfssamningar við háskóla, framhaldsskóla, Landspítala- háskólasjúkrahús og aðra stóra vinnustaði sem nýjar hraðleiðir leiðakerfisins ná til frá yfir 90#PR heimila á höfuðborgarsvæðinu með það fyrir augum að auka nýtingu, tekjur og hlutdeild almenningssamgangna í umferðinni.
4. Lagt verði mat á árangur nýs leiðakerfis Strætó þegar reynsla verður komin á það að 1-2 árum liðnum.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndra leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að fela borgarstjóra að nú þegar verði hafnar viðræður um þátttöku ríkisins í kostnaði við almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Viðræðum verði lokið fyrir 1. október 2006.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Ólafur F. Magnússon leggur fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð felur fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórn Strætó bs. að beita sér fyrir því að fargjöld barna, unglinga og námsmanna auk aldraðra og öryrkja verði felld niður til reynslu í 6 mánuði frá 1. september n.k. Samhliða þessum ráðstöfunum verði hafin áróðursherferð fyrir aukinni nýtingu almenningssamgangna.
Afgreiðslu tillagnanna frestað.
17. Lögð fram ársskýrsla Strætó bs. fyrir árið 2005 ásamt minnisblaði forstöðumanns innri endurskoðunar, dags. 19. f.m. R06010224
18. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndra um matsáætlun vegna Sundabrautar:
Í auglýsingu kemur fram að frestur til að gera athugasemdir er til 21. júlí nk. Í ljósi þess að framkvæmdaráð, skipulagsráð og umhverfisráð hafa ekki fjallað um matsáætlunina er lagt til að borgarráð samþykki að vísa tillögu að matsáætlun til umfjöllunar og umsagnar allra þessara ráða, framlengi umsagnarfrest og að borgarráð taki í kjölfarið ákvörðun um endurauglýsingu ef tilefni er til.
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Borgarráð samþykkir að framlengja frest, sem gefinn hefur verið til að gera athugasemdir við tillögu að matsáætlun um lagningu annars áfanga Sundabrautar, um einn mánuð. Fulltrúar úr framkvæmdaráði, skipulagsráði og umhverfisráði, tveir úr hverju ráði, einn fulltrúi meirihluta og einn fulltrúi minnihluta, gefi sameiginlega umsögn um matsáætlunina. R03090157
Tillaga borgarstjóra samþykkt.
19. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndra:
Borgarráð samþykkir að teknar verði upp viðræður við dómsmálaráðuneytið og lögregluna í Reykjavík um að sýnilegri hverfislöggæslu verði komið á í öllum hverfum borgarinnar. Í tengslum við endurskipulagningu á löggæslu höfuðborgarsvæðisins verði m.a. tryggt að hverfislöggæsla fái fast aðsetur í tengslum við allar sex þjónustumiðstöðvar borgarinnar líkt og nú þegar er staðreynd í Grafarvogi og Breiðholti. Þá verði metin þörf fyrir aukna miðborgarvakt. Viðræðurnar fari fram í samráðshópi Reykjavíkurborgar, ráðuneytisins og lögreglunnar sem starfandi var á síðasta kjörtímabili og aðilar lögðu sameiginlega til að myndi taka upp þráðinn að afloknum sveitarstjórnarkosningum. R06070079
Lagt fram bréf borgarstjóra frá 18. þ.m., þar sem lagt er til að tillögunni verði vísað til vinnuhóps Reykjavíkurborgar, dóms- og kirkjumálaráðuneytis og lögreglustjóra.
Samþykkt.
20. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks:
Borgarráð felur stjórnkerfisnefnd að undirbúa tillögur um að stofnað verði nýtt ráð er nefnist leikskólaráð. Málefni leikskólans verði færð frá menntaráði, en leikskólaráð starfi samt sem áður í nánu samstarfi við menntaráð. Lögð verði áhersla á að ýmsir rekstrarþættir menntaráðs og leikskólaráðs geti verið sameiginlegir. Í leikskólaráði verði m.a. fjallað um stefnumótandi mál fyrir yngstu Reykvíkingana, mál sem snerta leikskólastigið og þau lög og reglugerðir er því tengjast, mál sem tengjast þjónustu við foreldra frá því að fæðingarorlofi lýkur að grunnskóla, mál sem tengjast gæsluvöllum og smábarnaleikvöllum sem og mál sem tengjast samskiptum leikskóla og grunnskóla.
Leikskólaráð geri tillögu til borgarráðs um framkvæmdir á leikskólasviði.
Skrifstofu borgarstjórnar er falið að gera tillögu að samþykkt fyrir leikskólaráð og að breyttri samþykkt fyrir menntaráð.
Jafnframt lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 19. þ.m. ásamt drögum að breytingum á samþykktum fyrir leikskólaráð, menntaráð og samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 638/2001 með síðari breytingum, dags. 17. þ.m. R06070063
Vísað til stjórnkerfisnefndar.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndra leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að áformum um að skipta menntaráði í tvennt, leikskóla- og grunnskólaráð, verði frestað um að minnsta kosti eitt og hálft til tvö ár. Að þeim tíma liðnum fari fram mat menntaráðs á reynslunni af þeirri skipan sem komið var á fyrir hálfu öðru ári og hefur þegar lofað góðu.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Vísað til stjórnkerfisnefndar.
21. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 14. þ.m. þar sem hún óskar lausnar úr starfi. R06070089
22. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Borgarráð samþykkir að lækka gjaldskrá leikskóla. Námsgjald, áður nefnt kennslugjald, fyrir öll börn, alla tíma, í öllum flokkum verði lækkað um 25#PR frá og með 1. september nk. Jafnframt verði systkinaafsláttur af námsgjaldi 100#PR með öðru eða fleiri börnum frá sama tíma. Lækkun gjaldskrár leikskóla leiðir til lækkunar á tekjum um 93.400 þkr. Auk þess hækka framlög til einkarekinna leikskóla um 15.000 þkr., samtals um 108.400 þkr. Kostnaðarauka er mætt með hækkun á áætluðum útsvarstekjum en útsvarstekjur hafa verið hærri en áætlað var sem m.a. rekja má til bætts atvinnuástands. R02110159
Breyting á fjárhagsáætlun 2006
í þkr. kostn.st Var Verður Breyting
Sameiginl. kostn. leikskóla D417 307.312 400.712 93.400
Einkareknir leikskólar D601 407.000 422.000 15.000
Útsvar 00100 -31.995.170 -32.109.970 -114.800
Framl. í Jöfnunarsj. sveitarfél. 00100 1.885.170 1.891.570 6.400
Tillaga borgarstjóra samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna óska bókað:
Vinstrihreyfingin grænt framboð styður tillögu borgarstjóra um lækkun gjaldskrár leikskóla. Um leið er minnt á að VG hefur um nokkurra ára skeið haft gjaldfrjálsan leikskóla á stefnuskrá sinni. Borgarfulltrúar flokksins áskilja sér því rétt til tillagna um frekari skref að gjaldfrjálsum leikskóla á síðari stigum.
Ólafur F. Magnússon óskar bókað:
F-listinn lýsir stuðningi við tillögu um lækkun leikskólagjalda og mun áfram vinna að markmiðum um gjaldfrjálsan leikskóla.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að fela borgarstjóra að beita sér fyrir því að nú þegar verði hafnar viðræður um þátttöku ríkisins við lækkun leikskólagjalda þannig að fáist úr því skorið hvort stuðningur ríkisins komi til við að gera leikskólann gjaldfrjálsan. Viðræðum verði lokið fyrir 1. október.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.
23. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Borgarráð samþykkir að stofna verkefnisstjórn, sem vinni eða láti vinna áhættugreiningu og áhættumat vegna núverandi staðsetningar olíubirgðastöðvar í Örfirisey og ennfremur áhættugreiningu, áhættumat og kostnaðargreiningu fyrir nýja staðsetningu olíubirgðastöðvar, s.s. í Hvalfirði og á Grundartanga. Að auki verði gerð hagkvæmnisathugun varðandi kostnað við flutninga á eldsneyti til höfuðborgarsvæðisins og staðsetningu olíubirgðastöðvar fjær höfuðborginni en nú er. Verkefnisstjórnin verði skipuð einum fulltrúa tilnefndum af Faxaflóahöfnum sf., einum fulltrúa tilnefndum af olíufélögunum, einum fulltrúa tilnefndum af Slökkviliði höfuðborgarsvæðsins bs. og einum fulltrúa tilnefndum af borgarstjóra. Verkefnisstjórnin skili tillögum um verklag og tímaáætlun til borgarráðs eigi síðar en 15. september nk.
Greinargerð fylgir tillögunni. R04110031
Samþykkt.
24. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 18. þ.m., við fyrirspurn Ólafs F. Magnússonar um heilsugæslu í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, sbr. 40. liður fundargerðar borgarráðs 13. júlí sl. R05100166
25. Lagt fram svar borgarstjóra við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Samfylkingar um ráðningu í starf skrifstofustjóra á skrifstofu borgarstjórnar, sbr. 33. liður fundargerðar borgarráðs 13. júlí sl. R06070073
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað:
Svar borarstjóra vekur furðu.
1. Sú staðreynd að afleysingastörf hafi hingað til ekki verið auglýst endurspeglar að æðstu embættismenn hafa staðgengla eða að starfsfólk hefur flust til innan stjórnkerfisins.
2. Fjöldi starfsmanna þurfti að una því að flytjast í ný embætti í kjölfar stjórnkerfisbreytinga 2004. Æðstu embættismenn sem þannig fluttust höfðu allir verið ráðnir eftir auglýsingum á grunni menntunar og hæfni.
3. Það er fráleitt að hefðbundnum aðferðum hafi verið beitt við ráðningu Magnúsar Þórs Gylfasonar.
26. Lagt fram svar borgarstjóra við fyrirspurn Ólafs F. Magnússonar um hlutfall kynja í nefndum, sbr. 39. liður fundargerðar borgarráðs 13. júlí sl. R06060149
27. Lagt fram bréf skrifstofustjóra umhverfissviðs frá 7. f.m., sbr. samþykkt umhverfisráðs 6. s.m., gjaldskrá fyrir mengunar- og heilbrigðiseftirlit í Reykjavík. R02120035
Samþykkt.
28. Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi fyrirspurn: R05020109
1. Hvenær var tekin ákvörðun um að hefja að nýju viðræður við ríkið um kaup þess á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun?
2. Hverjir annast viðræðurnar af hálfu Reykjavíkurborgar?
3. Hefur borgarstjóri sett fulltrúum borgarinnar erindisbréf eða samningsmarkmið?
4. Hyggst borgarstjóri kynna gang viðræðnanna fyrir borgarráði og þá hvenær?
29. Borgarstjóri óskar bókað:
Borgarráð fagnar samkomulagi Landssambands eldri borgara og ríkisins um víðtæka aðgerðir til að bæta aðbúnað og kjör aldraðra. Í samkomulaginu er m.a. gert ráð fyrir að lífeyrisgreiðslur almannatrygginga hækki um kr. 15.000 á mánuði frá 1. júlí, skerðing bóta frá Tryggingastofnun ríkisins vegna tekna maka muni minnka og vasapeningar hækki um 25#PR. Einnig fagnar borgarráð því að það fjármagn sem nú gengur til reksturs stofnana úr framkvæmdasjóði aldraðra gangi til uppbyggingar öldrunarstofnana sem og því markmiði að auka fjárveitingu til framkvæmda og reksturs átaks vegna biðlista eftir hjúrkrunarrými. Er þetta í samræmi við stefnu borgaryfirvalda um að bæta búsetuskilyrði eldri borgara og auka þjónustu í þágu aldraðra með byggingu 200 öryggis- og þjónustuíbúða. Nýlega auglýsti stýrihópur um uppbyggingu búsetuúrræða fyrir eldri borgara í Reykjavík eftir samstarfsaðilum hvað þetta varðar.
Málinu frestað, að beiðni Samfylkingar sem óskar eftir að samkomulagið verði kynnt í borgarráði. R06010195
Fundi slitið kl. 14:10
Björn Ingi Hrafnsson
Árni Þór Sigurðsson Dagur B. Eggertsson
Gísli Marteinn Baldursson Júlíus Vífill Ingvarsson
Steinunn Valdís Óskarsdóttir